Morgunblaðið - 17.07.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.07.1979, Blaðsíða 1
44 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 161. tbl. 66. árg. ÞRIÐUDAGUR 17. JÚLÍ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. TÖKUM SAMAN HÖNDUM. — Jimmy Carter ávarpar bandarísku þjóðina í sjón- varpi sl. sunnudagskvöld. í ávarpinu hvatti forsetinn landa sína til að taka saman höndum um að leysa orku- vandræði þjóðarinnar. en nán- ar er greint frá ræðunni og viðbrögðum í forsíðufrétt og í fréttum á bls. 16 og 17. S(mamynd-AP. Forystugrein í Metal Bulletin: íslendingareru „nýju heITarmr,, „ÍSLAND GÆTI orðið einn mikilvægasti staðurinn í framtíðinni,“ segir í nýlegri forystugrein í ritinu Metal Bulletin undir fyrirsögninni -Nýju herrarnir" (The New Mastersj.Ástæðan er hin mikla orka sem landið ræður yfir seirir blaðið. Það bendir á, að fslendingar noti aðeins lítið brot af þeirri orku sem þeir geti framleitt. Því finnst blaðinu ekkert undar- legt að áhugi ýmissa fyrirtækja á Islandi hafi aukizt og nefnir Alu- suisse og Elkem. Fyrirtæki sem fáist við framleiðslu orkufrekra málma og varnings og starfi í löndum þar sem orka sé dýr eða lítil muni bráðlega líta til Islands og líkra landa til að leysa orku- vandamál sín að sögn blaðsins. Blaðið bætir við varnaðarorð- um: „Þeir ættu hins vegar að vara sig því að íslendingar eru engin lömb að leika sér við. Að vísu eru þeir óreyndir á öðrum sviðum en hinum hefðbundnu fiskveiðum og landbúnaði þeirra, en þeir verða ekkert auðvelt skotmark nokkrum hinna fyrirferðameiri fyrirtækja. Eins og allar eyþjóðir eru íslend- ingar sjálfstætt fólk og harðir í horn að taka og það mun taka þá langan tíma að skynja hinn raun- verulega mátt stöðu þeirra. ís- lendingar eiga dálítið sem aðra vantar átakanlega á meðan þeir þurfa ekki erlent fjármagn til að lifa af.“ Metal Bulletin segir að ástandið á íslandi sýni að valdið sé í vaxandi mæli að færast frá stóru iðnaðarlöndunum til landa sem ráða yfir orku sem heimur nútím- ans byggi á. Bezta dæmið séu olíulöndin. Washin^ton, Kansas City, London, París, Bonn. Brússel, 16. júlí, AP — Reuter. JIMMY Carter Bandarfkjaforseti gerði í dag grein fyrir tillögu um 142,2 milljarða dollara áætlun sem miðar að því að ráða niður- lögum orkukreppu Bandaríkja- manna, en 12 tímum áður hélt forsetinn sjónvarpsræðu og gerði grein fyrir nýrri og harðri orku- stefnu, þar sem m.a. er gert ráð fyrir tafarlausum kvótum á olíu- innflutning. Leiðtogar helztu iðnríkja heims, sérfræðingar í efnahagsmálum og bandarískir þingmenn og embættismenn Flugfar hækkar Genf, 16. júlí AP—Reuter. TALSMAÐUR IATA, sem eru samtök helztu flugfélaga heims, skýrði frá því í dag, að leitast yrði við á fundi samtakanna, er hefst á morgun, að ná samkomulagi um 5—15% hækk- un flug- og farmgjalda frá og með 1. október næstkomandi að telja. Búast mætti við því að mestar yrðu hækkanirnar á flugleiðum yfir Norður-Atlantshaf. Viðræð- ur yrðu þó vafalaust erfiðar, þar sem mörg flugfélaganna væru undir þrýstingi frá stjórnvöldum um að leggjast gegn hækkunum, að sögn talsmannsins. Samkomulag um hækkanir næð- ist þó vafalaust, en þær yrðu þó mismunandi eftir svæðum. Verð á flugvélaeldsneyti er í dag um 71% hærra en reiknað hafði verið með á fundi IATA sl. október, er flug- og farmgjöld aðildarfélaga voru síðast ákveð- in. fögnuðu orkustefnu Carters, en tillögur hans þóttu bera vott um hugrekki og einlæga löngun til að vinna bug á orkuvanda þjóðar- innar. Jafnframt var þess víða getið að tillögur Carters, ef þær næðu fram að ganga og þeim yrði sýndur viðhlítandi skilningur, mörkuðu tímamót í efnahags- og orkumálum. í áætlun Carters er gert ráð fyrir því að Bandaríkjamenn noti aldrei meiri erlenda olíu en þeir gerðu 1977, þegar innflutningurinn var að meðaltali 8,5 milljónir tunna á dag. Það mark er og sett að framleiðsla á eldsneyti úr gerviefnum verði 2,5 milljónir tunna á dag 1990, en sú framleiðsla verður undir umsjón orkuöryggisfyrirtækis, sem stofnað verður, og sem mun verja 88 millj- örðum dollara til fjárfestingar, en sú upphæð verður fengin með skatti