Morgunblaðið - 01.07.1979, Page 7

Morgunblaðið - 01.07.1979, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ1979 7 Umsjónarmaður Gísli Jónsson 7. Þáttur “Hef flutt— snyrtistofu mína frá Tómasarhaga 31 að Þing- holtsstræti 24. Sími 14910 eða 16010. Ásta Halldórsdóttir, snyrtifræðingur. Heimir Hannesson í Reykja- vík, mikill áhugamaður um ís- lenskt mál, skrifar mér á þessa leið: „Ég hef lengi hugleitt, hvort einhver málsnjall maður gæti ekki fundið gott íslenskt orð, sem leysti af hólmi hið hvim- leiða orð „túrismi", sem menn nota í tíma og ótíma. Menn, sem vanda vilja málfar sitt, hafa reynt að nota orð eins og ferða- þjónusta, ferðaiðnaður og ferða- mál — það síðastnefnda er ef til vill mest notað, en nær engan veginn tilætlaðri merkingu. Er t.d. hótelrekstur ferðamál — eða er það ferðaþjónusta, og þannig má áfram telja. Og er þetta ekki vansalaust með þriðju stærstu atvinnugrein landsmanna, ef lit- ið er á erlendar tekjur þjóðar- búsins...“ Nú fer sem oftar að mér verður orðs vant. Ef ég skil rétt, felur erlenda orðið túrismi í sér margvíslega þjónustu við ferða- menn og alls konar vafstur í kringum þá: flutninga, leiðsögn, minjagripasölu og hótelhald. Ég vísa þessu vandamáli til lesenda og er þess viss að málsnjallir menn muni finna eitthvert gott orð sem kemst að minnsta kosti nærri því að hafa sömu merk- ingu og margnefndur túrismi. Þetta stendur okkur mjög nærri, svo sem marka má af því að séð hef ég þess getið tvisvar á þessu vori, að Snorri Sturluson væri leiðsögumaður 1215—1218 og aftur síðar, enda eru nú lögsögumenn að sama skapi fá- tíðir sem leiðsögumenn eru al- gengir. Og ekki getum við snúið okkur út úr þessum vanda með hálfkæringi í alþýðuskýringa- stíl, eins og þegar Stefán vinur minn Þorláksson, margreyndur leiðsögumaður, kallar túristana sína túrhesta, svona til þess að gera orðið pínulítið íslensku- legra. N.N. hringdi til mín í fram- haldi af því sem sagði í síðasta þætti um viðurlag í tímamerk- ingu, orðaröð og áhersluþunga. Honum þykir betra að segja: Þetta eru firn mikil, heldur en mikil firn, hann er drengur góður, heldur en góður drengur og nú verða fréttir sagðar, frem- ur en nú verða sagðar fréttir. Ahersluþunginn á að koma, seg- ir N.N., á það sem mestu máli skiptir, og orðaröð þarf að laga sig eftir því. Til viðbótar þessu ætla ég að tilfæra fræga máls- grein úr Njálu. Hallgerður Höskuldsdóttir langbrók segir við Sigmund, frænda Gunnars bónda síns: „Gersemi ertu, hversu þú ert mér eftirlátur." Öllu minna yrði úr þessum frægu orðum, ef þeim yrði breytt í: Þú ert gersemi, af því að þú ert mér svo eftirlátur. N.N. minnir einnig á það mállýti, þegar tvær forsetning- ar, sem stjórna sínu orðinu hvor, eru hafðar með sama fallorði. Dæmi: Flutningar til og frá Búðardal. Vandann er auðvelt að leysa í þessu dæmi með því að segja að og írá Búðardal, því að báðar þessar forsetningar stýra þágufalli. Enn þykir N.N. ástæðulaust fyrir íslendinga að hafa minni- máttarkennd gagnvart ensku, sem ekki eigi til orð um algeng- ustu fyrirbæri eins og systkin og sólarhringur. Að minnsta kosti ættum við ekki að apa eftir enskumælandi mönnum að eitt- hvað hafi staðið í 72 klukku- stundir, af því að þá vantar orð yfir sólarhringinn, heldur segja í þrjá sólarhringa eða sex dægur. Aðalsteinn Sigurðsson í Reykjavík er ekki sáttur við það að ég hafi lagt blessun mína yfir orðið föðurland eða föðurlands- buxur í merkingunni síðar ull- arbrækur. Hann segir að þetta sé dönskusletta. Skylda var i danska hernum að vera í síðum nærbuxum, talað um að trække sig í fædrelandsbukserne. Ég þakka Aðalsteini þennan fróð- leik. Ég hélt í einfeldni minni að föðurland í þessari merkingu væri einskorðað við síðbrækur úr íslenskri ull og nafnið væri myndað vegna þess. I Tímanum á þriðjudaginn var er spjall við húnvetnskan bónda og eftir honum haft: „Ég er nú ekki gamall í hettunni í bú- skapnum en ég man eftir tíma- bilum, þar sem búið var að slá þurrt hey (auðkennt hér) um miðjan júní. Nú er sveitamaður- inn í mér ekki með á nótunum, ef það hefur skipt tímabilum, þeg- ar Húnvetningar stóðu við slátt á þurru heyi. Eg bar þetta undir Jón vin minn botnan. Hann kvað: Fréttir nýjar fékk ég spurt, forviða þá brúnum lyfti. Húnvetningar heyið þurrt hjómuðu svo árum skipti. Að lokum er tillaga um eitt nýyrði.herkill, í staðinn fyrir töffari, sbr. hark, harka, herkja og hörkulegur. íþrótta- og leikjanámskeið íþróttabandalag Keflavíkur gengst fyrir íþrótta- og leikjanámskeiði dagana 2.—20. júlí. Þátttökugjald er kr. 1.000- Innritun fer fram í íþróttavallarhúsinu, mánudaginn 2. júlí milli kl. 17 og 19. í B K Einn glæsilegasti einkabíll landsins Pontiac Bonneville Brougham til sölu á tækifærisverði Árgerð 1976, ekinn 33 þús. m. Útlit og ástand sem nýtt. Litur: hvítur með rauðum vinyl-toþþi, sjálfskipt- ing, vökvastýri og -bremsur. Rafknúnar rúður, hurðir og sæti, sjálfvirk hurðastilling (cruise), dekk nýleg, stereo-kassettur, -útvarp ofl. Otrúlega sparneytinn. Upplýsingar í símum 42954 og 26611 Nýr og endurbættur Bedford vörubíll sérstaklega hannaður fyrir grófa vegi og með þægindi ökumanns í huga. Getum fljótlega afgreitt eftirtaldar gerðir af lager: 2ja öxla 260 HÖ Detroit dísilvél, heildarburðargeta 17000 kg 2ja öxla305 HÖ - - - 19000 - 3ja öxla 305 HÖ - - - 23000 - Allir þessir Bedford bílar eru búnir lúxus innrétt- ingum, eru með veltihúsi, með eða án svefnhúss og miklum aukabúnaði. Mjög lipur Bedford flutningabíll fyrir létta bæjar- og utanbæjarflutninga af ýmsu tagi. Eftirtaldar gerðir til afgreiðslu af lager fljótt: EJM gerð 107 HÖ dísilvél, 5 gíra 8600 kg EJR gerð 107 HÖ dísilvél, 5 gíra 11300 - Bedford KD er þekktur og vinsæll vinnubíll, þægi- legur til af- og áfermingar og með mjög góðum útbúnaði Otrúlegt verd! BEDFORD BEDFORDKD GM BEDFORD

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.