Morgunblaðið - 17.07.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.07.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ1979 33 UfllHORF Umsjón: Anders Hansen. Hvalreki á fjorur frjals- hyggjumanna Miklar umræður haía átt sér stað að undanförnu, bæði manna á meðal og í blöðum og tímaritum, um frjálshyggju og markaðsbúskap. Hefur þessi umræða orðið f kjölfar stefnumótunar Sjálfstæðis- flokksins sem kynnt var sfð- astliðinn vetur undir nafninu „Endurreisn f anda frjáls- hyggju“, og einnig hefur gróskumikil bókaútgáfa um þessi mál vakið mikla athygli. Er það athyglisvert, nú þegar ríkisstjórnin hefur aðeins set- ið um völd í tæpt ár, að þjóðmálaumræðan snýst ekki lengur um stefnu stjórnarinn- ar eða um stefnu sigurvegara síðustu kosninga, heldur snýst umræðan um stefnu Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisstefnan Nýlega kom út bókin Sjálf- stæðisstefnan. Geymir bókin ræður og ritgerðir nokkurra þekktra Islendinga frá árunum 1929 til 1979, eða með öðrum orðum frá þeim fimmtíu árum sem Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur starfað. Útgefandi þessarar bókar er Heimdallur, samtök ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. í bókinni er að finna ræður og ritgerðir eftir þessa menn: Jón Þorláksson, grein hans er rituð árið 1929. Jóhann Hafstein, 1939, dr. Bjarni Benediktsson 1949, Gunnar Gunnarsson rithöf- undur 1954, Birgir Kjaran 1958, Ólafur Björnsson 1959, dr, Benjamín Eiríksson 1964, Geir Hallgrímsson 1965, Jónas H. Haralz 1973, og dr. Gunnar Thoroddsen 1979. Eins og sjá má eru meðal höfunda greina bókarinnar inargir af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins síðustu fimmtíu ár, og auk þess virtir fræðimenn rithöfundar sem ekki voru í forystusveit sjálf- stæðismanna, en höfðu mikil áhrif með skoðunum sínum, svo sem Gunnar Gunnarsson. Bók þessi er tvimælalaust kærkomin öllum þeim er áhuga hafa á þjóðmálum, og hún bætir úr miklum skorti sem verið hefur á aðgengilegu efni um grundvallaratriði í stefnu stærsta stjórnmálaflokks þjóð- Uppreisn frjálshyggjunnar STEFNAN mm V m i n íO í ) ■ í'. ■ LL, • £. 1 rj ‘is* t RÆOUR OG RITGERÐIR 1929-197* . Forsíður bókanna UPPREISN FRJÁLSHYGGJUNNAR og SJÁLFSTÆÐISSTEFNAN sem komu út í vor. Uppreisn frjálshyggjunnar Þá kom einnig nýlega út bókin Uppreisn frjálshyggj- unnar, en hún hefur að geyma ritgerðir fimmtán manna úr hópi yngri sjálfstæðismanna. Útgefandi bókarinnar er Kjartan Gunnarsson. í bókina rita eftirtalin: Um frjálshyggj- una: Hannes Hólmsteinn Giss- urarson, Jón Steinar Gunn- laugsson og Pétur J. Eiríksson. Um Sjálfstæðisflokkinn: Davíð Oddsson, Friðrik Sophusson og Þorsteinn Pálsson. Um þjóð- menninguna: Bessí Jóhanns- dóttir og Erna Ragnarsdóttir. Um atvinnulífið: Geir H. Haarde, Jón Ásbergsson og Þráinn Eggertsson. Um utan- ríkismál: Þór Whitehead og Björn Bjarnason, og um vinnu- markaðinn skrifa þeir Halldór Blöndal og Baldur Guðlaugs- Höfundar hafa allir starfað innan Sjálfstæðisflokksins um lengri eða skemmri tíma, og sjónarmið þeirra eru vafalítið góður þverskurður af skoðun- um ungra sjálfstæðismanna um hina ýmsu málaflokka. Útkoma þessarar bókar er ekki síður en útkoma Sjálfstæðis- stefnunnar, hvalreki á fjörur þeirra er áhuga hafa á að kynna sér þær hræringar sem nú eiga sér stað innan Sjálf- stæðisflokksins, og að nokkru leyti endurspegla alþjóðlega vakningu sem átt hefur sér stað meðal frjálshyggjumanna víða um Vesturlönd. Að útgáfu beggja framantal- inna bóka unnu einkum þeir Kjartan Gunnarsson lögfræð- ingur og Hannes H. Gissurar-' son sagnfræðingur, og standa frjálshyggjumenn í þakkar- skuld við þá fyrir framtakið. S.U.S.