Morgunblaðið - 18.07.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.07.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ1979 15 Leggja Færeyingar flotanum 15. ágúst? Þórshöfn,17.júlí. Frá Jögvan Arge, fréttarit- ara Mbl. FÆREYSKIR togaraútgerðarm- enn segja útgerðina eiga við það mikla rekstrarerfiðleika að etja í dag, og samþykktu þeir á fundi að leggja flotanum frá og með 15.ágúst næstkomandi, verði þeim ekki sköpuð betri rekstr- arskilyrði. Það er samdóma álit samtaka togaraeigenda, „Trolskip", að vonlaust sé að halda áfram útgerð við núverandi aðstæður. Einkum hefur útgerð togara sem veiða á heimamiðum gengið erfiðlega, og sögðu fulltrúar útgerðarinnar að grípa yrði nú þegar til aðgerða til aðstoðar útgerðinni. Hefur lands- stjórninni verið kynnt afstaða útgerðarinnar, en verið er að gera samantekt um rekstur togaranna það sem af er á árinu, og verður skýrslan lögð fram á fundum fulltrúa útgerðarinnar og lands- stjórnarinnar. Það kom fram á fundi Trolskip að rekstrarskilyrði útgerðarinnar hafi versnað til muna frá því að útgerðin átti fund með lands- stjórninni 2.apríl sl. um vanda togaraútgerðarinnar. Á þeim fundi var stjórninni kynnt sú afstaða útgerðarinnar að rekstur- inn gæti ekki greitt hærra olíverð en 60 aura á lítrann. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelisgæslunni er afli fær- eyskra fiskiskipa handfærabátatlínubáta og togara alls 12.306 tonn miðað við 16. júlí. Áf þessu er þorskur 3383 tonn. Stefna Carters í mannrétt- indamálum hvatti andstæð- inga Somozas til uppreisnar Mana«:ua. Nicaragua, 17. júlí, AP. ANASTASIO Somoza Debayle, er afsalaði sér völdum forseta í dag, var þriðji forseti úr fjölskyldu er komizt hafði til valda f landinu í krafti auðmagns. Andstæðingar hans fundu Somoza, sem útskrifaðist úr bandaríska herskólanum í West Point í New York, það heizt til foráttu að hann virti mannrétt- indi að vettugi. Stuðningsmenn hans hældu honum hins vegar gjarnan fyrir að koma á efna- hagslegu jafnvægi f landinu, sem telur 2,5 milljónir íbúa. Þeir sögðu einnig að hann hefði bætt hag hinna fátæku til muna, en andstæðingar forsetans fyrrver- andi sögðu að hann hefði merg- sogið þjóðina, og kálað þeim er ekki vildu lúta valdi hans. Hvorki faðir Somoza, né bróð- ir, en þeir gegndu embætti for- seta á undan Somoza, mættu slíkri mótspyrnu sem Somoza hcfur átt við að stríða allt frá því í júlí 1977. Ljóst var að stórir hópar kunnu ekki að meta stjórnarhætti Somozas. Óánægjan brauzt fyrir út í júlí 1977, er forsetinn leitaði sér lækninga í Bandaríkjunum vegna hjartaáfalls. Skæruliðar sandinista, er reynt höfðu í tvo áratugi að knésetja Somoza- fjölskylduna og koma á marxískri stjórn í landinu, létu til skarar skríða. Gripu þeir til vopna og réðust á sautján hervirki i des- ember ’77. Talið er að þá hafi 24 fallið. Kaþólska kirkjan í landinu er hafði þangað til ekki skipt sér af stjórnmálum, hóf um þetta leyti að gagnrýna stjórn landsins og tilnefndi mörg meiriháttar mannréttindabrot. Lýðræðislega frelsisbandalagið, sem Pedro Chamorro blaðaútgefandi stofnaði og var í andstöðu við stjórnina, hvatti opinberlega til allsherjar sáttaviðræðna og lagði til að sandinistum yrði veitt aðild að þeim. Verkalýðssamtök hófu að krefjast kauphækkana. Eftir að Chamorro var myrtur á götu í Managua 10. janúar 1978 reið alda ofbeldisaðgerða og átaka yfir landið. Fáir lögðu trúnað á yfirlýsingar Somozas um að hann hefði ekki átt aðild að morðinu, en menn er grunaðir voru um morðið á Chamorro sögðu fyrir rétti að háttsettir menn í stjórn Somozas hefðu komið morðinu í kring og reitt í því skyni 100,000 dollara af hendi. Opinberlega hefur verið skýrt frá að yfir 150 hafi farist og um 800 særst í átökum í landinu fyrstu átta mánuðina 1978, en á þeim tíma