Morgunblaðið - 24.06.1979, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 24.06.1979, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 1979 37 í allt að ár, kórfélagar hefðu sjálfir unnið mikið að fjáröflun til ferðarinnar og m.a. gefið út sér- stakt blað í tilefni afmælisins og með því aflað nokkurs fjár. Stein- ar var sjálfur á ferð hérlendis í febrúar sl. til að undirbúa ferðina og kom hann einnig nokkrum dögum áður en kórinn sjálfur kom, sem var sl. föstudag. .Sagði hann að undanfarin ár hefði kórinn jafnan farið eina söngferð á ári, m.a. til Norðurlandanna, Englands og nú til íslands, en Islandsferð væri talin áhugaverð vegna náttúru landsins og tengsla þess við Noreg og hefði hún því verið ákveðin. Einnig þykjumst við vita að flestir íslendingar skilji norsku og því teljum við auðvelt að konia boðskap okkar á framfæri við Islendinga. — Fyrstu tónleikarnir verða á laugardag í Hveragerðiskirkju og hefjast kl.20:30, síðan syngjum við á samkomu í húsi KFUM og K í Reykjavík á sunnudagskvöld, en á mánudagskvöld kl. 20:30 verða aðaltónleikarnir í Mennta- skólanum við Hamrahlíð. Hefjast þeir einnig kl. 20:30 og verður þar á dagskrá eins konar söngleikur, sem saminn hefur verið sérstak- lega fyrir okkur. Með þessum söngleik er leitast við að sýna á hvern hátt boðskapur kristninnar á erindi til okkar allra og gerum við það bæði með söng, látbragði og myndasýningu. A þriðju- dagskvöld verða síðan tónleikar í Keflavík, á Akranesi á fimmtudag og í Vatnaskógi syngjum viö á laugardag á móti þar, en síðustu tónleikarnir verða er við komum fram í messu í Háteigskirkju kl. 11, sunnudaginn 1. júlí. Steinar Echholt sagði að flestir kórfélagar væru á aldrinum 16-17 ára, en margir byrjuðu 14 ára og væru í kórnum allt til 19 ára aldurs þegar menntaskólanámi væri lokið. Æskulýðskór KFUM og K í Reykjavík hefur undirbúið ferðina í samvinnu við norska kórinn. í blaði sem kórinn gaf út í tilefni 10 ára afmælisins er m.a. greint frá íslandsferðinni og einnig er þar að finna þessa myndaopnu af kórfélögum. Norskur æskulýðs- kór í íslandsferð er stofnaður upphaflega innan safnaðar í Drammen og hefur starfað í kirkjulegu samhengi, en þó má segja að starfsemi hans sé mjög sjálfstæð og er hann eigin- lega engum háður í starfi sínu. Við flytjum mest létta tónlist, sem við vitum að ungt fólk hefur gaman af, en tilgangur þessa kórs er að vekja athygli á boðskap kristninn- ar og með söng okkar viljum við koma honum á framfæri. Ekki er skilyrði að meðlimir kórsins séu kristnir, en segja má að kórinn sem slíkur, sé eins konar æsku- lýðsstarf og er markmið hans innan sem utan kórsins sjálfs að halda fram boðskap kirkjunnar, sagði Steinar Echholt. Þá sagði Steinar að ferðin til Islands hefði verið í undirbúningi UM þESSAR mundir er staddur hérlendis norskur æskulýðskór, sem nefndur er Youngspiration. Er ferð hans hingað til lands m.a. í tilefni 10 ára afmælis kórsins, en hann var stofnaður í Drammen í Noregi árið 1969. — Við vorum 5 saman sem spiluðum og sungum, en fundum það fljótlega út að viturlegra væri að stofna kór og starfa þannig, sagði Steinar Echholt í samtali við Mbl., en hann er formaður kórsins og hefur haft veg og vanda að undirbúningi ferðarinnar hingað til lands. Við auglýstum eftir unglingum, sem vildu vera með í kór og gáfu sig fram kringum 100 unglingar og höfum við síðan aldrei verið færri en það. Kórinn Steinar Echholt '4' 5KIPAÚTG£R» RÍKÍSINS m/s Hekla fer frá Reykjavík föstudaginn 29. þ.m. vestur um land í hringferð og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: Patreksfjörð. (Tálknafjörð og Bíldudal um Patreksfjörö), Þingeyri, ísafjörð, (Flateyri. Súgandafjörð og Bol- ungarvík um ísafjörð), Norður- fjörð, Siglufjörð, Akureyri, Húsavík, Raufarhöfn. Móttaka miðvikudag 27. þ.m. SKRIFSTOFU- ÞJÓNUSTA Gerum tollskjöl og verö- lagsreikninga. Skrifum verzlunarbréf á ensku, dönsku og þýzku. Aðstoðum viö leitun sambanda erlendis og veitum ráðleggingar í sambandi við innflutn- ingsverzlun. Fullur trúnaður. SKRIFSTOFUAÐSTOÐ, Hverfisgötu 14, Sími 25652. Ath! Ath! Pilar komnir!! ART: LITUR: STÆRÐIR: Verð frá: 3375 Natur 21—39 7.175- 3393 Natur 20—35 7.175- 3435 Natur 28—39 9.250- ART: LITUR: STÆRÐIR: Verð frá: 3416 Natur 20—39 6.850 - 2895 Natur/Rautt 20—39 6.920 - 3149 Natur 19—39 6.850 - 2891 Natur 33—39 8.315- ART: LITUR: STÆRÐIR: Verð frá: 3367 Natur/Rautt 19—39 6.850- Domus Medica, Sími 18519. LEÐUR FÓTLAGASKÓRNIR MED HRÁGÚMMÍSÓLUNUM SEM ALLIR ÞEKKJA. PÓSTSENDUM SAMDÆGURS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.