Morgunblaðið - 17.07.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.07.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ1979 13 Nýlega bauð „Illums Kunstforening“. nokkrum íslenskum myndlistarmönnum að sýna verk sín á sérstökum stað í húsakynnum sínum, sem ætluð eru til listkynninga. Illum er, svo sem allir vita er heimsótt hafa borgina við sundið, stærsta verzlunarmiðstöðin á Strikinu í Kaupmannahöfn. Þarna hafa ýmsir nafnkunnir myndlistarmenn danskir, svo og frá hinum Norðurlöndunum áður sýnt verk sín í boði Illum, en þetta er í fyrsta skipti sem fslenzkir listamenn sýna þar. — A þessari sýningu áttu eftirtaldir listamenn verk: Ágúst Petersen, Björg Þorsteinsdóttir, Bragi Ásgeirsson, Einar Hákonarson, Hringur Jóhannesson, Jóhannes Jóhannesson, Jón Baldvinsson. Valtýr Pétursson og Þórður Hall. Listamennirnir voru með 4—8 verk hver, málverk og grafík. Margt manna var viðstatt opnun sýningarinnar og við það hátfðlega tækifæri flutti framkvæmdastjóri Illum-verzlunarinnar ræðu og óskaði m.a. eftir fleiri sýningum frá íslandi. Sendiráðherra íslands í Kaupmannahöfn Agnar Klemenz Jónsson og frú hans Ólöf Bjarnadóttir heiðruðu sýninguna með nærveru sinni ásamt fleira sendiráðsfólki m.a. Þorieifi Thorlacius sendiráðsritara og frú, forstjóri Flugleiða í Kaupmannahöfn og fulltrúum S.Í.S. í K.höfn og Hamborg. Við það tækifæri var þessi mynd tekin. Talið frá vinstri: Sendiráðherrafrúin Ólöf Bjarnadóttir, Ólafur Haraldsson fulltrúi S.Í.S. í K.höfn og aðalhvatamaður sýningarinnar. Bragi Ásgeirsson, Jón Baldvinsson, Agnar Klemenz Jónsson sendiráðherra og Poul Harlev formaður Illums Kunstforening. Þúsundir manna sáu þessa sýningu daglega og má ætla að þetta hafi verið góð landkynning og spor í rétta átt varðandi gilda landkynningu íslenzkrar listar erlendis. haustið frá nýrri hlið, — draugalega haustþoku, þykka og grámóskulega, svo maður sá einungis fáa metra fram fyrir sig, en einnig sól og bjartviðri. Það haustar vissulega margvíslega að í Evrópu og er einkar fróðlegt að gera hér samanburð. Er ég kom aftur til Kaup- mannahafnar, biðu þar mín einhverjir sólríkustu og fegurstu haustdagar, er þangað hafa komið á þessari öld. Nú var haustið í algleymi, enda komið fram í októ- ber, laufablöðin svifu til jarðar og tóku mikla sveiga í loftinu, eins og til að treina síðustu lífsmögnina. Daginn áður en ég hélt til Osló, var ég staddur í Fælledparken, stærsta garðinum í Kaupmanna- höfn, naut þess að horfa á unga og aldna við leiki á grasvöllunum, þá hrundu laufin yfir mig í bókstaf- legum skilningi og var það undar- leg tilfinning, er gagntók mig á þeirri stund eftir að hafa fylgst með framvindu haustsins, allt frá því er ég sá fyrstu roðablettina í skóginum í S. Karelíu. Haustið var í algieymi, er ég kom til Osló og lauf trjánna í Bótaníska garðinum andspænis íverustað mínum í Munch-safninu, var rafgult, járnrautt og í ótal tónum rauðra og búnna jarðlita. Frognergarðurinn var og mjög litríkur, — um þann garð má segja, að styttur Vigelands breytist eftir veðri og árstíðum. Njóta sín einna best í haustrign- ingu eða á skínandi björtum sumardegi. Dvöl mín í Osló var stutt að þessu sinni, ég var búinn að fá nóg í