sem Carter hefur beðið þingið að setja á olíufélög. Ennfremur er í áætluninni gert ráð fyrir því að sett verði lög til að neyða þjónustufyrirtæki til að draga úr olínotkun um 50% á næsta áratug, og taka í staðinn upp kol og annað eldsneyti. Að lög verði sett til að koma á laggirnar orkuframleiðsluráði, sem yrði svip- að og stríðsframleiðsluráð, til að draga úr skriffinnsku og hafa um- sjón með skyndiframkvæmdum mikilvægra orkuáætlana. Loks að sparnaðarherferð verði hafin til að hvetja Bandaríkjamenn til að draga úr benzínnotkun og upphitun og loftræstingu. Forsetinn sagðist ætla að biðja þingið um 10 milljarða í viðbót næstu 10 ár til þess að efla almannasamgöngur, og gert verður ráð fyrir að verja 2,4 milljörðum dollara á ári í 10 ár til að vega upp á móti hækkandi orkukostnaði fátækra fjölskyldna. Sjá fréttir af ræðum Carters og Observer-grein um aðdrag- andann að ræðunni á bls. 16 og 17. Kínver jar vilja ræða við Rússa PekinK, 16. júlí. Reuter. SOVÉZKAR heimildir hermdu í dag, að Kínverjar hefðu í dag Stöðva lítflutning ákaffi Río de Janeiro.lG.júlí.AP. BRAZILÍUMENN ákváðu í dag að stöðva til bráðabirgða kaffiút- flutning og var haft eftir áreiðan- legum heimildum. að gripið hefði verið til þessara aðgerða vegna lækkandi kaffiverðs á heimsmörkuðunum. Kaffiverð á heimsmörkuðum hækkaði stöðugt fyrstu vikur sum- ars, þar sem frosthörkur í Brazilíu í júní skemmdu yfir eina milljón kaffitrjáa, en seint í síðustu viku tók verðið að síga bæði í London og New York. Verð á 454 grömm- um fór upp í 2,10 dollara, en lækkaði niður í tvo dali. í ársbyrj- un var kaffiverð á heimsmörkuð- um 1,10 dollarar. I boðizt til þess að senda sendi- nefnd til Moskvu um miðjan I september næstkomandi til við- ræðna um bætt samskipti land- anna tveggja. í svari sínu við síðustu áskorun- um Sovétmanna lögðu Kínverjar til að fyrstu fundir viðræðnanna yrðu haldnir í Moskvu, en önnur lota færi síðan fram í Peking. Lögðu Kínverjar til að aðstoðarut- anríkisráðherrar landanna væru fyrir viðræðunefndunum. Kínverjar og Sovétmenn hafa skipst á orðsendingum varðandi viðræður um bætta sambúð land- anna allt frá 3. apríl síðastliðnum, er Kínverjar lýstu því yfir, að þeir hygðust ekki endurnýja 30 ára gamlan vináttusáttmála land- anna. Diplómatar herma, að Sovét- menn hafi fjallað um málið af mikilli varfærni, þó svo að Kín- verjar séu fullir áhuga á að ná sáttum við Sovétmenn, og séu í því skyni reiðubúnir til að leggja hugmyndafræðilegan ágreining á hilluna. Hardri orkustefnu Carters vel tekið Afsalar Somoza sér völdum í dag? Managua, 16. júlí. AP. Reuter. ANASTASIO Somoza forseti Nicaragua bjó sig í dag undir það að segja af sér, og var jafnvel búist við afsögn forsetans á morgun, þriðjudag, að því er háttsettur stjórnarmaður skýrði frá í dag. Embættismaðurinn sagði, að margir helztu valdamenn 1 her og lögreglu forsetans hefðu flúið land eða farið í felur, þar sem gert væri ráð fyrir í æðstu röðum, að landið væri í þann mund að falla í hendur skæruliða sandinista. Talsmaðurinn sagði, að verið væri að ganga frá ýmsum forms- atriðum og réðist það af þeirri vinnu hvort Somoza yfirgæfi land- ið á þriðjudag eða seinna í vik- unni. Verið væri að reyna að tryggja það að ringulreið yrði ekki er Somoza segði af sér og að margt fólk yrði ekki líflátið. Samkvæmt heimildum setti So- moza í dag af yfir 100 hershöfð- ingja og ofursta.Mun það hafa verið gert svo að líf þeirra yrði síður í hættu þegar skæruliðar tækju völdin i sínar hendur, en þeir hafa hótað að lífláta þá, er sekir verða fyrir byltingardóm- stólum um samstarf við Somoza. Margir ofurstanna hafa leitað hælis í sendiráði Cólombíu í Managua, farið í felur eða flúið land. Um 600—700 embættismenn og aðrir samstarfsmenn Somoza höfðust í dag við í Intercontin- ental-hótelinu í Managua og eru þeir tilbúnir til að hverfa úr landi. Fjöldi þeirra hefur þegar komið farangri fyrir á flugvelli borgar- innar, og slegizt hefur verið um sæti með flugvélum frá landinu, en aðeins er flogið tvisvar frá Managua á dag til annarra ríkja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.