Morgunblaðið - 17.07.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.07.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ1979 Sumarsýning undir berum himni í Purnu nálægt Tampare. Haust. Bragi Ásgeirsson Sumarsprotar og samanburðarfræði Áður en ég hef þannan greinar- flokk minn, þar sem ég hyggst greina frá ýmsu, er fyrir augu ber á flakki mínu í útlandinu að þessu sinni, vil ég víkja að skottúr til Kaupmannahafnar síðla ídmaí s.l. Einnig og þar áður langar mig til að láta hugann reika aftur til baka yfir svið síðustu utanfarar minn- ar, er ég lagði upp í seinni hluta ágústmánaðar sl. ár, hófst í Stokkhólmi og stóð yfir í tvo mánuði slétta. Svo hittist á, er ég kom til Hafnar á dögunum, að sumarið var einmitt fyrir alvöru farið að hreiðra um sig og blómskrúðið í Konungsgarðinum (Kongens Have) og Tívoli breiddi úr sér í allri sinni dýrð. Og hvílíkur unaður að upplifa þetta eftir alla vorkuldana og drungann heima á Fróni. Þó hafði maður stórlega undrast seiglu náttúrunnar og fylgst náið með því, hvernig fyrstu brumknapparnir á greinum trjáa glottu við svartsýni mannfólksins, — lífið lætur vissulega ekki að sér hæða... Litið til baka Þannig hittist á, er mig bar að garði í Stokkhólmi, að það var í þann mund, er sumri tekur að halla, og ég fekk einstakt tækifæri til að fylgjast með litbrigðum haustsins um öll Norðurlönd og svo og í neðra Saxlandi, í Harz-fjöllum og Kyffhauser fjallagarðinum í N. Thúringen, lengst inni í Mið-Þýskalandi. Þetta voru mér eftirminnilegir haustdagar, því að fegurri hef ég naumast séð þá, og munu þetta með blíðustu'og hrifmestu haust- dögum víða á Norðurlöndum á þessari öld. Eftir 10 sólríka síðsumardaga í Stokkhólmi og örfáa daga í Helsingfors var haldið til Leningrad og þá birtust mér fyrstu sprotar haustsins í skógar- þykkninu í Suður-Karelíu. Við sáum bregða fyrir fölum roða í laufi trjánna, og á bakaleiðinni þrem dögum seinna sáum við litbreytinguna ennþá skýrar. Þegar til Helsingfors kom aftur, voru haustrigningarnar byrjaðar, — mánuði fyrir tímann að sögn og það rigndi meira og minna allann tímann, sem ég var þar. Náttúran var og fljót að taka breytingum, og ég fylgdist með þeim á gönguferðum mínum um borgina, en þær voru margar og langar. Fegurst var þetta í garðinum við Meilahti og í Seurasaari-náttúru- garðinum, þar sem getur að líta mikið af gömlum húsum og þjóð- minjum, enda er allur garðurinn eins konar byggða- og þjóðhátta- safn. Þar hef ég séð mestu mergð íkorna og hina gæfustu um dag- ana. Það eru víða opin svæði og gróðurvinar í borginni, og Finnum hefur víða tekist frábærlega vel að láta byggingarlistina falla að náttúrunni, enda leggja þeir ríka áherslu á það atriði. Þeir nýta iðulega jarðlaga- og klettaforman- ir til hins ítrasta, svo sem í hinni undursamlegu kirkju í miðborg- inni, er nefnist „Kirkja musteris- torgsins". Yfir kirkjurýmið, sem sprengt hefur verið niður í klöpp, hvelfist þakið og er eingöngu úr kopar og gleri. Einn daginn reis ég árla úr rekkju og tók áætlunarbílinn til Turku (Abo), það rigndi sterklega þennan dag, en þó var mjög bjart í lofti. Þetta var mjög skemmtileg bílferð, því að litbrigðin í trjánum voru svo hrífandi í rigningunni og óræða birtu stafaði víða á milli trjánna lengst inni í skógarþykkn- inu. Áð var á klukkutíma fresti, og Fáir munu þekkja þennan „skúlptúr“ eftir Sigurjón ólafsson. Nefnist hann „tannpína“, en gæti allt eins verið táknmynd vanlíðanar þeirra er bergja of stíft á nautnabikar stórborgarinnar. gátu menn þá gengið þarfa sinna og fengið sér hressingu á þægilegum veitingastöðum, þar sem snyrtimennskan sat í fyrir- rúmi. I Turku var ég til kvölds og skoðaði öll söfnin. Byrjaði á hinni fornfrægu höll „Turun linna" og endaði á Sibeliusarsafninu. Það má sjá furðu mikið á skömmum tíma í Turku, vegna þess að söfnin eru svo þægilega staðsett og stutt á milli þeirra, auk þess sem þau eru frekar smá í sniðum. Eg minnist þess, er ég var skyndilega kominn inn í húsaþyrpingu nokkra, þar sem sjá mátti fólk við ýmis forn störf og uppgötvaði þá, að ég var á lifandi þjóðháttasafni, — ógleymanlegt! Eftir þriggja vikna dvöl í Helsingfors hélt ég aftur til Stokkhólms og settist sem fyrr að á vinnustofu vinar míns, málarans og þingmannsins. Það hafði orðið ótrúleg breyting á litrófi náttúr- unnar á þessum fáeinu vikum, Haustið var að ná endanlegum yfirtökum á gróðrinum, og þessi sambræðsla sumars og hausts var svo eindæma litrík, að ég hafði það eitt í huga að skoða þetta sem mest og best. Þannig sótti ég í þetta sinn aðallega heim þau söfn, er voru staðsett, þar sem fjöl- breyttastur var gróðurinn, svo sem á Djurgárden-hólmanum og var oft djúpt snortinn mitt í þessari litasynfóníu haustsins. Ég tyllti rétt tá í Kaupmanna- höfn á leið til Quedlingburg, hinnar fornu höfuðborgar neðra-Saxlands. Þar upplifði ég

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.