Morgunblaðið - 17.07.1979, Page 24

Morgunblaðið - 17.07.1979, Page 24
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1979 Ingibjörg Briem —Minningarorð Fædd 3. september 1889 Dáin 7. júlí 1979 A vordögum 1912 fluttu ung og glæsileg prestshjón að Melstað í Miðfirði, þar sem áður, við lok kaþólskrar tíðar á landi hér, var prestur Björn, sonur Jóns Arason- ar, Hólabiskups. — Mun Melstað- ur hafa verið þá, og jafnan síðan, talinn eitt eftirsóknarverðasta prestsetur landsins, enda enginn prestur sótt þaðan frá á þessa öld. En ungu hjónin voru séra Jó- hann Briem, Steindórsson, prests í Hruna og Ingibjörg Jóna ísaks- dóttir verzlunarmanns á Eyrar- bkka. Var séra Jóhanni veitt embættið, að undangengnum kosningum, 27. júní 1912, og þá vígður til prests, en hafði áður gegnt kennslustörfum frá því hann lauk guðfræðiprófi 1907. Það var ekki lítið í fang færst fyrir ungu hjónin, að hefja búskap á þessu norðlenska höfuðbóli, og uppfylla allar þær kröfur, sem á þeim tíma voru gerðar til hjóna í þeirra stöðu. En fullyrða má, að þá þraut leystu þau strax, svo að á betra varð ekki komið. Unnu þau sér virðingu og traust sinna sókn- arbarna, fjær og nær, og bar þar engan skugga á öll þau ár, sem þau, hvort fyrir sig og sameigin- lega voru í forystusveit þessa víðlenda og þá fjölmenna presta- kalls. Séra Jóhann var með afbrigðum samviskusamur og trúverðugur embættismaður, og hlaut hann að maklegleikum riddarakross fyrir embættisstörf er hann hafði gegnt prestþjónustu í fjörutíu ár. Þeir munu hafa verið fáir helgidagarn- ir í prestskapartíð hans, að hann ekki hafi embættað í einhverri hinna fjögurra kirkna, er hann þjónaði, auk þeirra fjölmörgu prestverka í heimahúsum, sem starfið krafðist. Loks húsvitjaði hann alltaf og heimsótti þannig hvert býli og alla búendur árlega, og var því oft nætursakir að heiman. Stjórn bús og heimilis- starfa hvíldi því mest á húsfreyj- unni, en heimilið mannmargt og gestagangur mikill, þar sem Mel- staður er í þjóðbraut, en gestrisni og öll fyrirgreiðsla annáluð, og voru þau hjón samhent í því sem öðru, þó vitanlega mæði þau störf ætíð mest á húsmóðurinni. Mun erfitt fyrir nútímafólk að skilja og gera sér í hugarlund hve mikla fjármuni og fyrirhöfn það út- heimti, að halda uppi reisn og risnu slíks heimilis sem var á Melstað í tíð þeirra séra Jóhanns og frú Ingibjargar, svo margir, sem höfðu kynnst þeim á langri leið, ekki einasta úr héraðinu, heldur víðsvegar að af landinu, úr öllum stéttum og starfshópum. Þau hjónin voru einkar söngvin og músíkölsk. Lagði séra Jóhann sig fram um að stofna og æfa kóra í hverri kirkjusókn og studdi frú Ingibjörg þá starfsemi manns síns með þátttöku og fyrirgreiðslu, svo sem hún mátti. Einnig æfði séra Jóhann og stjórnaði karlakór þar í sveitinni um langt skeið, til mikils menningarauka og ánægju. Allan sinn langa starfsaldur þar á Melstað voru þau hjónin heilsu- hraust og gegndu sínum mikil- vægu störfum með allri alúð og fullri reisn til hin síðasta, er þau fluttu alfarin til Reykjavíkur vor- ið 1954, eftir fjörutíu og tveggja ára farsælt og göfugt starf í því fagra og sögufræga héraði, Mið- firði, og er óhætt að fullyrða, að engan áttu þau óvildarmann en því fleiri vini og velunnara, sem kvöddu þau með virðingu og þakk- læti fyrir langa og gæfuríka sam- fylgd. Skömmu eftir komuna til Reykjavíkur veiktist frú Ingibjörg og var mjög þjáð um nær tveggja ára skeið, svo henni var stundum vart hugað líf. En svo brá snögg- lega til bata og náði hún fullri heilsu, er entist því nær til ævi- ioka. Var því næst sem um krafta- verk hefði verið að ræða. Mann sinn missti frú Ingigjörg 1959 og síðustu árin