Morgunblaðið - 18.07.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.07.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ1979 Tillaga um atkvæðagreiðslu vegna Landsvirkjunar: Borgarstjórn taki ákvörðun um sameignarsamninginn segja fulltrúar meirihlutans TILLÖGU sjalfstæðismanna um atkvæðagreiðslu meðal Reykvfk- inga um sameignarsamning að nýrri Landsvirkjun var vísað til borgarstjórnar á fundi borgar- ráðs í gær. Af því tilefni leitaði Morgunblaðið álits fulltrúa meirihlutaflokkanna í borgar- stjórn á þessari tillögu sjálfstæð- ismanna. Fulltrúar tveggja þeirra voru reiðubúnir tii að láta álit sitt í Ijós. „Ég er þeirrar skoðunar að borgarstjórn Reykjavíkur beri að taka ákvörðun í þessu máli, enda er hún til þess kjörin", sagði Sigurjón Pétursson. Sigurjón AtvinnubíL- stjórar mót- mæla í dag í dag kl. 14.00 munu atvinnubíl- stjórar, þ.e. vörubílstjórar, sendi- ferðabílstjórar, langferðabílstjór- ar og leigubílstjórar, safnast sam- an við BSÍ. Síðan munu þeir fara akandi upp í Arnarhvol, þar sem skrifstofur fjármála-, viðskipta-, og samgöngumálaráðuneytisins eru til húsa og munu bílstjórarnir ræða við ráðherrana og fá þeirra skýringar á hinu háa bensínverði sem hér er. Þessi aðgerð er liður í mótmælum þeim sem Samstarfs- nefnd bifreiðaeigenda hefur staðið að undanfarið vegna hinna miklu verðhækkana sem orðið hafa á olíuvörum upp á síðkastið. sagði að þegar Landsvirkjun var stofnuð á sínum tíma hafi engin atkvæðagreiðsla farið fram meðal Reykvíkinga. „Aðra samninga við- líka að stærð og gerð hefur borgarstjórn haft með höndum án þess að til slíkrar atkvæðagreiðslu hafi komið", sagði Sigurjón. „Mér finnst þetta nú ekki hafa verið neitt sérstaklega gáfuleg Jafnthjá Margeiri tap hjáHauki MARGEIR Pétursson gerði í fyrradag jafntefli við Peters frá Bandaríkjunum á skák- mótinu í Philadelphia í Bandaríkjunum, en Haukur tapaði fyrir Balinos, stór- meistara frá Filipseyjum. Georguiu er nú efstur á mótinu með 7 vinninga, þá koma Peters og Benkö með 6 vinninga, Margeir Pétursson hefur 5 og Haukur Angantýs- son 4,5 vinninga. tillaga", sagði Kristján Bene- diktsson. Hann sagði að þetta væri ekki mál sem ástæða væri til að hafa nokkurs konar þjóðar- atkvæðagreiðslu í Reykjavík um. „Það var heldur ekki gert á sínum tíma þegar Landsvirkjun var stofnuð og þetta er nú ekki annað en dálítil breyting á þeim samn- ingi“, sagði Kristján. Báðir töldu þeir víst að einhug- ur væri um þáttöku Reykjavíkur- borgar í hinni nýju Landsvirkjun meðal fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn. 99 Tían” til Keflavíkur í hádeginu DC 10 þota Flugleiða fór í reynsluflug í New York í gær og að sögn Sveins Sæmundssonar blaðafulltrúa Flugleiða gekk allt vel fyrir sig. Þotan hélt síðan til Luxemburg og þaðan er hún væn- tanleg til Keflavíkur í hádeginu í dag og heldur svo áfram vestur um haf. Hafskipsmálið til saksóknara RANNSÓKNARLÖGREGLA rík- isins hefur sent Hafskipsmálið til ríkissaksóknara og mun hann taka ákvörðun um það hvort rannsókn verður fram haldið eða henni hætt. Svo sem kunnugt er af fréttum kærði stjórn Hafskips hf. í vetur Magnús Magnússon fyrrverandi forstjóra og þáverandi stjórnar- formann