Morgunblaðið - 17.07.1979, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.07.1979, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ1979 Bílaleiga Á.G. Tangarhöföa 8—12 Ártúnshöföa. Sími 85544. Höfum Subaru, Mözdu og Lada Sport. Hópferðabílar 8—50 farþega Kjartan Ingimarsson sími 86155, 32716. Útvarp kl. 11.00: Sjávarútveg- ur og siglingar í þættinum „Sjávarút- vegur og siglingar“ verð- ur fjallað um orlofshús og barnaheimili sjómanna- samtakanna í Reykjavík og Hafnarfirði. Fyrir um 16 árum keyptu sjómannasamtökin á þessum stöðum jörðina Guðmundur Hallvarðsson um- sjónarmaður þáttarins. Hraun í Grímsnesi, en þetta er 740 hektara land. Á þessum stað reka þessi sjómannafélög orlofshús og barnaheimili og er þessi aðstaða mikið notuð, þó sérstaklega orlofshúsin. Barnaheimilinu var komið upp fyrir 12 árum, en or- lofshúsin eru nýrri, voru byggð á árinu 1975. I þessu sambandi verður rætt við Pétur Sigurðsson formann Sjómannadags- ráðs og Kristínu Guð- mundsdóttur forstöðukonu barnaheimilisins. Þegar þátturinn var tekinn upp var rúta að fara af stað frá Hrafnistu í Reykjavík með börn sem ætla að dveljast á barnaheimilinu um tíma í sumar. Guðmundur Hall- varðsson, umsjónarmaður þáttarins, brá sér upp í rútuna og talaði lítillega við börnin um þessa vænt- anlegu dvöl þeirra að Hrauni. Útvarp kl. 19.35: „Hugleiðing um ár kvenna og barna” Dr. Gunnlaugur Þórðarson mun í kvöld flytja útvarpser- indi sem ber nafnið „Hugleið- ing um ár kvenna og barna“. Gunnlaugur kvað þessa nafn- gift ekki fyllilega réttmæta, er Mbl. ræddi við hann í tilefni erindisins, og sagðist heldur vilja kalla erindið „Hugleiðing um ár kvenna og ár barna“, því að þetta eru tvö ár, kvennaárið var '75 en barnaárið er á þessu ári. Erindið sagði hann hugleið- ingu um hvað konum hefur orðið lítið ágengt í ýmsum málum sem talin hafa verið réttlætismál. Sem dæmi má nefna að fyrir síðustu kosn- Dr. Gunnlaugur Þórðarson. ingar var mál sem viðkemur konum á oddinum, lenging fæðingarorlofs, en það er sem kunnugt er þrír mánuðir og virðist ætla að vera það áfram hvað sem viðkemur öllum kosningaloforðum. Einnig mun dr. Gunnlaugur benda á að nýtt frumvarp til barna- laga hafi legið fyrir fjórum þingum án þess að hafa verið afgreitt sem lög frá Alþingi, þrátt fyrir að frumvarp þetta hafi mörg brýn hagsmunamál barnsins að geyma. Síðan verður nokkuð vikið að börn- um í SA-Asíu og flóttamanna- vandamáli því sem þar ríkir. Að lokum nokkuð talað um hvað konur virðast vera sinnu- lausar um rétt sinn og einnig hve börn eru að verða miklar hornrekur í þjóðfélaginu. Utvarpkl. 16.20: Þjóðleg tónlist frá ýmsum löndum í þessum þætti verður fjallað um sýrlenska tónlist og þá aðallega trúarlegs eðlis, en flutt verða brot úr íslamskri trúarathöfn. f lok þáttarins verða tekin dæmi um verald- lega tónlist frá Sýrlandi og írak. Þessi trúarathöfn er mjög löng, varir í klukkutíma eða lengur, og er því ekki hægt að flytja hana í fullri lengd, vegna þeirra tímatakmarkana sem þættinum eru sett. Því verða tekin lítil brot úr athöfninni og þau flutt í þættinum. I trúarat- höfn þessari eru mikið notaðar trumbur, en þær kallast „mizar" og eru það einu hljóðfærin sem notast er við, annars er manns- röddin allsráðandi. Trúarathafnir sem þessi eru mjög framandi okkur íslending- um. í þessari athöfn fer fram svokölluð „sverðsvígsla“ en hún Áskell Másson, en hann mun fjalla um sýrlenska tónlist í útvarpinu í dag. felst í því að nýir munkar eru vígðir. Þetta fer þannig fram að hinir tilvonandi munkar eru skornir með stóru sverði í síðuna og úr því sári má ekki blæða. Blæði ekki þá er það staðfesting þess að Allah hefur gert eitt kraftaverkið enn. Þetta er, eins og að líkum lætur, mjög „drama- tísk“ athöfn. Þessi sverðsvígsla er mjög gömul og hefur tíðkast lengi í múhameðstrúarlöndum. í næsta þætti verður flutt tónlist frá Egyptalandi, tónlist sem ættuð er frá perluköfurum. Einnig verður kynnt veraldleg tónlist frá þessu landi, og þá sérstak- lega sú sem upprunnin er í Kaíró. Sá þáttur er sá síðasti sem fjallar um tónlist frá Arabalöndum. Útvarp Reykjavík ÞRIÐJUDKGUR 17. júlí MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tón- leikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Ármann Kr. Einarsson held- ur áfram að lesa ævintýri sitt „Gullroðin ský“ (2). 9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Tónleikar. 11.00 Sjávarútvegur og sigling- ar. Umsjón: Guðmundur Hallvarðsson. Fjallað um orlofshús og barnaheimili sjómannasamtakanna f Reykjavík og Hafnarfirði. 