Morgunblaðið - 17.07.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.07.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ1979 Orkuræöa Carters Orkuræda Carters Tafarlaus takmörkun olíuiimflutn- ings samkvæmt harðri orkustefnu Washington, 16. júlf. Reuter. AP. CARTER forseti varaði við því í gærkvöldi, að aðgerðarleysi hefði í för með sér lömun og kyrrstöðu og skoraði á Bandaríkjamenn að styðja nýja og harða orkustefnu þar sem gert er ráð fyrir tafar- lausum kvótum á olfuinnflutn- ing. Forsetinn sýndi mikið sjálfs- traust þrátt fyrir lélega frammi- stöðu f skoðanakönnunum að undanförnu og tilkynnti, að hann ætlaði að beita sérstöku valdi til Kannas City, Missouri, 16. júlí. Reuter. AP. CARTER forseti gerði í dag grein fyrir tillögu um 142,2 milljarða dollara áætlun sem miðar að þvf að ráða niðurlögum orkukreppunnar og í Hvfta húsinu var skýrt frá því, að almenningur veitti honum öfl- ugan stuðning f tilraun sinni til þess að styrkja veika pólitfska stöðu sfna. Carter sagði f hvassri ræðu þar sem hann krafðist aðgerða og veittist að olfufélögunum, að áætl- un hans táknaði gffurlegan niður- skurð á olfuinnflutningi og hjálp- aði Bandarfkjamönnum til að sigr- ast á erfiðleikum sem stöfuðu að þvf að þeir hefðu ekki nógu mikið sjálfstraust. „Munum vinna Ræðu sína flutti Carter tæpum 12 tímum eftir sjónvarpsræðu þjóðar- innar í gærkvöldi er hann sýndi nýja festu og ákveðni sem eiga að bæta stöðu hans sem hefur óðum versnað samkvæmt skoðanakönnun- um. „A vígvelli orkunnar ætlar lýðræðisríki okkar að veita viðnám,“ sagði Carter, „og á þessum vígvelli munu þú og ég berjast hlið við hlið og vinna orkustríðið." Starfsmenn Hvíta hússins eru mjög ánægðir með fyrstu viðbrögð við sjónvarpsræðunni sem var sum- part messa og sumpart viðvörun þess efnis, að Bandaríkjamenn yrðu að sameinast um hann og hrista af sér djúpstæðan doða og sinnuleysi eða horfast að öðrum kosti í augu við lömun og stöðnun. Af 1,580 sem hringdu til Hvíta hússins í morgun eða sendu símskeyti voru 86% ánægðir með ræðu Carters og aðeins 14% óánægðir. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum nýtur Carter að- eins stuðnings 25% kjósenda. Leiðtogar demókrata jafnt sem repúblikana hafa tekið vel í ræðu Carters, þótt sumir segðu að þeir þyrftu að kynna sér tillögur hans nánar. Leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, Robert Byrd, og forseti fulltrúadeildarinnar, Thom- as (Tip) ’O’Neill, töldu ræðu Carters í gær þá beztu sem hann hefði flutt síðan hann varð forseti í janúar 1977. Leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, Howard Baker, sem gæti orðið keppinautur Carters í forsetakosningunum 1980, sagði um orkuáætlunina: „Ég ætla að reyna mitt bezta til þess að vera samstarfsfús." Stór iðnríki eins og Japan, Vest- ur-Þýzkaland og Frakkland fögnuðu tillögum forsetans, en varkárni kom fram á alþjóðlegum gjaldeyrismörk- uðum, aðallega vegna óvissu um hvað felst í tillögunum. Dollarinn lækkaði í verði í London og einnig í New York. Olíukvóti í framhaldsræðu sinni í dag á fundi iandssamtaka sveitarstjórna að takmarka innflutning olíu þannig að hann yrði innan við 8.5 milljónir tunna á dag eins og samkomulag varð um á leiðtoga- fundinum um efnahagsmál í Tokyo í síðasta mánuði. Hann sagði í sjónvarpsræöu, að hækkandi verð Samtaka olíusölu- ríkja (OEPC) ógnaði efnahags- legri heilsu og öryggi Bandaríkj- anna og lýsti því yfir, að hann ætlaði að binda endi á þetta „óþolandi” ástand. Forsetinn hefur setið á fundum tilkynnti Carter, að hann ætlaði að ákveða olíuinnflutningskvótann 8.2 milljónir tunna á dag 1979. Þetta er 300,000 tunnum undir því þaki sem hann