félagsins fyrir meint fjármálamisferli. Stóð rannsóknin sem hæst þegar RLR barst fyrr í sumar bréf frá Hafskipi, þar sem frá því var skýrt að samkomulag hefði tekizt milli Hafskips og Magnúsar og af hálfu félagsins væri ekki þörf á framhaldi rann- sóknarinnar. Þegar þetta bréf barst ákvað RLR að senda málið til ríkissak- sóknara og láta hann kveða úr um framhald rannsóknarinnar enda alfarið í hans höndum að taka ákvörðun um það hvort opinberri rannsókn skuli hætt eða henni haldið áfram. Engin lánsloforð til innflutnings fiski- skipa á þessu ári Fundur í Fiskveiða- sjóði í dag DAVÍÐ Ólafsson formaður stjórnar fiskveiðisjóðs sagði í samtali við Mbl. að halda hefði átt stjórnarfund í gær og taka afstöðu til þess hvort lán yrðu veitt til togaranna á Akranesi og Norðfirði, en fundinum var frestað þangað til í dag. „Ég treysti mér ekki til þess að segja um það að svo stöddu, hvort breyting sjávarútvegs- ráðuneytisins á reglugerð Fisk- veiðisjóðs hefur þau áhrif að lán verða ekki veitt til kaupa á þessum skipum, eða ekki“, sagði Davíð. „Það er stjórnar sjóðsins að taka ákvörðun um það“. samkvæmt breytingum sem nú hafa verið gerðar á reglugerð Fiskveiðasjóðs verði ekki leyfður innflutningur á þessum tveimur skipum frá Akranesi og Norð- firði“, sagði Kjartan. Þegar sjávarútvgsráðherra var spurður álits á yfirlýsingu Kristjáns Ragnarssonar sem segist draga í efa að ráðuneytið geti tekið sér þetta vald sagði Kjartan að ákvörðun sjávarút- vegsráðuneytis ætti sér stoð í lögum. Sjávarútvegsráðherra sé ætlað að setja starfsreglur fyrir sjóðinn. Þær starfsreglur séu eins og honum sýnist vera nauð- syn hverju sinni. „Ég trúi því að innan Fisk- veiðasjóðs og meðal þjóðarinnar sé skilningur á nauðsyn þess að grípa til þessara ráðstafana", sagði sjávarútvegsráðherra að lokum. Engar forsendur tilaðaukaflotann — segir K jartan Jóhannsson „ÞETTA er til að tryggja í sessi þá stefnu sem ríkt hefur í reynd síðustu mánuði, það er leyfa ekki lántökur til að smíða eða kaupa fiskiskip erlendis frá“, sagði Kjartan Jóhannsson sjáv- arútvegsráðherra þegar hann var spurður um ástæðurnar fyrir því að ráðuneytið gerði breytingar á reglugerð Fisk- veiðasjóðs. „Þetta er liður í því að minnka sóknina og minnka þannig þann mikla kostnað sem henni er fylgjandi. Ég tel engar forsendur fyrir því að stækka flota okkar á meðan takmarka skal afla. Slíkt leiðir einungis til lélegrar af- komu útvegs og sjómanna." Hann sagðist af þessum ástæðum telja að ákvörðun við- skiptaráðuneytisins nú fyrir skömmu um að leyfa innflutning á 2 skipum hingað til lands hafi verið röng. „Ég tel augljóst að Fiskveiðasjóður er sjálfetaeð stofnun — segir Svavar Gestsson „ÉG UNDRAST þessi vinnu- brögð sjávarútvegsráðherra“, sagði Svavar Gestsson við- skiptaráðherra. „Ég heyrði þessa reglugerðarbreytingu hans fyrst í útvarpinu. Ég vil ekki segja meira um þetta mál að svo stöddu, heldur kýs ég að ræða þau mál á réttum vett- vangi áður en svo verður.