dvaldi hún á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund og átti þar góða daga, og var ánægð með sitt hlutskipti þar. Er það mikil gæfa, að geta þannig aðlagað sig breyttum kringum- stæðum og fundið hamingjuna við hinar ólíklegustu aðstæður. Börn þeirra Melstaðarhjóna eru fjögur, mesta sómafólk, svo sem þau eiga kyn til. Steindór, starfs- maður á Löggildingarskrifstof- unni. Fyrri kona hans Var Betty Godtfredsen, dáin 1954 og áttu þau eina dóttur. Seinni kona hans er Sigríður Sigtryggsdóttir og eiga þau tvö börn. Ólöf, hjúkrunarkona í Kaupmannahöfn, Camilla, að- stoðarstúlka við ellihjálp í Reykjavík og Sigurður, deildar- stjóri í Menntamálaráðuneytinu, kvæntur Soffíu Jónsdóttur og eiga þau þrjú börn. Enn man ég vel þessi glæsilegu hjón, er séra Jóhann messaði fyrsta sinni í sóknarkirkjunni okkar að Efra-Núpi, hvað þau voru glaðleg og vingjarnleg og hvað þau sungu vel, en ég hafði aldrei fyrr séð né heyrt prest syngja fullum rómi í messunni, en það gerði séra Jóhann jafnan, enda söngmaður ágætur, og sama var um ungu og fallegu konuna hans, þá og ætíð, er hún kom þar frameftir, sem raunar var ekki oft, því leiðin var löng á þeirra tíma farartækjum, hestunum, 25 km og auðvitað engir vegir, aðeins reiðgötur. En seinna jukust kynn- in og þar með vináttan, er ég allmarga vetur var farkennari á þeirra myndarlega heimili, og kenndi meðal annarra börnum þeirra og hlaut að launum vináttu allrar fjölskyldunnar, sem varað hefur æ síðan, þó samfundum hafi fækkað. Síðast hitti ég frú Ingibjörgu aðeins nokkrum dögum áður en hún veiktist. Enn var hún glæsileg með sitt sérstaka hefðarkonuyfir- bragð, fylgdi mér til útidyra og kvaddi með virktum eins og siður er góðra gestgjafa. t Faöir okkar, tengdafaöir og afi VILHJÁLMUR BENEDIKTSSON, frá Efstabæ, Sunnubraut 6, Akranesi, andaöist í sjúkrahúsi Akraness 14. júlí. Börn, tengdabörn og barnabörn. t SIGURBJÖRG JÓNÍNA EINARSDÓTTIR frá Endageröi á Miönesi, til heimilis aö Stigahlíö, sem lézt 8. júlí, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 19. júlí, kl. 13.30. Sigríöur Siguröardóttir Hanna Þórarinsdóttir Þórarinn Alexandersson. t Dóttir okkar, HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR, Framnesvegi 16, sem andaöist í Barnaspítala Hringsins, þann 10. júlí sl. veröur jarösungin frá Neskirkju, miövikudaginn 18. júlí kl. 2 e.h. Lára Jóhannesdóttir, Guömundur Jóhannsson. t Ástkær dóttir mín, ELLEN MJÖLL JÓNSDÓTTIR veröur jarösungin í Fossvogskirkju föstudaginn 20. júlí, kl. 10.30. Jón Hannesson. t Eiginkona mín og móöir okkar AUDUR EIRÍKSDÓTTIR, Ijósmóöir Hjallalandi 6, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 18. júlí kl. 15. Karl Jakobsson, Þráinn Karlsson, Örlygur Karlsson. Elísabeth Gíslason frá Fœreyjum —Minning t Eiginmaður minn MAGNÚS BLÖNDAL, tró Grjóleyri, Asbraut 5, Kópavogi, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 18. júlí kl. 1.30. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Ólafía Blöndal. t Moöir okkar, GUÐLAUG LÝDSDÓTTIR, sem andaöist 10. júlí sl. veröur jarösungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 18. júlí kl. 10.30 fh. Benedikt Björnsson, Lýður Björnsson Guómundur Björnsson, Siguröur Björnsson. Jón Björnsson Fædd 12. september 1910. Dáin 7. júlí 1979. Nú er elsku amma farin og kemur ekki aftur. Aldrei framar mun hún rétta okkur nýprjónaða ullarsokka, með þeim orðum að það sé svo kalt að vera sokkalaus í stígvélunum. Yfirleitt þegar við komum í heimsókn til ömmu og afa, sat amma í stóra hægindastólnum með prjónana í höndunum. En aldrei fórum við heim svo að við hefðum ekki fengið brjóstsykurs- mola eða kexköku til að