Morgunblaðið - 17.07.1979, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.07.1979, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1979 43 Frétt um stöðvar í Noregi rannsökuð Wa8hington, 17. júlí. Reuter. WASHINGTON Post hermir að alríkislögreglan FBI hafi verið beðin að rannsaka hvernig frétt „lak“ um notkun rafeinda-hlust- unarstöðvar í Noregi til að fylgj- ast með því hvernig Rússar fylgj- ast með samningum um takmörk- un kjarnorkuvopna, Salt II. Aðspurður hvort þetta væri rétt sagði talsmaður dómsmálaráðu- neytisins að það væri stefna ráðu- neytisins að láta ekkert hafa eftir sér um nokkrar rannsóknir. í frétt Post var haft eftir heim- ildum í stjórninni, að Stansfield Turner, yfirmaður CIA, hefði beð- ið um rannsóknina 28. júní. Þann dag sagði New York Times, að Bandaríkjastjórn hefði til athug- unar að nota stöð í Noregi fyrir hlustunarstöð í staðinn fyrir hlustunarstöðvar í íran og ferðir U-2 könnunarflugvéla yfir Tyrk- landi. Seinna var staðfest samkvæmt heimildum í stjórninni að aukin aðstaða í Noregi væri ein nokk- urra tillagna sem bandarískar leyniþjónustur hefðu lagt fyrir ríkisstjórnina. Post sagði að birting slíkra leyndarmála væri mjög skaðleg því að fáir hefðu aðgang að þeim og hún leiddi til þess að Rússar fyrtust við Norðmenn og það gæti grafið undan framtíð aðstöðunnar og hugsanlegri eflingu hennar. Því er bætt við, að þetta sé vandræðamál af því, að Walter Mondale hafði áður sagt norskum embættismönnum í Ósló að leynd- armálsins yrði vel gætt. Y arnarmálaráðherra írans sagði af sér Teheran 16. júlí Reuter TAQI RIAHI, varnarmálaráð- herra írans, lagði fram lausnar- beiðni sína í dag meðal annars vegna ágreinings við yfirmann herlögreglunnar, Amir Rahimi, sem mjög hefur komið við sögu f fréttum undanfarið. Talsmaður ríkisstjórnarinnar fékkst ekki til að staðfesta að ráðherrann hefði sagt af sér. Fréttaritari Reuters náði hins vegar tali af Riahi undir kvöldið og sagði hann þetta rétt vera en vildi enga nánari yfirlýsingu gefa fyrr en ríkisstjórnin hefði birt formlega tilkynningu. Varnarmálaráðherrann Riahi reyndi í síðustu viku að koma Rahimi frá en vegna íhlutunar Khomeinis fékk hann starf sitt aftur og þótti þetta enn eitt merki um hversu valdalítil stjórn Bazar- gans væri og vanmegnug ef hún gerði eitthvað það sem gengi þvert á vilja erkiklerks. Sovézkt met í geimnum Moekvu. 16. júll. Reuter. TVEIR sovézkir geimfarar settu nýtt met í geimnum um helgina þar sem þeir hafa dvalizt í meira en 139 og hálfan dag í geimstöð- inni Salyut-6, lengur en nokkrir aðrir geimfarar hafa dvalizt í geimnum. Sovézkir fjölmiðlar hafa lftið fjallað um afrek geimfaranna, Vladimir Lyakhovs og Valery Ryumin, þótt hinn gamalreyndi geimfari Alexei Leoniv skrifaði í blað landvarnaráðuneytisins, Rauðu stjörnuna, að ferðin væri enn ein sönnun um hæfni manns- ins til að dveljast langtfmum saman f geimnum. Allt virðist vera í lagi um borð í geimstöðinni sem var skotið í september 1977 þótt sovézkir vís- indamenn virðist hafa haft nokkr- ar áhyggjur að undanförnu af ásigkomulagi hennar. Fyrra dvalarmetið í geimnum var líka sett um borð í Salyut-6 og það gerðu geimfararnir Alexander Ivanchenkov og Vladimir Kova- lyonok í nóvember, en hætt var við tilraun annars Rússa og Ungverja til að fara upp í geimstöðina í síðasta mánuði. Nýju methöfunum var skotið frá Baikonur-geimstöðinni 25. febrúar og öfugt við fyrirrennara sína hafa þeir verið einir alla ferðina þótt það sé talið geta valdið sálrænni spennu. Upphaf- lega áttu Búlgari og Rússi að fara til þeirra og vera hjá þeim í viku og síðan áttu Ungverji og Rússi að heimsækja þá. Hætta varð við tengingu fyrra geimfarsins vegna bilunar, en síðari ferðinni var aflýst áður en hún hófst án skýringa. Hins vegar hafa vísindagögn og vistir verið flutt til geimfaranna með ómönnuðum geimskipum og auk þess póstur. Það var síðast gert fyrir hálfum mánuði. Vestrænir sérfræðingar í Moskvu telja að Lyakhov og Gyu- min verði um borð í stöðinni í að minnsta kosti hálfan mánuð í viðbót. Síðan verður stöðin líklega færð niður á efri loftlög gufu- hvolfsins þar sem hún verður látin brenna til agna eins og fyrirrenn- arar hennar. FALL SKYLAB Teikningin sýnir hvernig gas hefur streymt úr geimvísindastöð- inni Skylab þegar hún fór að brenna áður en hún féll