-þingið í haust Sveinn Guðjónsson í stjórn Æ.S.Í. S.U.S. er nú á nýjan leik orðið fullgildur að- ili að^ Æskulýðssam- bandi íslands, eins og kunnugt er. S.U.S. sagði sig úr sambandinu á sínum tíma, vegna þess að Æskulýðssambandið var á tímabili tekið að berjast fyrir ýmsum málum er voru beinlínis í andstöðu við sum af grundvallarstefnumál- um ungra sjálfstæðis- manna. Nú hefur sú breyting hins vegar orðið á, að hvert aðildarfélag hefur neitunarvald, ef borin er upp til atkvæðagreiðslu tillaga sem brýtur í bága við yfirlýsta stefnu við- komandi aðildarsám- bands. Á síðasta þingi Æsku- lýðssambands íslands var Gylfi Kristinsson Þing Sambands ungra sjálfstæðismanna verður haldið á Húsavík í haust, dagana 14. til 16. september, eins og áður hefur verið frá skýrt hér í Morgunblað- inu. Er undirbúningur fyrir þingið þegar haf- inn, og er búist við góðri þátttöku hvaðan- æva af landinu, en SUS- þing undanfarin ár hafa jafnan verið mjög fjölsótt. Fyrir skömmu var skipað í starfshópa, til að móta stefnu í ýmsum málaflokkum, er síðan verða lagðir fyrir þingið til meðferðar. Er að því stefnt að álitsgerðir þessara starfshópa og drög að ályktunum liggi fyrir síðari hluta ágúst- mánaðar, og verði þær þá sendar út til félag- anna. Stjórn S.U.S. hvet- ur aðildarfélögin einnig til að senda inn sjónar- mið og tillögur í einstök- um málaflokkum, enda er æskilegast að við stefnumótunina sé tekið tillit til sem flestra sjón- armiða sem víðast að. Dagskrá þingsins ligg- ur ekki fyrir enn sem komið er, en þegar nær dregur þinginu verður hún send til aðildarfél- aga S.U.S., og einnig verður þingið auglýst nánar síðar, og kynnt hvernig auðveldast og ódýrast verður að kom- ast á þingstað. Stefnir væntanlegur lulltrúi ungra framsókn- armanna kjörinn for- maður Æ.S.Í. Fulltrúi S.U.S. í stjór Æskulýðs- sambandsins, Sveinn Guðjónsson, var hins vegar kjörinn í fjögurra manna framkvæmdar- stjórn þess. Tímaritið Stefnir, sem gefið er út af sambandi ungra sjálf- stæðismanna hefur komið út tvisvar sinnum á þessu ári, og er hið þriðja væntanlegt nú í sumar, en fimm sjálfstæð tölu- blöð verða væntanlega gefin út á árinu. Fyrsta blaðið var einkum helgað umræðum um frjáls- hyggjuna, en hið síðara hálfrar aldar afmæli Sjálfstæðis- flokksins. Næsta tölublað verð- ur fjölbreytt að efni, en verður þó væntanlega að talsverðu leyti helgað SUS-þinginu í haust. Broti Stefnis hefur verið breytt, og er það nú offset- sjAlfstadisplokkur r FIMMTÍU An prentað í fyrsta sinn, en prent- un annast Formprent. Gefur þessi nýja prenttækni mun meiri möguleika í útgáfunni, tímaritið er skemur í vinnslu, auknir möguleikar eru á notk- un mynda og á líflegri uppsetn- ingu. Hefur þessi nýbreytni mælst vel fyrir hjá lesendum Stefnis, er komið hafa á fram- færi ábendingu til ritstjóra. Áskriftarsími Stefnis er 82900, og heimilisfang er: Tímaritið Stefnir, Sjálfstæðis- húsinu, Valhöll, Háaleitisbraut 1, Reykjavík. Ritstjóri Stefnis frá því árið 1977 hefur verið Anders Hansen blaðamaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.