krafðist fólk með ólíkar stjórnmálaskoðanir þess að Somoza færi frá. Kaupsýslumenn lögðust á sveif með verkalýðsleið- togum og efndu til verkfalla í tvær vikur í janúar, og var allt athafna- líf í landinu lamað. Efnt var til svipaðra aðgerða í júní og ágúst og enn var krafan sú að Somoza færi frá. Somoza lét sér ekki segjast og lýsti því yfir að hann ætlaði að sitja út kjörtímabilið, til 1981. Kunnugir segja að utanríkis- stefna Bandaríkjanna hafi orðið þess valdandi að andstæðingar Somozas létu opinberlega í sér heyra. Allt þar til að stjórn Carters, sem lagði ríka áherzlu á virðingu fyrir mannréttindum kom til valda naut Somoza full- tingis bandarískra stjórnvalda vegna hörku sinar gegn kommún- isma. Sandinista-hreyfingin hefur hingað til verið n.k. sameiningar- tákn andstæðinga forsetans fyrr- verandi. Hreyfingin var stofnuð á 18. júlí ólfur ofsi felldur) 1255 — Tyrkir brenna upp dönsku húsin i Eyj- um 1627 - d. Páll Vídalín lögmaður 1727 — Jón Ólafsson frá Svefneyjum 1811 — Bjarni Jónsson frá Vogi 1926 — Holds- veikraspítalinn í Laugarnesi vígður 1898 — Jerome Napoleon prins fer héðan til Grænlands 1856 — Sambandsnefndin nær samkomulagi 1918 — Silfra- staðakirkja flutt að Árbæ 1959 — Ásgeir Ásgeirsson forseti í heimsókn í Washington 1967 — Mótmælaferð Þingeyinga til Ak- ureyrar gegn Gljúfurversvirkjun 1970 — Flugvél rekst á Geir- mundartind í Akrafjalli (tveir fórust) 1971 — f. Oddur Björns- son 1865 — Eðvarð Sigurðsson 1910 — Örn Ó. Johnson 1915 — Fritz Weisshappel 1908 — Stór- bruni í ísaga 1963. Orð dagsins — Ég segi ekki brandara; ég horfi bara á ríkis- stjórnina og segi frá staðreynd- um — Will Rogers, bandarískur leikari (1879-1935). Somoza miðjum síðasta áratug og starfaði einkum fjarri höfuðborginni. En 1974 hóf hreyfingin hryðjuverk í Managua, er ráðist var á sam- kvæmi diplómata. Héldu skæru- liðar 40 manns í gíslingu þar til Somoza lagði þeim til flugvél og mikla peninga og lofaði þeim að fara til Kúbu. Enn varð Somoza að ganga að kröfum skæruliða eftir að þeir réðust inn í þinghúsið í Managua 22. ágúst í fyrra og tóku 1,500 þingmenn, stjórnajmenn og óbreytta í gíslingu. Svo virtist sem Somoza, næði yfirhöndinni í þeim öldum átaka er brutust út 1977 og 1978. Þegar mótbárur voru bældar niður, en sóknin sem hófst 28. maí si. reyndist honum um megn. Afhenti hann þinginu lausnarbeiðni sína í dag og sagðist myndu hverfa úr landi. Somoza var kosinn forseti 1967, og þá til fimm ára, en háværar raddir voru uppi um kosninga- brall. Seinna gerði hann sam- komulag við stjórnarandstöðuna, kosningum var frestað, herstjórn, með Somoza sem æðsta mann, var stofnuð til bráðabirgða til þess að endurskoða stjórnarskrána og kosningalög. Þegar svo efnt var til nýrra kosninga 1974 var Somoza kjörinn forseti til sjö ára en hann hefði ekki getað boðið sig fram ef fyrri kosningalög hefðu verið í gildi. En hann samþykkti þó að eftir 1981 gæti hann eða fjölskylda hans ekki gert tilkall til valda í landinu. Somoza-fjölskyldan var efnuð og hafði fjárfest víða í Bandaríkj- unum og annars staðar í Norður- og Suður-Ameríku. Talið var að eigur fjölskyldunnar væru á bilinu 10—500 milljóna Bandaríkjadoll- ara virði. Lule segir Uganda lepp- ríki Tanzaníu Nairobí,17.júlí,AP.Reuter. Yusufu Lule fyrrum Ugandafors- eti sagði í dag að Uganda væri ekkert annað en leppriki Tanzan- íu, og að hermenn Tanzaníu hefðu hrellt landsmenn upp á síðkastið. Lule kom um heígina til Nairóbí frá London, en þang- að fór hann fyrir skömmu vegna sjúkleika. Lule sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með Julíus Nyerere forseta Tanzaníu, er aðstoðaði forsetann fyrrverandi að kollv- arpa Amin í apríl. Hermt er að Nyerere hafi lagt hart að Lule að lýsa opinberlega stuðningi við Godfrey Binaisa núverandi