Morgunblaðið - 24.06.1979, Side 2

Morgunblaðið - 24.06.1979, Side 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 1979 Engin háhýsi en urmull gagnmerkra bygginga Fáir fornir kastalar hala vardvcittst hctur cn Rushcn-kastali þcirra Manarbúa. Þarna sátu kóngarnir og hertogarnir sem ríktu yfir cynni. Stjórn Manar vonast til þess, að alls komi um hálf milljón manna sem gestir til eyjarinnar í sumar, og er því viðbúið, að óhemju annir verði hjá öllum þeim Manarbúum, sem starfa við mót- töku feröamanna á eyjunni og þjónustu við þá ýmiss konar. Fjöldi ferðamanna á þessu ári verður þó væntanlega allmiklu minni heldur en á metári ferða- mannastraumsins til Manar, sem var árið 1913, en þá komu þangað alls 634.000 gestir. Þjón- usta við ferðamenn hefur í nær heila öld verið mjög þýðingar- mikill atvinnuvegur á Mön, og hefur þessi atvinnugrein staðið undir um 12% af þjóðartekjum Manarbúa á undanförnum árum. Á síðustu 15 árum hefur Mön þó hins vegar sett mjög ofan sem ferðamannastaður í harðri sam- keppni við ódýrar Spánarferðir. Þeir Manarbúar, sem starfa að ferðamálum, binda því miklar vonir við yfirstandandi hátíðaár, og hvað framtíðina snertir er ætlunin að auglýsa nýjan ferða- máta um Mön, þannig að fólk geti dvalizt þar á ódýran hátt í seinna sumarleyfinu og t.d. eldað ofan í sig sjálft og séð um sig að miklu leyti sjálft. En vitanlega ætlast eyjarskeggjar þó ekki til, að hinn hefðbundni ferðamanna- markaður Manar leggist af, því fjölmargir Englendingar og Skotar halda enn tryggð við Mön sem sinn eina rétta sumardval- arstað. Sama er að segja um allan þann fjölda ferðamanna, sem kemur til Manar ár hvert til þess að fylgjast með mótor- hjóla-kappakstrinum á TT-vik- unni og Grand Prix-keppninni. Forn húsagerðarlist Að auki hafa Manarbúar ný- lega uppgötvað, hve forn mann- virki hafa mikið aðdráttarafl á ferðamenn. Saga húsagerðarlist- ar á Mön nær aftur til grárrar forneskju eða allt til miðrar steinaldar, en frá þeim tímum eru enn nokkrar leifar á Mön. Þar við bætast svo hin hringlaga hús Kelta frá því snemma á miðöldum, keltneskar kapellur og krossar. Forn húsagerðarlist á Mön nær svo hámarki á þeim fjórum öldum, sem veldi nor- rænna manna á Mön stóð, eða allt fram til ársins 1265. Tynwald er eitt af þeim mann- virkjum, sem hinir norrænu yfirdrottnarar Manar reistu, en á Tynwald-hæð kom hið árlega allherjarþing norrænna manna á Mön saman undir berum himni um Jónsmessuleytið. Enn þann dag í dag kemur heimastjórn Manar saman til fundar á Tynwald-hæð einu sinni á ári og lýsir yfir gildistöku nýrra laga fyrir eyjarskeggja. Sú athöfn laðar einnig að sér marga ferða- menn. Á síðari hluta miðalda bætt- ust aðallega við ýmsar kirkju- byggingar og hernaðarmann- virki, en í lok átjándu aldar hafði Mön um langt skeið notið algjörs friðar og allmikil velsæld ríkti meðal íbúanna. I kjölfar velsældarinnar kom nýr fjörkippur í alls konar bygg- ingarframkvæmdir á eyjunni, og fjöldi hinna færustu arkitekta frá Englandi og Skotlandi tóku að sýna listir sínar á Mön. Hús þau, sem þessir aðkomnu arki- tektar skópu á Mön á síðustu árum 18. aldar og fram eftir 19. öld, eru mörg hver góð dæmi um hið bezta í brezkri húsagerðar- list frá þessum tímum og sýna brezkan arkitektúr í hnotskurn. Á 19. öld voru auk þess byggðar fjölmargar kirkjur á Mön, og var unnið að smíði hinnar fyrstu á árunum milli 1830 og 1840. í höfuðstaðnum Það sem vekur eftirtekt ferða- mannsins á Mön, er ekki aðeins hið mikla og fagra safn form- sterkra bygginga frá 19. og fyrri hluta 20. aldar, heldur engu síður, hve vel þessi hús eru felld inn í hið sérstæða landslag eyjarinnar. Sú staðreynd, að efnahagur manna á Mön fór mjög hnignandi um og eftir síðustu aldamót, hefur gert það að verkum, að hið viktoríanska yfirbragð margra bæja á Mön hefur varðveitzt ótrúlega vel allt fram á þennan dag. Þannig hefur t.d. útliti höfúðstaðar Manar, Douglas, ekki verið spillt með einu einasta háhýsi á síðari áratugnum. Ferðamenn, sem koma til Douglas, geta því notið að fullu hins mikla og sjaldséða samræmis, sem ríkir í bygging- arstíl húsanna i Douglas, en þau eru flest frá Viktoríu-tímabilinu. Ber þá sérstaklega að nefna húsaröðina við hina fjögurra mílna löngu strandgötu í Doug- las, sem er prýðilegt dæmi um gott samræmi í húsagerð. Óhætt mun að fullyrða, að ferðalangar geta sem hægast fundið sér ótal margt til dægra- dvalar á Mön; hvort sem menn kjósa að ferðast um eyjuna í gufuknúinni járnbrautarlest frá Viktoríutímabilinu, ríða dagleið á vökrum smáhestum, þamba sterkt manaröl, njóta fagurra lista í heillandi umhverfi, skoða samsafn stílhreinna bygginga eða njóta sérstæðs landslags þessa indæla eylands. David Crawford. „Gaukstaðaskipið“, sem á að taka land á Mön um miðja þessa viku, tók niðri við Skotland fyrir nokkr- um dögum, og áhöfnin — sjö manns — hafn- aði í sjónum. Sem snöggvast var jafnvel óttast, að ferðalagi „ víkinganna “ mundi Ijúka þarna, en þetta fór betur en horfði, og menn eru að vona að „Hrafn Óðins“, eins og fjeyið er nefnt, haldi áætlun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.