Morgunblaðið - 18.07.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.07.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1979 11 Öldruðu fólki í Skagafirði boðið í kaffi- samsæti Bœ, 16. júlí. Sunnudaginn 15. þessa mánað- ar bauð Kveníélagasamband Skagafjarðar öllu öldruðu fólki til til kaffidrykkju og fagnaðar í Varmahlíð. Lionsklúbburinn Höfði á Hofsósi tók þátt í ferða- kostnaði fólksins. Svo dásamlega vildi til að þessi dagur var ein- hver hlýjasti og besti það sem af er sumrinu. Nú er hins vegar komið norðan slagveður aftur. Fólkið fjölmennti svo vel að félagsheimilið var þéttsetið en samkomuna sóttu að minnsta kosti þrjúhundruð manns. Allar móttökur og veitingar voru af rausn veittar og gestir skemmtu sér með ágætum. Til samsætisins var einnig boðið gestum frá Reykjavík, sem nú dvelja á Löngu- mýri. Létu þeir mjög vel af dvöl sinni þar og höfðinglegu boði kvenfélaganna að Varmahlíð. All- ir voru á einu máli um að þetta framtak kvenfélaganna væri til fyrirmyndar og þakkarvert. —Björn Nýttritum bókasafnsmál Nýlega kom út í Reykjavík ritið Fra Norrone skrifter til nordiske forskningsbiblioteker, þar sem birt eru erindi og umræður frá þingi Sambands norrænna rannsóknarbókavarða (Nordisk videnskabeligt Bibliotekarfor- bund), sem haldið var í Reykjavík 18.—23. júní 1978. Á þinginu var m.a. fjallað um menntunarmál bókavarða og tölvu- notkun í rannsóknarbókasöfnum. En aðalefni fundarins laut að skipu- lagsmálum rannsóknarbókasafna á Norðurlöndum. Birt er í heild langt erindi, sem Morten Laursen Vig, yfirbókavörður við háskólann í Hróarskeldu, lagði fram. Þar gerir hann úttekt á stöðu þessara mála á Norðurlöndunum öllum og reifar framtíðarhorfur í hverju landi fyrir sig. Birtir eru útdrættir úr umræðum á þinginu, þ.á.m. álit starfshópa. Þá er í ritinu yfirlitsgrein um NORDINFO, norræna stofnun á sviði rannsóknarbókasafna og upplýsingaþjónustu, er tók til starfa í ársbyrjun 1977. Til fundarins voru sérstaklega boðnir landsbókavörðurinn í Færeyjum, Sverri Egholm, og lands- bókavörðurinn í Grænlandi, Hans Westermann, og eru birt í ritinu erindi er þeir fluttu um bókasafns- mál í sínum heimalöndum. Þetta er í fyrsta skipti sem Færeyjar og Grænland eiga fulltrúa á þingum Sambands norænna rannsóknar- bókavarða. Loks er í ritinu listi um þátt- takendur á þinginu, en þeir voru alls um 130. Fundartíðindin eru 220 blaðsíður og prýdd mörgum myndum. Þau eru gefin út á vegum Sambands norrænna rannsóknarbókavarða, undir ritstjórn Einars Sigurðssonar og Helga Magnússonar. Ritið fæst í Bóksölu stúdenta og Bókaverslun Sigfúsar Eymundsson- ar. U (rr* e t WA.V tx*hvrH**fwrv.gi>\ . mnn t* T-uz hovitme swtílíe'i iil ftO’uiishe S'o(misK viocKSKÁMii.mr msijoj i* «ar«K«..<><o », MTOIRMSMOOÍ RSVKjlAVtK U-«. JUW IM» Vélakostur Húseininga er mjög fullkominn. Ljósmyndir Kristján Magnússon. Bezta auglýsingin er fólkið sjálft Sem hefur látið ákaflega vel af húsun- um frá okkur, sagði Sigurður Hlöðvers- son, tæknifræðingur hjá Húseiningum „Söluskattslækkunin til sam- ræmingar hinum hefbundna byggingariðnaði hefur bætt aðstöðu okkar verulega en þar var mikið réttlætismál á ferð- inni. Nú loks hefur okkur verið sköpuð samkeppni á jafnréttis- grundvelli. Þannig lækka hús frá okkur um 6.33%. Tólf milljón króna hús frá