Morgunblaðið - 17.07.1979, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.07.1979, Blaðsíða 34
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ1979 Ram og Singh keppa að líkindum um forsætisráð- herrastarfið á Indlandi - eftir að Desai lét loks undan og sagði af sér um helgina Delhi 16. júlf. Reuter. AP. TVEIR metnaðargjarnir stjórnmálamenn eru taldir munu bítast um embætti forsæt- isráðherra Indlands eftir að Moraji Desai dróst loks á það að segja af sér á sunnudag. Þá höfðu fylkingar hans riðlast svo að vonlaust var talið að stjórn hans myndi halda velli í atkvæðagreiðslu um vantraust sem átti að fara fram f dag, mánudag. Þessir tveir menn eru Jagjiv- an Ram 71 árs gamall og Charan Singh, fjármálaráð- herra, 76 ára. Þeir komu báðir til álita f embættið þegar Desai varð forsætisráðherra 1977. Singh, sem nýtur mikils stuðnings meðal bænda nýtur stuðnings Indiru Gandhi, fyrr- verandi forsætisráðherra, og kann það að verða til þess að andstæðingar Gandhi, sósíalist- ar sem snerust gegn Desai í sl. viku fáist ekki til að fylkja sér um hann. Singh varð í forsvari þess meginhóps sem sagði sig úr Janatabandalaginu í fyrri viku. Ram er af mörgum talinn sigurstranglegri. Hann er þekkt- astur og atkvæðamestur fulltrúi „hinna ósnertanlegu" en þeir eru um eitt hundrað milljónir tals- ins í Indlandi. Hann er reyndur stjórnmálamaður og hefur þjón- að öllum forsætisráðherrum síð- an landið fékk sjálfstæði árið 1947. Margir telja að hann myndi geta fengið ýmsa brott- hlaupna Janatafulltrúa til að snúa aftur. Moraji Desai sem er 93 ára gamall afhenti afsagnarbréf sitt Moraji Desai forseta landsins, Sanjiva Reddy, síðla á sunnudag. Hann var fáorður við fréttamenn, en sagði að hann myndi vera áfram í. fyrirsvari stjórnarinnar unz ný stjórn yrði mynduð. Hann hafði alla síðustu viku þverskallazt við áskorunum fylg- ismanna sinna að segja af sér þegar sýnt var að ríkisstjórn hans hafði ekki meirihluta. meira að segja hafði hann látið sem vind um eyru þjóta orð formanns Janatabandalagsins, Chandra Shekhar, sem sagði að „þjóðin væri búin að glata trúnni á stjórnina." Iðnaðarráðherrann George Fernandes afhenti Desai afsagnarbeiðni sína í gær og mun það hafa átt sinn þátt í að Desai sá sitt óvænna og ákvað að láta af störfum. Hins vegar Jagjivan Ram sögðu ýmsir honum nánir að hann væri óbugaður og teldi að eðlilegt væri að Reddy fæli honum stjórnarmyndun. Desai hefur stjórnað í rúm tvö ár. Janatabandaiagið sem var samsteypa fimm flokka er höfðu það fyrst og fremst að markmiði að koma Indiru Gandhi frá völdum, hafði mjög mikinn þingmeirihluta við upphaf stjórnar hans. En mjög fljótlega fór að kvarnast af því. Desai hefur þótt öfgafullur ofstækis- maður, lítt snjall í stjórnun og hefur að margra dómi ekki verið fær um að vinna að framgangi þeirra mála sem öllu skipta framtíðargengi Indlands. Desai hét því að útvega öllum atvinnu og fátækt skyldi útrýmt innan tíu ára. Hann hét því að binda endi á ofsóknir á hendur „hinum ósnertanlegu" -harijans- og hann vildi berjast fyrir því að þurrka Indland, svo að ekkert áfengi yrði þar á boðstólum. Má segja að honum hafi orðið nokk- uð ágengt í því síðast talda, en það hefur einnig orðið til að auka andúðina gegn honum, þar sem menn