11.15 Morguntónleikar: Osian Éllis leikur á hörpu verk eftir Calude Debussy, Mihail Glinka og Béla Bartok. Jutta Zoff og Fíl- harmonfusveitin f Leipzig leika Hörpukonsert í Es-dúr eftir Reinhold Gliére; Rudolf Kempe stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Á frívaktinni Sigrún Sigurðardóttir kynnir óskalög sjómanna. SÍÐDEGIÐ 14.30 Miðdegissagan: „Korriró“ eftir Ása í Bæ Höfundur les (2). 15.00 Miðdegistónleikar: Alfred Brendel og Walter Klien leika með hljómsveit Volksóperunnar í Vín Konsert í Es-dúr (K365) fyrir tvö pfanó og hljómsveit eftir W.A. Mozart; Paul Angerer Stj. Nýja Philharmonia-hljómsveitin leikur Sinfónfu nr. 1 í B-dúr (Vorsinfóníuna eftir Robert Schumann; Ottó Klemperer stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Þjóðleg tónlist frá ýmsum löndum Áskell Másson fjallar um sýrlenzka tónlist. 17.20 Sagan: „Sumarbókin“ eftir Tove Jansson Kristinn Jóhannesson heldur áfram lestri þýðingar sinnar (8). 17.55 Á faraldsfæti. Endurtekinn þáttur Birnu G. Bjarnleifsdóttur um útivist og ferðamál frá sunnudags- morgni. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ_____________________ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Hugleiðing um ár kvenna og barna Dr. Gunnlaugur Þórðarson flytur erindi. 20.00 Kammertónlist Allegri-strengjakvartettinr leikur Kvartett nr. 3 eftir Frank Bridge. 20.30 Útvarpssagan: „Trúður- inn eftir Heinrich Böll Franz A. Gfslason les þýðingu sfna (4). 21.00 Einsöngur: Guðmundur Jónsson syngur lög eftir Þórarin Jónsson Frá Háreksstöðum. Ólafur Vignir Albertsson leikur á pfanó. 21.15 Sumarvaka a. Á Djúpavogi við Berufjörð Séra Garðar Svavarsson lýkur upprifjun sinni frá fyrstu prestskaparárum sfn- um fyrir u.þ.b. 45 árum. b. Ljóð á barnaári Snæbjörn Einarsson les frumortan ljóðaflokk. c. Þurrkadagar á slættinum Jónas Jónsson frá Brekkna- koti flytur frásöguþátt. d. Kórsöngur: Eddukórinn syngur fslenzk þjóðlög. 22.30 Fréttir. Veðurfregnir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Harmonikulög Lindquistbræður leika. 23.00 Á hljóðbergi. Umsjónarmaður: Björn Th. Björnsson listfræðingur. „Kona trúboðans“. Úr dag- bókum Mary Richardsons Walker (1811-1897). Sandy Dennis og Eileen Heckard lesa. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. AHÐNIKUDhGUR 18. JÚLf________ MORGUNNINN________________ 7.00 Veðurfregnir, Fréttir. Tónleikar. 7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tón- leikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Ármann Kr. Einarsson heldur áfram að lesa ævin- týri sitt „Gullroðin ský“ (3). 9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Tónleikar. 11.00 Víðsjá Ögmundur Jónasson sér um þáttinn. 11.15 Frá norræna kirkjutón- listarmótinu í Helsinki s.l. sumar. Jón Stefánsson kynnir (1). 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregn- ir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. SIÐDEGIÐ_____________________ 14.30 Miðdegissagan: „Korriró" eftir Ása f Bæ Höfundur les (3). 15.00 Miðdegistónleikar: Pierre Thibaud og Enska kammersveitin leika Trompetkonsert í Es-dúr eftir Johann Nepomuk Hummel; Marius Constant stj./ John Wilbrahm og Philip Jones leika ásamt St. Martin-in-the-Fields-hljóm- sveitinni tónverk fyrir tvo trompeta og hljómsveit eftir Giovanni Gabrieli, Antonio Vivaldi og Pavel Joseph Vejvanovsky; Neville Marriner stj./ Enska kammersveitin leikur Konsert nr. 2 í F-dúr fyrir tvo hljóðfæraflokka eftir Georg Friedrich Ilándes; Raymond Leppard stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir) 16.20 Popphorn: Halldór Gunnarsson kynnir. 17.20 Litli barnatfminn. Áfram gakk, hlaup og hjól Umsjónarmaður: Steinunn Jóhannesdóttir M.a. lesið úr Línu langsokk eftir Astrid Lindgren í þýðingu Jakobs 0. Péturssonar og talað við Þór Vigfússon. 17.40 Tónleikar. 18.00 Víðsjá Endurtekinn þáttur frá morgninum. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar 19.35 Samleikur í útvarpssal: Erling Blöndal Bengtsson og Árni Kristjánsson leika. Sónötu arpeggione í a-moll eftir Franz Schubert. 20.00 Töfrandi tónar. Jón Gröndal kynnir þriðja þátt sinn um tfmabil stóru hljómsveitanna 1936—46. 20.30 Utvarpssagan: „Trúður- inn“ eftir Heinrich Böll. Franz A. Gíslason les þýðingu sína (5). 21.00 Leikið á tvö pfanó: Gísli Magnússon og Halldór Haraldsson leika „Vorblótið“ eftir Stravinski. 21.40 „Veturinn sem var hér í fyrra...“ Kristján K. Linnet les frumort ljóð. 21.45 íþróttir Hermann Gunnarsson segir frá. 22.05 Að austan Birgir Stefánsson kennari á Fáskrúðsfirði segir frá. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Svört tónlist. Umsjón: Gerard Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómasdóttir. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.