Morgunblaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ1979 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ1979 49 Grein og myndir: Arni Johnsen ■ Með veiðimönnum norðursins á hafísnum Gert við smávægilega bilun á hundasleðanum og það varð auðvitað heilmikið spjall út úr því. Við vorum nærri hálfn- aðir á hundasleðunum milli Grænlands og Kanada. Nánar tiltekið vorum við komnir um 200 km út á ísinn frá Qanaq, nyrsta þorpi veraldar, út á Smithsund sem liggur þarna á milli Grænlands og Ellesmere- lands. Ég hafði slegist í hóp nokkurra veiðimanna, sem voru að leita að veiðifangi, sel, rostungi, eða ref, að maður tali nú ekki um því dýri sem hver veiðimaður þessa heimshluta bíður spenntur eftir að mæta, ísbirninum. Eins langt og augað eygði var ekkert að sjá nema ís, ís og aftur ís. Birtan var slík að allt rann saman í eitt, hundasleðinn og það líf sem fylgdi honum var í raun- inni það eina sem ekki var í takt við óendanleikann allt um kring. Tímaskyn var ekkert vandamál í þessu samfélagi, menn spiluðu á tímann eftir aðstæðunum, ísnum, veðrinu, skapinu og hugmyndum veiðifélaganna ef þær voru ein- hverjar sérstakar og það var æði oft. Tímum saman gátu veiði- mennirnir verið að skeggræða um veiðarnar og það var auðséð að það var snar þáttur í veiðimennsk- unni. Hins vegar bar oft við að ekki voru viðhöfð mörg orð um Masak það sem gera þurfti, hver þekkti annan og vissi hvers var að vænta af honum. Það var sérkennilegt hvernig þessir veiðimenn norðurs- ins rokkuðu sig saman. Maður vissi eiginlega aldrei á hverju var von. Þeir komu og fóru eftir dúk og disk, en kjarninn hélt ávallt saman, en þetta samvinnufyrir- komulag mun þó fara nokkuð eftir árstíðum og svæðum. Það var fremur óhrjálegt veður þarna úti á ísnum, vindurinn blés og það er ekki það algengasta á þessum slóðum. Þá var lítið við að vera, því veiðimennirnir hreyfa sig helzt ekki ef veður er óhagstætt. Reynzlan hefur ugglaust kennt þeim slíkt. Það fór ekki á milli mála að veiðimennirnir tóku ís- lendingnum vel. Sögðu þeir að það væri mjög sjaldgæft að þeir fengju gesti með sér út á ísinn til veiða og reyndar hafði enginn af Þessum mönnum ferðast með slík- an fyrr. Ekki var þetta þó allt augljós kærleikur. Einn daginn slóst í hópinn veiðimaður sem var hinn styggasti gagnvart þessum að- komna manni og ef ég kom einhversstaðar nálægt þar sem hann var þá vék hann frá. Tor- tryggnin leyndi sér ekki. Næsta dag kom svolítið spaugilegt atvik fyrir. Við höfðum farið langa leið á hundasleðunum og þar sem ísinn var farinn að þynnast á þessum slóðum vegna sterkra strauma þurfti oft að stanza til þess að kanna ísþykktina með ísspjótun- um. Þykktin var að jafnaði um eitt fet þarna. Kuldinn gaf ekkert eftir, 30—40 stig, maður varð því að hlaupa mikið með sleðanum til þess að halda á sér hita þótt gallinn væri ekkert slor, bjarn- arskinnsbuxur, selskinnskamikur og héraskinnsstakkur auk forláta húfu úr úlfaskinni. Um hádegis- bilið reif sólin sig allt í einu í gegn um misturslæðuna og það varð dúndrandi heitt á ísnum. Á kafla á leiðinni þarna var yfir mjög hrjúf- an ís að fara í sólinni og við urðum að hjálpa hundunum í toginu. Manni var því orðið óskaplega heitt í þessum klæðnaði við þessar kringumstæður, en skyndilega opnaðist möguleiki. Það var ákveðið að á og grípa í eitthvað