Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ1979 ALMENNUR BORGARAFUNDUR í KÓPAVOGI: ALMENNUR borgarafundur var haldinn í Kópavogi í síðustu viku og var haldið áfram, þar sem frá var horfið umræðum um tillögur til miðbæjarskipulags í Kópavogsbæ, en sem kunnugt er varð síðasta fundi ekki lokið, vegna mikillar málgleði fundarmanna. Urðu þar miklar deilur manna í milli og sýndist þar sitt hverjum, ýmsir fundu tillögunum sitthvað til foráttu en aðrir mæltu þeim bót. I upphafi fundarins barst tillaga frá þremur fundarmönnum sem kvað m.a. á um, að fresta ætti ákvarðanatöku um lokagerð miðbæjarskipulags í Kópavogi. Fundarstjóri, Guð- mundur Oddsson, las upp. KÓPA- VOGUR Menntaskóli á röngum stað Aðalsteinn Davíðsson tók fyrstur til máls og rifjaði upp atriði frá síðasta fundi. Harmaði hann sérfræðingaveldið í skipu- lagsmálum bæjarins og taldi að hinn almenni bæjarbúi hefði lítil sem engin tök á að hafa áhrif á skipulagsmál bæjarins, því aðeins væri félögum í Arkitektafélaginu heimilt að senda inn tillögur um slík mál. Aðalsteinn taldi skipulagshug- myndina allra góðra gjalda verða, þó væru ýmis atriði sem betur mættu fara og var fyrirhuguð menntaskólabygging honum sér- stakur þyrnir í augum. Um menntaskólann hafði Aðalsteinn þetta að segja: „Menntaskólanum er ætlaður alrangur staður, því að miðbær Kópavogs kemur til með að verða þarna í framtíðinni, nýtt þjónustuhverfi er að rísa austar í bænum og þar mun hinn raun- verulegi miðbær rísa.“ Aðalsteinn taldi einnig að byggingin myndi kosta óheyrilegt fé og yrði bæjar- sjóði þungur baggi. Svo og væru skólanum ætluð allt of fá bíla- stæði sem væri að sjálfsögðu algerlega ófullnægjandi. Illmögu- legt væri að byggja skólann í áföngum, hann yrði því að byggj- ast í einu lagi en slíkt væri of mikið átak fyrir bæjarfélagið. Náttúruvernd ekki tískufyrirbæri Næst tók til máls Sigríður Einarsdóttir, formaður náttúru- verndarráðs Kópavogsbæjar. Rakti hún í stuttu máli sögu nefndarinnar með tilliti til friðunarmála í bænum. Sagði hún að nefndin hefði fyrir löngu farið fram á að Borgirnar yrðu friðaðar og það væri því ekki ný bóla. Síðan sagði Sigríður: „Ég tel ekki að náttúruverndargjálfrið sé neitt tískufyrirbæri og brýn þörf er á að stuðla að verndun náttúrunnar.“ Einnig sagði hún að nauðsynlegt væri að gert yrði eitthvað til úrbóta og ekki mætti spilla náttúruverðmætum á neinn hátt og allra síst Borgunum sem væru Kópavogsbúum mikils virði. Engar f járveitingar Að loknu máli'Sigríðar tók til máls Richard Björgvinsson. Að áliti hans var menntaskólinn rétt staðsettur þar sem hann væri samkv. tillögunum. Aðalatriðið væri hins vegar það, að litlar sem engar fjárveitingar hefðu fengist frá ríkinu og því örðugt um skólabyggingu. Ennfremur sagði Richard: „Skólinn býr við slæmar aðstæður og er að sprengja hús- næðið utan af ssér og brýn þörf er á að aðstoða skólann í þessum vandræðum hans, menntaskólinn getur ekki verið í Kópavogsskóla til neinnar frambúðar." Heppileg- ast sagði hann að flytja skólann í Þingholsskóla og ræddi hann þann möguleika nokkuð, þ.á.m. að flytja yngri nemendur milli skóla til að rýma til fyrir menntaskólanum. Gagnrýndi hann bæjarstjóra nokkuð vegna ummæla hans á síðasta fundi og einnig gerði hann að umtalsefni taugaóstyrk „fræð- inganna", þ.e. þeirra sem að til- lögunum stóðu. Ekkert félagslíf Næstur tók til máls Kjartan Árnason. Fagnaði hann hinum nýju tillögum til úrbóta á vandræðum menntaskólans. Sagði hann enga aðstöðu til félagslífs í skólanum eins og ástandið væri nú og væri það mjög til baga fyrir nemendur skólans. Stuðla ætti að því að reisa skólahús hið fyrsta en hafna öllum bráðabirgðalausnum sem tefðu aðeins fyrir framgangi málsins. Æskilegast taldi hann að leggja út í