Morgunblaðið - 17.07.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.07.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1979 31 Mikilvægi þessa biskupamáls, sem ég ræði ekki neitt frá klerk- stéttar hlið, stafar af baráttu fslendinga við að þekkja sjálfa sig, identyty sina, sem ég vil kalla gildinguna, þ.e. hvað þeir séu, allir sem einn fyrir guði og mönn- um. Þeir höfðu í sjö aldir vanist þvi að á báðum biskupsstólum sætu þjóðkirkjuleiðtogar, oft kosnir af leikum og lærðum og gæddir meira áhrifavaldi en þeir fjarlægir konungar sem vér lut- um með blendinni tiltrú. í öldudal nýlenduástands lifðu hér af þessar tvær æðstu áhrifastofnanir þó undir fargi „Kerfisins" lægju. Þær urðu symból og sönnun þess að öðru sinni gætu brátt íslendingar krafið sér löggjafarþing og reist hér heima allar nauðsynlegar stofnanir sem ríki fær ekki án iifað. Til sögulegs samanburðar er biskupsdæmamissir í Orkneyjum, Grænlandi, Færeyjum o.s.frv. í þessar staðhæfingar verðskulda meirihlutafylgi þó þær skorti það enn. Meðmælin með Akur- eyri heimfærist á Sauðárkrók Vegalengd milli Hólastaðar og forystubæjarins í Norðurlands- kjördæmi vestra er eins og úr Reykjavík upp í Kjós. Með núver- andi veghraða er það aðeins fyrir- komulagsatriði, ef henta þykir, að deila megi vinnuviku biskupsins niður á þau húsakynni hans, sem skipt yrðu milli þessara staða; við komum bráðum að samgangna- bundnum vandkvæðum, sem valda kunni því. Valið Hólar: Sauðárkrókur er ekkert annað- hvort: eða, það getur ekki hugsast Björn Sigfússson sem þegar þótti vera þar fyrir hendi í þorg eða stórum miðstöðvarkaupstað. Þetta lag á hlutum er óhjákvæmilegt ef sæmileg margföldunaráhrif af opinberri fjárfestingu eiga að nást kringum nýja staðinn, auk þess sem það getur haldið í skefjum þeirri fjárfestingarþörf, svo mjög að það munar ótöldum milljörð- um. Þetta á eftir að upplýsast skár á íslandi við kappræður 9. ára- tugsins milli vitlegrar og flónskr- ar byggðastefnu. Heim til Hóla — Úr seilingarlengd Fyrri grein: Hvorki er fullráðin staðbind fylgd með hruni þjóðréttarlegri uppgjöf. Kerfi ríkis er enn syndugt eins og kóngsvaldið, að breyttu breyt- anda, og seinni grein mín hefst á stuttu umtali um mögulegt gagn af áhrifavaldi stólsbiskupa í 2 stiftum, sem allfrjálsir eru gagn- vart ríkinu en samvirkir því f félagslegri hjálp og menningarefnum. Slíkt gagn er grundvallarröksemd fyrir því að þingfylgi muni nást til að endur- reisa Hólastól. I fyrri grein minni þeirri í dag, er samt auðvitað gengið út frá að menn vilji endur- reisn hans og forsendur að því séu miklu fleiri en ég kem í verk að nefna. Við lifum á köldu vori 1979 vegna óhagstæðra strauma í hálofti og pólitískri spekúlasjón, undir ráðlítilli ríkisstjórn með breíkkandi gjá milli þess hve vel við efnumst og eyðum, enda farnir að reikna, líkt og Kröflufræðingar gera, með kvikuhlaupi atvinnuleit- andi fólks til útlanda á hverju kjörtímabili sem svona viðrar. Einnig er gosólgan í djúpi. Ég nefni kjörtímabil og þjóðarvilja þess, hvern sem þá kemur úr atkvæðakössum. Og viljinn ert nú þú sjálfur, einn sem allir sem atkvæðið gafst; þú ert þjóðin. En í sambandi við þörf á skýrum þjóðarvilja til að stöðva verðbólgu og Gjástykkisumturn- un, sem ég veik að, kemst enginn hjá að játa að svo