okkur, með sölu- skatti inniföldum lækkar í lið- lega 11.2 milljónir króna,“ sagði Sigurður Hlöðversson, tækni- fræðingur Húseininga hf. á Siglufirði er blaðamönnum var boðið að skoða verksmiðjuna. Þar starfa nú um 38 manns og húsrými verksmiðjunnar er lið- lega 3 þúsund fermetrar. Matthías Sveinsson, er gegnt hefur framkvæmdastjórastöðu Húseininga sfðastliðin fjögur ár, hefur látið af störfum, tekið við stöðu framkvæmdastjóra Stál- víkur. En við framkvæmda- stjórn Húseininga hefur tekið Sigurður Kjartansson, bygg- ingaverkfræðingur. „Fyrirtækið hefur sífellt verið að færa út framleiðslu sína. í þeim einingum, sem við framleið- um nú þá gefst kaupandanum á milli 50 og 60 möguleikar á að útfæra eigin byggingu. Fjöl- breytnin er því mikil. Enda hefur það sýnt sig að fólk kann ákaf- Sperrur negldar saman f fullkomnum vélum. lega vel að meta þessi hús og okkar bezti auglýsandi er fólkið sjálft sem býr í húsunum. Árið 1976 voru framleidd hér 22 hús. Árið 1977 komst framleiðslan upp í 32 hús, 40 árið 1978 og á þessu ári munum við framleiða á milli 55 og 60 hús. Af þessu sést að mikill stígandi hefur verið i framleiðslunni hjá okkur og við erum vel undir það búnir að taka við þessari aukningu, þar sem verksmiðjan er vel búin tækjum, og við erum svo lánsöm hér að hafa á að skipa úrvalsstarfs- fólki,“ sagði Sigurður Hlöðvers- son ennfremur. „Samanburður verðs við hið svokallaða vísitöluhús er okkur ákaflega hagstætt. Þannig er verð á einingahúsi frá okkur fullfrágengin 27% lægra en verð venjulegs steinhúss. Við erum ákaflega stoltir af þessum árangri og þessi hagstæði verð- samanburður hefur ekki fengist með því að spara efni. Síður en svo, við leggjum mikinn metnað í góða framleiðslu. Það sem gerir okkar verð jafn hagstætt og raun ber vitni, felst í góðri skipulagn- ingu, góðum tækjum og starfs- fólki,“ sagði Sigurður Kjartansson, hinn nýi fram- kvæmdastjóri Húseininga. „Þessi verksmiðja hefur náð að festa rætur undir stjórn þeirra Sigurðar Hlöðverssonar og Matthíasar Sveinssonar, sem nú lætur af störfum," sagði Sigurður Kjartansson ennfremur. „Þegar ég kom hingað í upphafi þá var spurningin að finna kaup- endur. En húsin hafa nú sannað ágæti sitt og þau auglýsa sig þannig sjálf. Við sýndum á sínum tíma tvö hús uppi í Steinaseli og þangað komu 8 þúsund manns, sem var alveg með ólíkindum. Og upp úr því bárust til okkar 400 fyrirspurnir og fólk fékk senda frá okkur sérstaka möppu, þar sem hinir fjölbreytilegustu möguleikar eru sýndir. Við erum ákaflega stoltir af framleiðslu okkar og það hefur sýnt sig að einingahúsin hjá okkur þola mjög vel íslenzka veðráttu — viðbrögð kaupenda hafa sannað það,“ sagði Matthías Sveinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri við blað^ menn. Sigurður Kjartansson, hinn nýi framkvæmdastjóri Húseininga tekur við lyklunum úr hendi Matthíasar Sveinssonar er nú hefur tekið við framkvæmdastjórastöðu hjá Stálvík. FIDELITY Pantiö myndalista í síma 22600 SJÓNVAL Vesturgötu 11 Reykjavík sími 22600 FIDELITY STEREO SAMSTÆÐAN Sérstök hljómgæöi, hagstætt verö. Innifaliö í veröum: Útvarp meö FM-L-M-S bylgjum, plötu- spilari, magnari, segul- band og 2 hátalarar. Gerö MC5 gerö MC 6 meö dolby kerfi gerö 4-40 gerö 5-50 meö dolby kerfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.