Morgunblaðið - 17.07.1979, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.07.1979, Blaðsíða 36
EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINl) \l l»l.\ Sl\(. \ SIMIMN KK: 22480 Gasolíulítrinn í 130 krónur? RÁÐHERRARNIR ólafur Jó- hannesson. Hjörleifur Guttorms- son og Kjartan Jóhannsson munu á rikisstjórnarfundi í dag gera grein fyrir tillögum um aðgerðir vegna oiíuverðsvandans. I gær- kvöldi var talið lfklegast að samstaða næðist um að hækka gasolíulítrann úr 103 kr. í 130 krónur og að það verð stæði til 1. október, en jafnframt kæmi til blanda af „hröðu gengissigi“, skattahækkun og hækkun olfu- gjalds af óskiptu fiskverði, þar sem raunverð gasolfunnar er 155 krónur lftrinn. Rfkisstjórnin hyggur svo á viðræður við launþegasamtökin um að áhrif þessara efnahagsað- gerða verði tekin út úr vísitöl- unni. Lodnuveidar ísL skipa bannaðar til 20. ágúst n.k. SJÁVARÚTV'EGSRÁÐUNEYTIÐ gaf í gær út reglugerð um loðnuveið- ar og samkvæmt henni eru allar loðnuveiðar fslenskra skipa bannaðar til 20. ágúst n.k. Gildir þetta bann bæði um loðnuveiðar innan og utan fiskiveiðilögsögu íslands. „íslendingar hafa stundað loðnuveiðar bæði innan og utan landhelginnar og ef þetta bann átti að vera altækt, varð það að ná jafnt til veiða fslenskra skipa utan sem innan landhelginnar,“ sagði Kjartan Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, í samtali við Mbl. í gær. „Þessi heimild okkar íslendinga til að banna veiðar utan fiskveiði- lögsögunnar byggist á lögum um veiðar utan landhelgi. Eg lagði fyrir starfsmenn mína í ráðuneyt- inu hvort þetta væri ekki hægt og þeir töldu að svo væri. Það er rétt að Norðmennirnir hafa ákveðið að hefja sínar loðnuveiðar nú 23. júlí en ég hef þá trú að þeir sýni gætni í þessum veiðum og samkomulag náist við þá um stjórnun veiðanna. Ég trúi ekki öðru en íslenskir sjómenn verði sáttir við þessa ákvörðun en ástæðan fyrir því að við ákváðum að hefja ekki veiðarn- ar fyrr en 20. ágúst er sú, að það hefur komið í ljós, að sú loðna, sem veiðist fyrri hluta ágústmánaðar, nýtist illa. Það er í raun verið að skemma verðmæti ef byrjað er fyrr en það er mjög mikilvægt fyrir okkur að fá sem mest verðmæti út úr þessum loðnuveiðum," sagði Kjartan. í fyrrnefndri reglugerð um loðnu- veiðarnar segir m.a. að skipstjórar skuli í aflatilkynningu tii loðnu- nefndar greina, hversu mikill hluti aflans sé fenginn uta.i fiskveiðilög- sögunnar. Þá segir að óheimilt sé að veiða smáloðnu undir 12 sm, sé hún verulegur hluti aflans. Sé skipstjóri í vafa um hlutfall smáloðnu í afla ber að taka sýnishorn af aflanum úr nótinni og mæla 100 loðnur teknar af handahófi. Reynist fleiri en 50 loðnur vera undir 12 sm ber að sleppa loðnunni þegar í stað. Kaj Henning Nielsen írá Danmörku stýrir flugmódeli sínu til sigurs á Norðurlandameistaramótinu í svifflugi fjarstýrðra flugmódela, sem fram fór um helgina við Hvolsfjall. Sjá: „Fyrsta millilandakeppn- in í flugíþróttum hérlendisu bls. 18. Mótmælin halda áfram: Stöðvaalla umf erð í landinu í 2 mínútur SAMSTARFSNEFND bifreiða- eigenda mun gangast fyrir frek- ari mótmælum vegna verðhækk- ana á olíuvörum á miðvikudag og fimmtudag. Á miðvikudag munu atvinnubílstjórar, þ.e. vörubíl- stjórar, leigubílstjórar, sendi- ferðabflstjórar og langferðabfl- stjórar, safnast saman við BSÍ kl. 14.00 og fara akandi upp í Arnar- hvol, þar sem skrifstofur fjár- mála-, viðskipta- og samgöngu- málaráðuneytanna eru. Munu bílstjórarnir tala við ráðherrana og fá skýringar þeirra á hinu háa bensínverði. Á fimmtudag er ætlunin að stöðva alla umferð í landinu í tvær mínútur. Mun samstarfsnefndin skora á bifreiðaeigendur að stöðva bíla sína kl. 17.15 hvar sem þeir kunna að vera og stöðva þannig alla umferð. Vonast nefndin eftir góðri þátttöku í þessum aðgerum. Þó er það ósk nefndarinnar að fólk yfirgefi ekki bíla sína meðan