Morgunblaðið - 23.06.1979, Side 28

Morgunblaðið - 23.06.1979, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1979 Bændaskólinn á H vanneyri 90 ára Hvanneyri. 23. júní. Á morgun. sunnudaginn 24. júní, verður þess minnst á Ilvanneyri að um þessar mundir eru 90 ár síðan bændaskólinn tók til starfa. Athöfnin hefst klukkan 14. og verður dagskráin í stórum dráttum á þessa leið: Magnús B. Jónsson skólastjóri setur samkomuna og býður gesti velkomna. Síðan annast sóknar- presturinn, séra Ólafur Jens Sig- urðsson, helgistund. Magnús B. Jónsson skólastjóri flytur síðan hátíðarræðu, og að henni lokinni segir Guðmundur Jónsson fyrr- verandi skólastjóri sögu staðarins. Steingrímur Hermannsson land- búnaðarráðherra flytur ávarp. Að lokum ávarpa gestir samkomuna, en þeir verða allmargir því full- trúar 10, 20, 30, 40 og 50 ára búfræðinga hafa boðað komu sína. Kirkjukór Hvanneyrarkirkju syngur milli atriða, en stjórnandi kórsins er Ólafur Guðmundsson. Þá má geta þess að í tilefni afmælis skólans hefur Guðmund- ur Jónsson fyrrverandi skólastjóri tekið saman bók um sögu skólans í 90 ár. Er það mikið rit, prýtt fjölda mynda, og geymir bókin sem er nýkomin út mikinn fróð- leik um sögu staðarins. — Fréttaritari. Viðskiptaráðherra í opinbera heimsókn: Ræðir um olíumál Viðskiptaráðherra Noregs. Hallvard Bakke, kemur hingað í opinhera heimsókn á þriðjudag- inn. að því er Svavar Gestsson viðskiptaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Mun Bakke dvelja hér á landi í tæpa viku og ræða við íslenska ráðamenn um olíumál og fleiri mál, auk þess sem hann mun ferðast um landið. Nýtt gall- erí opnar í Lækjar- götunni NÝTT gallerí, Listamannahúsið Lækjargötu 2, opnar í dag, laugar- dag. kl. 14, með sýningu 6 ís- lenskra myndlistarkvenna. Gallerí- ið er í eigu Knúts Bruun og mun að hans sögn verða í framtíðinni rekið sem gallerí en ekki salur sem listamenn geta tekið á leigu. Á sýningu myndlistarkvennanna getur að líta 50 verk, málverk og skúlptúr. Þær sem eiga verk á sýningunni eru: Júlíana Sveinsdótt- ir, Nína Tryggvadóttir, Gerður Helgadóttir, Lovísa Mathíasdóttir, Þorbjörg Höskuldsdóttir og Guðrún Svava Svavarsdóttir. Fimm lista- kvennanna sýna þar málverk en skúlptúrinn er eftir Gerði Helga- dóttur. Flestar myndanna eru fígúrativar. Sýningin verður opin í 3 vikur. Hluti húsakynna Lista- mannahússins í Lækjargötu 2. Ljósm. Emilía. Minning: Olafur ffannesson Austvaðsholti hefur breyzt á því tímabili frá því , að Ólafur hóf búskap. Skipuleg framræsla á mýrlendi ásamt tún- rækt, til þess að geta aukið framleiðsluna og byggt upp peningahús. Það hefur verið við- fangsefni svo margra bænda á síðari árum og Ólafur lét ekki sinn hlut eftir liggja en vann að þessu af krafti og þrautseigju og árangurinn er eftir því, því að búsmala hefur fjölgað ört í búskap hans. Vélvæðing hefur verið Ólafi hugleikin og hefur hann leitast við að nýta nýjustu tækni við land- búnaðarstörf, sem völ hefur verið á á hverjum tíma. Og mitt í þeim framkvæmdum, sem Ólafur hefur staðið í, er hann burt kallaður í önn dagsins á bezta