Morgunblaðið - 17.07.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.07.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ1979 Orka og elds- neyti Aí þessu korti, sem sýnir virkjan- legt vatnsafl á íslandi, má á svörtu súlunum sjá, hve lítinn hluta þess er þegar búið að virkja. Aðeins um 7% af saman- lagðri rafmaKnsframleiðsluKetu vatnsafls og jarð«ufu mun virkj- að. Súlur I og II sýna það vatns- afl, sem haKkvæmast er og fyrst yrði tekið. Innlend orka ein til húsahitunar og raforkuframleiðslu árið 85 Hvað er hægt að gera til að draga úr innflutningi á orkugjöfum er spurning, sem vert er að velta fyrir sér í framhaldi af síðustu grein um orku og eldsneyti, sem sýndi hvernig orkunotkunin skiptist á orkugjafana og hvernig ýmsir þættir þeirra hafa breyst síðan 1970. Aukist mjög innflutningur á bensíni og cldsneyti til fiskiskipa, en minnkaður innflutningur á olíu til húsahitunar. Rökrétt spurning er því: Er ekki hægt að halda áfram á sömu braut, til að draga úr innfluttu eldsneyti til upphitunar? Jarðhiti uppfyllir nú þegar um 65% af orkuþörfinni til húsahit- unar. Verður kominn í ca. 70% þegar hitaveituframkvæmdum þeim sem í gangi eru, eða að fara af stað verður lokið, þ.e. hita- veitur á Suðurnesjum, Akureyri og í Borgarfirði. Eftir það eygj- um við upphitun með hitaveitum á nokkrum stöðum, Þorlákshöfn, Eyrarbakka, Stokkseyri og Egilsstöðum o.fl. svo að upp undir í 80% af húsum á landinu njóti hitaveitu. Úr því er varla hægt að reikna með að hægt verði að bæta svo nokkru nemi við hitaveituupphitun. Upphitun húsa þeirra, sem þá eru eftir, er talið hagkvæmast að leysa með afgangsrafmagni, en hafa olíu- kyndingu sem varaorku á álags- toppunum, þegar afgangsraf- magn er ekki til. Til þess þyrfti sáralitla olíukyndingu, e.t.v. 5—10% af hitunarþörfinni, að því er Jóhannes Zoega hitaveitu- stjóri telur. Er þá reiknað með að séð verði fyrir afgangsraf- magni í nægilegum mæli til upphitunar, áður en því er ráð- stafað annað. En um hagkvæmni þess eru þó ekki allir sammála. Sú olía, sem nú er nýtt í toppana, er þykkolía, eða svartolía og því , ódýr. Aður en lengra er haldið, er rétt að gera sér grein fyrir því hve mikill sparnaður er að hitaveit- um. Miðað við 14. maí sl. kostaði kílówattstundin með olíu um 16 kr. Að vísu er það dálítið mis- jafnt eftir nýtingu en á bilinu 14—18 kr. Með hitaveitu kostar kílówattstundin 2,43 kr. og þá miðað við Reykjavík og aðrar eldri hitaveitur, en með raf- magni 5—10 kr, og kemur þá til 10 kr. niðurgreiðsla því fram- leiðslukostnaður mun nær 20 kr. Niðurgreiðsla af þessu tagi er framkvæmanleg, ef hún er látin ná til örfárra, kannski til 5% landsmanna, sem óhægast er að koma tíl ódýrari hitun. En þegar rafmagn til hitunar er greitt niður, eins og nú er, fyrir Raf- magnsveitur ríkisins, þá sligar það bæði þær, svo og önnur hagkvæm orkufyrirtæki, svo sem raunin hefur orðið. Sparnaðurinn við það að hafa nú 65% af upphitun með hitaveitum á móts við það að hita með olíu er um 30 milljarðar króna á verðlagi olíu fram að þessu. Þegar hitaveituhitun verður komin upp í 70% má bæta þar við 2—2'/z milljarði á ári. Og það verður í fyrirsjáanlegri framíð, 198 kr. 82. Því er spáð að húsahitun með innfluttri olíu verði svo að segja alveg úr sögunni 1985, og að raforkuframieiðsia í oiíukynnt- um stöðvum ætti einnig að vera horfin nokkru fyrr, nema vegna biiana. Jóhannes Norðdal orðaði það svo í ræðu nýlega að það mark nálgaðist nú óðfluga með þeim orkuframkvæmdum, sem þegar eru hafnar eða ráðgerðar, að innlend orka hafði leyst olíu af hólmi bæði í húshitun og til raforkuframleiðslu. Má þá segja að innlendir orkugjafar séu komnir í stað innfluttra á öllum þeim sviðum, þar sem það er bæði tæknilega fýsilegt og fjár- hagslega hagkvæmast við núver- andi aðstæður. Auk þess sem þegar er fyrir hendi eða í upp- byggingu iönaður, sem byggist á innlendri orku og skilar þjóðar- búinu drjúgum gjaldeyristekj- um, eíns og hann sagði. Og einnig: Það er athyglisvert, að íslendingar skuli vera komnir svona langt í því að fullnægja orkuþörf sinni með innlendum orkugjöfum og í nýtingu hennar til gjaldeyrisöflunar, án þess þó að hafa beizlað meira en 7% af nýtanlegri raforku landsins og enn lægra hlutfall. ef öll jarðhit- aorkan er með talin. Samkvæmt áliti orkuspárnefndar, sem met- ið hefur orkuþarfir almenna markaðarins til aldamóta, verð- um við þá aðeins búin að nýta rúm 12% tiltækrar raforku og aðeins 30% af hagkvæmustu vatnsorkunni fyrir þann mark- að. Hamingja íslendinga í þeirri orkukreppu, sem nú gengur yfir heiminn og fyrirsjáanleg er, er sú að eiga í náttúruauðlindum óbeisluð fallvötn og jarðhita- svæði. 1 fyrrnefndu erindi taldist Jóhannesi Nordal svo til, að virkjanlegt vatnsafl næmi um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.