á mótmælunum stendur og sé því fært um, ef til þess kemur, að rýma til fyrir sjúkra- eða slökkviliðsbíl- um sem sinna þurfa útkalli. Sjá nánar bls. 3. Olafur Jóhannesson í samtaii við Aftenposten: íslendingar mótmæla veið- um Rússa við Jan Mayen — austur-e vrópskum f iskiskipum vísað úr íslenzkri landhelgi ÓLAFUR Jóhannesson forsætisráðherra sagði í samtali við norska blaðið Aftenposten í gær, að íslenzka ríkisstjórnin myndi ræða um veiðar Rússa við Jan Mayen við sovézk stjórnvöld og að mótmæli yrðu fyrsta skrefið. Ólafur vildi ekki ræða, til hvaða ráða íslenzka ríkisstjórnin gripi, ef Rússar tækju ekkert tillit til mótmælanna. I samtali við Terje Sva- bö, blaðamann Aftenpost- en, sagði Ólafur að megin- málið væri að varðveita fiskistofnana á Jan May- en-svæðinu, en hann vildi ekki segja til um, hvort veiðar Rússa við Jan May- en breyttu afstöðu íslands til spurningarinnar um fiskveiðilögsögu við Jan Mayen. Ólafur Jóhannes- sagði, að son is- lenzk-norska Jan Mayen— Samdráttur í sölu benzíns og gasolíu GREINILEGUR samdráttur hefur orðið í sölu benzíns og gasolíu á undanförnum mánuðum,að sögn Arnar Guðmundssonar skrifstofustjóra Olís hf. Samkvæmt bráðabirgðatölum yfir söluna í júní s.l. var sala á benzíni þá 4,5% minni en sama mánuð í fyrra og sala á gasolíu var 13,5% minni ef miðað er við júnímánuð í fyrra. Örn Guðmundsson sagði að benzínsala í janúar hefði verið mun meiri en sama mánuð í fyrra. En strax í febrúar þegar fyrstu verðhækkanirnar á þessu ári voru tilkynntar, dró þegar úr sölunni og hefur salan undanfarna mán- uði bæði á benzíni og gasolíu verið minni en sömu mánuði í fyrra. Þó er heildarbenzínsalan fyrstu 6 mánuði ársins samkvæmt bráða- birgðatölum 0,73% meiri en fyrri helming árs í fyrra og munar þar mest um mikla benzínsölu í jan- úar. Hins vegar var 3,87% sam- dráttur í sölu gasolíu fyrra helm- ing þessa árs miðað við sömu mánuði í fyrra. Miðað við sama tímabil hefur orðið 15,8% sölu- aukning í svartolíu. Samdrátturinn í benzínsölunni og gasolíusölunni er umt.alsverður, sérstaklega þegar haft er í huga að allmikill bifreiðainnflutningur hefur verið fyrstu mánuði þessa árs. nefndin yrði að taka veið- arnar við Jan Mayen á dagskrá, en lagði um leið áherzlu á, að nefndin gæti ekki tekið afstöðu til fisk- veiðilögsögu. Það mál yrðu ríkisstjórnir íslands og Noregs að ræða sín í milli. Og spurningu um það, hvað íslendingar myndu gera, ef Rússar héldu áfram veiðum við Jan Mayen, svaraði Ólafur á þá leið, að það vildi hann ekki segja um á þessu stigi, en það yrði þá tekið upp í viðræðum ís- lenzku og norsku ríkis- stjórnanna. Flugvél Landhelgisgæzl- unnar TF Syn vísaði á sunnudag fiskiskipum frá A-Evrópu út úr landhelg- inni á svæðinu milli íslands og Jan Mayen. Um eitt hundrað erlend skip voru að veiðum við 200 mílna mörkin úti af Langanesi og voru sum innan íslenzkrar lögsögu, þar af eitt um 30 mílur fyrir innan. í þessum fiskveiðiflota eru einkum sovézk og austur-þýzk skip, en einnig skip frá Búlgaríu og fleiri ríkjum. Varðskip sigldi um svæðið í gær, en þá voru engin skip í ís- lenzkri lögsögu. Fréttarit- ari Mbl. í Ósló, Jan Erik Lauré, sendi í gærkvöldi frétt um að Orion-flugvél frá norska flughernum hefði í gær flogið yfir svæð- ið við Jan Mayen og hefði fiskiskipaflotinn þá verið að veiðum um 100 sjómílur suðsuðaustur af Jan May- en. Tían kem ur til lands ins í dag DOUGLAS DC-10 breiðþota Flugleiða er væntanleg til landsins siðdegis í dag, að sögn Sveins Sæmundssonar. blaðafulltrúa Flugleiða. I gærkvöldi átti að ljúka við að skipta um hreyfilfestingu á öðrum væng vélarinnar og reynslufljúga átti henni snemma í morgun. bá verður flogið frá Luxemborg um Keflavík til New York. Að sögn Sveins Sæmundssonar er vélin síðan væntanleg til Keílavíkur kl. 16:30 að ís- lenskum tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.