lengi sem ekki næst úrslitabreyting til mikillar jöfnunar á kosningarétti er þjóðarvilji úr kjörkössum falsaður. Afleiðing af því er m.a. örlagarík veiklun á myndugleik Alþingis Gagnvart uppreisnar- girni í mannflesta landshlutanum, einnig slæm afbrýði gegn „lands- hornum." I áróðursorðum mínum sem þessum er tilgangurinn sjaldan einhliða málsfærsla og jafnvægis- röskun. Mér er ofarlega í huga að endurreisn Hólastóls geti orðið ein af jafnvægisbreytingunum gagnvart færslu Alþingis- atkvæðis milli landshluta; skýring á þessu tilheyrir seinni greininni. Þar mun líka reynast þörf á stuttri upprifjun rökstudds ótta við tilkomu fjórðungsbiskupa, sem yrði nýtt dæmi um Parkinsonslög- málin; sá uggur hefur síðan 1941 fært í kaf afarmörg þrásækni- frumvörp er vörðuðu Hólastól og mun víst gera það aftur ef núver- andi stjórn ætti eftir að vekja enn eitt það frv. upp á haustþingi. Það skaðar einnig málefnið að tvíveðr- ungur sé um stað: hvergi nema við Skagafjörð má sjá biskup sitja. Og 'nann verður að þjóna þriðjungi landsmanna, fyrst hann átti það hlutfall árin 1106-1800. Báðar nema bæði og. Hið fyrra tignar- sæti er dómkirkjan, með jarðnæðisréttindi fastan dómkirkjuprest og forna hefð. Hið síðarnefnda, hentugt bústaðar- og miðstöðvarafgreiðslusæti við ágætan flugvöll, er valkosturinn, sem okkur Hólaunnendur hefur vantað til að tefla fram í móti glæsileika Akureyrar sem fram- boðins biskupssetur. Matthíasarkirkja þar fyrir Kaupvangi missir ekkert af veg- leik sínum þó hún verði aldrei dómkirkja. Skólamiðstöðin Akureyri er á margar peninga- óskir, ávinningslíklegri en biskupstignina; það ætla ég Eyfirðingum að skilja. Og fyrir 100 árum gerðu þeir, meðfram fyrir þingeyska íhlutun, jafnkeypissátt við aðra Norðlendinga um að fá til síh Möðruvallaskólann sem gerðist nú M. A., gegn því að styðja til langframa endurreisn Hóla sem jafnmikilvægs skólastaðar. Við frændur Hermanns Jónssonar skólastjóra, síðar Þingeyrabónda, verðum víst tregir að gefa nokkurn þumlung eftir af rétti Hóla og því andlega viðreisnar- landnámi, sem táknað var um 1880 á stað þeim, undir óvígðri forystu einstaklinga og Skaga- fjarðarsýslu. Hér er fjárgeta mjög af- skömmtuð og sú hættan nálægust að biskupdómur inniluktur á Hólum (fyrir aðeins 16% lands- manna?) ætti eftir að sanna af nýju spá Guðmundar Arasonar yfir borðdúki 1202 að Víðimýri að biskupdómurinn mundi gerast slitinn sem dúkurinn. Það er hlutverk við hæfi biskupum að verka án mikils fjárkostnaðar á sem flesta innviðu samféiags síns og hafa í móti not þeirra bein og óbein, í útbreiðslu kristni, tónlist- „Ofsi” - Nýja bío frumsýnir kvik- myndina Ofsi, (The Fury) í dag þriðjudag. Framleiðandi kvikmyndarinnar er Frank Yablans, leikstjóri Brian DePalma, en handrit skrifaði John Farris. Myndatökustjóri er Richard H. Kleine og tón- listin er eftir John Wiiliams. Myndin er tekin í Panavision og er með Technicholor. Með aðalhlutverk í kvik- myndinni Ofsa fara Kirk Douglas, John Cassavetes og Carrie Snodgress. Aðalpersóna myndarinnar, Peter Sandza (Kirk Douglas), hefur um langt skeið unnið ar og góðra uppeldissiða. Vöxtuleiki Sauðárkróks lofar góðu og að þar mætti fullnægja lág- markskröfum um slíka innviðu kringum biskup, sem um leið nyti hlutdeildarinnar í Hólastað án þess að