Morgunblaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 1979 Guðrún S. Haraldsdóttir nemi í leikt jalda- og búningagerð; „Þetta er spennandi við- fangsefni og ég hlakka til að koma heim til starfa” Ung stúlka. Guðrún Sigríður Haraldsdóttir, sem stundar nám við Wimbledon School of Art and Design í London er stödd hérlendis þessa dagana til að aðstoða við gerð kvikmyndarinnar „óðal feðranna", sem kvikmynduð verður í Borgarfirði í sumar. Guðrún mun sjá um val og hönnun búninga. Guðrún er 23 ára að aldri og leggur stund á leiktjalda- og búningagerðarnám. Mbl. hitti Guðrúnu að máli til að forvitnast um nám hennar og framtíðaráform. — Hvað kom til að þú valdir þessa námsbraut? „Ég á nú eiginlega ekki svar við þessari spurningu. Ef ég hugleiði það, þá minnist ég þess, að ég hafði alltaf áhuga fyrir leiklist sem krakki. í Kvenna- skólanum tók ég þátt í öllu slíku. Að loknu gagnfræðaprófi lærði ég tækniteiknum og vann við það fag og módelgerð. Það reyndist mér góð undirstaða, er ég hóf nám í London. Einnig var ég í þrjú ár í kvöldskóla hjá Hringi Jóhannessyni og lærði þar teikn- um og málun. Það var góður skóli. — Hvernig líkar þér búsetan og námið í London? „Það er ágætt að búa í London, þegar maður hefur fengið öruggan samastað. En það er ekki auðvelt að fá leigt og það er dýrt. Skólinn er fremur lítill en góður. Fyrsta skólaárið er almennt undirbúningsnám og eftir það veljum við okkur ákveðna braut og ég valdi mér búninga- og leiktjaldagerð. Við skólann er nýtt og mjög gott leikhús og fáum við þar tækifæri til að spreyta okkur við æfinga- verkefni. Námið er þannig uppsett að við eigum að hafa innsýn inn í sem flesta þætti uppsetningar á leiksviði, þegar alvaran tekur við. Við lærum t.d. leikmunagerð, lýsingu og hljóð- tækni, smíðar, fatasaum og margt fleira nytsamlegt. Skóla- haldið er frjálst, við getum formað okkar eigin hugmyndir að vild en skójatíminn er langur og strangur. A hverjum virkum degi erum við að frá kl. 9 að morgni og fram eftir kvöldi. Astæðan fyrir því að þessi skóli og London urðu fyrir valinu er sú, að London er víðfræg fyrir sín mörgu leikhús. En þó er nokkur hængur á. Það er mjög dýrt að sækja leikhúsin, en ég fer eins oft og mér er mögulegt. — Talandi um dýrtíð, hvernig gengur að kosta námið? „Skólinn er nokkuð dýr, skóla- gjöldin yfir árið nú eru um 800 pund og síðan er það húsaleiga, fæði o.s.frv. Ég fæ námslán og lán fyrir skólagjöldunum. Þetta gengur ágætlega. — Nú ertu komin heim til að vinna að búningagerð og vali f „óðali feðranna“. Hvernig stóð á að þú varst valin til þessa verks? „Ég hef áður unnið með sjón- varpsfólki hér heima. Það var í sjónvarpsleikritinu „Róbert Elíasson kemur heirn", þar sá ég um búninga. Ég reikna með, án þess að vita það með vissu, að þeir hafi hringt í mig, þegar þeir voru komnir í vandræði. Ég átti þá eftir einn mánuð í skólanum, en fékk frí — var reyndar ákveðin í að fara til Spánar í sumar, búin að fá hús þar. En þetta er nú einu sinni það sem ég hef mestan áhuga á, og þess vegna er ég hér.“ „íslenzkt leikhúslíf er á mjög háu plani að mínu áliti — miðað við mannfjölda, eins og sagt er“ sagði Guðrún. Ljósm. Mbls. Emllla. — Hvernig leggst kvikmyndagerðin f þig og hvernig hyggstu vinna að þín- um þætti f henni? „Hún leggst bara vel í mig. Mér líst vel á leikarana. við erum nú heldur peningalítil þannig að við verðum að reyna að hafa búninga sem eðlilegasta og náttúrulegasta. Fólki líður ætíð bezt í sínum eigin fatnaði, en það er ekki þar með sagt að það gangi alltaf upp. Ég kem jafnvel til með að leita í fata- skápa annarra í stað þess að ganga í fataverzlanir — það kemur af sjálfu sér, þar sem við þurfum að gæta fyllsta sparn- aðar. Það sem mér finnst mest spennandi er að fá að vera með og vinna að verkefninu. — Nú áttu eftir eitt ár í þessum skóla. Hvað tekur sfðan við? „Framhaldsnám kemur til greina í einhverri mynd, hvort það verður áframhaldandi skóla- vist eða vinnumarkaðurinn veit ég ekki, en ég ætla að reyna að vera eitthvað lengur erlendis til að afla mér staðgóðrar þekking- ar, áður en ég kem heim. Ég vil geta komið með eitthvað með mér.“ — Eru nægir atvinnumöguleikar f þessari grein? „íslenzkt leikhúslíf er á mjög háu plani, að mínu áliti — miðað við mannfjölda, eins og sagt er — og hef ég þá nokkra viðmiðun frá London. Það er kannski ekki mikla peninga að hafa í þessu hérlendis, og reyndar ekki erlendis heldur, fyrr en komið er á toppinn. En þetta er mjög spennandi viðfangsefni hér og ég hlakka til að koma heim til starfa." F. P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.