minn mal af útlandinu að sinni og pyngjan tóm. Flugferðin heim var mjög skemmtileg, einkum heimsókn í stjórnklefann, en þá hittist einmitt svo á, að fyrst sást í rönd af íslandi, og var það ægifögur sjón. Nú voru veturnætur á íslandi, heiðskírt og fagurt til fjalla, og þó að eftir færi kaldur vetur, hefur aldrei, svo ég muni eftir, verið fegurri fjallasýn og hélst svo fram á vor, en þá dimmdi yfir og hráslaginn tók við. Kaupmannahöfn Það var líkast því að koma inn úr kuldanum að koma til Kaup- mannahafnará dögunum og það í flestum skilningi. Burt var vor- hretið, burt allt þetta yfirmáta ómerklega og leiðinlega stjórnmálaþras í blöðunum, sem sannar einungis það, að íslending- ar ásamt Norðmönnum eru mestu útkjálkabúar norðursins í hugsun- arhætti. Það er í lagi að vera af fámennri þjóð, en hitt er afleitt, að vera smár í hugsunarhætti að maður segi ekki smásmugulegur, verstir eru þó vandlætararnir og þeir sem eru uppfullir af skinhelgi og föðurlegri forsjá öðrum til handa. Aðdragandi farar minnar til Hafnar í maílok var næsta und- arlegur, a.m.k. óvæntur. Með stuttum fyrirvara var nokkrum íslenzkum myndlistarmönnum boðið að sýna verk sín í húsakynn- um Illum á Strikinu, sem er ein stærsta verzlunarmiðstöð í K.höfn svo sem kunnugt er. Ég vissi, að verzlunin er með tvo sýningar- staði í húsakynnum sínum, og að á öðrum höfðu ýmsir nafntogaðir danskir listamenn sýnt verk sín. Ég lét tilleiðast að vera einn af þeim átta, er voru valdir á sýning- una og að sjá jafnframt um sendingu myndanna utan ásamt öðrum. Er það var afstaðið, áleit ég jafnframt að hlutverki mínu væri lokið, en þá þurftu nokkrar myndanna að laskast á leiðinni vegna harkalegrar meðferðar, og þar á meðal voru tvær af mínum stærstu myndum. Nú var illt í efni, því að skemmdirnar á mynd- um okkar Hrings Jóhannessonar voru þess eðlis, að við yrðum að gera við þær sjálfir, ef vel ætti að fara. Aðstandendur sýningarinnar vildu helst að við kæmum út í því skyni, svo að öll sýningin kæmist upp. Það varð svo úr, að ég fór utan og naut þar velvilja Flugleiða, er allt vildu fyrir okkur gera, er þeir vissu málavexti, enda var þetta í fyrsta skipti, sem myndir skemm- ast í flutningum myndlistarverka, sem ég hef átt þátt í að senda flugleiðis til útlanda, en þau eru fjölmörg. Hér var koiúið enn eitt dæmi um það, að mjög ber að varast að setja upp sýningar ytra, án þess að einhver ábyrgur aðili fari með þær og sé í ráðum varðandi upphengingu. Slíkur gæti þá jafnframt séð um viðgerðir á myndum, er hugsanlega kunna að verða fyrir áföllum á leiðinni, ef hægt er þá að koma þeim við. — Mörg ófögur dæmi eru til um upphengingar íslenzkra sýninga erlendis og jafnframt meðferð á myndverkum. Eitt ljótasta dæmið er sennilega sýning á grafík, vatnslitamyndum, teikningum o.fl. er gekk um 10 borgir Þýska- lands og endaði í Vestur Berlín. Þar var haldin mikil opnunar- veizla og meðal gesta var Willy Brandt, þáverandi borgarstjóri. Myndirnar voru grútskítugar, ryk og móða á glerinu, sem ekki var hirt að þurrka af og sýningin illa hengd upp. Má nærri geta, að hér hefur verið um bágborna og vand- ræðalega landkynningu að ræða, hvað þá listkynningu! — Ég er alveg á