hafa hann alian, bújörðin er skólans. Ekki má gleyma skandinavískum staðli, sem í framtíð mun krefjast samfélags- legra umsvifa biskups. Allir norrænir biskupsstólar eiga sér að umhverfi borg eða sumir sína smáborgina hver, sem þeir geta meira eða minna sett svip sinn á. Ef í það færi hér væri langur uppi að telja hversu öriög Króks og stólsins mættu fléttast um aidir og heillir fylgja, jafnvel þó Skag- firðingar hefðu oft eigi í flaustr- inu nema slitna dúkinn Kolbeins að bjóða nýkosnum arftökum að þegnskaparembætti Gvendar góða. Ég nefndi innviðu, víðtækara heiti á einhverju svipuðu er instrúktur (infrastructure), sem efnaleg framtaksf jölbrcytni jafnt sem störf til menningarauka þurfa að hafa sem nærtækast sér til að geta borið sig og skilað afköstum. Innstrúktur grípur yfir þær forsendur allt frá hinu örugga samgangnakerfi, sem Sauðár- krókur fær, og til einvalaliðs (elite) meðal vaxandi kynslóða, sem naumast er nægt efni í fyrr en íbúar kaupstaðar eru farnir að skipta þúsundum. Við manntal 1979 næst það lágmark vel og um leið vinnst 5. sætið í stærðaröð kaupstaða, sem ekki eru sunnlenskir; röðin verður Akureyri, Akranes, ísafjörður, Húsavík, Sauðárkrókur. Fjórum þeirra er líka falið kjarnahlutverk fyrir kjördæmi sitt. Allar norrænar alvörutilraunir til stofnanaflutnings út í lands- hlutana hafa byggst á innstrúktri, fyrir eina af þeim stjórnar- deildum Bandaríkjanna, sem mest launung hvílir yfir. Sú deild fæst við rannsóknir á því fyrirbæri, sem kallast dulsálar- fræði og þá um leið, hvernig virkja megi hug manna og sálarkrafta til ýmissa hluta. Peter er mjög mikið kapps- mál að hindra að Robin sonur hans, sem er mjög dulrænn og sérkennilegur piltur, lendi í höndum þeirra manna, sem hafa umsjón með stjórnardeild- inni. Þeir feðgar verða fyrir árás, með þeim afleiðingum að Robin hverfur. Starfsmenn stjórnardeildarinnar hafa upp Hólastóli fylgir ný köllun sögu á landsmælikvarða, ekki 2 kjördæma Ég iegg áhersiu á þá skoðun að Hólamálstaður styrkist (and- spænis Akureyri a.m.k.) við þá framkvæmd að búseta og hvers- dagsstarf biskups verði á Krókn- um með Hóla innan seilingar hverja stund. Frumvörp, samin varðandi biskupinn, ráðgera enn að gefa allt að því sjálfdæmi um staðbindinguna í hendur (presta og) safnaðaríuiitrúanna þar sem meirihluti gæti ráðist af því að Norðurland eystra mun jafnan verða 2—3 sinnum fjölmennara en hið vestra; þó hefði ríkisstjórn leyfi til hrossakaupa um slíkt eftir atkvæðagreiðslu þeirra. Þetta „lýðræðisákvæði" í frv. sýnist samt vart geta sprottið nema af hugsun manna, sem fráhverfast gegn því að þjóðkirkjan sem á söguiegum grunni umburðar lyndis og llólastóll sé því á ævarandi ábyrgð Alþingsi, miklu meir en tímabundins safnaðar- fulltrúameirihluta. Það hefur farið fyrir brjóst á sumum að opinbera eignin Hólar, sem sýslan keypti af framsýni undir bændaskólann, skuli aldrei geta runnið sem gjöf undir kirkju- valdið (sem e.t.v. gerist síðan líka fráhverft þjóðkirkju). Með Króks- hugmyndinni er málið auðleyst. Búnaðaryfirvöld vilja semja þannig að vegsauki sé jafnt biskupnum sem atvinnulífsstofn- uninni á Hólum, hvorugt hreki annað. Heyrst hefur kirkjukrafa í þá átt að Hólaskóli hypji sig nú burt því sami réttur sem lagt hefur Gizurargjöfina Skálholt undir