Morgunblaðið - 17.07.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.07.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ1979 29 Vilhjálmur G. Skúlason: Sannleikanum verður hver sárreiðastur I grein, er ég reit í Lesbók Morgunblaðsins 30. júní sl. var almennt fjallað um undirbún- ingsnám háskólanáms og annars vegar látnar í ljósi skoðanir, er ég hef myndað mér á vissum atriðum í kennslufyrirkomulagi grunns- kóla og framhaldsskóla og hins vegar um nokkur raunveruleg atvik, sem ég kom á framfæri til áréttingar máli mínu. Tveir kennarar, Hörður Berg- Nefndi lamb og leit á mig Mér varð á að nefna mengi í grein minni og fór þá eins og með karlinn forðum, sem „nefndi lamb og leit á mig“. Hörður talar um mengjadrauginn í þessu sain- hengi. Það vita allir, nema ef til vill einstaka kennarar, að sú kennsla þurfti miklu betri undir- búning og er dæmi um misheppn- aða tilraunakennslu. Það getur stundum verið skynsamlegt að flýta sér hægt. Annars hef ég sízt sem þér sýnist, en ég kysi, að þú drægir ekki saklausa samstarfs- menn mína í Háskóla íslands inn í umræður þínar að ástæðulausu. Þess vegna ætla ég að skýra þér í mjög grófum dráttum frá starfi mínu við Háskólann frá því ég byrjaði þar í föstu starfi fyrir tæpum tíu árum takandi þá aug- ljósu áhættu, að skoðun þín á yfirlæti mínu minnki ekki við það og án þess að óska eftir hinu sama, að því er þín störf varðar. Upphaflega var ég skipaður dósent og eftirlitsmaður lyfjabúða 1. september 1969, en skipunar- bréfið er dagsett 18. september 1969 (Nei, nei, Hörður minn. Þetta er ekki prentvilla). Kennsluskylda mín öll þessi ár hefur verið 12 fyrirlestrar á viku í þremur til fjórum mismunandi greinum og stundum hefur kennsluskylda mín komist í 15 fyrirlestra á viku. Þar sem ég hef verið öll þessi ár eini fastráðni kennarinn í lyfjafræði í ró og næði á mínu heimili. Ég vil einnig segja þér, að ég hef aðeins verið einn dag frá kennslu á þessum tíu árum vegna veikinda (og fæ forsjóninni aldrei nógsam- lega þakkað fyrir það) og aldrei þótzt vera veikur til þess að kennsla féllí niður eins og nú er farið að tíðka í okkar þjóðfélagi vegna þess, að á slíku hef ég algjöra andstyggð og er hún vegna þess, hve mikils ég met góða heilsu. Ég hef aldrei sótt um kennsluleyfi, en á pað væntanlega til góða, ef reglunum, sem þú minntist á verður ekki breytt áður. Ég slæ hér botn í skýrsluna,en eins og þú veizt er Háskólinn rekinn af fé skattborgara þessa lands og þess vegna er þér eins og öllum öðrum heimilt að kynna þér starfsemi hans, ef þú vilt. Lokaorð Niðurstaða þessa máls er eins Nokkur orð að gefnu tilefni mann og Ingólfur A. Þorkelsson, hafa gengið fram fyrir skjöldu og deilt á Morgunblaðið, þá háskóla- kennara, sem sögðu álit sitt á efninu og á háskólakennara al- mennt. Gera þeir miklar kröfur um rökstuðning til annarra, en virðast stundum gleyma að lúta sjálfir sömu kröfum. Ég læt öðr- um eftir að svara fyrir sig, ef þeir telja það ómaksins vert, en kýs að segja nokkur orð um það, sem að mér sjálfum snýr og gera nokkrar athugasemdir við einstök atriði í skrifum þeirra Harðar og Ingólfs. Mér hefur lengi verið ljóst, að sumir kennarar eru mjög við- kvæmir gagnvart gagnrýni á það mikilvæga starf, sem þeir hafa með höndum, en ég verð að segja, að mér finnst viðbrögð þeirra Harðar og Ingólfs öllu harðari og reyndar líka of langt frá kjarna málsins en ég hafði átt von á. Kann