hafa metið það svo að stórkostleg vandamál væru óleyst og ekki sinnt meðan Desai fór um landið þvert og endilangt, hélt bindindisræður og veitti viðurkenningu þar sem sérstak- lega vel hafði tekizt til að hans dómi. Trúmálaóeirðir hafa sjaldan verið eins grimmilegar og blóð- ugar og sl. ár og stuðningur stjórnar hans við það að Hindi yrði sameiginleg tunga lands- manna vakti reiði margra enda eru milljónir í Indlandi sem hvorki tala né skilja Hindi, einkum í suðurhlutanum. Indira Gandhi fyrrverandi forsætisráðherra var í Bangal- ore þegar fréttin um afsögn Desai barst henni. Hún sgaði að það væri ömurlegt hversu skorti á alla reins og virðugleika varð- andi afsögnina. Janatabandalag- ið hefði tekið við stjórn með brauki og bramli en hyrfi nú frá með hinni mestu sneypu eftir botnlausar ófarir. Hún ítrekaði það sem hún sagði í símtali við Mbl. á dögunum, að flokkur hennar, klofningsflokkur Kongr- essflokksins, myndi ekki fara í ríkisstjórn, en ekki væri útilokað að veita hugsanlegri stjórn stuðning ef tryggður væri réttur minnihlutahópa og unnið að því að halda þjóðinni saman. Veður víða um heim Akureyri 12 alskýjaö Amsterdam 16 skyjaó Apena 31 heióskírt Barcelona 26 léttskyjaó Berlín 17 rigning Brussel 21 skýjaó Chicago 30 heiðskírt Frankfurt 23 skýjaó Genf 25 mistur Helsinki 22 skýjaó Jerúsalem 30 heíóskfrt Jóh.borg 18 heióakfrt Kaupm.höfn 17 rigning Lissabon 35 heióskírt London 22 heióskírt Los Angeies 26 heióskírt Madríd 32 skýjað Malaga 29 skýjaó Mallorca 28 heióskírt Miami 31 skyjaó Moskva 22 skýjað New York 31 skýjað Osló 14 rigning París 23 skýjað Reykjavík 10 alskýjað Rio de Janeiro 28 heiðskfrt Rómaborg 32 heíóskírt Stokkhólmur 17 skýjað Tef Aviv 30 heióskírt Tókýó 24 skýjaó Vancouver 24 heióskírt Vínarborg 24 skýjaó Brussel 16. júll AP. Reuter. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur fallizt á að fjalla um mál belgískrar konu, sem lét kyn- breyta sér, en belgfskir dómstólar hafa síðan neitað að skrá hana sem karlmann. Er hér um að ræða Daniel van Ooosterwiijk, þrjátíu og sex ára gamlan mann, sem var áður kona og hét þá Christine Danielle. Sex ár eru síðan Daniel fór þess fyrst á leit að hann yrði viðurkenndur sem karlmaður, en hann lét breyta sér úr konu með hormónagjöfum og skurðaðgerðum á árunum 1969 til 1973. Fór málið bæði fyrir undir- Japönum fjölgar JAPANIR voru 115,3 milljónir 31. marz síðastliðinn, og hafði þeim fjölgað um 1,01 milljón frá því árið áður. Karlmenn voru 56,888,108 talsins, og konur 58,398,667. A seinustu árum hefur mannfjölg- un í Japan farið minnkandi með ári hverju. Ársfjölgunin nam 1,37 millj- ónum manns árið 1975, 1,2 milljón- um árið 1976, 1,08 milljónum árið 1977, 1,05 milljónum árið 1978, og í ár var fjölgunin 1,01 milljón, eins og áður segir. rétt og hæstarétt í Belgíu. Hæsti- réttur staðfesti niðurstöðu undir- réttar á þá leið að belgísk lög leyfi ekki kynjabreytingar á opinberum skýrslum. Daniel ákvað þá að vísa málinu til Mannréttindadómstóls- ins. Talsmaður hans sagði að mála- tilbúnaður væri allur ágæta vel úr garði gerður og myndi niðurstöðu að vænta innan tíðar. Þetta gerðist Mannréttindadómstóll- inn fjallar um kynskipti Nixon bauð 200 í veizlu San Clemente, 16. júlí Reuter. RICHARD Nixon