kirkjuvaldið eitt hljóti að leiða til sams konar afhendingar á á honum, eftir nokkurra mán- aða leit og hefja rannsóknir á honum. Nokkru síðar ber fund- um þeirra feðga saman á ný, en með örlagaríkum afleiðingum. Kirk Douglas leikur Petcr í kvikmyndinni Ofsa. sem nú er verið að hefja sýningar á í Nýja Bíói. ing Hólabiskups né vídd stiftís þar eða sýnd í Nýja Bíói Hólaeigninni. En samanburður- inn stenst ekki sögulega. Hóla- bóndinn Illugi hefur verið keyptur til þess um 1100 „að rísa upp af sinni föðurleyfð ... því að áður höfðu verið langar þæfur höfð- ingja í milli hvers upp skyldi rísa af sinni föðurieifð og staðfestu og varð engi til búinn nema sjá einn“ (Jóns saga biskups). Kaupsamn- ingar um Hóla undir nýja stofnun 1880 og um 1100 verða því réttar- lega jafngildi skilríki, enda sam- bærileg við aðferðir til að fá nothæf stórbýli undir klaustur. sem hér voru uppi, og urðu býlin þeirra ríkiseign síðar. Skilyrðið, sem Gizur biskup batt Skálholts- gjöf sína við allar aldir, mun hafa öðlast annað og ólíkt (kanónískt) forgangsgildi, sem 20.' aldar Alþingi féllst svo eftir atvikum á. Ef samþróun norðlenska miðalda- kirkjulífsins, sem var undir benedikttínaforystu á Þingeyrum, Þverá og gjarnan Hólum, við óvígða höfðingjavaldið datt þar út skorðum á kafla Sturlungaaldar, fæst seint engin bending í sögu um að ágústínsku herrarnir, sem stýrðu stóli og klaustrum syðra biskupsdæmisins, hafi verið manna best fallnir til að kippa nyrðra öllu í lag. Þannig mundi enn reynast. Ótalið er torleystasta mál greinar minnar: Hvert er hámark og lágmark víddar, sem nyrðra biskupsdæmið má fá. og hver eru rök til að það það hljóti þjóðar- þriðjung, líkt hlutfalli sínu fyrstu 7 aldir, 1106-1800? I Hólabiskupsdæmi voru í fyrstu 1440 af 4560 þingfarar- kaupsbændum landsins þegar Gizur ísiefsson gerði bændatal sítt um skiptinguna í biskups- dæmin var samið. Þetta gerir 32%. Hið syðra fékk 68% bænda, þrjá landsfjórðunga. Á síðmiðöld- um varð Skaftafellsjiing fyrir mikilli byggðaeyðingu er verstöðvahéruð Vesturlands og Suðurnesja tóku við mörgu fólki. Hlutfallaþungi milli fjórðunga gat því breyst án þess að vaxtarmunur milli syðra og nyrðra biskups- dæmis raskaðist algerlega fyrr en heimastjórn og ákafur vöxtur kom í Reykjavík og því næst aðra suðlæga kaupstaði. Hlutur forns Hólastifsis af mannfjölda er nú um 16% eða helmingur þess skerfs, nærri þriðjungs, sem það var eigi aðeins vant að njóta til 1800, heidur í kirkju- og lands- málaáhrifum fram á tíð margs núlifandi fólks, sem gamalt er. Mér og sumu því fólki að norðan og austan finnst hlægilegt að einskorða, eins og nýjasta frv. gerir, svo mikinn höfðingdóm sem Hólabiskupsins við það að þjóna sjöttaparti eða 16% landsmanna fyrst eldri embættissaga hans og köllun gerir tilka.ll til þjóðar- þriðjungs. Hámark víddar mun vera að nýreist stifti samsvari 5 af 8 kjördæmum lands og þar með í tæpum þriðjungi landsmanna líkt og forðum. Sunnlendinga- fjórðungur milli Skeiðarársands og Hvalfjarðar yrði áfram syðra stiftið; það er því utan sjónhrings greinar minnar. Prófastsdæma- mörk, sem í Hrútafirði og fornu Skaftárþingi eiga eftir að sam- ræmast kjördæmaskiptingu, geta naumast verkað á leikslok. En frestum í dag umræðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.