þar bæði að koma til nokkur ónákvæmni í framsetningu minni og misskilningur af hálfu þessara lesenda greinar minnar. Ég vil ganga út frá því sem gefnu, að takmark allra kennara sé hið sama, að koma öllum þeim, er þess óska, til þess mesta andlega og líkamlega þroska, sem tök eru á. Ég tel því orð, sem lýsa persónugöllum eða persónuein- kennum eins og gremjublandnir fordómar, rembingur, reiði og yfirlæti, sem Hörður notar ríku- lega, en Ingólfur af mun meiri hófsemi, hafi ekkert með kjarna umræðuefnisins að gera. Mun ég því leiða þau hjá mér að mestu leyti. En óneitanlega minna fúk- yrði Harðar mig á hið fornkveðna, að sannleikanum verður hver sárreiðastur. Báðir áðurnefndir kennarar eru sammála um, að einkunnir á stúdentsprófi hafi farið lækkandi og hygg ég, að auðvelt sé að staðfesta það. Þeir telja báðir, að þetta stafi ekki af slökun á námskröfum. En hvað sem því líður, eru þó einkunnir ennþá misjafnlega fullkominn mæli- kvarði á þá þekkingu, sem verið er að mæla. Með öðrum orðum geta lágar einkunnir stafað af miklum námskröfum eða lítilli þekkingu á því námsefni, sem prófað er í. Greinilega vilja Hörður og Ingólf- ur ekki viðurkenna síðari mögu- leikann. En einkunnir eru mér ekkert heilagt áhugamál eins og ljóslega kom fram í grein minni, en á hinn bóginn er það mér mikið áhugamál, að nemendur, sem koma í Háskólann komi það vel undirbúnir, að þeir geti haldið snurðuiaust áfram námi. Það er kjarni málsins og því miður blasir við, að ástand fari fremur versn- andi en batnandi. Ég tel það vera hlutverk yfirvalda menntamála að hafa forgöngu um að reifa og í framhaldi af því að leysa þessi vandamál. meiri áhuga á mengjadraugnum eða öðrum draugum en Hörður, þótt ég sé honum ekki sammála um að gleyma eigi mistökum. Víti eru til þess að varast þau og hafa sínu hlutverki að gegna þrátt fyrir allt, en því aðeins geta þau orðið til varnaðar, að þau gleymist ekki. Smekkleysi Harðar, sem lýsir sér í því að draga ágætan skólamann, fyrrverandi fræðslustjóra í Reykjavík, inn í þessar umræður á þann hátt, sem hann gerir, lýsi ég vanþóknun minni á. Þá talar Hörður um þörf á gagnrýni á grunn- og fram- haldsskóla en telur, að gagnrýni af því tagi, sem birtist í grein minni, sé fremur til tjóns en gagns og telur, að hún sé mótuð af sterkri tilhneigingu til þess að upphefja sjálfan mig á kostnað annarra. Þetta stenzt engan veginn ein- faldlega vegna þess, að ég geri mér ekki ennþá grein fyrir, hvernig hægt er að upphefja sjálfan sig með því að gagnrýna aðra. Ég efast mjög um heilindi Harðar, þegar hann talar um þörf á gagnrýni og að hann vilji í raun og veru, að hún komi fram. Ég tel, að hann sé einn þeirra fjölmörgu, sem ekki þola gagnrýni og halda, að hún sé af hinu illa. Þarna erum við algerlega á öndverðum meiði, því að ég tel, að rökstudd gagnrýni stafi af því, að viðkomandi mál- efni er hugstætt og viðkomandi einstaklingi finnst það skipta máli. Annars mundu menn ekki nenna að gagnrýna. Um þennan hug að baki gagnrýni minnar þurfti Hörður ekki að vera í neinum vafa, hvað svo sem skiln- ingi hans að öðru leyti leið, þar sem ég tók það greinilega fram í grein minni. Ég hafna einkunna- mælikvörðum, en rökstyð mál mitt með öðrum hætti „til þess að bæta megi nokkra þá galla, sem ég tel vera frumorsök vandans, ef þeir, sem þessum málum stjórna telja ábendingar mínar hafa við rök að styðjast". í títtnefndri grein minni tek