Morgunblaðið - 24.06.1979, Page 28

Morgunblaðið - 24.06.1979, Page 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ1979 VtEP MOBö-dKí KAWNU GRANI GÖSLARI ... og mér er gjörsamlega um megn að tala við ókunnuga! Vegna hins ofsalega hita verður sólflaugin að lenda að nóttu til! Vaknaðu maður, vaknaðu — það er einhver hjá vinnukon- unni! „Listi yfir útdauð dýr er nógu langur og lengist enn” Kæri Velvakandi Mér þykir rétt að árétta það bréf sem „H“ nokkur skrifar í „sérvitringar" sem „H“ notar sjálfum sér til lítillar upphefðar í bréfi sínu. Þeir menn sem starfa á Rainbow Warrior eru sjálfboðalið- ar með hugsjón sem felst meðal annars í því að börn þeirra, mín og annarra, fái tækifæri til að lifa það að sjá þessi dýr lifandi, en ekki lista yfir dýr sem maðurinn hefur útrýmt, sá listi er þegar orðinn nógu langur og lengist enn. • Fáfræði Skrif „H“ um þetta sýna eingöngu fáfræði hans og jafnvel hálfgerðan barnaskap. Nær væri að menn kynntu sér þessi mál áður en farið er í að skrifa slíka pistla. Svo vikið sé frá hvölum um stund og athuguð skrif „H“ um fuglana þá kemur í ljós hjátrú allnokkur. Vill „H“ kenna hettu- mávi að einhverju leyti um stór- fækkun á kríu og máfugli. Þetta heyrir maður alloft og má ætla að margur blásaklaus hettumávur hafi fengið að greiða með blóði fáfræði manna sem töldu sig vera að taka á vandanum án þess að hafa hugmynd um hvað þeir voru að gera. Þessu til stuðnings get ég nefnt margt. T.d. hef ég fylgst með varpi ýmissa anda og mófugla innan um hettumáv og jafnvel S. ÁG9 H. ÁD3 T. K1064 L. Á53 Eftir pass í upphafi hækkaði norður grandopnun félaga síns umsvifalaust í þrjú grönd og vestur spilaði út spaðaþristi. Sagnhafi taldi slagi sína, fékk út átta og þann níunda mátti alltaf búa til á hjarta. Honum virtist spilið því einfalt og eftir spaðakónginn spilaði hann tígli frá borðinu. Austur tók strax á ásinn, spilaði spaða, gosi og drottning. Vestur hafði ekkert betra að gera en spila spaðanum og ruddi með því burt síðustu fyrirstöðu suðurs. Sagnhafi spilaði þá tíglunum og að því kom að reyna varð svíning- una í hjartanu. En þegar hún tókst ekki varð suður að láta sér nægja átta slagi. Einn niður. Heldur þótti spilamennska suð- urs tilþrifaiítil. Hefði fyrirhyggj- an verið með í ferðinni mátti vinna spilið með því að svína hjartadrottningunni strax í upp- hafi. Þá væri ekki ábatasamt fyrir vestur að spila spaðanum og sagn- hafi hefði unnið sitt spil í róleg- heitum. Lausnargjald í Persíu 3 Eftir Evelyn Anthony Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á íslenzku Helztu sögupersónur: Logan Field — athafnasamur og umsvifamikill forstjóri Imperial-olfufélagsins. Eileen Field — kona hans — sem verður ein helzta persóna sögunnar. James Kelly — framkvæmda- stjóri í fyrirtæki Fields. Aðdá- andi eiginkonunnar. Janet Armstrong — ástkona Logans Fields. Ardalan hershöfðingi — yfir- maður SAVAK. Khorvan — efnahagsmálaráð- herra írans, sem á að semja við Logan um mikilsháttar fram- kvæmd í olíumálum. Peters — Bandarfkjamaður, forsvarsmaður skæruliðahóps sem undirbýr mannrán. ann var ekki talinn í þeirri ástæðu. Hann langaði ekki til að hún talaði við þeirra fólk og hann langaði ekkert til að hún væri lengur hluti af honum. Hann vildi ekki að hún kæmi í samkvæmið og sýndi þar öllum hversu frábær eiginkona hún væri manni á borð við hann. Hann fann til sektar við þessar hugsanir sínar. Hann langaði ekki að vera henni slfkur, ekki einu sinni innra með sér. Það var ekki henni að kenna hvernig allt hafði þróast á milli þeirra. Hann lagði höndina á kné hennar. — Æ, til fjandans með þetta, sagði hann. — Ég er bara leiðinlegur