Morgunblaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 1
Sunnudagur l.júh'1979 Bls. 33-64 Halldór Laxness: að sem líkastil gerir Snorra i Sturluson að vandamáli í ' sagnfræði á átta alda afmæli hans, er einsog laungum fyr hið lítt skilgreinda helmínga- félag sem tvö þjóðlönd, ísland og Noregur, eiga í verki hans. Af því rís ósjálfrátt sú spurníng um örlög hans: við hvorn vann Snorri sér til óhelgi í raun og veru? Báða kanski? Eða var þetta aðeins slys? Sem betur fer skal ekki um það rætt hér á þessari stundu. önnur spurníng, þessari hátíð náteingd, kynni að vera áleitnari: er Snorri sagnfræðíngur og þá frá hvaða sjónarmiði? Sagan af Ólafi konúngi helga, höfuðrit Snorra, hefur að vísu fátt til að bera þeirra einkenna sem prýða lygisögur sem þá voru kallaðar. En er Snorri þá sagn- fræðilegur höfundur samkvæmt þeim rökum sem tekin eru gild í sagnfræði núna? Eitt er nokkurnveginn víst, að þó Ólafs saga helga hjá Snorra sé vissulega einstæður vitnisburður um óklerklega hugsandi höfðíngja á þrettándu öld, er bókin þó umfram alt óafmáanlegur vitnis- burður um Snorra sjálfan á sama hátt og Njálssaga að sínu leyti um sinn höfund. Sérstök einkenni spekínga, sem mist hafa réttrúnað sinn þó þeir reyni að framfylgja honum í orði, og móralistar mundu nefna siðblinda menn, eru rík í þessum bókum; en hætt við að flokkun í þá veru skýri ekki málin núna. Ólafs saga helga lætur rómversk-kaþólskan konúng Noregs flýa í fjarlægt land þegar í harðbakkann slær, á svæði grísku kirkjunnar, höfuðóvinar þeirrar rómversku. Vill Snorri meina að Ólafur sé svo fávís að vita ekki að milli þessara kirkna fóru ekki nema heitíngar og forbænir? Við fáum seint að vita hvern hug Snorri ber sjálfur til Ólafs dírlíngs. Því er tilamunda lýst, að þegar konúngur- inn snýr heim aftur úr Austurvegi, bón- leiður, tínir hann upp á gestgötu liðsöfnuð sem samanstendur, að því manni skilst, af útlendum flækíngum og jafnvel óaldarlýð, °g teygir með sér til Noregs að fara með stríð á hendur bændum þar. í höndum meistara, sem þarna stjórnar penna, verður atburðarásin ekki aðeins rökrétt, heldur einhvernveginn sannveruleg þar sem höfundurinn gerir Ólaf digra bæði að skjólstæðíngi almættisins í stríðinu við norska bændur og þeim dírlíngi sem Noregur skal verða að sitja uppi með um aldur og ævi. Þarna er þó Noregi ómjúkur hnútur riðinn. Á miðöldum voru lærðum kirkjuhöfð- íngjum töm spekinnar orð einsog þessi: Alt er það satt sem sagt er gott frá Guði og hans helgum mönnum. Nú á tímum, og ekki síst á degi einsog þessum, er hálfpart- inn útí hött, og einhver andleg uppgjöf í því fólgin, að spyrja: er Ólafs saga helga sönn, eða er hún uppspuni? Væri nær lagi að líta í kríngum sig og spyrja: hvar mundi finnast maður á íslandi núna, eða í Noregi, sem líklegur væri til að skrifa svona sanna og góða bók um sorgarbyrði heimsins. Það er víst ein af náttúrum frumstæðra manna, og kanski einmitt það frumstæða í manni, að við lestur einhvers sem manni þykir gott, þá finst okkur að það sé satt; og jafnvel satt af því það er gott. Maður slær sér á lær og tautar uppúr lestrinum: mikið er þetta satt! Gamalt fólk sagði um ýmislegt gott sem það las að þetta væri gullsatt og jafnvel guðsatt. Góðar útgáfur Heimskrínglu hafa lista yfir menn og staði sem fyrir koma í verkinu, fræðimenn telja og skrifa upp orustur í bókinni, og hetjur sem tóku þátt í þeim; og þó staðirnir finnist ekki