samþykkti á leiðtogafundinum í Tokyo í síðasta mánuði. Hnan sagði að kvótar yrðu ákveðnir á hverju ári svo að árið 1990 mundu Bandaríkjamenn hafa dregið úr innflutningi þannig, að hann yrði þá fimm til sex milljónir tunna á dag. Það mark er sett, að framleiðsla á eldsneyti úr gerviefn- um verði 2,5 milljónir tunna á dag 1990. Framleiðslan verður undir umsjón orkuöryggisfyrirtækis sem mun verja 88 milljörðum dollara til fjárfestinga og þá upphæð frá skatti sem Carter hefur beðið þingið að setja á olíufélög. í einangrun í forsetabústaðnum í Camp David í rúma tíu daga og var alvarlegur en ákveðinn og kraftmikill þegar hann fjallaði um orkukreppuna og þá kreppu sem hann taldi að Bandaríkjamenn væru í þar sem þeir hefðu misst trúna á sjálfum sér. Carter skýrði þjóðinni frá áætl- un í sex liðum til baráttu gegn orkukreppunni. Hann sagði: — Bandaríkjamenn munu aldrei nota meiri erlenda olíu en þeir gerðu 1977 — þegar innflutn- Gert er ráð fyrir, að varið verði 2,4 milljörðum dollara á ári í 10 ár til að vega upp á móti hækkandi orkukostnaði fátækra fjölskyldna og 50% — niðurskurði olíu sem þjónustustofnanir nota. Áætlunin gerir líka ráð fyrir nýjum sparnað- arráðstöfunum og að 16.5 milljörð- um dollara verður varið á næsta áratug til þess að bæta almanna- samgöngur og auka nýtingu bíla- eldsneytis. „Erum sterkir“ „Við erum sterkir, við getum endurheimt einingu okkar, við get- um endurheimt sjálfstraust okkar," sagði Carter. „Lausn orkukreppunn- ingurinn var að meðaltali 8.5 milljónir tunna á dag — og hann sagðist setja það markmið að 4.5 milljónir tunna á dag yrðu sparað- ar fyrir 1989. — Innflutningskvótar yrðu settir á tafarlaust fyrir 1979 og 1980 þannig að olíubirgðir sem kæmu til Bandaríkjanna yrðu neðan við það mark sem sam- komulag varð um í Tokyo. — Þinginu yrði send beiðni um að sett yrði á laggirnar Orku- öryggisfyrirtæki til að framleiða ar mun hjálpa okkur til að sigrast á andlegri kreppu." Starfsmenn Hvíta hússins telja að Carter sýni sterka forystuhæfi- leika gagnvart efasjúkum Banda- ríkjamönnum. Carter, sem hefur oft sakað olíu- félögin um eigingjarna gróðafýsn, varaði þau við í dag og sagði: „Við munum ekki hika við að beita valdi forsetaembættisins til þess að gera þeim skylt að mæta grundvallar- þörfum. Olíufélögin verða að sýna samstarfsvilja." Honum var innilega fagnað þegar hann sagði að ríkisstjórnin hefði olíufélögin undir smásjánni og væri að kynna sér hvort þau gerðust sek um óviðeigandi eða ólöglega starf- semi í sambandi við olíuskort. orkugjafa sem gætu komið í stað olíu. — Sett yrðu lög til að neyða þjónustustofnanir til að draga úr olíunotkun um 50% á næsta ára- tug og taka í staðinn upp kol og annað eldsneyti. — Lög yrðu sett til að koma á laggirnar orkuframleiðsluráði, sem yrði svipað og stríðsfram- leiðsluráð, til að draga úr skrif- finnsku og hafa umsjón með skyndiframkvæmdum mikilvægra orkuáætlana. — Sparnaðarherferð yrði hafin til að hvetja Bandaríkjamenn til að draga úr benzínnotkun, nota almenningssamgöngutæki og draga úr upphitun og loftræst- ingu. Forsetinn sagði að hann ætlaði að biðja þingið um 10 milljarða dollara í viðbót næstu tíu ár til þess að efla almanna- samgöngur. Fyrstu viðbrögð við ræðunni, sem var flutt 10 dögum eftir að hann aflýsti fyrirhuguðu orku- ávarpi, voru mjög jákvæð. John Connally, hugsanlegt forsetaefni repúblikana 1980, kvaðst sammála mörgu í ræðunni en taldi að forsetinn hefði ekki gengið nógu langt. Jerry Brown, ríkisstjóri í Kaliforníu og hugsanlegur keppi- nautur Carters, hrósaði ræðunni en sagði að áherzlu hefði átt að leggja á „orkubandalag" með Mexíkómönnum og Kanadamönn- um. Edward Kennedy