Morgunblaðið - 18.07.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.07.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1979 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúí Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og skrifstofur Augiýsingar Afgreiósla hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstrnti 6, sími 10100. Aöalstræti 6, sími 22480. Sími83033 Áskriftargjald 3500.00 kr. á ménuöi innanlands. í lausasölu 180 kr. eintakið. Kominn tími til að vakna Fátt lýsir betur auðnuleysi ríkisstjórnarinnar en það viðhorf hennar að miða allar sínar áætlanir í atvinnumálum við það, að lífskjör hljóti að fara versnandi á næstu árum. Þannig talar viðskiptaráð- herra um „viðvarandi kreppuástand" sem einhverja óumbreytanlega staðreynd, sem ekkert verður við gert. Að vísu hlýtur olíukreppan að valda okkur þungum búsifjum í bili, einkum vegna þess að mánuðir hafa liðið svo, að ekkert raunhæft hefur verið gert til þess að við getum fengið olíu keypta á betri kjörum en við verðum nú að sæta. í nýlegri forystugrein í Metal Bulletin er fjallað um þá miklu möguleika, sem okkur hafa opnast vegna orkukreppunnar. Þar er komizt svo að orði, að „ísland geti orðið einn mikilvægasti staðurinn í framtíðinni“ vegna hinnar miklu orku, sem landið býr yfir, enda finnst blaðinu ekkert undarlegt, þótt áhugi ýmissa fyrirtækja á orkufrekum iðnaði hér á landi hafi aukizt og nefnir Alusuisse og Elkem í því sambandi. Á ráðstefnu, sem Bandalag háskólamanna efndi til í vetur, kom það glöggt fram, að hverfandi líkur eru til þess að okkur takizt að bæta lífskjörin hvað þá að halda til jafns við aðrar þjóðir nema afstaða okkar til orkufreks iðnaðar gjörbreytist. Enda er það svo, að allir stjórnmálaflokkarnir hafa með einum eða öðrum hætti staðið að því, að hér rísi orkufrekur iðnaður. Þannig var álverið byggt á viðreisnarárunum og Magnús Kjartansson átti frumkvæði að því, að járnblendiverksmiðja var sett hér á fót. Engum, sem þekkir staðreyndir málsins, blandast lengur hugur um, að samningarnir um álverið hafa reynst mjög vel og fært okkur mikið í aðra hönd miðað við þann tíma, sem það var reist. Þeir samningar grundvölluðust á því, að við ættum að sækja okkar hagnað í orkusöluna og hafa allt á þurru, fremur en að taka þá áhættu, sem eignaraðild að verksmiðjurekstr- inum sjálfum hlýtur að fylgja í harðri samkeppni við fj ölþj óðasamsteypur. Margir mega ekki heyra stóriðju nefnda vegna þess, að slíkum rekstri hljóti að fylgja mikil mengun. Auðvitað er undir engum kringumstæðum réttlætan- legt að gera lítið úr þeim þætti málsins. En þá verður líka jafnframt að hafa í huga, að mengunarvarnir eru allt aðrar og betri en áður og í stöðugri framþróun. Öll tilvísun til fortíðarinnar í þeim efnum er því mjög varhugaverð og í mörgum tilvikum fákunnátta, eða jafnvel fordómar. Við Islendingar stöndum nú frammi fyrir því, að svo mjög hefur verið gengið á fiskstofnana, við við getum ekki nýtt afrakstursgetu fiskiskipastólsins til fulls og framundan vofir stöðvun hans yfir, ef stjórnvöld halda fast við fyrri ákvarðanir um þorskveiðitakmarkanir. Uppi eru áform um að draga úr framleiðslu landbúnað- arvara og minna hefur orðið úr arðbærum útflutnings- iðnaði en vonir stóðu til, þegar við gengum í Efta. Með hliðsjón af versnandi viðskiptakjörum blasir því við, að lífskjörum hlýtur að halda áfram að hraka, nema annað komi til. Og þar sem nærtækast er, — og engan veginn óaðgengilegt, ef rétt verður á haldið, — er nýting þeirrar óhemju orku, sem blundar í fallvötnun- um og í iðrum jarðar. Samninganefndir Akureyrarbæjar, iðnaðarráðuneytis- ins og Reykjavíkurborgar komust nýlega að samkomulagi um sameignarsamning nýrrar Landsvirkjunar. Grund- völlur þess samnings er sá að Laxárvirkjun sameinist núverandi Landsvirkjun og að fyrirtækið yfirtaki byggðalínurnar. Eignaraðild fyrirtækisins verði þannig að Akureyrarbær eigi 7.6%, Reykjavíkurborg 42.4% og ríkissjóður 50%. Eignaraðild núverandi Landsvirkjunar er þannig háttað að Reykjavíkurborg á helming á móti ríkinu. Gert er ráð fyrir því að hið nýja fyrirtæki nái til landsins alls og sjái um meginraforkuvinnslu landsins. Sameignarsamningurinn um hina nýju Landsvirkjun er þó háður samþykki borgarstjórnar Reykjavíkur og bæjarstjórnar Akureyrar sem nú eru í sumarleyfum og koma ekki saman fyrr en í haust. