Alþýðublaðið - 12.03.1931, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 12.03.1931, Qupperneq 3
3 'AIÞ'f BIIBll AÐIÐ Beztu egipæka cigaretturnar í 20 stk. pökk- um, sem kosta ks% 1,25 pakkinn, eru Soussa Clprettiir i frá Nieolas Sonssa fréres, Cair«. Einkasalar á íslandi: Tóisaksvepzlun fslands 8i. f. EimskipiA „El]ai“ Þeir sem vilja gera tilboð í eimskipið „Eljan“ í pví ástandi sem það er í í fjörunni í Hafnarfirði, eru beðnir að senda þau til Sjóvátrygginga- féiags íslands h. f. Reykjavik, í síð- asta lagi næstk. laugardag þ. 14. þ. m. Leikhúsið. í kvöld verður fyr&ta loiksýning eftjír samkomubannið. Sýnir leik- félag Reykjavíkur pá nýtt leiikrit eftir þýzka leikritaskáldið G. Kaiiser og heitir það „Október- dagur“. Fer leikurinn fram í FrakklandÍ! og er efni hans ástar- saga fransks liðsforingja og stúlku af tignum ættum. Fer höf. •svo með efnið, að athygli áhorf- andans eða lesandans er haldið frá fyrstu byrjun með viðlagi leiksins: hvað er raunveruleiki og hvað ekki. Hefiir Leikfélagið vandað svo til sýningarinnar sem frekast var kostur á. Freymóður Jóhannes- son hefir málað tjöldin, en Har- aldur Björnsson æft leikinn. Leik- endur eru frú Marta Katman, Sig- rún Magnúsdóttir, Brynjólfur Jó- hannesson og Gestur Pálsson. Al- freð Andrésson leikur og smá- hlutverk, og er það í fyrsta sinn sem hann kemur fram á sjónar- sviðið. Á undan leiknum var gert ráð fyrir að sýna einþáttung eftir Lárus Sigurbjörnsson, „Stiginn", en tími vanst ekki til æfinga, þegar æfa skyldi leikinn að nýju eftir samkomuhannið, vegna stöð- ugra forfalia' annars leikandans, en leikendur eru að eins tvefir, og verður þáttuminn því ekki sýndur að sinni. IZmó-gestur. Læknishéraðasióðh. Haraldur Guðmundsson flytuT frumvarp á alþingi um, að þegar læknishérað er læknislaust, þá sfculi embættislaunin ásamt dýr- tíðaruppbót, eða sá hlutí þeirra, sem ekki er vaiíð til að útvega héraðinu læknisþjónustu, renna í sérstakan sjóð, sem verði eign læknishéraðsins. SkaJ sjóðnum varið tíl þess að tryggja eftir föngum, að héraðið verði sem sjaldnást læknislaust, svo sem með því að léggja féð til læknis- bústaðar eða annars þess, er Eetla má að verði: til þess að gera héraðið eftírsqknarverðara fyrir lækna, t. d. með því að kaupa hentug flutningatæki til læknisferða (bifreið, vélbát), ell- egar til þess, er horfir til annara bóta á heilbrigðismálum héraðs- ins. Sjóðir þessir heití læknishér- aðasjóðir. Skulu þeir vera í vðrzlu og undir umsjá heilbrigð- isstjórnaiinnar, og sé fé þeirra jafnan handbært og ávaxtað á tryggum stað. Landlæknir geri tiilfögur um fjárveitingax úr Læknishéraðasjóðum, eftir að hann hefir leitað álits héraðsbúa, en hieilbrigðisstjórnin tekur. síðan ákvarðanix um fjárveitingar þessar. Með fntmvarpi þessu er að því ' stefnt, að þau héruð, sem eru eða verða útundan um að þangað fáist læknar, eigi síður á hættu að svo verði eirinjg tíl langrar ‘frambúðar. Þess er rétt að geta um leið, að í fjárlögum eru jafnan áætluð full larrn tiil Lækna í öLltum hér- uðum Landsink, svo að um út- gjöld ríkisins utan fjárlaga er hér ekki að ræ'ða. ! J Nýtt smástirni fundið. Turín, 11. niarz. United Press. — FB. Prófessor Lacchine, Pinto Turi- nese Ohservatory, hefir með Ljós- myndunum og rannsóknum fund- ið nýja Plánetu (solar planet), samkvæmt tilkynningu, sem hann hefir gefið út. Námsstyrkur ísienzkra stideata við erienda háskóla. Fjölmargar eru þær námsgrein- ir, sem nauðsyn þjóðarinnar kref- ur að íslenzJör stúdentar leggi stund á, en ekki eru kendar við íslenzka háskólann. Þeir, sem þær nema, verða þvi að leita til erlendra háskóla Ber riMnu að sjálfsögðu bæði siðferðileg skylda og nauðsyn til að létta fátækum námsmönnum, sem leita' verða tíl eriendra háskóla, fjár- bagsörðugleikana. Hefir