fyrrverandi forseti hélt í gær veizlu fyrir 200 manns, þar á meðal 15 fyrrver- andi geimfara, í tilefni af því að 10 ár eru liðin frá lendingu bandarískra geimfara á tungl- inu. Þetta er ein af fáum veizlum, sem Nixon hefur haldið síðan hann neyddist til að segja af sér sem forseti vegna Watergate- hneykslisins 1974, og líklega sú síðasta sem hann heldur á heimili sínu, Casa Pacifica. Hann hefur selt húsið kaupsýsiumanni í bæn- um og ætlar að flytja spölkorn í burtu eftir um það bil einn mánuð. Kommum fækkar London, 16. júll, AP. BREZKI kommúnistaflokkurinn tilkynnti í dag að á sfðustu tveimur árum hefði félögum í flokknum fækkað um fimmtung. f júlf 1977 hefðu flokksfélagar verið 25,293 talsins, en nú væru þeir 20,599, að því er tilkynnt var f forsfðufrétt á blaðinu Morning Star, sem verið hefur málgagn flokksins. Kommúnistaflokkurinn sem á engan þingmann, hefur ekki haft mikil áhrif í brezkum stjórnmál- um og hefur meðlimum fækkað stöðugt frá 1975. í tilkynningu flokksins sagði að það væri mikið áfall fyrir flokkinn og hin fram- farasinnuðu öfl hversu flokkurinn minnkaði. „Megin ástæðan fyrir fækkun- inni er að okkur hefur ekki tekist, hvorki í orði né á borði, að sannfæra fjölda fólks um þá aðkallandi nauðsyn sem er fyrir flokkinn," sagði í tilkynningu flokksins. Einnig sagði þar að það hefði haft áhrif hversu mikið sundurþykki væri í alþjóðahreyf- ingu kommúnista og hversu tak- mörkuð lýðréttindi væru í kommúnistaríkjum. 1975 — Bandarískir og sovézkir geimfarar tengja saman geimför sín í geimnum. 1970 — Lík Pedro Aramburu, fv. forseta Argentínu, finnst eftir rán hans — Eldur í norska skemmtiferðaskipinu „Fulvia" miðja vegu milli Kanaríeyja og Madeira (719 bjargað). 1965 — Fyrstu loftárásir banda- rískra B52-sprengjuflugvéla frá Guam á Víetnam. 1958 — Brezkir fallhlífaher- menn koma til Jórdaníu að beiðni Husseins konungs. 1945 — Potsdam-ráðstefnan hefst. 1937 — Flotasamningar Breta og Þjóðverja og Breta og Rússa undirritaðir. 1936 — Borgarastríðið á Spáni og hefst með uppreisn Francos. 1928 — Obregon Mexíkóforseti ráðinn af dbgum og Milio Portes Gil tekur við. 1917 — Brezka konungsfjöl- skyldan tekur sér nafnið Winds- or og leggur niður nafnið Hann- over. 1898 — Spánverjar gefast upp fyrir Bandaríkjamönnum í Santiago, Kúbu. 1821 — Spánverjar láta Florida formlega af hendi við Banda- ríkjamenn. 1791 — Champ de Mars fjölda- morð Lafayettes og reglu komið á í París. 1596 — Sir Francis Walsingham afhjúpar Babington-samsærið fim að myrða Elísabetu I og sannar hlutdeild Maríu Skota- drottningar. Afmæli. — Isaac Watts, enskur klerkur (1874—1748) - David Lloyd George, brezkur stjórnmálaleiðtogi (7$63—1945) Andlát. — Adam Smith, hag- fræðingur, 1790. Innlent. — „Graf Zeppelin" í heimsókn 1930 - Stytta Leifs heppna afhjúpuð. 1932 - Fyrsti flugdagur á íslandi 1938 - Danir sigra í fyrsta landsleik íslend- inga í knattspyrnu (3:0) 1946 - Hlutafélag iðnstofnunar stofnað 1751 - Islandssiglingar Eng- lending^bannaðar án leyfis 1449 - d. Guðmundur Finnbogason 1944 - f. Eiríkur Briem 1846 - Guðmundur í. Guðmundsson 1909. Orð dagsins. — Peningaskortur er undirrót alls ills — G.B. Shaw, írskur rithöfundur (1856-1950).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.