maula á. Væri eitthvað sem amma gat gert fyrir barnabörnin sín, þá var það hennar fyrsta verk að uppfylla þá þörf. Alltaf var eitthvað í bögglunum frá henni sem okkur vanhagaði um eða langaði í. Hún vissi alltaf hvað það var. Við þökkum ömmu fyrir allt sein hún veitti okkur. Barnabörn Ég tel það mér til gildis, að hafa 'tt vináttu þessarar fjölskyldu svo langa ævi, því kveð ég nú prests- frúna frá Melstað einnig með virktum og óska börnum hennar og fjölskyldum þeirra allrar bless- unar í bráð og lengd. G. B. Vorið 1912 fór fram prestskosn- ing í Melstaðarprestakalli. Úrslit þeirrar kosningar vakti almenna athygli þar sem óþekktur guð- fræðikandídat Jóhann Briem Steindórsson frá Hruna hlaut kosningu með yfirgnæfandi at- kvæðamagni, en virðulegir prestar sem einnig voru í framboði féllu. Sr. Jóhann kom strax til em- bættis síns, en heitmey hans Ingibjörg ísaksdóttir frá Eyrar- bakka kom um haustið, er þau höfðu gengið í hjónaband, hafði hún þá dvalið í Svíþjóð um tíma en áður stundað nám við Flens- borgarskólann í Hafnarfirði og ennfremur verið þjónustustúlka í „Húsinu" á Eyrarbakka sem talið var eitthvert mesta menningar- heimili hér á landi, og hinn ágætasti skóli fyrir ungar stúlkur sem þar dvöldu. Það kom fljótt í ljós að þau hjón voru fullkomlega þeim vanda vax- in er þau tóku sér á herðar. Hann hinn reglusami og hugprúði em- bættismaður sem alls staðar lét gott af sér leiða, og hún hin glæsilega húsmóðir sem með dugnaði sínum og smekkvísi gerði heimili þeirra aðlaðandi, þau öðl- uðust líka fljótt virðingu og vin- sældir íbúa héraðsins, sem hélst alla tíð þau 42 ár sem þau áttu heimili sitt á Melstað. Bæði voru þau hjón söngvin og beittu sér fyrir stofnun söngkóra sr. Jóhann stjórnaði karlakór um fjölda ára, þá vann hann einnig af alhug að bættum kirkjusöng hjá söfnuðum sínum. Frú Ingibjörg hafði ágæta alt-rödd og átti drjúg- an þátt í að efla allt starf á sviði söngmála. Oft var leitað til frú Ingibjargar og til þeirra beggja hjóna með leiðbeiningar og holl ráð í sambandi við ýmiskonar skemmtanahald og samkomur t.d. leiksýningar þegar erfitt var að fá nokkra leiðsögn í þeim málum. Norðurlandsvegur liggur með- fram túninu á Melstað, það er einnig miðsvæðis í héraðinu, margir áttu því leið þar heim bæði að finna prestinn og þá ekki síður til að njóta þeirrar ánægju að koma á þeirra ágæta heimili. Þar við bættist að símstöð var þar um mörg ár eina í sveitinni áður en einkasími var lagður, þar var ennfremur bréfhirðing. Hægt er að ímynda sér að húsmóðirin hafi átt æði annríkt, að sjá um stórt heimili meðal annars uppeldi fjögurra barna þeirra hjóna, og stöðugur straum- ur af gestum, en svo virtist, þó alltaf væru bornar fram rausnar- legar veitingar, að hún hefði einnig tíma til að setjast niður og tala við gesti sína. Kom dugnaður hennar og reisn best fram þegar annríki var sem mest. Eins og áður hefur komið fram fluttust þau hjón frá Melstað árið 1954. Var heimili þeirra upp frá því að Grettisgötu 74 Reykjavík, sr. Jóhann andaðist 8. júní 1959. Eftir það bjuggu þær saman mæðgurnar Ingibjörg og Camilla þar til heilsa Ingibjargar leyfði ekki annað en hún væri undir læknishendi og hjúkrunarfólks. Fór hún þá á elliheimilið Grund þar sem hún naut hinnar bestu umsjár, og þar andaðist hún 7. þ.m. vantaði þá tvo mánuði á nírætt. Langri æfi er lokið, mikið starf hefur verið unnið. Miðfirðingar þakka henni fyrir komuna í sveitina, þakka fyrir ógleymanlegar ánægjustundir á heimili hennar fyrr og síðar. Þakka fyrir órofa tryggð og vin- áttu. Þeir óska hinni látnu heiðurskonu fararheilla. Gamall nágranni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.