Morgunblaðið - 13.07.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.07.1979, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1979 Davíð Olafeson kjörinn form. Iðnþróunarsjóðs EFTA fyrir Portúgal Davíð ólafsson. Davíð ólafsson seðlabanka- stjóri var kjörinn formaður stjórnarnefndar Iðnþróunar- sjóðs EFTA fyrir Portúgal á fundi í stjórnarnefndinni sem haldinn var í Povoa de Varzim í Portúgal dagana 26.-27. júní. Sjóður þessi var stofnað- Bensínid hækk- ar í 312 kr. í dag - Ríkisstjórnin sam- þykkir að endurskoða tekjuöflun hins opin- bera af bensíngjaldi RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að hækka verð hvers bensfnlítra úr 256 krónum í 312 krónur og tekur nýja verðið gildi frá og með deginum í dag. Engar breytingar voru gerðar á innheimtu opin- berra gjalda á bensínið en hlutur þeirra í þessari hækkun er um 30 krónur. Annars skiptist þessi 56 króna hækkun bensfnlítrans þannig að hækkun á innkaups- verði er um 22 krónur, dreifing- arkostnaður hækkar um 2 krón- ur, tiilag til innkaupareiknings Loka steypu- stöðvamar upp úrhelgi? FORSVARSMENN steypu- stöðvanna ræddu í gær við- brögð við neitun Svavars Gestssonar viðskiptaráðherra um að endurskoða verðákvörðun verðlagsnefnd- ar og rfkisstjórnarinnar á steypu. Víglundur Þorsteins- son, framkvæmdastjóri Steypustöðvarinnar B.M. Vallá. sagði að engin ákvörð- un hefði verið tekin um við- brögð steypustöðvanna á þess- um fundi, en þess væri að vænta að þeir létu frá sér heyra f dag að loknum öðrum fundi um málið. Samkvæmt þeim heimildum, sem blaðið hefur aflað sér, eru forsvarsmenn steypustöðvanna mjög óánægðir með afgreiðslu ríkisstjórnar og verðalgsnefnd- ar á hækkun á steypu og telja að ekki sé rekstrargrundvöllur fyrir stöðvarnar, því þrátt fyrir þá hækkun, sem heimiluð hafi verið séu stöðvarnar rekn- ar með tapi. Hefur komið fram að tapið hjá einni stærstu steypustöðinni á Reykjavík- ursvæðinu sé um ein milljón króna á dag. Talið er líklegt að fái steypustöðvarnar ekki nýja hækkun á steypu muni þær grípa til aðgerða og þá m.a. loka stöðvunum strax upp úr næstu helgi. olíuvara hækkar um 2 krónur og opinber gjöld skiptast þannig að 8,50 krónur fara í tolla, 9,50 í söluskatt og um 12 krónur f vegagjald. Á fundi sínum í gær tók ríkis- stjórnin ekki til afgreiðslu hækk- anir á öðrum vörum s.s. svartolíu og kaffi, sem verðlagsnefnd hefur þegar samþykkt hækkun á. Ríkisstjórnin gerði eftirfarandi bókun á fundi sínum í gær: „Það er stefna ríkisstjórnarinn- ar að tryggja greiðsluhallalausan ríkisbúskap og er þess því ekki að vænta að ríkissjóður geti lækkað bensínverð með því að afsala sér lögbundnum tekjum. Er í þessu sambandi rétt að benda á að ur af EFTA 1976 til þess að stuðla að aukinni iðnþróun í Portúgal. Að sögn Davíðs Ólafssonar er sjóðnum einkum ætlað það hlutverk að veita lán til minni og meðalstórra iðn- fyrirtækja í Portúgal. Fundir eru haldnir reglulega í sjóðnum, ýmist í aðalstöðvum EFTA í Genf eða í Portúgal. Á fundinum í Povoa de Varzim var samþykkt að veita lán að upphæð 60 milljón escudos, sem jafngildii 1,2 milljónum dollara, til fyrir- tækis á Azóreyjum sem framleiðir hveiti og skyldar vörur. Þá hefur nefndin samþykkt lánveitingu að upphæð 100 milljón escudos, eða tvær milljónir doll- ara, til norsk-portúgalsks fyrir- tækis sem framleiða mun fiski- og skemmtibáta úr trefjagleri í Portúgal. Norska ríkisstjórnin mun taka þátt í þessari fram- kvæmd ásamt viðkomandi yfir- völdum í Portúgal. Austurríkismaður, H. Heller að nafni, var kjörinn varaformaður sjóðsins og er kjörtími þeirra Davíðs og hans frá 1. júlí 1979 til 30. júní 1980. Liósm. Mbl.: Krtstlnn AlþýðubandaJagið hefur staðið fast gegn tillögum um 4% söluskattshækkun fyrirhugað er að stórauka fram- kvæmdir í vegamálum á árinu 1980 í samræmi við nýsamþykkta vegaáætlun og þurfa því tekjur vegasjóðs að aukast mjög veru- lega. Ríkisstjórnin hefur því sam- þykkt, að jafnhliða þessari verð- ákvörðun verði tekjuöflun ríkis- sjóðs og vegasjóðs af bensíngjaldi tekin til endurskoðunar með það fyrir augum að auka verulega hlut ýegasjóðs." „ALÞÝÐUBANDALAGIÐ hefur staðið fast gegn öll- um tillögum Tómasar Árnasonar og þeirra fram- sóknarráðherra um skattahækkun á miðju ári og þess vegna eru þær strand í dag,“ sagði ólafur Ragnar Grímsson, formað- ur framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins, í samtali við Mbl. í gær. „Við