Morgunblaðið - 18.07.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.07.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ1979 7 Heppileg grafskrift Það er e.t.v. tilviljun, en óneitanlega kemur Það ekki á óvart, pótt Þeir Þjóðviljamenn séu farnir að birta skrár yfir graf- skriftir, sem fyrri tíðar menn kusu að settar yrðu á legsteina sína. Áhyggj- urnar af tilvistardögum ríkisstjórnarinnar hafa alltaf verið pungar og raunar má segja, aö frá fæðíngu hafi verið tvísýnt um Kroann, nvorr nann lifði deginum lengur eða skemur. Það rifjast upp, að fyrir vestan var ung- barn, sem ekki var hugað líf, skírt Lífgjarn, Þegar Það vildi ekki deyja. í grafskriftaskrá Þjóð- víljans má sjá, að rithöf- undurinn Robert Benchl- ey vildi aö orðin „Þetta vex mér allt yfir höfuð“ yrðu sett á legstein sinn, — og verður ekki annaö séð, en Þjóöviljinn hafi Þarna dottið niður á Þá grafskrift, sem yrði eink- ar lýsandi fyrir ríkis- stjórnina, Þegar hún er öll. „Aö gáöari skoöurT Hjörleifi Guttormssyni Þykir gaman að láta birta myndir af sér, pegar hann er að lýsa Því, hvílíkur fyrirhyggjumað- ur hann só í orkumálum. Ótal nefndir eru settar á laggirnar, allt Þarf nánari skoðunar og rannsóknar við og iðnaðarráðuneytið er önnum kafið við að samræma áætlanir og vinnubrögð, sem hlýtur að vera erfitt verk meö annan eins mann og Inga R. Helgason sem ráð- herra á bak viö tjöldin, — eins og hann raunar var í síðustu vinstri stjórn líka. Á hinn bóginn er Hjör- leifi ekki jafn gjarnt aö rifja upp, hver urðu hans fyrstu viðbrögð í sæti iðnaðarráðherra. Þá átti hann sór ekki dýrara stefnumál en að slá fram- kvæmdum viö Hraun- eyjafoss á frest, líklega til að magna orkukreppuna sem mest, sem Baldur Óskarsson telur helzta haldreipi sósíalista um Þessar mundír. Út frá Þessu sjónarmiði er líka skiljanlegt, hvers vegna iðnaðarráöherra lagðist gegn tillögum sjálfstæð- ismanna um verulegt átak í orkumálum á síð- asta Þingi og var ekki til viðtals um bein framlög úr ríkissjóði til Þess að rótta við fjárhag Raf- magnsveitna ríkisins. Nú er svo komið, að iðnaðarráðherra treystist ekki lengur til að standa á móti frekari orkufram- kvæmdum. Hann hefur látið undan prýstingi Sjálfstæðisflokksins og finnur, að hans fyrri stefna stenzt ekki „gáð- ari skoöun", eins og rit- stjóri Skírnis hefur kom- izt að orði í blaðagrein nýverið. Nýjar álögur Það er hins vegar athyglisvert, að ríkis- stjórnin getur undir eng- um kringumstæðum hugsað sór að losa fó með auknum sparnaði í ríkísrekstrinum. Þannig segir Þjóðviljinn: „Það sem máli skiptir er að snúist verði gegn vand- anum af ákveöni og að haft verði að leiðarljósi aö álögum verði sem réttlátast skipt.“ Þannig ætlast stjórnarherrarnir til, aö allir dragi úr út- gjöldum sínum nema rík- iö sjálft. Þaö á ekki ein- ungis að halda áfram sömu eyöslustefnunni og áður, heldur eru nú áformaðar enn frekari skattahækkanir sem „verði sem róttlátast skipt“, segir Þjóðviljinn. En vitaskuld er vand- inn sá, aö ríkið tekur of mikið í sinn hlut. Það er af peim sökum, sem at- vinnuvegirnir eru að dragast saman og lífs- kjörin aö versna í land- inu. Að segja sögu Haft er eftir Simenon að eina almenna ráðleggingin frá rifhöf- undi sem orðið hafi honum að ómetanlegu gagni séu orð sem Colette lét falla um smásagnagerð hans: „Líttu á, það er of mikið bókmenntabragð af þessu. Alltof mikið bókmenntabragð." (Sjá Við- tal við Georges Simenon eftir Carvel Collins sem fylgir skáld- sögunni Bræðurnir Rico í þýðingu Stefáns Bjarmans). „Of mikið bókmenntabragð" skýrir Simenon á eftirfarandi hátt: „Lýsingarorð, atviksorð, og hvert orð sem er þar bara vegna áhrifanna. Hverja setningu sem er þar bara vegna setningarinnar. Bókmenntir eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Sjáið þér, þér hafið frábærlega fagra setningu — sleppið henni! í hvert skipti sem ég finn eitthvað því líkt í einni bók minna er það dæmt til að strikast út.