Morgunblaðið - 24.06.1979, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 24.06.1979, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JUNI 1979 47 hiö gagnstæða ættu ekki viö rök að styðjast. Ótta fólks um að miðbærinn yrði ekki nýttur sagði hann rangar, vegna þess að mikil umferð yrði af Hafnarfjarðarvegi yfir í Kópavog, hér eftir sem hingað til. Síðan sagði Björn: „Skipulagið er ekki ómanneskju- legt, eins og sumir vilja vera láta. Miðbærinn er teiknaður fyrir íslenskar aðstæður og reynt hefur verið að skapa skemmtilegan mið- bæ og það er trúa mín að þar eigi margir eftir að koma og sinna erindum sínum." Menntaskólann taldi Björn of háan til að standa nærri holtinu og vildi færa hann framkvæmda taldi hann fráleita og sagði hættulegt að samþykkja hana. Ræddi hann síðan nokkuð um aðdraganda þess að tekin var ákvörðun um byggingu mennta- skóla. Lýsti hann sig mjög hlynnt- an þeirri framkvæmd og sagðist sannfærður um, að ef bæjarbúar ynnu ekki bug á sundurlyndis- fjandanum yrði skólinn ekki byggður á þessari öld. Reynt að skapa fjölbreytni Síðan kom í pontu Benjamín Magnússon, arkitekt bygginganna. Sagði hann að reynt hefði verið að og birtist hún í skipulagi því sem hér um ræddi. Of mikið á ðf litlu svæði Að afloknum deilum þeirra Sveins og Skúla tók Richard Björgvinsson til máls. Að áliti hans væri of mörgum byggingum ætlað of lítið svæði, samkv. til- lögunum. Hins vegar sagði Richard að ríkisvaldið hefði haft þau áhrif að ekki hefði verið hafist handa við framkvæmdir, fjár- magn hefði skort, hins vegar sagði hann að ekki hefði staðið á bæjar- stjórninni. r. - naili alheimsins? til austurs. Sagði hann sér- fræðingunum mikill vandi á höndum við uppbyggingu skipu- lags sem þessa, en kvaðst treysta þeim til að finna bestu lausnina á málinu, þar sem tillit væri tekið til allra. Vinjar til nota á góðviðrisdögum Næstur Birni kom upp Sigurður Grétar Guðmundsson. Sagði hann Kópavogsbúa illa setta ef Hafnar- fjarðarvegurinn væri ekki til stað- ar, taldi hann þann veg einu framtíðarleiðina í gegnum Kópa- vog og heppilegustu og rökrétt- ustu lausnina með tilliti til mið- bæjarskipulagsins í bænum. Vildi hann að byggð yrði upp í miðbæn- um verslunar- og þjónustumiðstöð þar sem alls kyns þjónusta yrði veitt. Hvað byggingarnar snerti taldi hann að þær ættu að vera meira sambyggðar og þéttbyggðar með vinjum inn á milli þar sem bæjarbúar gætu spókað sig á góðviðrisdögum. Þörf á útivistarsvæði Nú tók Sigríður Einarsdóttir aftur til máls. Taldi hún brýna þörf á einhvers skonar útivistar- svæði við menntaskólann, því menntaskólanemum væri ekki síður þörf á að hreyfa sig en öðrum. Einnig kvaðst hún ekki ánægð með framgang náttúru- verndarmála, ekki væri tekið nægilegt tillit til náttúruverndar við staðsetningu skólabyggingar- innar, vonaðist hún til, að tillit yrði tekið til skoðana bæjarbúa á skipulagsmálum bæjarins. Aðeins deilt um staðsetningu Að máli Sigríðar loknu tók Adolf J. Petersen aftur til máls. Kvaðst hann ekki á móti því að byggja miðbæ í Kópavogi, aðeins væri deilt um hvar hann ætti að vera. í þessu sambandi rifjaði hann upp hve bærinn hefði þanist út á undanförnum árum og ára- tugum og minnti á að útþenslu hans virtust lítil takmörk sett. Miðbæ ætti að byggja með tilliti til hins íslenska veðurfars og bæri að haga byggingum samkv. því. Sundurlyndis- fjandinn Næstur tók til máls Andri ísaksson. Fagnaöi hann því aö þessi fundur skyldi haldinn og taldi hann málefnalegri en hinn fyrri. Skipulagið fannst honum skynsamlegt í grundvallaratrið- um, þó hefði verið stigið of stórt skref. Byggingarnar væru heldur stórar, nokkurrar ofhleðslu gætti. Framkomna tillögu um frestun hafa sem mesta fjölbreytni í gerð húsa, torga og þ.h. Hann kvað það skoðun sína að eðlilegt væri að færa skólann um nokkra