höfum lagt til í ríkisstjórn áð olíuvandanum verði mætt með 7% innflutningsgjaldi til áramóta og síðan 3—4% gjaldi fram á mitt næsta ár,“ sagði Ólafur. „Tómas — segir Ólaf ur Ragnar Gríms- son, form. fram- kvæmdastjórn- ar Alþýðubanda- lagsins hefur aftur á móti komið með tillögur um bráðabirgðalög um hækkun söluskatts um fjögur stig og vill þannig blanda saman lausn olíuvandans og lausn á vandræð- um ríkissjóðs, en hans tillaga þýðir að minnsta kosti fimm milljarða króna til viðbótar. Við erum hins vegar algjörlega á móti Tillaga Alberts Guðmundssonar í borgarráði: Fasteignamat og álagningar- hlutfall verði endurskoðað Skotfæri af sjávarbotni SANDDÆLUSKIPIÐ Sandey heí- ur að undanförnu unnið við dýpkunarframkvæmdir í Reykja- víkurhöfn. Við dælingu hafa komið ýmis konar hlutir upp á yfirborðið m.a. skotfæri og jafn- vel gamlar sprengikúlur og hafa þessir hlutir verið fastir í víra- flækjum og dóti, sem kemur upp á yfirborðið er farið er að róta í botni hafnarinnar. Talsmenn Björgunar hf. kváðust í gær ekki geta upplýst nánar um leifar þessar, en töldu að hér væri ekki um merka hluti að ræða. í BORGARRÁÐI Reykja- víkur heíur verið lögð fram tillaga frá Albert Guðmundssyni sem hljóð- ar þannig: Þar sem fast- eignamat eigna í Reykja- vík er nú orðið það hátt að borgarbúar eiga í erfið- leikum með að standa í skilum með greiðslur, þrátt fyrir góðan vilja, samþykkir borgarráð í umboði borgarstjórnar að fara þess á leit við ríkis- stjórnina að hún, ásamt borgarstjóra endurskoði þegar í stað álagningu fasteignagjalda með það í huga að álögð fasteigna- gjöld verði stórlækkuð og gjalddögum fjölgað. — Það sem vakir fyrir mér með þessum tillöguflutningi er að fá borg og ríki til að endurskoða bæði fasteignamat og álagning- arprósentuna, en skatturinn var það hár að margir hafa átt í erfiðleikum með að greiða hann, sagði Albert í samtali við Mbl. — Ég hefi orðið var við að mjög margir eiga erfitt með að standa í skilum með þessar greiðslur, jafn- vel skilvísasta fólk, enda eru öll þessi almennu gjöld orðin það há. Samþykkt var í borgarráði að vísa tillögunni til afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar árið 1980 og kvaðst Albert vona að þá yrði tekið til endurskoðunar álagning- arhlutfallið og fasteignamatsregl- Gudmundur tapaði í 6. umferð Guðmundur Sigurjónsson tapaði fyrir Jacob Hansen frá Danmörku í sjöttu umferð Vesterhavsskákmótsins í Esbjerg í gaer og er Guðmundur með tvo vinninga. Mestel Englandi vann Finnann Westerinen í gær og er Mestel efstur með 6 vinninga, Ungverjinn Vadasz er með 4 vinninga og unna biðskák gegn Jan Sloth frá Danmörku og bandaríski stórmeistar- inn Reshevsky er þriðji með 4 vinn- inga, en hann gerði jafntefli við Christiansen frá Danmörku í gær. því að blanda þessu tvennu saman, enda hefur engin ítarleg úttekt á fjárhagsvanda ríkissjóðs verið lögð fram og af fyrri reynslu trúum við varlega öllum þeim tölum, sem embættismenn kasta fram um ríkissjóð og hans mál- efni. Við höfum einnig hafnað gengislækkunarhugmyndum sum- ra framsóknarmanna, en hvað Alþýðuflokkurinn vill höfum við hvorki heyrt né séð.“ Ólafur Ragnar Grímsson sagði að Alþýðubandalagsmenn teldu að 7% innflutningstollur til áramóta myndi gefa af sér um 10 milljarða króna og vilja þeir, að þær renni í sérstakan niðurgreiðslusjóð á gas- olíu, sem verði varið til að skapa aðlögunartíma fyrir atvinnurekst- urinn og síðan verði haldið áfram fram til 1. júní 1980 með lægra innflutningsgjaldi. „Kosturinn við okkar tillögur," sagði Ólafur, „er, að annars vegar er ekki um varanlegar álögur að ræða og hins vegar sköpum við aðlögunartíma fyrir atvinnurekst- urinn til að undirbúa orkuspar- andi aðgerðir. Einu mótbárurnar, sem við höfum heyrt, eru þær, að Efta og EBE myndu ekki fallast á þetta.“ Mbl. spurði Ólaf, hvað Alþýðu- bandalagið hefði fyrir sér í því, að verkalýðshreyfingin gæti fremur sætt sig við að afleiðingar slíks innflutningsgjalds yrðu teknar út úr vísitölu en áhrif annarra að gerða. „Það segir sig sjálft að svom aðgerðir til afmarkaðs tíma eru eini umræðugrundvöllurinn við verkalýðshreyfinguna, hvað þetta varðar," sagði Ólafur. „Verkalýðs- hreyfingin er ekki tilbúin til að taka á sig afleiðingar almennrar gengislækkunar eða viðvarandi skattahækkunar og þeir, sem því trúa, eru haldnir miklum mis- ýkilningi."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.