Morgunblaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ1979 VIN- SÆLDA- LISTAR Bretland — litlar plötur 1 (1) RING MY BELL 2 (7) ARE FRIENDS ELECTRIC7 3 (3) DANCE AWAY 4 (2) SUNDAY GIRL 5 (4) BOOGIE WONDERLAND 6 (—) UP THE JUNCTION 7 (5) AIN’T NO STOPPIN’ US NOW 8 (—) THE LONE RANGER 9 (8) WE ARE FAMILY 10 (9) THEME FROM THE „DEER HUNTER" Anita Ward Tubeway Army Roxy Muaic Blondie Earth Wind & Fire/Emotions Squeeze McFadden A Whitehead Quantum Jump Sister Sledge Shadows Bretland — stórar plötur 1 (1) DISCOVERY 2 (2) VOULEZ VOUS 3 (5) PARALLEL LINES 4 (8) LAST THE WHOLE NIGHT LONG 5 (4) LODGER 6 (—) COMMUNIQUE 7 (3) DO IT YOURSELF 8 (—) THIS IS IT 9 (10) SKY 10 (7) MANIFESTO Electric Light Orchestra ABBA Blondie James Last David Bowíe Dire Straits lanDury Ýmsir Sky Roxy Music Bretland — Disco 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 (2) RING MY BELL (1) AINT NO STOPPIN’ US NOW (3) BOOGIE WONDERLAND (4) WE ARE FAMILY (9) SPACE BASS (6) HOT STUFF (5) H.A.P.P.Y. RADIO (—) SUNDAY GIRL (—) DANCE AWAY (8) POP MUZIK Anita Ward McFadden & Whítehead Earth Wind & Fire/Emotions Sister Sledge Slick Donna Summer Edwin Starr Blondie Roxy Music M USA — Lítlar plötur 1 (1) HOT STUFF Donna Summer 2 (2) WE ARE FAMILY Sister Sledge 3 (3) RING MY BELL Anita Ward 4 (4) JUST WHEN I NEEDED YOU MOST Randy Vanwarmer 5 (—) BAD GIRLS Donna Summer 6 (6) THE LOGICAL SONG Supertramp 7 (7) CHUCK E’s IN LOVE Rickie Lée Jones 8 (8) SHE BELIVES IN ME . Kenny Rogers 9 (10) BOOGIE WONDERLAND Earth Wind & Fire/Emotions 10 (—) YOU TAKE MY BREATH AWAY Rex Smith USA — Stórar plötur 1 (2) BREAKFAST IN AMERICA Supertramp 2 (1) BAD GIRLS Donna Summer 3 (3) WE ARE FAMILY Sister Sledge 4 (4) RICKIE LEE JONES Rickie Lee Jones 5 (5) CHEAP TRICK AT BUDOKAN Cheap Trick 6 (8) DESOLATION ANGEL Bad Company 7 (7) VAN HALEN II Van Halen 8 (—) I AM Earth Wind & Fire 9 (9) SPIRITS HAVING FLOWN Bee Gees 10 (—) SONGS OF LOVE Anita Ward USA — Disco 1 (1) BAD GIRLS (LP) Donna Summer 2 (2) RING MY BELL (SP) Anita Ward 3 (8) BORN TO BE ALIVE (SP) Patrick Hernandez 4 (4) HAVE A CIGAR (SP) Rosebud 5 (5) 1 (WHO HAVE NOTHING) /STARS / BODY STRONG (LP) Sylvester 6 (6) BAD BAD BOY (SP) Thee Vaness 7 (7) BOOGIE WOOGIE DANCING SHOES Claudja Barry 8 (10) HIGH ON MAD MOUNTAIN / DISCO PEOPLE (SP) Mike Theodore 9 (9) CUBA (SP) Gibson Brothers 10 (—) AIN’T NO STOPPIN US NOW McFadden & Withehead Plötudómar — Plötudóma „DO IT YOURSELF“ Ian Dury & The Block- heads (Stiíf/Steinar) 1979 Stjörnugjöf: ★ ★ FLYTJENDUR: Ian Dury: Sön^ur / Mickey Gallagher: hljómborð / Norman Watt-Roy: barwaxttar / Charley Charlea: trommur / Chaz jankel: KÍtar OK hljðmborð / John Turnball: gítar / Davey Payne: saxófónn. UPPTÖKUSTJÓRN: Chaz Jenkel. Ógeðfelldir náungar hafa ætíð átt sína áhangendur í poppmúsík- inni. Einn þeirra nýjustu af því sauðahúsi er Ian Dury. Dury er fyrrverandi kennari sem stofnaði á sínum tíma hljómsveitina Kil- burn & The High Roads ásamt nemendum sínum, en sú hljóm- sveit náði aldrei langt á sínum stutta ferli en aftur á móti hafa örugglega 20 til 30 hljómsveitar- menn komið við sögu í hljómsveit- inni. Fyrir rúmu ári kom út fyrsta sólóplata Durys „New Boots And Panties" og síðan hefur honum allt gengið í haginn, átt topplag á breska vinsældarlistanum meira að segja. Dury er fyrst og fremst texta- smiður (þ.e. það gerir hann best). Tónlistin á „Do It Yourself" er mest í léttum poppstíl, vel útfærð af hljómsveitinni Blockheads, sem samanstendur af nokkrum göml- um breskum poppurum. Nokkur laganna eru reglulega góð eins og t.d. „Sink My Boats", „Lullaby For Frances" og „Uneasy Sunny Hotsy Totsy". En sá hrika- legi ljóður er á að flutningur Durys sjálfs er ekki að sama skapi góður. í fyrsta lagi er hann falskur í mörgum ef ekki flestum laganna og í öðru lagi fellur rödd hans, sem er reyndar góð „tal“rödd, alls ekki að popplögum, og ekki heldur að reggae/diskó-taktinum sem er gegnumgangandi á plötunni. En vonandi er þess ekki langt að bíða að Blockheads taki upp plötu á eigin vegum. Þrátt fyrir