Morgunblaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 1979 59 Á NÆSTUNNI LAUGARÁSBlO: STÓRA BARNIÐ NUNZIO Þegar þessar línur birtast, verda aö öllum Hkindum nýhafnar wýningar í Laugarásbíói á sérstakri og eftirtektarverðri, bandarískri mynd. STÓRA BARNIÐ NUNZIO. Hún fjallar um vangefinn, ungan mann aem í dagdraumum afnum ímyndar »ór sig aem „Superman". Innf þá drauma fléttast svo blákaldur raunveruleikinn. veraldlegar hliðar Iffs hin» minnimáttar. S.B.N. þykir einkar mannleg og fyndin ágæti»mynd. en ég mundi ráðleggja fóiki að draga það ekki að sjá hana. þvf hún og hennar Ifkar hafa lifngum farið fyrir ofan garð og neðan hjá flestum. þvf miður. í STUTTU MÁLI Háskólabíó: Einvígiskapparnir („The Duellists“) Ofangreind mynd fjallar um fjórtán ár í lífi húsaraher- manns (Keith Carradine), sem má þola stöðugar ofsóknir og einvígisáskoranir hálfóðs stríðsfélaga síns (Harvey Keitel). Myndin er lag leg á að sjá og ber þess glöggt vitni að leikstjórinn er langskólaður í gerð sykursætra sjónvarps- auglýsinga. Forvitnileg, athyglisverð og oflofuð frumraun leik- stjóra, Ridley Scott, sem vafalaust á brosandi framtíð fyrir ser. Núna í vikunni. hóf Aust- urbæjarbíó endursýningar á tcamalkunnri stórmynd, — GIANT. Hún fjaliar um vinnumann (James Dean) á stórbýli í Texas, sem auðgast skyndilega á olfu sem finnst á jarðskikanum hans. Sam- band hans við stórbóndann og nautgripakónginn (Rock Hudson) og ást þeirra og hrifningu á sama kvenmann- inum (blómstrandi — og grönn — Elizabeth Taylor). Dramanu er haldið f réttu marki og myndin er blessun- arlega laus við ástarsögu- væmni. Þó RISINN sé góðra gjalda verð og ein af betri stórmyndum sem frá Holly- James Dean sem ungur f jósastrákur... Sem illvígur, roskinn, olíu- jöfur. samstarfið á milli hans og George Stevens, sem leikstýri síðustu mynd leikarans, — GIANT. (Ævisöguhöfundur og og herbergisfélagi Deans í fimm ár, William Bast, segir að hann hafi verið erfiður og ósamvinnuþýður). í RISANUM þarf Dean að eldast úr ungum fjósastrák í illvígan, aldurhniginn olíujöf- ur. Hann virðist gera það af talsverðri reynslu og þekk- ingu. I september 1955, daginn eftir að hann lauk við hlut- verk sitt í RISANUM, lenti James Dean í umferðar- óhappi og beið samstundis bana. Þá var fyrsta mynd Goðsögnin James Dean wood komu milli áranna 1950—60, er hæpið að svo mikið orðspor færi af henni — sem raun ber vitni — ef ekki kæmi til hlutdeild leik- arans James Dean, goðsögn- in sem hann er í augum fjöldans. Þar sem unglingar nú um stundir — sem halda uppi kvikmyndahúsunum. líkt og hlutskipti þeirra hefur verið í gegnum tfðina — kunna sjálfsagt fremur lftil skil á þessu átrúnaðargoði for- eldra þeirra, þá verður hér lauslega rennt yfir skammt lífshlaup þessa sfvinsæla tákns æskunnar sem brýst um gegn kúgun hinna eldri. Dean á örugglega hljóm- grunn meðal æskufólks í dag, líkt og fyrir timmtán — tuttugu árum. Það er engin ósköp að segja af stuttri ævi James Dean. Hann hafði sérstakan leikstíl, sem minnti talsvert á eftir- lætisleikara hans, Marlon Brando. Enda varð Brando það einhvern tímann á orði að hann mætti ekkert gera, þá apaði þessi strákskratti það eftir sér. Því var hann gjarnan álitinn verða arftaki Brandos, en í þeim þrem myndum sem hann lék í sýndi Dean lítið af þeim krafti og minna af þeim