Morgunblaðið - 17.07.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.07.1979, Blaðsíða 31
Ásgeir Þórhallsson; Greinarhöfundur átti leið um Skerjafjörðin nýlega á laugar- degi í blíðskaparveðri. í Sörla- skjólinu rak hann augun í vatns- strók sem skaust upp úr sjávar- fletinum um hundrað metra frá landi, á eftir fylgdi hljóð líkast hósti. Sást svartur skrokkur svamla í yfirborðinu með stutt rör upp úr höfðinu. Greinar- höfundur endasentist ofan í fjöru; þangið sprakk undan fótum hans. Eftir að hafa horft á þetta fyrirbæri um stund var greinarhöfundi ljóst að þarna var kafari á ferð. Kafarinn lyfti fótunum upp úr sjónum, áfast við þær voru svartar blöðkur, gusugangur kom, síðan var hann horfin undir yfirborðið. Eftir stundarkorn skaut honum upp og kom þá þessi vatnsstrókur og undarlegi hósti. Um stund svamlaði hann í yfirborðinu, með andlitið ofan í, líkt og hann væri að leita að gullkistu eða gómsætum humar. Loks synti hann að landi og skreið upp flæðarmálið. Hann tók rörið út úr sér, færði gler- augun af andlitinu, spýtti og sagði: „Halló." „Halló. Varstu að kafa?“ „Já.“ „Hvað sástu?" „Klósettpappír." „Er klóak hér?“ „Já. Hér er klóak á tvö hundruð metra millibili eftir allri ströndinni." »Oj.“ „Lélegt sjóbað er ég hræddur um; verð að fara í sturtu á eftir." Hann var klæddur svörtum frauðbúningi og með vetlinga er höfðu aðeins þrjá fingur. Um mittið hafði hann belti með blílóðum. Hann bisaðist við að ná blöðkunum af sér og reif sundhettuna ofan. Hann skrönglaðist á fætur með miklum erfiðismunum; var valtur á fótunum og stundi þungan. „Af hverju stynur þú svona?" „Að því það er svo erfitt að sætta sig við þyngdarlögmálið þegar maður hefur svifið þarna um, þyngdarlaus." „Já, svoleiðis. En af hverju ertu ekki með neitt súrefnis- hylki?" „Ég er að æfa skorpuköfun; held andanum í mér á meðan ég kafa.“ „Kemur ekki vatn í rörið?“ „Rörið er bara til að maður geti horft ofan í sjóinn en andað ■œmzzz';-' - ..... , SvamlaÖ í vatnsskorpunni, hvað sér hann. Þar stakk hann sér. „Halló.* Svarti froskurinn samt. Þegar maður stingur sér þá fyllist það. Þegar maður kemur upp þá hóstar maður vatninu úr því.“ „Já, en. Já, en.“ „Svo er blíbeltið til að vega upp á móti frauðbúningnum sem hefur flotmagn.“ „Já, en. Er þér ekki kalt.“ „Kalt. Nei.“ „Ertu ekki blautur?" „Vissulega", sagði hann og brosti. „Þetta er blautbúningur. Vatnið fer inn í frauðgúmmíið, svo hitar líkaminn vatnið." „Já. En hvað varstu að gera?“ „Ég var að leita að gömlu akkeri sem ég á þarna." Við gengum upp fjöruna, hann með blýbeltið á öxlinni og froskalappir undir hendinni. Ég með gapandi augu. „Það slitnaði legufæri hjá mér í hitteðfyrra." „Hvernig er umhorfs þarna niðri?“ „Skyggni tveir metrar. Klósettpappírstægjur á botnin- um og þoka í yfirborðinu.“ „Oj, bara.“ „Þegar ég var lítill þá veiddi maður ufsa af klóökunum og af steini, er heitir koladýpi, þar sem allir áttu merktan stað. Nú sést ekki síli og koladýpið er þakið þara svo þar er ekki hægt að fóta sig; gróðuraukningin stafar af klóakinu. Oft hef ég róið út í skerin og kafað þar. Þar er sjórinn tær, líf í hverjum dropa og selir að leik. Einu sinni var ég að kafa hér með lofthylki og villtist. Skyndi- lega sá ég þaravaxin stein sem eitthvað streymdi upp úr. Ég hrökk í kút og þorði mig hvergi að hreyfa. Synti nær, sá þá að þetta var endinn á klóakinu og skolpið streymdi upp á við vegna varmans." „Þetta höfum við land- krapparnir ekki séð.“ „Nei. Menn trúa ekki þó þeim sé sagt frá menguninni. Þeir verða að sjá það með eigin augum. Þegar ég var krakki var okkar aðal skemmtun að vaða í fjör- unni og þeir eldri syntu frá landi. Én núna seta mæðurnar upp fýlusvip þegar krakkarnir koma votir heim.“ „Við berum ekki mikla virðingu fyrir náttúrunni." Sá sem fann upp vatnslungað, kafari með nafni Cousteau, segir að við höfum þegar drepið tutt- ugu prósent af hafinu. Við keppumst við að senda geimför út í geiminn í leit að lífi, en á meðan dælum við eitruðum úrgangi í hafið, þar sem lífið er.“ „Má ég skrifa grein um þig?“ „Mér er nú ekkert vel við blaðamenn. En þú verður þá að lofa að nefna mig ekki á nafn Krakkarnir kalla mig svarta froskinn. Eitt máttu láta koma fram. Ég skora á íslenska upp- finningarmenn að finna upp nýtt klósett sem mengar ekki sjóinn. Klósett sem pakkar úrganginum inn og fleygir út í tunnu. Það er sárt að geta ekki labbað niður í fjöru með froskalappir og gleraugu til að skoða lífið.“ „Þetta skal koma fram.“ „Maður endar sem klósett- kafari," sagði hann, kímdi og hvarf inn í rautt hús. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ1979 Simi 50249 Einvígiskapparnir (The Duellists) Góö og áhrifamtkil mynd. Harvey Keltel Kelth Carradlne Sýnd kl. 9. Síöasta sinn. og skemmtlleg mynd um „raunir" erflngja Lady Chatterlay. Aöalhlutverk: Harlee Mac. Bridde og William Berkley. Bönnuö yngri en 16 ára. Sýnd kl. 9. þaö nýjasta frá hljómdeild Karna- bæjar Theo Vaness Bad Bad Boy stanzlaust diskó í sérflokki auk þess gefur BOB útvöldum gestum nokkrar frábærar diskóplötur 1Simi50184 Lostafulli erfinginn OPIÐ TIL KL. 1 samkvæmt nýju löggjöfinni véla pakkningar Ford 4-6-8 strokka benzín og díesel vélar Austin Mini Bedford B.M.W. Buick Chevrolet 4-6-8 strokka Chrysler Citroen Datsun benzín og díesel Dodge — Plymouth Fiat Lada — Moskvitch Landrover benzín og díesel Mazda Mercedes Benz benzín og díesel Opel Peugout Pontiac Rambler Range Rover Renault Saab Scania Vabis Scout Simca Sunbeam Tékkneskar bifreiðár Toyota Vauxhall Volga Volkswagen Volvo benzín og diesel Þ JÓIMSSON&CO Skeifan 17 s. 84515 — 84516 kynnir BOB CHRISTY Útihátíð Kolviðarhól 0 20. og 21. júlí HOUM/OOD framar öllu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.