“ En Simenon leggur áherslu á að það andrúmsloft sem hann skapar í sögum sínum sé ljóðrænt: „ — ég reyni að gera með lausu máli, með skáldsögunni, það sem venjulega er gert með ljóði". Það sem Simen- on á við er að hann „reyni að tjá í sögum mínum vissa hluti sem ekki er hægt að útskýra ... “ Ef til vill taka fæstir lesendur Simenons eftir þessu og kannski hefur hon- um ekki tekist þetta eins og hann drepur sjálfur á. Það er staðreynd að margar helstu skáldsögur tímans eru samdar af ljóðskáldum. Skáldsag- an hefur nálgast ljóðið; ljóðið aftur á móti, einkum á síðustu árum,hallast að frásögn, farið að lýsa hlutum í staðinn fyrir að draga eingöngu upp mynd. Við þurfum ekki að leita lengi í okkar eigin bókmenntum til að finna skáldsögur þar sem ljóðræna er áberandi. Margt í skáldsögum Halldórs Laxness til dæmis vitnar um skynjun ljóðskálds. En við skulum snúa okkur að „bókmenntabragðinu" aftur. Jaro- slav Hasek (1883—1923) var sagð- ur lítið gefinn fyrir bókmennta- legar umræður. Hann sneiddi venjulega hjá þeim kaffihúsum og krám í Prag þar sem rithöfundar og bókmenntamenn vöndu komur sínar. En hann lagði eyrun við því sem venjulegu fólki fór á milli. Skáldsaga hans um Góða dátann Svejk (1921) er dæmigert epískt verk. Þar ræður frásagnarlistin ríkjum. Höfundurinn leitast ekki við að búa til „fagra setningu" eða ástunda ljóðrænu. Hann er fyrst og fremst að segja frá auk þess sem sagan er eins og allir vita markviss ádeila á hrokafulla valdsmenn, alla þá sem setja sig á háan hest gagnvart lítilmögnum. Hasek þekkti hermennsku af eigin raun. Hann var í her Austurríkis- manna í fyrri heimsstyrjöldinni og sat lengi í fangelsi í Rússlandi. Aður vann hann í banka. Fólk verður ekki leitt á að láta segja sér sögu. Sjónvarpið er til dæmis alltaf að segja sögur í myndum samanber „Eg, Claudius" eftir Robert Craves. Að undanförnu hefur Gísli Halldórsson leikari lesið í útvarp Góða dátann Svejk eftir Hasek í þýðingu Karls ísfelds. Það hefur verið andleg næring að hlusta á Gísla lesa, enda er hann einn af okkar snjöllustu upplesurum og gildir það bæði um ljóð og sögur. Rödd Gísla nýtur sín einstaklega vel í þessum flutningi. Hann kemur vel til skila ísmeygilegu háði Haseks. Túlkun hans á Svejk er með þeim hætti að hlustandi sem nú kynnist Gísla í fyrsta sinn í Svejkhlutverki hlýtur að sann- færast um að einmitt svona hafi þessi óviðjafnanlega sögupersóna talað. Þeir sem stundum skrúfa frá útvarpi komast að því að þar virðist löngum vera sama fólkið að lesa sömu höfundana. Þessi gífur- lega aðdáun dagskrárgerðar- manna og stjórnenda ýmissa þátta á fáeinum höfundum er farin að verka hlægileg og er nú kominn tími til að meiri fjöl- breytni gæti í vali bókmenntaefnis í útvarpi. Torfærukeppni á Akureyri Á sunnudaginn gekkst Bílaklúbb- ur Akureyrar fyrir torfærukeppni í malarnámum bæjarins. Kepp- endur voru 5 og var gengi þeirra misjafnt. Voru þrautirnar flestar mjög erfiðar og þurfti oft að draga bílana upp úr drulludýjum og öðrum hindrunum. Sigurvegari í keppninni varð Benedikt Eyjólfsson sem ók Willys-bíl með 428 cubica Ponti; ac-vél. Hlaut hann 1800 stig. í öðru sæti varð Sigurður Baldurs- son á Willys 283 cubica, hann fékk 1710 stig. I þriðja sæti varð Einar Ingólfsson á Willys Renegade 304 cubica með 1320 stig. Myndin sýnir Sigurð Baldursson í erfiðri hindrun. HRAUN KERAMIK íslenskur listiðnaöur LÆ^. GLIT HOFÐABAKKA 9 REYKJAVIK SIMI 85411 SHAKESPEARE sportveiðarfæri eru löngu orðin lands- þekkt á íslandi. Urvalið gerir sportveiðimönnum kleift að nota SHAKE- SPEARE frá unga aldri fram á hátind veiði- mennskunnar. Gæðin eru óumdeilanleg, hvort sem um hjól, stengur línur eða annað er að ræða. SHAKESPEARE fæst í næstu sportvöruverslun — viðgerða og varahlutaþjónusta. Taktu SHAKESPEARE með í næstu veiðiferð og njóttu ánægjunnar. þeir eru að fá ann á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.