Morgunblaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ1979 61 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100KL 10— 11 FRÁ MANUDEGI ‘f ny ujAmiPra.íi3'i) it • Dýrir miðar? Ein er sú ráðstöfun sem mér sem farþega í strætisvögnum þyk- ir nokkuð furðuleg, en hún er sú að ekki skuli vera hægt að fá keypt dýrari, (stærri) miðakortin í vögnunum sjálfum. Ég var á dögunum á ferð með strætó og hugðist kaupa kort á kr. 4.000, sem eru hagkvæmustu kaupin, en þá brá svo við að vagnstjórinn kvaðst einungis hafa til sölu kort á kr. 1.000. Sagði hann að ég yrði að kaupa stærri kortin á Hlemmi eða Lækjartorgi að mig minnir. Mér skilst að þessi ráðstöfun eigi að þýða einhvern tímasparnað fyrir vagnana, sem veitir kannski ekki af þegar áætlunin er naumt reiknuð og umferðin í henni Reykjavík eins og allir vita, en samt sem áður er hún furðuleg. Farþegum er gert erfitt fyrir að notfæra sér hagstæðustu fargjöld- in, því ekki eiga nærri allir strætófarþegar leið um Hlemm eða Lækjartorg til þess að hlaupa út og kaupa sér miða. Finnst mér því að endursköða þurfi þessa merku ráðstöfun og gera fólki kleift að kaupa sína strætómiða í vögnunum, því varla getur það sparað meiri tíma að gefa til baka af 5 þúsund kalli þegar keypt er 1.000 krónu kort heldur en þegar keypt er 4.000 krónu kort. Farþegi í strætó. • Hringl með öryggisbelti Einhvern tíma fyrir löngu var það ákvæði sett í einhverja reglugerð að allir bílar skuli hafa öryggis- belti. Það er gott og blessað og eflaust hin merkasta og bezta ráðstöfun. Gamlir bílar, þ.e. þeir sem ekki voru búnir beltum áður en þetta ákvæði kom til fram- kvæmda eru þó jafnöryggislausir og áður að því að mér skilst og ekki hirt um að setja í þá belti. Hins vegar verða allir bílar sem smíðaðir eru eftir árið 1969 eða 1970 að hafa belti og er eigendum gert að setja belti í bílana, séu þeir ekki með þau frá framleið- andanum. Við skoðun mun vera athugað að bílar hafi belti. Svo brá við á dögunum er kunningi minn var að láta skoða gamla fólksvagninn sinn, að bíll hans var í lagi og ekkert við því að segja, fyrr en að þegar skoðunarmaður- inn hyggst setja hvíta miðann í SKAK Umsjón: Margeir Pitursson Á skákþingi Lettlands í ár kom þessi staða upp í skák þeirra Kengis og Klovans, sem hafði svart og átti leik. rúðuna rekur hann augun í að engin eru belti. Fékk hann ekki skoðun, heldur græna miðann góða og var gert að setja belti í bílinn fyrir ákveðinn tíma. Ekki skipti máli þótt bíleigandinn and- mælti og sagði að enginn skoðun- armaður í 8 ár hefði gert athuga- semd við þetta atriði. Reglugerðin væri í gildi, beltin skyldu í og engar refjar. Ekki skipti sem sé máli þótt reglugerðarákvæðið hefði legið ónotað í 8 ár. Kannski er ekki svo mikið hægt að segja við þessu, en þó má varpa fram einni spurningu: Hvers vegna er bílum skylt að hafa öryggisbelti, en nota þau ekki? Hvaða vit er í því að láta menn HÖGNI HREKKVÍSI Afe,#r YAK/ry\\ Eoi rel rOðl ■ ■ ainaour i ynrsiæroum Mjög gott verö Guðrún Rauðarárstíg 1, . sími 15077. kosta öryggisbeltum upp á gamla bíla allt í einu núna og síðan má taka beltin úr um leið og hvíti miðinn er fenginn? Enginn skiptir sér af því hvort beltin eru notuð, þau skulu bara vera í bílnum svo að miðinn fáist og síðan ekki söguna meir. Mér finnst að Bif- reiðaeftirlitið og ráðamenn þess ættu að sjá svo um að úr því að reglugerð um öryggisbelti er í gildi séu einnig í gildi reglur sem skylda menn til að nota þau. Að vísu er þetta ekki nema óbeint mál Bifreiðaeftirlitsins, heldur lög- gjafans, en hér getur eftirlitið látið til sín taka og haft áhrif. Svona leikaraskapur með reglur er fáránlegur. Ökumaður. Nýja línan í matar- og kaffistellum frá Thomas er Holiday. Holiday er sérlega létt og meðfærilegt og þess vegna á allan hátt notadrjúgt við hvers kyns heimilishald. Leikandi létt og hrífandi, þannig er Holiday alveg eins og sumarfríiö á aö vera. Svo við minnumst á veðrið, — nei verðið, þá er það sér- lega hagstætt. Komið og skoöið Holiday. 39.... - c2!, 40. Dxc2 (40. b7 yrði svarað með Dal) Dal 41. Kh2 — Dxfl, 42. Db2+ — Kh7 og hvítur gafst upp. Það var þó e.t.v. óþarf- lega snemmt að gefast upp í stöðunni, því að eftir 43. b7 gengur Be2 ekki vegna 44. Df6! Svartur yrði þ.a.l. að leika 43. ... — Bxb7, 44. Dxb7 - Dxf2+, 45. Kh3 - g5 með miklum vinningslíkum í drottningaendatafli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.