skólabyggingu og leysa þannig vandann í eitt skipti fyrir öll. Byggingin ekki steinbákn Að loknu máli Kjartans kom Ingólfur skólameistari Þorkelsson í pontu. Gerði hann stuttlega grein fyrir forsögu skólabyggingar í Kópavogi og rakti sa nþykktir bæjarstjórnar varðandi þ ítta mál. Ákveðið hefði verið að byggja skóla af fyrri stjórnvöldum bæjar- ins en þegar hinir nýju ráðamenn tóku við hefði komið babb í bát- inn, þá þótti verkið of dýrt. Síðan sagði Ingólfur: „Skólinn er stað- settur á besta stað, bæði með tilliti til samgangna og sam- nýtingar. Umhverfið er heppilegt og hið ákjósanlegasta á allan hátt og skólinn er ekki það steinbákn sem sumir vilja vera láta.“ Enn- fremur sagði Ingólfur að skólinn væri þannig úr gerði gerður, að breyta mætti innviðum hans og sú gagnrýni sem hann hefur hlotið hvað það snertir því óréttmæt. Áætlaða nýtingu á húsnæðinu taldi hann eðlilega miðað við aðra skóla og skólann ekki of stóran, því hann væri teiknaður samkv. minnstu stærðargráðu miðað við erlenda skóla. Sagði hann að skólinn yrði góður vinnustaður og að þörfum kennara og nemenda yrði þar vel sinnt. Of stór — of hár Næstur kom upp Sveinn Jónsson. Gerði hann skipulag mið- bæjarins að umtalsefni og taldi ýmislegt gott um þá að segja, m.a. hvernig umferð bíla og gangandi manna væri slitin sundur samkv. tillögunum. Hins vegar taldi hann menntaskólann of stóran og of háan og því óheppilegan frá sjónarmiði umhverfisverndar- manna, byggingin skyggði á holtið og einnig á kirkjuna. Auk þess sagði hann skólann illa skipulagð- an og hann mætti byggja á ódýr- ari hátt, svq og myndi hann nýtast illa. Kvað hann álit sitt, að ekki ætti að samþykkja bygginguna á núverandi stað. Kostir fleiri en gallar Að máli Sveins loknu tók til máls Björgvin Sæmundsson málum, í hugum þeirra ætti Kópa- vogur að véra „nafli alheimsins" og íbúar bæjarins ættu að hugsa j samkv. því. Náttúruvernd í fyrirrúmi Næstur tók til máls Adolf J. Petersen. Benti hann á að náttúruverndarnefnd hefði í upp- hafi verið kosin af bæjarstjórn samkv. lögum um slíkar nefndir og að nefndin hefði ekki farið út fyrir þau mörk sem henni hefðu verið sett í upphafi. Sagði hann að i borgirnar ætti alls ekki að skaða á nokkurn hátt, þær væru merkileg laginu og gagnrýndi það á margan hátt, einnig taldi hann að kostnað- urinn yrði verulegur. Lýsti hann þeirri skoðun sinni að ekki ætti að leggja út í dýrar byggingarfram- kvæmdir heldur ætti að reyna að nýta þá þjónustu sem aðrir bæjar- hlutar byðu upp á. Einnig fannst honum óæskilegt að leggja út í byggingu stórs skólahúss. Sérfræðingar — til hvers? Að loknu máli Braga tók Guðmundur Gíslason til máls. Taldi hann hina umtöluðu „fræð- inga“ heppilega og nauðsynlega og Sigríður Einarsdóttir, for- maður náttúruverndarráðs Kópavogsbæjar, í ræðustól. Henni á vinstri hönd situr Guðmundur Oddsson fund- arstjóri. bæjarstjóri. Hann sagði að fullt tillit hefði verið tekið til náttúru- verndarnefndar og hennar sjónar- miða og taldi að friðunarsjónar- miða hefði verið gætt við staðsetn- ingu hins nýja miðbæjarkjarna. „Um „sérfræðingavaldið" hafði Björgvin þetta að segja: „Mín skoðun er sú að „sérfræðingavald- ið“ sé æskilegt, almenningur er ekki fær um að taka afstöðu í ýmsum málum. Ég tel æskilegt að eitthvert samband sé á milli sérfræðingaviljans og óska al- mennings." Skipulagið í heild sagði hann málamiðlun milli ýmissa sjónarmiða, það hefði bæði kosti og galla, en kostirnir væru tvímælalaust fleiri. Ekki kvaðst hann ánægður með öll atriði skipulagsins en taldi óheppilegt að gera breytingar vegna þess að þær gætu haft verri afleiðingar en hefðu þær ekki verið gerðar, því væri verr af stað farið en heima setið í þessu efni. Um kostnaðinn kvaðst Björgvin telja að hann væri dreifður á