í kvöld. Khorvan hefur verið að draga okkur á þessu og barizt gegn okkur með kjafti og klóm í hálft annað ár. Það verður ekki auðvelt að treysta honum. Þetta er erfiðasta fólk í öllum heimi, íranir, það er ég viss um. — Ég veit það, sagði hún. — Ég veit að þetta verður þér erfitt. Þess vegna vildi ég koma. Hann færði höndina af I hnénu. Svona svör, svona trún- aður, einlægur og sakleysisleg- ur — honum leið enn verr innan brjósts. Þær stundir komu æ oftar að hann þráði að heyra hana rffast, æsa sig upp — gefa honum einhverja átyllu Eileen fann aftur til ónota- legs gustsins í bflnum sem hún sat við hlið manns síns. Hún bar gríðarstóra demantshálsfesti og eyrnalokka og armband af sömu gerð. Henni leið illa að bera allt þetta skart en hún hafði kosið það vegna þess að gripirnir voru íranskir og Logan hafði fært henni þetta að gjöf fyrir þremur árum, eftir að eJnkadóttir þeirra fæddist. Ástæðan fyrir því að bera þetta var ekki sú að minna hana á að sá tími hefði eitt sinn verið, að hann hafði verið ljúfur og elskulegur, heldur fannst henni það viðeigandi gagnvart ráðherranum. Sfðustu þrjú árin hafði hún reynt í hvívetna að uppfylla þær kröíur sem hún gerði til sín sem ciginkona hans og ekki sízt vera honum styrk- ur út á við. Ef hún gat ekki gefið honum það, sem hann kaus á einn hátt, gat hún að minnsta kosti sinnt þeirri hlið sem hún vissi að honum var þýðingarmest allra, þ.e. vöxtur og viðgangur Imperialolfu- félagsins. Hún hafði alltaf dáð eiginmann sinn, þessi aðdáun hafði alltaf vegið þyngst á metunum og kannski umfram allt vegna þess að þeir eigin- leikar voru svo fjarri öllu sem hún hafði áður kynnzt hjá fjölskyldu eða vinafólki sínu. Metnaður hans, þróttur, skapandi hugsun, ákafafullur persónuleiki hans sem ekki var frá öðrum tekinn en honum sjálfum, einhver „óbeyzlaður náttúrukraftur“. Hún minntist þessa orðalags úr bók sem henni var nú löngu gleymd. Náttúrukraftur. Það lýsti hon- um og hún elskaði hann vegna þess hvernig hann var gerður. Hún hafði gert sér grein fyrir því, að nokkra undangengna mánuði hafði dregið úr ást hans BRIDGE Umsjón: Pall Bergsson Og þá er það beint af augum, sagði maðurinn við bílstjórann þegar hann beygði inn í götuna, sem hús hans stóð við. Og sjálf- sagt hefur sagnhafi hugsað líkt þegar spil blinds voru lögð á borðið í spilinu hér að neðan. Norður gaf, allir á hættu. Norður S. K H. G76 T. DG982 L. G1082 Vestur S. D8732 H. K54 T. 73 L. 764 Austur S. 10654 H. 10982 T. Á5 L. KD9 Snður COSPER Hver djöf... er þetta? Hafið þið aldrei heyrt um súputeninga? Velvakanda 20. júní s.l. þar sem hann talar um náttúruvernd og náttúruverndarmenn, þá sérstak- lega í sambandi við hvali. Af orðum hans má ráða að þarna er vafalaust á ferðinni „góður maður" sem ber hag nátt- úru lands síns fyrir brjósti. En hjá þessum vafalaust ágæta manni, gætir mikils misskilnings varð- andi öll aðalatriði þeirra mála sem hann skrifar um, svo sem tilgang Greenpeace-manna, af- stöðu annarra þjóða til hvalveiöa íslendinga og fugla, en hann notar þá til að sýna fram á ímyndaðan áhuga eða getuleysi íslendinga til náttúruverndarmála. Ég hef ekki orðið var við að náttúruverndarmenn hafi hlaupið upp til handa og fóta frekar nú, við komu Rainbow Warrior, en áður. Heldur hafa lengi verið starfandi sérstök hvalfriðunar- nefnd á vegum Sambands dýra- verndunarfélaga S-Vesturlands og hefur hún unnið mikið starf þó svo að þau störf komi fyrst til umræðu nú, því miður. Hreinar dylgjur „H“ um erlenda auðmenn eiga ekki við nokkur rök að styðjast, að maður tali ekki um virðingalausar sléttur svo sem

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.