“ Hann sagði að það væri í verkahring viðskiptaráðuneytis- ins að hafa yfirumsjón með innflutningi, útflutningi og er- lendum lántökum. Hann sagðist ekkert geta um það sagt hvort ákvörðun sjávarútvegsráðuneyt- isins um bann við lánum til smíða og kaupa á fiskiskipum frá útlöndum næði til þeirra 2ja skipa sem hann hefði nú nýverið gefið leyfi til að yrðu keypt til landsins. Svavar sagði viðskiptaráðu- Steypustöðvamar í erfið- leikum vegna sandskorts BORGARVERKFRÆÐINGUR tilkynnti á mánudag steypustöðvunum í Reykjavík að framvegis væri bannað að nota möl og sand af sjávarbotni í Hvalfirði í steypublöndur. Gildir þessi ákvörðun þar til annað verður ákveðið en í möl og sandi úr Hvalfirði hefur fundist kílissýra sem getur valdið alkaliþenslu í steypunni. Björgun h.f., sem er stærsti söluaðili á möl og sandi til steypustöðvanna í Reykjavík hefur þegar fundið nýja malarnámu í sjónum út af Saltvík á Kjalarnesi en þar finnst hins vegar ekki sandur af vissri kornastærð. Er nú verið að leita að heppilegri sandi til blöndunar í steypu og meðan slík náma hefur ekki fundist gætu orðið erfiðleikar í framleiðslu steinsteypu en sem kunnugt eru steypustöðvarnar í Reykjavík nú lokaðar vegna deilu forráðamanna þeirra við verðlags- yfirvöld. SLÁTTUR er nú hafinn á einstaka bæ. Víðast mun enn nokkur tími líða þar til sláttur hefst almennt um land allt en bændur í lágsveitum á Suðurlandi og í innanverðum Eyjafirði geta þó margir haldið áfram slætti af fullum krafti, ef tíð hamlar ekki. Annars staðar eru það aðeins bestu tún. sem hægt er að slá á þessu stigi vegna lélegrar sprettu. Meðfylgjandi mynd var takin uppi í Mosfellssveit en þar var þá verið að hefja slátt á bænum Láguhlíð og Sören Bang, bústjóri í Skálatúni greip til gömlu verkfæranna, þar sem traktor og sláttuþyrlu varð ekki við komið. Ljósm.Kristján. Þórður Þorbjarnarson, borgar- verkfræðingur, sagði að ástæða þess að efnistaka úr Hvalfirði og víðar hefði nú verið bönnuð væri sú að um þessar mundir væri að ganga í gildi ný reglugerð um byggingarsamþykkt fyrir allt landið, sem m.a. gerði kröfu til þess að sýni af möl og sandi í steypu hefðu verið prófuð, en slík prófun tekur 12 mánuði á rann- sóknarstofu. Slíkt efni væri ekki til á Reykjavíkursvæðinu nema á tveimur stöðum og þá aðeins í litlu magni. Fundist hefði náma á sjávarbotni út af Saltvík en þar fengist aðeins möl en hún gæfi jákvæða svörun við efnafræðileg- ar athuganir og byggingarnefnd Reykjavíkur hefði heimilað notk- un hennar. Eftir væri að finna sand og það gæti hugsanlega leitt til þess að steypustöðvarnar stöðvuðust af þessum sökum um einhvern tíma. Þórður tók fram að nú stæði fyrir dyrum að leita að sandi og hann teldi að á vikutíma mætti finna hvaða möguleikar væru færir en eins og á stæði væri enginn sandur í augsýn. Steypustöðvarnar í Reykjavík nota daglega 2000 til 2500 tonn af sandi. Að sögn Sveins Valfells hjá Steypustöðinni gætu steypustöðv- arnar fengið efni úr tveimur námum við Esjuberg á Kjalarnesi og Rauðamel á Reykjanesi. Hlut- fall milli sands og malar í þessum námum er þó mismunandi, á Esjubergi er sandur 35% á móti möl og á Rauðamel er sandur 50%. í venjulegri steypu er hlutfall sands á móti möl 55% á móti 45%. Því eru takmörk sett hversu mikið efni er hægt að vinna úr námun- um og flutningskostnaður frá þeim ylli verulegri hækkun á steypuverðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.