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram í borgarráði Reykjavíkur tillögu þess efnis að sameignar- samningurinn skyldi borinn undir atkvæði íbúa Reykja- víkur og á fundi borgarráðs í gær var samþykkt að vísa þeirri tillögu til borgarstjórnar. Morgunblaðið átti í gær viðtal við Birgi ísleif Gunnarsson, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi borgarstjóra, til að fá fram hans sjónarmið í þessu máli, en hann hefur lýst sig andvígan sameignar- samningnum og lagafrumvarpinu um nýja landsvirkjun. Fer viðtalið hér á eftir. Rætt við Birgi ísleif Gunnars- son um fyrir hugaða stofnun nýrrar Lands- virkjunar Ofært að ganga til samninga með skilyrðum ráðherrans — Hver var aðdragandinn að þessum sameignarsamningi og hvers vegna neituðu sjálfstæðis- menn í borgarstjórn Reykjavíkur áð taka þátt í samningaviðræðun- um um hina nýju Landsvirkjun? „Þegar bréf kom frá núverandi iðnaðarráðherra um skipan samn- inganefndarinnar var undanfari þess sá að ráðherra hafði sjálfur skipað nefnd til að gera tillögu um skipulag raforkuöflunarinnar í landinu, þá einkum hver ætti að vera framtíð Landsvirkjunar í þessu kerfi. Hvorki Landsvirkjun né Reykjavíkurborg sem helm- ingseignaraðili að Landsvirkjun var gefinn kostur á að tilnefna fulltrúa í þessa nefnd. Hún skilaði tillögum sem voru byggðar á fyrirframákveðinni stefnu ráð- herrans og þá fyrst var Reykjavík- urborg gefinn kostur á að tilnefna menn í nefnd sem ganga skyldi til samninga á grundvelli nefndar- álitsins. Þetta töldum við óhæf vinnu- brögð og ófært að ganga til samn- inga með skilyrðum ráðherrans og neituðum því þátttöku í þessari samninganefnd. Nú hafa fulltrúar vinstri flokk- anna í borgarstjórn gert samning sem ber þess öll merki að vera gerður undir þrýstingi frá ráð- herranum og að samningamenn borgarinnar hafa verið í vörn allan tímann. Málflutningur þeirra nú þegar þeir verja þennan samning byggist á því að benda á að þeim hafi tekist að ná út úr tillögum ráðherrans nokkrum hortittum, en þá er æði nóg eftir.“ Gífurlegt vald færist á fárra hendur í orkumálum — I hverju eru helstu atriði sameignarsamningsins fólgin og gagnrýni ykkar á þau? „í fyrsta lagi gera tillögur þeirra ráð fyrir sameiningu allrar meginraforkuvinnslu landsins í eitt fyrirtæki undir einni stjórn. Þessar tillögur fela því í sér alltof mikla miðstýringu og byggja á ákveðnum grundvallarsjónarmið- um í stjórnmálum. Tillögur sem uppi eru nú frá Alþýðubandalag- inu um að sameina allan olíuinn- flutning og vátryggingarstarfsemi byggja á þessum sömu grundvall- arsjónarmiðum. Rök miðstýringarmanna eru alltaf þau sömu, að með henni sé hægt að koma við sem mestri hagræðingu, forðast mistök í fjár- festingu o.s.frv. Ég legg hins vegar meira upp úr valddreifingu og að raforkuframleiðslan sé á fleiri en einni hendi, þannig að koma megi við eðlilegum samanburði milli fyrirtækja. I hinni nýju Landsvirkjun, sem tillögur liggja nú fyrir um, verður þjappað saman gífurlegu valdi í orkumálum. Fyrirtækið á að hafa einkaleyfi til að byggja öll raf- „Verið er skömmtun „Gífurlegt vald „Reykvíkingar fá í engu ad njóta þess færist á fárra hend- frumkvæöis sem ur í orkumálum“ þeir hafa haft í orkumálum“ orkuver 5 MW eða stærri. Hjá stjórn fyrirtækisins á að liggja ákvarðanataka um nýjar virkjanir og innan þess verður mest öll sú þekking sem til er í landinu um nýjar virkjanir og undirbúning þeirra. Hætta er á því að enginn verði til að gagnrýna slíkt fyrir- tæki á jafnréttisgrundvelli. Fyrir- tækið sjálft muni eiga mjög auð- allar ákvarðanir á sama hátt og til dæmis raunin er hjá Rafmagns- veitum ríkisins með þeim fjár- hagslegu afleiðingum sem allir þekkja hverjar verið hafa.“ Ahrif Reykjavíkur myndu stórminnka — Telur þú að hagsmuna velt með að fela mistök sín og að einkenni einokunarinnar, vald- hrokinn, eigi eftir að láta til sín taka. Reykjavíkur hafi ekki verið gætt nægilega í samningunum? Gert er ráð fyrir því að Reykja- víkurborg og Akureyrarbær verði meðeigendur að hinu nýja fyrir- tæki, en ríkið muni undir öllum kringumstæðum eiga 50%. Þá er gert ráð fyrir því að önnur sveit- arfélög eða samtök þeirra geti gengið inn í fyrirtækið, en þó þannig að ríkið eigi alltaf helm- ing. Ljóst er því að ríkið mun hafa tögl og hagldir gegn mörgum ólíkum sveitarfélögum og hætt er því við að í framtíðinni muni áhrif ríkisins verða yfirgnæfandi um „Sem borgarfulltrúi í Reykjavík hef ég mikla gagnrýni fram að færa á samningsdrögin og laga- frumvarpið eins og það liggur fyrir. I fyrsta lagi munu áhrif Reykjavíkur stórminnka frá því sem nú er. Eignarhlutur Reykja- víkur minnkar úr 50% í 42.4%. Reykjavík mun fá 3 stjórnarmenn af 9, en hefur nú 3 stjórnarmenn af 7. Að vísu er ákvæði um að atkvæði % þurfi á stjórnarfund- um um ákvörðun ýmissa meiri háttar mála, en það er ekki mikils virði þar sem fulltrúar Reykjavík- ur munu ekki hafa neitt stöðvun-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.