for- seta Uganda, er Nyerere hélt Lule í haldi í Dar Es Salaam í síðasta mánuði, en Lule þrástagast við. Lule var steypt af stóli vegna ágreinings er kom upp um skipan stjórnar hans, og var efnt til mikilla mótmæla í Kampala er bráðabirgðaþing landsins setti hann af. Bæði Nyerere og Binaisa eru um þessar mundir staddir á leiðtogaf- undi Afríkuríkja í Líberíu. Með Lule í Nairóbí eru ýmsir helztu ráðgjafa hans, svo og sonur hans. Mikill öryggisvörður er hafður um hótelið þar sem Lule og fylgdarlið hans hefst við. Á blaðamannafundi í dag sagði Lule að þótt 50,000 hermenn frá Tanzaníu væru í Uganda, héldu þeir ekki uppi lögum og reglu, heldur rændu híbýli, kvikfénaði og notuðu byssur sínar til að heimta peninga af fólki á götum úti. Ferðamenn frá Uganda skýrðu frá því í dag að yfir 300 manns hefðu soltið heilu hungri í norð- austurhluta landsins á síðustu mánuðum, og að tugþúsundir þjáðust af vannæringu. Sögðu ferðalangarnir að fólk af Karam- ojong ættflokki, sem væri vel vopnum búið, hefðu rænt nautpen- ingi frá nágrannaættflokkum. Schlesinger hættir Washington, 17. júlí. AP-Reuter. JAMES Schlesinger orkuráð- herra í stjórn Carters sagði í sjónvarpsviðtali í dag að hann hyggðist hverfa úr embætti _löngu áður“ en forkosningar vegna bandarísku forsetakosn- inganna hefjast á næsta ári. Schlesinger sagði að Carter forseta hefði verið þetta ljóst áður en hann hélt til leiðtoga- fundarins í Tókýó. Schlesinger hefur lengi legið undir mikilli gagnrýni í sam- bandi við orkuvandamál Banda- ríkjanna, og hafa jafnvel þing- menn og ráðgjafar forsetans krafist þess að ráðherra yrði settur af. Þetta gerðist 1976 — Fyrsta sigling sovézks flugvélamóðurskips um tyrk- nesku sundin. 1972 — Egyptar reka sovézka hernaðarráðunauta úr landi. 1969 — Bifreið Edward Kenne- dys fer út af brú á Chappaqui- dick-eyju og lík Mary Jo Kop- echne finnst í bílnum. 1962 — Herbylting í Perú og bandarískri hernaðaraðstoð hætt. 1960 — Hyato Ikeda verður forsætisráðherra í Japan. 1944 — Tojo hershöfðingi segir af sér í Japan. 1938 — Flugmaðurinn Douglas („Wrong-Way“) Carrigan kemur til írlands frá New Yor.k úr ferð sem hann ætlaði til Kaliforníu. 1925 — Nettuno-samningur ít- ala og Júgóslava undirritaður. — Uppreisn Drúsa hefst í Sýrlandi. 1925 — Fyrri hluti „Mein Kampf“ eftir Adolf Hitler kemur út. 1918 — Seinni orrustan um Marne. 1917 — Tilraun bolsévíka til að hrifsa völdin í Petrograd fer út um þúfur. 1872 — Leynilegar kosningar teknar upp í Bretlandi. 1870 — Lýst yfir óskeikulleika páfa. 1812 — Bretar ganga í lið með Svíum og Rússum gegn Frökkum samkvæmt Örebro-samningn- um. 1792 — Frakkar segja Sardiníu stríð á hendur. 1526 — Vald páfa lýst dautt og ómerkt í Englandi. 64 — Róm brennur og Neró keisari leikur á fiðlu. Afmæli — William M. Thacke- ray, brezkur rithöfundur (1811-1863) - Red Skelton, bandarískur gamanleikari (1913 —) — John Glenn, fv. bandarísk- ur geimfari (1921 —). Andlát — John Paul Jones, sjóliðsforingi, 1792 — Benito Juarez, stjórnmálaleiðtogi, 1872. Innlent — Þverárfundur (Eyj- Veður víða um heim Lissabon London Los Angeles Madrid Malaga 30 léttskýjað 24 léttskýjað 26 heiðskfrt 34 skýjað 29 heiðskirt Akureyri 7 alskýjað Mallorca Miami 30 léttskýjað 30 rigning Amsterdam 20 skýjað Moskva 22 heiðskírt Apena 31 heiðskirt NewYork 31 heiðskírt Barcelona vantar Ósló 17 skýjað Berlín 18 skýjað París 23 léttskýjað Brflsael 21 skýjað Reykjavik 9 skýjað Chicago 24 heiðskfrt Rio de Janoiro 25 rigning Frankfurt 20 rigning Rómaborg 31 heiðskfrt Genf 27 léttskýjað Stokkhólmur 17 skýjað Helsinki 20 rigning Tet Aviv 32 léttskýjað Jerúsalem 32 léttskýjað Tókýó 25 skýjað Jóh.borg 18 heiðskírt Vancouver 27 léttskýjað Kaupm.höfn 18 rigning Vínarborg 18 skýjað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.