aldri, en það er ekki um það spurt. Þar er hinn slyngi sláttumaður að verki, sem ferðamenn Ólafs og fjölskyldu eiga erfitt með að átta sig á, því að hann var svo skjótt burt numinn, en enginn má sköpum renna. Eiginkona Ólafs, Unnur Jóns- dóttir, og börn þeirra þrjú, Hannes og Jón í heimahúsum og Ingibjörg búsett í Reykjavík, gift Halldóri Leifssyni, ásamt 2ja ára dóttur þeirra, þau eiga nú að baki að sjá góðum og tryggum heimilis- föður, sem helgaði líf sitt heimili og fjölskyldu, minningin um góðan dreng sefar sorg þeirra við þetta skyndilega fráfall og einnig samferðamenn senda þeim sínar beztu samúðaróskir og biðja góðar vættir að styrkja þau á þessum tímamótum. S.J. í dag verður til moldar borinn'i Árbæjarkirkju í Holtum Ólafur Hannesson, bóndi í Austvarðar- holti, Landssveit. Ólafur var fæddur 16. janúar 1920 og voru foreldrar hans, Hannes Ólafsson bóndi, og Ingibjörg Guðmunds- dóttir frá Múlakoti í Fljótshlíð. Ólafur ólst upp hjá foreldrum sínum í Austvarðarholti. Þar var tvíbýli og oft margt fólk á heimil- inu, eins og víða var á þeim árum í sveitum þessa lands. Á unglings- árum Ólafs var nokkuð um það, að ungir menn í sveitum landsins færu til náms í héraðsskólum. Laugarvatnsskólinn var þá fyrir nokkru stofnaður og hélt Ólafur þangað, síðar fór hann í Búnaðar- skólann á Hvanneyri. Ólafur var viðloðandi heimili foreldra sinna, þar til að hann hóf sjálfur búskap á jörðinni. Það má segja, að Ólafur hafi að mestu helgað líf sitt störfum við land- búnað, enda hafa viðfangsefnin á því sviði verið næg, svo mikið Forsíða júlíheftis bandaríská Eiri opna úr frásögn blaðsins af hvalveiðum víða um heim og eru tímaritsins LIFE. báðar myndirnar teknar í hvalstöðinni í Hvalfirði. Hvalurinn í LIFE Málefni hvalsins er aðalefni nýútkomins júlí- heftis bandaríska tíma- ritsins LIFE og forsíða þess hefur fyrirsögnina: Drepum við síðasta hval- inn? Inni í blaði er svo fjallað ítarlega um hvalveiðar víðs vegar um heim og ísland þar sérstaklega tek- ið fyrir og birtar myndir teknar við hvalskurð í hvalstöðinni í Hvalfirði. Þar er það sérstaklega tekið fram, að íslendingar skeri sinn hval á landi, en Rússar og Japanir, sem mestan hval veiða verki hann um borð í sérstökum verksmiðjuskipum. Verzlunarráð íslands efnir til kynningarfundar mánudaginn 25. júní 1979, kl. 16.00—18.00 í Kristalsal Hótel Loftleiöa um „Hvernig verðbólgan brenglar reikningshald og rekstur fyrirtækja<á Hjalti Geir Chrietopher Ólafur Árni Kriatjánaaon Lowe Haraldaaon Vilhjélmaaon Fundurinn er opinn öllum áhugamönnum um pessi málefni. Vinsamlega tilkynniö Þátttöku í síma 11555, vegna fjölda pátttakenda. Kaffi verður fram borið á fundinum. Dagskrá Setningarræða. Hjalti Geir Kristjánsson, formaður V.í. Áhrif verðbólgu á reikningsskil fyrirtækja. Christopher Lowe, Coopers & Lybrand. Gildi vísitölureikningsskila í verðbólgu. Ólafur Haraldsson, forstj. Fálkans h.f. Samanburður aðferða viö aö laga reikningsskil að verðbreytingum. Árni Vilhjálmsson, prófessor. Almennar umræður og fyrirspurnir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.