Morgunblaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ1979 63 — Plötudómar Leon Russell ONE FOR THE ROAD Willie Nelson & Leon Russell (CBS/Steinar) 1979 Stjörnugjöf: ★ ★ ★ FLYTJENDUR: Willie Nelson: sonjjur og gítar/ Leon Ítussell: söngur og hljómborö/ Paul EnglÍHh: rommur/ Rex Ludwick: trommur/ Jody Payne: gítar og aöngur/ Chris Etheridge: baHHagítar/ Bee Spears: bawiagítar/ Mickey Raphael: munnharpa/ Ambroae Campbell: alagverk/ Marty Grebb: aaxófónn/ John Gallie: orgel/ Jim Boatman: aöngur/ Maria Muldaur: Höngur/ Bonnie Raitt: slide gftar. STJÓRN UPPTÖKU: WILLIE NELSON OG LEON RUSSELL. — O — Willie Nelson er líklegan einn af virtari „country" flytjendum með- al country/rock hlustenda. Leon Russell er aftur á móti þekktur sem hjálparhella hjá Phil Spector, Joe Cocker, George Harrison og Bob Dylan meðal annarra. Nelson og Russell sem báðir eru gamlir í hettunni í músíkinni. Russell 38 ára með 10 plötur undir eigin nafni að baki auk þess sem hann hefur leikið inn á plötur með óteljandi listamönnum. Ein af þeim plötum sem voru á hans nafni hét Hank Wilson’s Back og var hreinræktuð „country" plata og nokkuð góð sem slík þó Russell sé ekki sérlega merkilegur söngv- ari(!). Willie Nelson er 46 ára gamall Texasbúi, með tæplega tuttugu breiðskífur að baki og mikið a.f „klassískum countrylögum" sem allir „country" söngvarar syngja eins og „Night Life“ og „Family Bible." Þess má líka geta að Nelson leikur í myndinni „Outlaw Blues" sem er verið að sýna hérlendis þessa dagana. Wlllie og Leon eru hér á þessari plötu samankomnir til þess að leika uppáhaldslögin sín bæði gömul og ný, þó engin af þeirra eigin. Mörg þessara laga þekkja ís- lendingar vel, t.d. ættu einhverjir að kannast við „Don’t Fence Me In“, „I Saw The Light", „Heart- break Hotel“, „Sious City Sue“, „You Are My Sunshine", „Danny Boy“, „Summertime" og „The Wild Side Of Life“ og reyndar öll hin tólf (platan er tvöföld). Sumir kunna að segja að þeir nauðgi lögum eins og „Danny Boy“ og „Summertime", en „country" músík á nú einu sinni að vera glaðleg, galsafengin og „hlöðu- ballsleg" og það er einmitt það sem þessi plata er, og ætlast er til að allir syngi með, með sínu nefi. Plötur Willie eða Leon hafa ekki selst mikið hérlendis, en þessi plata gæti breytt því laganna vegna, kannski vegna þess að þeir eru samankomnír og svo kynni einhver að taka eftir Willie í „Outlaw Blues". HIA. Stjömugjöfin það sem af er 1979 HÉR að neðan birtum við stjörnugjöí á plötum sem metnar haía verið það sem af er þesHU ári. 5 STJÖRNUR (Mjög góð — frábær) C'est Chic Chic Bob Dylan At Budokan Bob Dylan 4 STJÖRNUR (Góð — verðug eign) Squeezinx Out Sparkn Special Treatment Brottför kl. 8. Voulez Vouh Incantations SpiritH Haring Flown Armed Forcen Breakfant In America Graham Parker & The Rumour Jakob MaxnÚHHon Mannakorn ABBA Mike Oldfield Bee Geea EIvíb CoHtelio Supertramp 3 STJÖRNUR (Athyglisverð) Sheik Yarbouti OutlandoH d'Amour Bent of Earth Wind & Fire Vol. 1 We Are Family Go Weat Gfnli MagnÚHHon/ Haildór HaraldHH. Manuela Wiealer/ Julian Dawnon-Lyell War Of The Worldo Uvintýralandiö Ævintýri Emila Beatu lög 6. ératugHÍnH EinBöngBperlur Frank Zappa Police Earth Wlnd & Fire Sinter Sledge Village People Sömu Sömu Jeff Wayne & ÝmHÍr ÝmHÍr Ýmnir Ýmnlr ÝmBÍr 2 STJÖRNUR (Útgáfunnar verð) í Veruleik Þokkabót í Góðu Lagi HLH Flokkurinn Þú Ert Helgi PótursHon 1 STJARNA (Óþörf útgáfa) Engin enn HIA Er allt á floti allstaðar Fataskápur með venjulegri innréttingu. Fataskápur með Elfa innréttingu. V/ á SIT jr T SYSTEM Ótrúlegt en satt. Myndirnar sýna sama skápinn — og sömu fötin. Munurinn er aöeins, að í öörum er notaö Elfa-system. Er ódýrt, handhægt og auðvelt í uppsetningu. Sundaborg 7, sími 81069. AÐ HIKA ER SAMA OG TAPA IMI Eru nýjar veröhækkanir í aðsigi? Hækkun á sölu- skatti? ... Innflutningsgjald? .. hratt gengissig? ... Hver veit? Af hverju ekki að tryggja sér strax nýtt Philips litsjónvarpstæki á hagstæðu verði meðan færi gefst? _____________________________ m PHILIPS L--+ri ...mestselda ' = sjónvarpstækió 1 í Evrópu. \J • -rwj ■■■ — Þaö er sitt hvaö að sjá hlutina í lit eöa svart/hvítu. Nú hefur þú tækifæri til aö láta langþráöan draum um litsjónvarpstæki rætast. Philips svíkur ekki lit. heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.