að lokum til jarðar. Ljósmyndirnar sýna Skylab birtast suður af Perth í Ástralíu og leysast upp. Ljósadýrðín var mikil og minnti á flugeldasýningu. Eþíópísk stórsókn er hafin í Erítreu Nakfa, Norður-Erítiru, 16. júlí. Reuter. EÞÍÓPÍSKT herlið hefur hafið meiriháttar sókn með stuðningi Rússa á þremur vígstöðvum gegn skæruliðum aðskilnaðarsinna í Erítreu. , Um 50.000 eþíópískir hermenn tóku þátt í árás sem var gerð í dögun á stöðvar skæruliða og nutu stuðnings stórskotaliðs og MIG 23 flugvéla. I mestu árásinni reyndu 30.000 eþíópískir hermenn að sækja inn í land frá strönd Rauðahafs til Fljúgandi furðuhlut- ur fór yfir Portúgal Umabon 15. júll Reuter. HUNDRUÐ manna, þar á meðal starfsfólk f flugturninum á Lissa- bon-flugvelli, varð aðfararnótt sunnudags vitni að því að glóandi furðuhlutur fór með eldings- hraða yfir höfuðborgina og stefndi áfram f suður. Útvarpið sagði frá því að út- sending þess hefði rofnað af einhverjum dularfullum ástæðum alveg um sama leyti og furðuhlut- ur þessi flaug yfir og einnig var greint frá því að leigubílastjórar h3efðu orðið varir við miklar truflanir í talstöðvum sínum um sama leyti, eða kl. eitt að staðar- tíma um nóttina. Starfsfólk flugturnsins sagði að allt hefði orðið uppljómað þar meðan hluturinn þeyttist hjá. bæjarins Nakfa sem er á valdi skæruliða en skæruliðar Alþýðu- frelsisfylkingar Erítreu (EPLF) segja að tveimur árásum hafi verið hrundið. Talsmaður EPLF sagði , að skæruliðar hefðu gert gagnárás og náð eþíópískum skotgröfum og skriðdreka á sitt vald. Hann sagði að baráttuþrek skæruliða væri mikið og að hann væri viss um að sókn Eþíópíumanna færi út um þúfur. Eþíópíustjórn hóf í fyrra stór- sókn sem varð til þess að Erítreu- menn hrökkluðust frá borgum Erítreu. En þeir segjast enn hafa mestallar sveitirnar á valdi sinu og að þeir hafi náð sér eftir áfall ósigranna í fyrra. Nýja sóknin virðist miða að því að binda enda á sjálfheldu þá sem hefur verið í stríðinu í fimm mánuði. EPLF hefur tekizt að binda eþíópískt herlið og staðið fyrir skæruárásum að baki víglínu Eþíópíumanna. Skærulið- arnir í Ankara fyrir rétt Ankara. 16. júlí — Reuter — AP FJÓRIR palestínskir hryðju- verkamenn sem höfðu egypzka sendiráðið í Ankara á valdi sínu í tæpa tvo sólarhringa voru leiddir fyrir herrétt í dag. Þeir eiga dauðadóm yfir höfði sér fyrir að drepa tvo tyrkneska lögreglu- menn þegar þeir gerðu árás á sendiráðið á föstudagsmorgun. Egypzkur diplómat dó einnig í umsátrinu þegar hann stökk frá efstu hæð sendiráðsins og annar slasaðist í svipuðu falli. Tyrknesk- ur lögreglumaður fékk kúlu í höndina. Hryðjuverkamennirnir gáfust upp vegna hótana Tyrkja um að gera allsherjarárás á sendiráðið og vegna þrýstings frá Frelsis- samtökum Palestínu (PLO). PLO hafði fordæmt árásina, en að henni stóð klofningshreyfing skæruliða sem kallar sig Erni palestínsku byltingarinnar. PLO sendi fjögurra manna nefnd til þess að fá skæruliðana til að gefast upp. Bæði PLO og Bulent Ecevit forsætisráðherra og stjórn hans sögðust hafa farið með sigur af hólmi í viðureigninni við skæru- liðana. PLO og ríkisstjórnin höfðu með sér nána samvinnu um að bjarga egypzku gíslunum. Álit PLO hefur aukizt töluvert í Tyrk- landi út af málinu. Báðir aðilarnir lögðu á það áherzlu að engin skilyrði hefðu verið sett áður en umsátrinu lauk, en samninganefnd PLO sagði að hún hefði gengið endanlega frá opnun skrifstofu í Ankara í sam- ráði við tyrknesku stjórnina. Tvíburar fæddust á tveimur dögum og stöðum ('altaniwtta. Sikiley 16. júlf AP. TUTTUGU og sex ára Sikileyj- arkona ól tvíburatelpur á tveimur dögum og á tveimur stöðum, að því er greint var frá í dag. Fyrri telpan fæddist á heimili móðurinnar í Mariano- poli, bæ á Mið-Sikiley á laugar- deginum. Móðirin var siðan flutt á fæðingardeild í kaup- staðnum San Cataldo sem er í nokkurri fjarlægð frá heima- bænum, og á sunnudeginum ól konan svo sfðari tvíburann. 70%verð- bólga í r Israel Tel Aviv — 16. júlí — Reuter VERÐLAG í ísrael hækkaði um 33.8 prósent fyrstu sex mánuði ársins 1979 að því er segir í opinberri tölfræðiskýrslu sem var birt í dag. Framfærslukostnaður hækkaði um 3.5 prósent í júní- mánuði einum. Efnahagssérfræð- ingar segja að það sé augljóst að verðbólgan í ísrael verði 70 pró- sent á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.