fjölbreyttu hæfileikum sem Brando prýð- ir með sínar þrjár fyrstu myndir. Yfirbragð hans var að vissu leyti saklaust og varnarlaust, þó var hann hið talandi tákn mótstöðu gagn skeytingarlausum foreldrum, miskunnarlausum valdhöfum og yfirboðurum. Það er kannski ekki svo skrýtið að Rock Hudson, Elizabet Taylor og Mercedes Mc Cambridge í RISANIJM. við hinn snögga dauðdaga varð Dean að goðsögn, dýrk- aður um allan heim, en það hefur skyggt á þann upprenn- andi leikara sem var gefið að leika í aðeins þremur mynd- um. Ef hann hefði fengið að lifa lengur þá hefði hann örugglega sýnt að hann var vel starfi sínu vaxinn. Dean var fæddur í Indiana árið 1931. Missti níu árá gamall móður sína og var eftir það alinn upp hjá frændfólki. Vann til verð- launa í leiklistarhæfileika- keppni ríkisháskólans og hélt þaðan til Kaliforníu. Þar stundaði hann leiklistarnám við UCLA, undir leiðsögn James Whitmore, og fékk tvö smáhlutverk í myndunum FIXED BAYONETS og HAS ANYBODY SEEN MY GAL? (1951). Whitmore kvaddi hann til frekara náms við hið fræga Actor’s Studio Lee Strasberg í New York. Það nám leiddi til smáhlutverka á Broadway og í sjónvarpi, þar sem að hinn kunni leikrita- og kvikmyndaleikstjóri Elia Kazan uppgötvaði Dean og bauð honum aðalhlutverk sem Cal í myndinni EAST OF EDEN (’55). Myndin er ofstýrð af Kaz- an, en Hedda Hopper (kunnur slúðurdálkahöfundur) lét svo ummælt að hún hefði setið „sem töfruð undir myndinni. Aldrei hef ég séð jafn kjarn- mikinn ungan mann, búinn svo fjölbreytilegum, listræn- um hæfileikum“. Kvikmynda- húsgestir kusu hann leikara ársins. Því næst kom mynd Nicholas Ray, REBEL WITH- OUT A CAUSE, uppreisnar- gjörn líkt og EAST OG ED- EN. Svo er sagt, að heil kynslóð hafi fundið í mynd- inni endurspeglun sinna eigin vandamála. William Whitebbait hafði það um leik Dean að segja: „... leikurinn er hans eigin og að mínu áliti enn rafmagnaðri en Brandos". Það höfðu orðið talsverðir árekstrar á milli Rays og Deans, milli kvik- myndaversins og Deans, eins áttu þeir eftir að skemma hans að slá í gegn (EAST OF EDEN), en allar þrjár urðu geysivinsælar. Tveimur dögum síðar átti Dean að hefja leik í sjón- varpsmyndinni THE CORN IS GRÉEN, síðan biðu hans hlutverk í myndunum SOME- BODY UP THERE LIKES ME (sérstaklega skrifað með Dean í huga, en síðan leikið af Paul Newman) og THE SEA WALL. Laun hans höfðu flogið úr 15 þús. dölum fyrir EAST OF EDEN uppí 100 þús. dali fyrir RISANN. Warners-kvikmyndaverið maraði í hálfu kafi af bréfum frá tugþúsundum syrgjenda og betlibréfum um minja- gripi. Ári eftir dauða leikar- ans bárust kvikmyndaverinu enn 3—4 þúsund bréf í viku hverri! Ekkert þessu líkt hafði gerst síðan Valentino féll frá. Hundruð aðdáenda- klúbba spruttu upp, fyrir þá gerði Warners heimildar- myndina THE JAMES DEAN STORY, (57) og högn- uðust dável á henni, jafnt sem linnulausum endursýn- ingum hinna þriggja mynda. Og í fyrra kom enn mynd á markaðinn, hvers heiti er dánardægur hins syrgða leik- Kazan sagði mörgum árum síðar: „Það sem mér mislíkaði var Dean-goðsögnin. Hann var vegsömun haturs og sjúk- leika. Er hann hlaut vinsæld- ir varð hann fórnardýr þeirra. Hann varð hetja þess fólks sem sá hann aðeins sem lítinn umkomuleysingja þegar hann í rauninni var ímynd hatursins.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.