ég þrjú raunveruleg atvik, sem í er fólgin rökstudd gagnrýni. Það kemur mér dálítið á óvart, að áðurnefndir kennarar skuli leiða gagnrýni á dönskukunnáttu alger- lega hjá séf. Sú skoðun, sem þar er rakin er álit danskra skólamanna á dönskukunnáttu íslenzkra stúd- enta í Danmörku. Ég býst ekki við, að þeir hefðu sent bréf um þetta efni, ef þeim hefði fundizt það lítilvægt. Hörður afgreiðir skoðun mína á íslenzkukunnáttu nemenda með meiri léttúð en ég kann að meta og upplýsir, að slíkt sé engin ný bóla, þar eð prófessorar við Háskóla Islands árið 1925 hafi einnig lýst yfir hliðstæðum áhyggjum. Voru þeir líka haldnir fordómum, remb- ingi, reiði og yfirlæti? Og þið, ágætu kennarar, treyst- ið ykkur ekki einu sinni til þess að taka undir fróma ósk mína um fegurra móðurmál. Von er á bak- inu á mér góðu. Starfsskýrsla til Harðar í þeim kafla greinar þinnar, sem ber yfirskriftina „gera prófessorar nægilegar kröfur til sjálfra sín“ snýrð þú blaðinu við og beinir athyglinni af einhverjum ástæð- um frá umræðuefninu og að Há- skóla íslands. Þetta hafa nokkrir gert á undan þér og hefur markm- ið þeirra verið að reyna að sýna fram á, hve létt starf háskólak- ennara sé og hve mikla möguleika þeir hafa á vinnusvikum. Þú telur, að yfirlæti mitt megi e.t.v. skýra með því að athuga, hvers konar viðmiðun gildi um störf mín sem kennara. Þar sem þú telur einnig, væntanlega án gremjublandinna fordóma, rembings og reiði, að það sé orðið tímabært, að ég og aðrir geri meiri kröfur til sjálfra sín og hætti að varpa sökinni af eigin mistökum og værðarmóki yfir á aðra (hér er rökstuðningurinn í hámarki), kemst ég ekki hjá því að gefa þér mjög grófa skýrslu um störf mín við Háskólann frá upp- hafi til þessa dags. Með því er ég ekki að bera brigður á, að þær reglur, sem þú greinir frá séu rangar, ég treysti því, að þú kunnir þær betur en ég, en af einhverjum ástæðum sýnist mér, að þú kjósir að tíunda á hvern hátt megi komast frá starfi há- skólakennara með sem minnstri andlegri og líkamlegri áreynslu. Ef þú hefðir farið milliveginn, hefði ég einnig talið, að þú hefðir þjónað sannleikanum illa og hef ég aldrei komið auga á gagnsemi alhæfinga af þessu tagi. Mig mátt þú að sjálfsögðu væna um það, Jökulsárveita: AÐALFUNDUR Landeigenda- félags Laxár og Mývatns, hald- inn í Skjólbrekku 3. júlí 1979, varar alvarlega við þeim hugmyndum, sem fram hafa komið frá raðamönnum orku- mála, að veita Jökulsá á Fjöll- um til Austurlands, og þurrka að mestu núverandi farveg hennar. Slík framkvæmd hefði í för með sér margvíslegar óheillavænlegar afleiðingar, bæði hvað varðar náttúruspjöll og hagnýtt gildi árinnar. Benda má á eftirtalin atriði: Stórkostleg náttúruspjöll, þar lyfsala hef ég einnig orðið að gegna störfum „skorarformanns", en sá fjöldi stúdenta, sem ég hef talið mig bera ábyrgð á hefur verið á bilinu 30—50 flest árin. Vegna þess, að erfitt hefur reynzt að finna erlendar kennslubækur við hæfi í sumum greinum, hef ég sjálfur orðið að taka saman kennsluefni. Það námsefni, sem ég hef þannig tekið saman og látið fjölrita er um 500 síður. Vegna anna yfir vetrarmánuð- ina hefur kraftur í rannsóknum mínum verið lítill, en yfir sumar- mánuðina hef ég í öll þessi ár stundað rannsóknir (ég veit ekki, hvort ég má segja þér þetta vegna þess, að engar fjárveitingar til lyfjafræði lyfsala eru ætlaðar eingöngu til rannsókna). Þau rannsóknarverkefni, sem ég hef