allar auglýsingaher- ferðir í Bretlandi og víðar, t.d. tíu mismunandi lit hulstur, er ólíklegt að plata þessi slái vinsældum „New Boots And Panties" við þótt hún sé kannski betri. HIA. DISKO INFERNO Ýmsir (K-Tel/Steinar) 1979 Stjörnugjöf: ★ ★ ★ ★ FLYTJENDUR: Tramps/ Patrick Juvet/ Ritchle Famlly/ Village People/ Boney M/ Grace Jones/ Sheila B. Devotion/ Amil Stewart/ Edwin Starr/ Roee Royce/ Chanson/ Chaka Khan/ Gene Chandler/ Cerrone/ Two Man Sound/ John DavÍH & the Monater Orchestra/ Leif Garrett/ Karen Young. Disco Inferno er með heil- steyptari samansafnsplötum sem gefnar hafa verið út með ýmsum listamönnum á einni plötu. Ástæðan er aðallega sú að lög hafa verið blönduð saman til að mynda heildarrunu, það er að segja tónlistin er flutt reiprenn- andi lag af lagi án þess að fólk taki verulega eftir lagaskiptum, líkt og best gerist á diskótekum. Sá sem á heiðurinn af þessu verkefni heitir Rob Bayly. Mörg laganna á plötunni eru vel þekkt hérlendis eins og „Disco Inferno" með Tramps sem hefur og endar plötuna, „I Was Made For Dancing" með Leif Garrett, „Knock On Wood“ með Amii Stewart, sem sló fyrst í gegn á íslandi, á undan Bretlandi og Bandaríkjunum, „Singing In The Rain“ með Sheila B. Devotion, „Sunny" með Boney M og „Y.M. C.A.“ með Village People. „Hot Shot“, framlag Karen Young er eitt af betri diskólögum sem fram hafa komið. Aðrir eiga líka góð lög eins og John David, Grace Jones (þess má geta að Þórir Baldursson sá um útsetning- una á væntanlegri breiðskífu frá Grace), og fleiri. Alls eru 18 lög á plötunni og um 50 mínútur tekur að leika hana sem er mjög gott fyrir jafn hljómgóða plötu og þessa. Vitanlega má finna á plötunni galla, og matþá helst nefna lagaval. „Le Freak" með Chic og „Shame" með Evelyn Champagne King hefðu mátt vera meðal lag- anna, upptalning yrði alltaf pers- ónubundin og þar af leiðandi ekki hægt að taka hana alvarlega. HIA. NIGHT OWL Gerry Rafferty (United Artists/Steinar) 1979 Stjörnugjöf: ★ ★ ★ FLYTJENDUR: Gerry Ralferiy: Höngur. pfanó. pólýmouK og ka8saxftar/ Richard Brunton: KÍtar Hugh Burns: gítar/ Richard Tompaon: gftar og mandólfn/ Tommy Eyre: hljómborð/ Gra- ham Preakett: hljómborð. atrengjavél, mand- ólín og fióla/ Pete Wingfieid: orgel/ Mo Foater: baaaagftar/ Gary Taylor: baaaagft- ar/ Liam Genocky: trommur/ Frank Ricotti: alagverk/ Raphael Ravenacroft: lýrikon og aaxafón/ John Kirkpatick: harmónikka/ Richard Harvey: „penny wiatle", blokk- flauta, pfpu-orgel og syntheaizer/ Barbara Dickaon: bakrodd/ Betay Cooke: bakrödd/ Linda Thompaon: bakrddd. STJÓRN UPPTÖKU: HUGH MURPHY OG GERRY RAFFERTY. „Night Owl“ er önnur sólóplata Rafferty eftir að hann hætti í Stealers Wheel, en þar áður hafði hann gefið út eina ágæta sóló- plötu, „Can I Have my Money Back?“ og tvapr með Humblebums. „Night Owl“ fylgir stíft í kjölfar „City to City“ hvað tónlistina snertir, þó bölsýnin sé ekki jafn áberandi í textum og á henni. Platan er öll mjög jöfn, fyrst virðist ekkert lag öðru fremra og það er ekki fyrr en eftir ca. þrjár yfirferðir að í ljós kemur hvaða lög eru sterkust. Á síðustu plötu átti einn hljóð- færaleikaranna einn sterkasta leikinn á plötunni Rapheal Ravenscroft, en hann lék á saxó- fón í „Baker Street" sem setti sinn sérstæða svip á lagið., Ekki virð- ast þeir félagar Gerry og Hugh Murphy hafa dottið niður á slíka perlu jafn einfalda og hún var, á þessari plötu. Besta lagið er titillagið sem er reglulega sterkt þegar búið er að ieika plötuna nokkrum sinnum, en þess má geta að Bretar hafa gefið það út á litla plötu en „Days Gone Down“ er aftur á móti gefið út í USA. Búast má við að fleiri lög fari á litlar plötur eins og „It’s Gonna Be a Long Night", „Get It Right Next Time“ og „Family Tree“. Gerry Rafferty sýnir ekkert nýtt hér fyrir okkur sem höfum fylgst með honum frá Stealers Wheel, en eins og hans er von og vísa er platan pottþétt, vel unnin, en því miður ekki sérlega skemmtileg. Hentar líklega best við arineldinn í sumarbústaðnum, þ.e. afar rómantísk. HIA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.