Morgunblaðið - 16.06.1979, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ1979
Einhverjir albeztu
hljómleíkar íslenzkra
hljómsveíta voru
haldnir í Laugardals-
höllinni á þriöjudags-
kvöld, en þá léku
Magnús og Jóhann,
Ljósin í bænum og
Hinn íslenzki þursa-
flokkur í tæpar prjár
klukkustundir við
mjög góðar undirtektir
fjölmargra áhorfenda.
Hjálpaðist allt að við
að gera pessa hljóm-
leika sem bezta; góðar
hljómsveitir og tónlist,
góður hljómur og síð-
ast en ekki sízt mjög
góðir áhorfendur, sem
létu óspart í sér heyra.
Árangur dansæfinga þeirra Ellenar og Stefáns kom greinilega í ljós á
hljómleikunum!
Friðrik Karlsson sló heldur betur
í gegn og er nú óumdeilanlega
meðal alfremstu gítarleikara
landsins.
Hvert lagið rak annað og öll
féllu þau í góðan jarðveg. Þá
vöktu kynningar Egils Olafs-
sonar ekki síður hrifningu,
og stökk ófáum bros á vör
við að hlýða á þær.
Tónlistarlega var þáttur
Þursanna frábær, enda ekki
við öðru að búast. Ásgeir
Oskarsson hefur sennilega
aldrei verið betri en einmitt
nú og hinir standa allir á
hápunkti getu sinnar. Þá er
ánægjulegt að vita til þess að
Norðurlandabúar eiga von á
góðri sendingu frá íslandi.
Þursarnir voru tvisvar
klappaðir upp og fluttu í
síðara skiptið nokkuð
óvenjulegt lag, eða Suður um
höfin. Og þeir voru nokkrir
sem dönsuðu út úr Höllinni
undir lokalagi Þursanna.
SA.
„Gleói
er íhöH,
glymja
hlátra sköll"
Fólk var farið að streyma
inn í Höll langt fyrir níu, en
dyrnar voru ekki opnaðar
fyrr en klukkan hálf níu.
Síðan jókst straumurinn
smám saman og klukkan níu
var hvert sæti skipað á
bekkjunum, og talsverður
fjöldi fólks sat á gólfinu. Að
góðum íslenzkum sið hófust
hljómleikarnir svo ekki fyrr
en rúmlega níu og þá voru
það Magnús H. Sigmundsson
og Jóhann Helgason, sem
hófu leik sinn.
Gagnstætt því, sem við var
búizt, komu þeir fram tveir
einir, án nokkurra aðstoðar-
manna og léku fimm lög.
og reyndar við var búizi.
Þegar á heildina er litið
tókst Ljósunum vel upp, þótt
svo flutningur einstakra laga
væri misjafn. Sérstaklega
var bagalegt hve flutningur
hljómsveitarinnar á laginu
Disco Frisco var laus í bönd-
unum. Má vera að áhorfend-
ur hafi haft þar einhver
áhrif.
uðu sér fullkomlega og hljóð-
böndun öll var prýðileg.
Það var nú komið fram áð
hléi, sem átti að vísu aðeins
að vera 15 mínútna langt, en
lengdist og lengdist. En þeg-
ar Þorgeir kynnir birtist loks
aftur á sviðinu, fór fagn-
aðaralda um salinn, Þurs-
arnir voru næstir. Augljóst
var að margir höfðu einungis
komið á hljómleikana til að
hlýða á Þursana, enda næsta
víst að þeir hefðu eitthvað
gott upp á að bjóða, þegar
Norðurlandareisa stendur
fyrir dyrum.
Áheyrendur voru nokkuð
lengi að átta sig á tónlist
Þursanna og breytingunni
frá því fyrir hlé. En þegar
komið var fram í lög eins og
Skriftagang hins húnvetnska
bónda, var ekki annað að
merkja en áheyrendur væru
fullkomlega með á nótunum.
„Prestur með pokarass, áttu ekki dropa vatns, að lána mér til
sunnudags."
Hljómleikarnir voru þeir síðustu, sem Karl Sighvatsson (lengst til
vinstri) kemur fram á með Þursunum, en við sæti hans tekur Lárus
Grímsson, sem á myndinni er nærri falinn bak við hljóðnemasúlurnar.
Ljósm. Kristinn.
Aðeins eitt þeirra hefur áður
heyrzt opinberlega,
Medicobooze, en annars voru
lögin öll í svipuðum anda og
mynduðu greinilega eina
heild. Magnús og Jóhann
komu sterkt út, bæði söngur
og gítarleikurinn skiluðu sér
prýðilega og var ekki að sjá
að þeir félagar söknuðu
nokkuð annars undirleiks.
Áhorfendur kunnu vel að
meta þessa tónlist, enda
langt um liðið síðan heyrzt
hefur í þeim Magnúsi og
Jóhanni.
Er Magnús og Jóhann
höfðu lokið sínu hlutverki
kynnti Þorgeir Ástvaldsson
næsta atriði, en það voru
Ljósin í bænum. Hljómsveit-
in lék aðallega lög af nýju
plötu sinni Disco Frisco, eins
Þótt meðalaldur hljóm-
sveitarinnar sé mjög lágur,
en liðsmenn hennar eru á
aldrinum 16 til 21 árs, eru
þeir allir mjög góðir hljóm-
listarmenn hver á sínu sviði.
Gunnlaugur trommuleikari
er t.d. alveg lygilega góður
miðað við aldur. En eigi að
taka einhvern einn úr hljóm-
sveitinni út fyrir og lofa
hann, hlýtur sá hinn sami að
vera Friðrik Karlsson, gítar-
leikari. Leikur hans var í
einu orði sagt frábær, sér-
staklega var gaman að heyra
til hans í „instrumental“
lögunum. En hinir voru einn-
ig góðir og Ellen söng að
venju sem engill. Þá var ekki
síður gleðilegt að heyra hve
gott hljóð var hjá hljóm-
sveitinni. Öll hljóðfærin skil-
Poker a plast!
EINS og kunnugt er gaf hljómsveitin Póker ekki út
neina plötu á meðan þeir voru og hétu. Þessa dagana
er verið að kanna möguleika á því að gefá út þrjú af
lögum hljómsveitarinnar hérlendis og jafnvel í
Hollandi á 12 tommu plötu.
Lög þessi voru tekin upp í Hljóðrita í nóvember
1977 af Jeff Calver, en hann rak svo smiðshöggið á
upptökuna í London, þar sem hann bætti við hornum
og strengjum. Lögin sem um er að ræða heita „Take
Me To The Sun“, „Driving In The City“ og „Get On
To A Sure Thing“ og eru öll eftir Jóhann Helgason,
en liðskipan Pókers í nóvember 1977 var Pétur
Kristjánsson, Kristján Guðmundsson, Björgvin
Gislason, Sigurður Karlsson, Pálmi Gunnarsson og
Jóhann Helgason. í sambandi við Hollandsútgáfuna
fylgir, að Póker þyrfti að gera breiðskífu líka, en það
gæti verið erfiðara viðfangs.