unnið við eru margvísleg, en um þessar mundir er ég með rann- sóknir á mismunandi aðferðum til þess að framleiða lífræn efna- sambönd og á íslenzkum jurtum, t.d. kræðu, fjallagrösum .og hreindýramosa, en um merk efni í þessum jurtum hér á landi, sem hugsanlega mætti nota til lækn- inga, er nánast ekkert vitað. Ef þú hefur áhuga á þessu eða öðru í smáatriðum býð ég þér hér með ómældan tíma til þess að ræða þessi mál við þig. Það gæti orðið okkur báðum bæði gagnlegt og skemmtilegt. Ég veit ekki, hve langt ég á að teygja þessa skýrslu, en freistast þó til að segja þér, að vegna þess að ég hef aldrei getað og raunar aldrei reynt að greina á milli starfs og áhugamála, hefur mikill tími farið hjá mér bæði á síðkvöldum og um helgar til þess að sinna minni fræðigrein (lyfja- fræði) á einn eða annan hátt og hafa til dæmis 500 síðurnar, sem ég minntist á áðan, verið skrifaðar sem Dettifoss hyrfi að fullu og hinn verndaði þjóðgarður í Jök- ulsárgljúfrum mundi spillast verulega. Ósýnt er hver áhrif slík framkvæmd hefði á raka- stig jarðvegs í nágrenni, eða á lífríki umhverfisins yfirleitt. Þá yrði Jökulsá ekki lengur sú vörn milli héraða varðandi nýt- ingu afréttarlanda, sem hún hefur verið frá aldaöðli. Fundurinn fordæmir harð- lega slík vinnubrögð, sem hér eru viðhöfð af opinberum aðil- um, að varpa fram í alvöru, að og svo oft áður undir svipuðum kringumstæðum, að menn eru ekki á eitt sáttir um mikilvægt málefni. Ber sízt að harma það og ekki óeðlilegt, að sínum augum líti hver silfrið. Vona ég, að þessu máli hafi verið hreyft til gagns fyrir nemendur, sem mestra hags- muna eiga að gæta. Ég vil ganga út frá því sem vísu, að þeir, sem starfa í grunnskólum og framhaldsskólum viti meira um þá en þeir, sem ekki starfa þar. Þar með er að sjálfsögðu ekki gefið, að ekki geti verið gagnlegt, að „utanhússmenn" segi sitt álit og þá ekki sízt þeir, sem taka við „framleiðslu" framhaldsskólanna. Mér finnst því fúkyrðin missa marks. Með gagnrýni á fram- haldsskóla er ekki verið að bera lof á Háskóla íslands eins og Hörður virðist halda. Háskóli ís- lands var ekki til umræðu í viðkomandi grein, en að sjálfsögðu hafa háskólamenn eins og aðrir sína annmarka og vandamál, sem fróðlegt væri að fá álit „utanhúss- manna“ á. Ég tel, að það gæti orðið Háskóla íslands til mikils gagns. En frumskilyrði fyrir lausn vandamála er, að menn viðurkenni þau og geri sér grein fyrir eðli þeirra. í þeim efnum dugir ekki að berja hausnum við steininn, því það getur ekki endað nema á einn veg. Það er til dæmis skoðun margra skólamanna, að nauðsyn sé á meiri samvinnu á milli starfsmanna á mismunandi skóla- stigum til þess að ryðja vandamál- um og misskilningi úr vegi. Og þó að orð séu til alls fyrst, koma þau aldrei í stað framkvæmda. Hvern- ig væri, að Háskólaráð og Lands- samband framhaldsskólakennara beittu sér fyrir slíkri samvinnu? því er virðist, svo háskalegri hugmynd sem þessari, og það án minnsta samráðs við heima- menn í þeim sveitum er næst Jökulsá liggja. Fundurinn varar yfirstjórn orkumála við því að halda lengra í þessu máli. Jafnframt skorar fundurinn á alla Þingeyinga og aðra góða menn að rísa öndverðir gegn þessum fyrirætlunum, svo þær nái aldrei fram að ganga. Ályktunin var samþykkt samhljóða segir í frétt stjórnar L.L.M. Landeigendafélag Laxár og Mývatns varar vid því að halda lengra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.