langan tíma og að margir tækju þátt í honum og hann því ekki bæjarfélaginu sá baggi sem sumir vildu vera láta. Að lokum hvatti hann Kópavogs- búa til að vera stórhuga í þessum náttúrusmíð sem ekki mætti spilla, og því væri skólabygging í jaðri þeirra mjög til lýta, myndi stórspilla útliti borganna. Að áliti Adolfs ætti skólabyggingin að standa á Digranestúninu en ekki við borgirnar þar væri henni betur komið fyrir. Menntaskóli á réttum stað Að máli Adolfs loknu tók til máls Stefnir Helgason. Sagði hann brýna þörf á þjónustuhús- næði í Kópavogi, uppbyggingin undanfarið hefði verið hröð en kjarni að miðbæ hefði nú myndast sem nauðsynlegt væri að hlúa að. Stefnir taldi að mikillar framsýni í umhverfismálum hefði gætt í Kópavogi á undanförnum árum og þyrfti síst að kvarta yfir því. Hvað menntaskólabyggingunni viðvék hafði Stefnir þetta að segja: „Ég tel menntaskólann vel staðsettan þar sem hann er nú og væri hann færður, myndi hann slitna alger- lega úr samhengi við umhverfi sitt. Skólinn er vel teiknaður og býður upp á mikla möguleika til nýtingar og er hinn ákjósanlegasti að flestu leyti.“ Fullt tillit kvað Stefnir hafa verið tekið til náttúruverndarsjónarmiða, Borgirnar væru óhultar, og varaði hann Kópavogsbúa við því að láta glepjast af skammtímasjónar- miðum og stundaræsingi. Hvað er rangt við skipulagið? Næstur kom í pontu Skúli Norðdahl. Kvaðst hann ekki skilja hvað fólki fyndist rangt við skipu- lagið og grundvöU þess. Taldi hann að svonefndur „miðbæjar- kjarni" sem væri að rísa á Digra- nesi yrði ekki framtíðarmiðbær Kópavogs, hann fengi ekki tengsl sem miðbæjarsvæði og yrði á engan hátt heppilegur sem slíkur. Um skipulagið sagði hann að kostnaðurinn yrði ekki sú byrði sem sumir vildu vera láta. Verulegur kostnaður Síðan tók til máls Bragi Mikaelsson. Taldi hann upp ýmsar breytingar sem honum fannst æskilegt að gerðar yrðu á skipu- sagði að þeir væru miklu færari til sérhæfðra verka en hin almenni bæjarbúi. Furðulegt væri að mennta upp sérfræðinga sem síð- an fengju ekki að nýta þessa sérþekkingu sína. Hvað skóla- bygginguna snerti fannst honum ekki undarlegt að ríkið hefði ekki mokað fé í slíkt, þar sem bygging- in væri ekki fullákveðin ennþá. Ef bærinn legði út í slíka byggingu á eigin spýtur gæti allt eins verið að ríkið sæi sig um hönd hvað fjár- veitingar snerti, því væri bygging skólahúss mjög áhættusamt fyrir- tæki. Samt taldi hann að nauðsyn bæri til að bærinn eignaðist sinn eigin skóla, en hvatti til ýtrustu aðgætni. Áfjáður í menntaskóla Nú tók Ingólfur Þorkelsson skólameistari aftur til máls og sagði m.a.: „Kópavogsbúar eru áfjáðir í þessa menntaskólabygg- ingu og ég tel að þeir ættu að sýna stórhug í þessu máli. Skólinn verður vel nýttur á allan hátt og verður notaður til ýmissa annarra hluta en kennslu. Þar sem algert neyðarástand er ríkjandi í hús- næðismálum skólans finnst mér afar óheppilegt að slá byggingar- framkvæmdum þessum á frest." Minnti Ingólfur á að enn hefði enginn ræðumaður minnst á að ekki ætti að byggja hús yfir Menntaskóla Kópavogs, aðeins hefði verið deilt um staðsetningu, stærð og gerð byggingarinnar. Framkomna hugmynd um til- færslur milli skóla til að rýma til fyrir menntaskólanum sagði hann flótta frá raunveruleikanum og að engu hafandi, standa ætti við þær ákvarðanir sem þegar hefðu verið teknar, og hætta ætti öllu hringli með skólann. Aðalmálið sagði Ingólfur, hvort bærinn hefði efni á að byggja ekki menntaskóla, einn- ig taldi hann skort á einingu til að standa saman að framkvæmd skólabyggingarinnar. Skipulagið ekki ómanneskjulegt Björn Ólafsson bæjarfulltrúi tók næstur til máls. Taldi hann staðsetningu miðbæjarins rétta og að framkomnar hugmyndir um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.