því, að íslenzkir myndlist- armenn eigi í framtíðinni að neita að lána myndir á sýningar ytra, nema að gulltryggt sé, að mynd- irnar hljóti góða meðferð. — Mér tókst að gera við myndir mínar og þær komust báðar upp fyrir opnunina, en ver fór með myndir Hrings, því að er ég sá skemmdirnar, treysti ég mér ekki að gera við þær í umboðsleysi. Opnunarathöfnin var stutt en virðuleg. Vegna yfirfullra flugvéla heim, fékk ég mig ekki bókaðann fyrr en að nokkrum dögum liðnum, og þar sem ég var staðsettur í næsta nágrenni við hringiðu í Kaup- mannahöfn vaT sjálfsagt að líta í kringum sig. Hámark þess er löngu fyrir bí og er af því lítil eftirsjá, þar sem því fylgdi tölu- verð spilling og teigði anga sína í hverfi, þar sem það átti ekki heima. Ér sem betur fer horfið þaðan aftur að mestu. Lausn á verð- bólguvanda?! Á fyrrnefndri ferð minni sl. haust horfði ég allmikið á sjón- varp, þar sem ég kom, enda hafði ég góða aðstöðu til þess. Ég tók eftir því, hve yfirþyrmandi alvar- legir stjórnmálamennirnir voru, er þeir ræddu efnahagsvandann. Má segja, að svitinn hafi bogað af þeim sumum, — þó er verðbólgan ytra margfalt minni en á íslandi, þar sem stjórnmálamenn hlógu hrossahlátri framan í þjóðina við tilraunir til stjórnarmyndunar á þessum sama tíma. Yirtist jafnvel skemmtilegt að yfirgefa ráðherra- stólana og mikið gaman að setjast í þá! í tilefni hinnar hryggilegu verð- bólgu á Islandi sem er vissulega stórum alvarlegri en flestir gera sér grein fyrir, a.m.k. stjórnmála- menn og forusta fagfélaga, finn ég hjá mér ríka hvöt til að upplýsa eftirfarandi. — Einn er sá staður á Norðurlöndum, þar sem verð- bólgan virðist ekki ríkja, og er það hverfið í kringum Istegade í Kaupmannahöfn, sem margur landinn þekkir af sjón og raun. Þetta er sú verzlunargata í Kaup- inhavn, þar sem gera má bestu kaupin, allt frá fatnaði og til þess, sem fatnaður hylur dags daglega. Það er næsta ótrúlegt en þó rétt að síðasta áratug hefur verið hægt að gerast þátttakandi í tveggja manna kortspili, líkt og Eiríkur frá Brúnum nefndi það, fyrir lítinn hundraðkall danskan. Hér hljóta hyggindin ásamt notalegri hagfræði hagræðingarinnar að hafa yfirhöndina og má það vera næsta óskiljanlegt á þessum síð- ustu og verstu tímum. Þessi stöð- ugleiki í óstöðugum efnisheimi hefur valdið mér og fleirum mikl- um heilabrotum. Með vísun til þess að við erum þjóðhollir menn og ættjarðarvinir, hefur komið til tals að benda háttvirti ríkisstjórn og öðrum ábyrgum aðilum verð- bólgulandsins Islands á þessa mikilvægu uppgötvum, — sem við viljum síður sitja einir að. Mættu meðlimir hennar og allir hinir fjölmenna til fundar við „jóm frúrnar góðu“ til skrafs og ráða- gerða og er ekki að efa að þær gerist þeim undirförulu mönnum, hollir haukar á bergi og gefi þeim góð ráð og áþreifanleg. Bragi Ásgeirsson. Danir eru staðráðnir í því að láta ekki sitt eftir liggja í viðleitni heimsins til orkusparnaðar. Teikningin nefnist „ástar-orka og er eftir Kirsten Hoffmann. „Aðeins örlitlu lengur Viggó minn, — ketillinn fer senn að flauta“.... Af skáldkonu sjálfsafhjúpunar og ástarbríma. Suzönnu Brögger, segir frá í næstu grein.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.