snarl. Stefnan var því tekin á næsta borgarísjaka, því það var viðtekin venja að á hjá þeim til þess að ná ferskum ís í te eða annað í matseldinni. Við þennan ísjaka sem trónaði 50—60 metra yfir hafísnum, var opin vök. Borg- arísjakinn hafði hreyft sig og rutt skáninni af hafinu á litlu svæði, því vökin var aðeins um 40 metra löng og 12—15 metra breið. Sjór- inn var glampandi fagur á að líta og það var ekki hægt að standast mátið, skinnklæðunum var svipt af og föðurlandinu einnig unz maður stóð á húðinni einni fata. Þetta varð vægast sagt snöggt bað, spyrna af ísbrúninni og all hröð sundtök þessa fáu metra á breiddina, því kuldinn var ekki eins ljúfur og þessi tælandi vök virtist fyrir mann sem var að drepast úr hita og hafði ekki komizt í sturtu eða önnur þægi- legheit um skeið. Hvað um það, þetta var hressandi, en vissara þótti mér að koma mér snarlega í föðurlandið þegar ég hafði hlaupið fyrir vökina , því ekki lagði ég í að synda aftur um hæl í þessu nístingskalda vatni. Þar sem Grænlendingarnir fylgdust með þessum tilburðum felmtri slegnir þá varð ég að bera mig vel á hlaupunum um ísinn að spjörum mínum. Svo var það búið, og þó, nokkru síðar þegar ég var búinn að klæða mig kom veiðimaðurinn sem hafði forðast mig og nú var allt í lagi. Hann gekk rólega til mín, rétti mér bolla með rjúkandi tei og heilsaði mér innvirðulega. Ég komst að því síðar að hann hafði talið að ég væri Dani eða eitthvað allt annað en íslendingur, en þegar þessi aðkomna persóna tók upp á því að synda í íshafinu þarna til þess að kæla sig þá þóttist hann viss um að það dytti engum í hug nema Islendingi. Það var ekki mikil veiði þessa daga sem ég staldraði við úti á ísnum, við skutum nokkra seli, tvo litla rostunga og einn hvítref. En þetta var skemmtilegur tími og sérstæð stemmning í því rólega fasi sem einkenndi allt. hjá veiði- mönnunum. Það var farið á stjá árla morguns, þegar veðrið var í lagi, byrjað á því að hita te, borða skipskex, soðinn sel, eða gadd- freðna hráa grálúðu sem bragðað- ist sérlega vel og reyndar ekki síður en bezti íslenzki harðfiskur. Þá þótti hrátt kjöt ekki neitt slor í kostinum og þótt maður hefði haft fordóma á slíku fyrir þessa för, þá var ekkert eðlilegra fæði þarna út á ísnum þegar á reyndi. Þeir fáu selir sem álpuðust upp á ísinn í gegn um öndunarholurn- ar voru mjög styggir og það varð að skjóta þá á löngu færi, 100—200 metra og hundasleðana varð að skilja eftir nokkur hundruð metra frá skotstað. Það varð því að skríða langa leið á ísnum með byssuna og gæta þess að styggja ekki selinn. Ég reyndi einu sinni að fylgja veiðimanni eftir með myndavélarnar, en það fór allt í vaskinn og ég reyndi það ekki aftur. Atriði númer eitt hjá veiði- manninum er þolinmæði og næm athyglisgáfa og það var aðdáun- arvert hve rólega þeir tóku lífinu úti á ísnum. Að kvöldi dags var tjaldi slegið yfir sleðann, te hitað í fimmtug- asta sinn þann dag, rabbað eins og menn lysti og svo færðist ró heimsskautanæturinnar yfir dýr og menn sem hjúfruðu sig á ísnum, hver í sínum feldi. Prímus, pottur, olía og drykkjarkanna fylgir hverjum sleða, enda kjxi,,, i111„j„0i x„ ,, x Ijúft að tylla sér niður og bræða ís í te þegar kuldinn er 30-40 stig og K,°lur hundasleðans slíPaður' jafnvel upp í 50.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.