metra ef það yrði til þess að samstaða næðist meðal bæjarbúa í þessu umdeilda máli. Ræddi hann síðan nokkuð um nýtingu bygginganna. Sagði hann að nýtingarhlutfallið væri um 1.0 og neðar væri vart hægt að komast í nýtingu, ætti hinn verðandi miðbær að þjóna hlutverki sínu sem skyldi. Miðbær til prýði Björgvin Sæmundsson bæjar- stjóri tók nú aftur til máls. Varðandi það sem Adolf sagði um útþenslu bæjarins, sagði Björgvin að henni væru náttúruleg takmörk sett. Taldi hann að stærð bæjarins færi vart fram úr 40 þús. íbúum. Miðbæjartillögurnar gerðu ekki ráð fyrir að þjóna þeim sem fyrir væru, hvað þá meira. Staðurinn væri réttur miðað við það sem nú væri, hvað sem síðar yrði. Byggingaráætlunina kvað hann ekki eins mikið verk og margir hygðu, þegar væri búið að byggja þriðjung húsanna og afganginn væri hægt að reisa á löngum tíma. Miðbæinn sagði hann nauðsynleg- an og hann yrði þannig að hann félli vel að náttúrunni og verða henni til prýði. Menntaskólinn of hár? Næstur kom upp Sveinn Jóns- son. Deildi hann á hæð skólahúss- ins og taldi að það skyggði á kirkjuna, einnig taldi hann byggingarhugmyndina gallaða og að þakið myndi leka. Skúli Norðdahl kom nú upp og svaraði Sveini. Sagði hann að skólinn myndi ekki skyggja á kirkjuna nema að mjög litlu leyti og skipti það litlu máli. Síðan sagði hann að ekki væri ætlunin að skemma Borgarholtið með þessum framkvæmdum, og það hefði aldrei staðið til. Heppileg- ustu lausnina taldi hann fundna Skóli á skökkum stað Næstur tók til máls Aðalsteinn Davíðsson. Kvaðst hann hræddur við „naflahugsjón" þá sem fram kom í ræðu bæjarstjóra. Fannst honum varhugavert að ætla að hrúga öllu í miðbæinn. Sagði hann sig fylgjandi miðbæjarskipulaginu í megindráttum, þó stóð honum stuggur af skólanum vegna hæðar hans og stærðar. Skólann taldi hann á skökkum stað og stinga algerlega í stúf við umhverfið. Heppilegast fannst honum að byggja skólann í áföngum sem auðvelt væri að nýta jafnóðum. Skólinn of nálægt holtinu Eyþór Einarsson steig næstur í ræðustól. Taldi hann allra góðra gjalda vert að fólk vildi friða Borgirnar, en skólann sagði hann of nálægt þeim, ekki þyrfti að byggja upp að mörkum þeirra. Skólinn ætti að færa fjær, væri ætlunin að setja hann þar niður. Ljótur skóli Síðastur talaði á fundinum Björn Ólafsson bæjarfulltrúi. Vék hann máli sínu að orðum Richards Björgvinssonar. Sagði hann í því sambandi að hægt væri að minnka þann massa sem ætlunin væri að risi í miðbænum, og kvaðst feginn öllum tillögum í þá átt. Síðan tók hann undir orð Aðalsteins Davíðs- sonar um að skólabyggingin væri ljót og einungis hönnuð til að standa utan í holtinu. Lýsti hann sig fylgjandi því að minnka bygginguna eða kljúfa hana niður í smærri einingar og sagði sig ekki fylgjandi því að húsið yrði byggt þar sem því hefði verið ætlaður staður, þ.e. utan í holtinu. Er hér var komið sögu var langt liðið á kvöld og mælendaskrá tæmd. Bar þá fundarstjóri upp tillöguna sem fundinum barst. Atkvæði féllu þannig að tillagan var felld með meginþorra atkvæða gegn þremur. Síðan var fundinum slitið. Verkstæði okkar verður lokað allan júlímánuð vegna sumarleyfa fóVökull hff. ÁRMÚLA 36, Símar 84366 - 84491 Lax- og silungsveiðileyfi í Vatnsdalsá á 1. og 3. svæöi eru komin til sölu, sér hús er fyrir hvort svæöi. ’ASTUflD!' Hðiwnu í't sportvoruverzlun AUSTURVERI Háaleitisbraut 68 Simi 8 42 40 Umferðar- fræðsla brúðuleikhús og kvikmyndasýning 5—6 ára börn í Reykjavík. Fræðslan fer fram sem hér segir: 25. júní Fossvogsskóli Hólabrekkuskóli 27. júní Árbæjarskóli Breiöholtsskóli 29. júní Ölduselsskóli Kl. 09.30 og 11.00 Kl. 14.00 og 15.30. Kl. 09.30 og 11.00. Kl. 14.00 og 15.30. Kl. 09.30 og 11.00. Lögreglan í Reykjavík Umferöarnefnd Reykjavíkur Umferöarráð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.