alténd á korti, né hetjurnar á skrá, þá er þó hægt að dvelja fyrir sér tímann til eilífoarnóns, amk með nógu tóbaki, til að sanna afturábak og áfram, sitt á hvað, atburði í bók einsog Heimskrínglu. Hætt er við að það væri líka skrýtin sagnfræði sem eftir yrði í Heimskrínglu, þegar búið væri að útrýma úr þeirri bók persónum og atburð- Ræða um norra í síðastliðinni viku var þess minnst með samkomu í hátíðasal Háskólans að átta hundruð ár eru liðin frá fæðingardegi Snórra Sturlusonar. Halldór Laxness rithöfundur varð góðfúslega við þeirri ósk Morgunblaðsins að það fengi að birta ræðu þá sem hann flutti við þetta tækifæri. (Ljósm.: Emllía) um sem fá ekki staðist rannsókn. Ekki er heldur víst að þar hefðu allir vísindamenn meiri umbun síns erfiðis en sá maður sem fann stein, líklega steininn sesam, og á hann var letrað: mikið fær sá sem mér veltir. Snorri setur saman Heimskrínglu sína eða lætur skrifa kríngum 1230. Það er athyglisvert að íslendíngabók Ara er samin hundrað árum á undan Snorra, þannig að Ari er hundrað árum eldri heimild um tíma Ólafs helga, og skrifar að sínu leyti einni öld eftir fall dírlíngsins; en til þess atburðar vitnar Ari aðeins með orðunum: þegar Ólafur féll hinn digri Haraldsson. Verður ekki séð að Ari hafi nokkru sinni heyrt um helgi Ólafs, enda er það ekki fyren 1170 að Eysteinn erkibiskup Erlendsson semur í Noregi jarteinabók Ólafs helga á latínu. Reyndar hefur Ari fátt bitastætt frá þessum „digra" konúngi að segja nema hann setti landauragjald á íslendínga í Noregi. Og á þeim sex stöðum sem hann nefnir Olaf Haraldsson í íslend- íngabók, bendlar hann þenna konúng hvergi og í aungvan máta, við heilagleik eða dírlíngstign. Lof Snorra um sagnaritun Ara í prólógus Heimskrínglu, ber þess nokkur merki að kurteis höfundur leggi þar töluvert á sig til að gjalda látnum meistara, fyrirrenn- ara sínum, torfalögin. Að öðru leyti er þessi lofgerð, með leyfi að segja, dálítið útí hött. í þessum prólógus kemur Snorri óhjákvæmilega að undrunarefni sem hann hefur fundið í íslendíngabók, og virðist sem hann hafi ekki lesið þá bók fyren hann var búinn að setja saman Heimskrínglu. Sennilega hafa fáir sagnamenn íslenskir haft meiri ástæðu en Snorri til að undrast orðfæð Ara um Ólaf konúng helga, enda skín það vandamál útúr prólógus Snorra þar sem hann vitnar til þess að Hallur fósturfaðir Ara í fjórtán ár virðist hafa gleymt að minnast á Ólaf konúng við fósturson sinn. Hafði þó Hallur fóstri hans, orðrétt: „félag Ólafs konungs hins helga og fékk af því uppreist mikla ... Var honum (þeas Ara) því kunnugt um kon- úngsríki hans", skrifar Snorri síðan einsog ögn hvumsa yfir þögn Ara fullkominni um tign og hetjuskap Olafs Haraldssonar svo og konúngsríki hans, en þó sérstaklega helgi hans, sem Ari virðist aldrei hafa heyrt nefnda. Hugur Ara til Ólafs ber sannast sagt vott um algert fálæti og 'jaðrar jafnvel stundum við fyrirlitníngu. Þar sem saga Ólafs stendur að sínu leyti í brunapúnkti í verki Snorra, nefnir Ari hann aðeins einusinni konúng í nokkurskonar hlutlausri upptalníngu í sambandi við tímamörk- un. Hér má skjóta því inn að ljóst verður af fornum heimildum, að Noregur var mikið gósenland kóngsefnum af tagi svonefndra „lygikonúnga" á því méli sem þessi þjóð var að brölta frammúr myrkri forneskjunnar. Þegar Snorri Sturluson les í íslendinga- Sjá nœstu síðu Uu A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.