og nokk- uð verið gert að því, en ektó nógu skipulega frá þeám málum gengið. Eftir tilmælum íslenzkra stúidenta, er stunda nám í Kaup- mannahöfn, flytur Haraldur Guð- mundsson frumvarp til þéss að. ráða bætur þar á. 1 greinargerð frá Félagi ís- lenzkra stúdenta í Kaupmanna- höfn, sem birt er með frumvarp- iinu, er skýrt frá því, að nú sem stendiur séiu 90 ísLenztór stúdent- ar við erlenda háskóla, en af þeim hafi að eins 28 ríkisstyrk, þar af 16 fjögurra ára styrk, 1200 danskar kx. á áxi, og 12 mentamálaráðsstyrk, 1000 ísL kr., en ekkert fyriirheit um hve lengi hver og einn fái þann styrk. Nemur þá styrkurinn tíl þeárra allra samtals um 36 þús. ísl. kr. á árí. Samkvæmt frumvarpinu er ætl- ast til, að styrkurinn verði veitt- ur til 5 ára, 7 nýjum stúdentum á ári, þ. e. að styrkux sé veittur 35 stúdentum í senn, alt að 1200 ísL kr. hverjum á árk Heildar- upphæðin verður þá 42 þús. kr., og er það ekki há viðbót við það, sem nú er. Hins vegar verð- ur fjárveitingir. öruggari og nota- drýgri stúdentum :með þessu mótL Fæstir þeirxa ljúka námi á sikemmri tíma en 5 árum, og hjá mörgum kiefur námið lengri tíma. Því að eins kemur styrk- urinn þeim að fullum notum, að hann sé veittur til svo margra óra, og að ekki sé hætta á, að hann falli niður á miðjum náms- tíma án tilverknaðaT (>ess, er nýt- ur hans. Vitamálfn, í Alþýðublaðiinu frá 21. júlí s. 1. sumar er gneiin um týnda vitann á Garðskaga. Sýnir giein þessi meðal annars, hvað vitamála- stjórinn er samvizkusamur og skyldurækinn og her mikla um- hyggju fyrir lífi og heilsu undir- manna sinna og íslenzku sjó- mannastéttarinnar .Og litlar og misjafnar kröfur gerir hann íil unidiinnanna sinna, því ég hefi heyrt sagt, að þessi 16 ára ung- lingur, sem er nefndur í grein- inni, hafi gætt vitans með litlu eða engu eftirliti í mörg ár, þótt vitavörðurinn hafi verið heirna, sem oft hefir brugðist. En mér er kunnugt um það, að viitavörðurinn á Reyfkjanesi var mjög skyldurækinn og fór aldrei frá vitanum, nerixa í brýnustö nauðsýn, og ef hann fór eitt- hvað þá hafði hann alt af 3 karlmenn heima til að gæta vit- ans og hugsajðii meira um líf okk- ar sjómanna en líf sjálfs sín og manna sinna og heilsu, sem var eftir minni sjón svo illa trygt, að það er vafasamt að það hefði verið álitið forsvaranlegt á mið- öldunum, hvað þá núna, og ég veiit, að varðklefinn á Reykja- nesi, þar sem vitaverðirnir áttH að vera í mestallan sólarhring- inn, þegar stystux var dagur, hefi ir verið hitatækislaus og án allra þæginda og aumari en nokkur sákamannaklefi, og eftir sögn Ól- afs Sveinssonar vitavarðar hefir vitamálastjórinn neitað honum um bætúr á þessu, þrátt fyrir margar áskoranir frá honum. Því hefir oft verið við bTugðið, hve köld væri æfi okkar sjó- mannanna með köfhim, sem er ómögulegt að fyrirbyggja; en þó höíum við oftast nær nógan hita, ef við getum farið niður í stópið, en þegar vátaverðirnir á Reykja- nesi voru búnir að standa úti á þalli á vitanum í margar klukku- stundir í 65—70 metra hæð frá jafnsléttu í mestu rokum og hríðum, og ef þeir gátu farið stutta stund inn i vitann, blautír og hraktir, til að hvíla sig, þá var það eina hiessingin, sem þeir fengu: rakaloftið, ljösreykurinn og kuldinn. Vitamálastjórinn rekur ólaf Sveinsson eftir 5 ára starf, að allra dómi, sem ég hefi heyrt minnast á hurtrekstur hans, fyrir mjög litlar og vafasamar sakir, og mér er óhætt að segja, að við sjómennirnir trúum Ólafi betur fyriir lífi okkar beldur en vita- málastjóranum, og við sjómenn- Simir ættum ekki að láta það við- gangast, aö það sé níðst á okkar trúverðustu og beztu mönnum, seim hafa lagt líf og hoilsu sína í hættu til að lýsa okkur á hættu- legum leiðnm. Sjómaður.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.