öldungadeild- arþingmaður, annar hugsanlegur keppinautur Carters, kvaðst vilja kynna sér áætlunina betur og hét forsetanum samvinnu, Jacob Javits, öldungadeildarmaður úr (lokki repúblikana, sagði að Jarter hefði hitt á réttan tón og hét aðstoð sinni. Carter forseti ásamt nánum aðstoðarmönnum í Camp David. Voldugasta þjóð veraldar hefur verið leiðtogalaus undanfarinn hálfan mánuð. Kjör- inn þjóðhöfðingi, sem jafnframt fer með æðsta framkvæmdar- vald, hefur dregið sig í hlé til að heiga sig hugleiðslu uppi á fjalls- tindi. Samtímis hefur hann ieitað fregna hjá hinu sérkennilegasta liði spámanna á meðan landið hefur verið látið reka á reiðanum. Þetta háttalag hefur orsakað mikla óvissu. Gestir koma aftur af fjalli og hafa sögur að segja af ringulreið og ráðleysi. Þeir, sem húsbóndinn skildi eftir leið- sagnarlausa og fól að annast ríkisreksturinn í fjarveru hans, hafa verið í öngum sínum. Hon- um hefur þótt við hæfi að halda þjóð sinni í fullkominni óvissu um hvað raunverulega sé að gerast. Hann gefur ekki skýring- ar og veitir hvorki uppörvun né ráðleggingar. Hjá alþýðu manna verður sú spurning æ áleitnari hvort réttur maður hafi verið kjörinn til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Þess var beðið með óþreyju, að forsetinn léti til sín heyra á sunnudaginn var, og það var mál manna, að loks þegar þar að kæmi væri eins gott fyrir hann að hafa eitthvað markvert að segja. Bandarísku þjóðinni verður vart láð þótt hún spyrji hvort háttalag Jimmy Carters um þessar mundir gefi til kymna að hann sé að reyna að finna leið til að komast hjá því að falla í gleymsku og dá sem dug- laus stjórnmálaleiðtogi. rv ví verður ekki á móti mælt Jtr að upphaf „innlendu leið- ioganna" í Camp David benti til þess að forsetinn væri að leita skjóls. Þegar hann kom frá Tókýó hinn 2. júlí stóð hann við í Washington einn dag, þar sem teknar voru af honum myndir þar sem hann ræddi orkumál. Síðan dró hann sig í hlé ásamt konu sinni og dóttur í forsetasetrinu í fjöllum Maryland-ríkis. Hann var nýkjörinn óvinsælasti forseti í sögu Bandaríkjanna. Samdægurs leitaði hann álits forsetafrúar- innar á því við kvöldverðarborðið hvað væri til ráða. Víðsýni henn- ar virðist hafa haft svo mikil áhrif á hann, að daginn eftir aflýsti hann áður boðaðri ræðu sinni til þjóðarlnnar, án þess að ráðfæra sig við fleiri. í ræðuupp- kastinu, sem lagt var fyrir hann, var ákvörðunum enn slegið á frest. Hann skorti skýrari og víðtækari efnahagsstefnu. Þetta var engin smáræðis opinber við- urkenning að hann hefði ekki slíka stefnu á takteinum. Bandaríkjadalur féll. Michael Blumenthal fjármálaráðherra hringdi til Camp David til að fara fram á það við forsetann að hann skýrði frá því hvað um væri að vera. „Hann er í gönguferð með hundinn," var svarið, sem hann fékk, „er þetta áríðandi?" Blumenthal var ekki á því að gefast upp við svo búið og að lokum tókst honum að ná sam- bandi við forsetann í gegnum talstöð. Hann var að veiða silung. Næsta dag fór forsetinn enn að ráðum forsetafrúarinnar — og þegar hér var komið sögu létu virtir stjórnmálaskýrendur opinberlega í ljós þá von, að Amy yrði ekki blandað í máiið —, en nú var kvaddur til innsti hringur þess hóps, sem á að sjá um að forsetinn njóti sem allra mests álits meðal þjóðarinnar. „Innsti hringurinn" er eingöngu skipaður mönnum frá Georgíu, þ.e.a.s. Hamilton Jordan, starfsmanna- stjóri Hvíta hússins, Jody Powell, blaðafulltrúi, Gerald Rafshoon, fjölmiðlasérfræðingur, Patrick Caddell, sérfræðingur í skoðana- Hugleiösla Ræða Carters í Kansas City: Um 140 inílljörðiim dollara varið gegn orkukreppunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.