Morgunblaðið - 18.07.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.07.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1979 Björn Sigfússon Biskup skal vígður til lands síns og hinnar almennu kristni. Hitt er tímanleg veraldarvaldsafmörkun, hver landamæri séu sett fram- kvæmdaumdæmi hans, og við viss tækifæri ber honum að þjóna líka í öðru biskupsdæmi. Það hve vígslan setur stólsbiskup út og upp fyrir geirneglt ríkisstarfsmanna- kerfi, og ætti að gera hann því frjálsari, skal ekki útskýrt núna að neinu leyti nema þessu. Það frelsi valds, sem er vígt, kemur einnig í veg fyrir að Alþingi skikki hann til að vera t.d. ráðuneytis- stjóri Kirkjumálaráðuneytis þó sagt sé að eitthvert íslenska kirkjuþingið (um 1960) hafi álitið kristninni feng að hann þjóni því. Líkt og fagskipting er gerð milli. prófessora í háskóladeild eða ráð- herra í ráðuneyti má hugsa sér dálitla fagskipting milli 2 biskupa vígðra til íslands og lanáamerkja- skipting milli þeirra komi í öðru lagi til á hinu hversdagslegra starfsþrepi embættis, lægri og vinnufrekari „level", þeir verði jafnir að tign, ójafnir f ráðstöfun- arvaldi. Á þessum hugmyndagrundvelli er það byggt, og sett inn í frum- vörp kirkjuþinga og stjórnarráðs um biskupa, að sá þeirra er situr á höfuðstaðarsvæðinu skuli tíðast standa einn að fyrirsvari þjóð- kirkju vorrar gagnvart öðrum löndum og sömuleiðis stýra ásamt kirkjumálaráðuneytinu afgreiðslu á þeim beiðnum og erindum, sem þorri landsmanna vill heldur fá afgreidd í Reykjavík en í einhverj- um sjaldfarnari landshluta. Hvorki er þessi hagræðing né faglega skiptingin efni mér skylt en eitt af tilefnum að mér finnst þessa þurfi nú að geta er ótti sumra manna um að ný biskupsaf- greiðsla fyrir norðan mundi í jafn ríkum mæli og önnur ríkisstofn- anasundrun burt úr höfuðstaðnum auka síendurtekinn ferðaþveiting manna á landshornin til að koma erindum sínum hér og þar fram. Ef heppnast má téð hagræðing, og dálítil fagskipting með, eru þarna minni hættur á óhagræði en vænta má af skiptingu stofnana á öðrum sviðum þjóðar. Önnur mikilvæg niðurstaða dregin af þeim hagræðingarvon- um er þessi: Það þarf varla að valda meira sundurlyndi að tengja í kirkjustarfi þrjá landsfjórðunga við Hólabiskup en 3—4 fjórðunga hingað til við sunnlenskan biskup. Helst er að ferðaþörf yxi dálítið svo rætt skal nú ögn um hana. Vegur bundinn slitlagi allt frá Hvalfirði og Borgarnesbrú að brú Héraðsvatna hjá flugvelli Sauðár- króks mun koma fyrr í gagn og betur vetrarfær en Öxnadalsheið- arvegur steyptur til Eyjafjarðar, sem þó að lokum kemur, og vegur fær svo slitlag til Húsavíkur en (löngu?) seinna til Austurlands. Af þessu mætti ráða að áhyggju- minna verði að ieggja til Hóla- stóls og biskups á Sauðárkróki Vesturlandskjördæmi heldur en Austurland. Öfugt kann þessu raunar að vera farið en frágangs- Heim til Hóla — úr þrem fjórðungum Seinni grein: Átján sýslna andlegt veldi — og rýmra þó sök er hvorugt, síst fyrir vondar samgöngur. Væri biskup á Akur- eyri hlyti vond Öxnadalsheiði að setja strik í reikninginn. Góðvegur úr Djúpi yfir Steingrímsfjarðar- heiði og inn í Hrútafjörð mun bæta mjög samskipti Vestfjarða við Húnaflóasvæðið og þaðan norður í land. En vitanlega mun þorri farþega af Austurlandi og Vestfjörðum neyta batnandi flug- samgangna hvenær sem stefnt er í aðra landshluta. Sá háttur að hver slík flugferð þarfnist milli- lendingar í Reykjavík mun ekki standa um aldur og ævi. En játa ber að þvert í móti hringvegs- áhrifum er hann farinn að ein- angra kjördæmin, binda þau Reykjavík einni meira en var. Stofnun vinabæjatengsla úr ein- um landsfjórðungi við annan ger- ist því tímabær ekkert síður en norrænu tengslin með því nafni. Engin sérleg hvatning til frá- spyrnu dreifbýlissamtaka gegn veldi Suðvesturlands felst í ósk, sem mér finnst tímabær, um | vaxandi samstöðu „þriggjafjórð- ungafólks" á menningar- og sam- hjálparsviðum. Fast fylkjaskipu- lag á þessu yrði aldrei nema ólán. Hlutseig afskipti frjálsra sam- taka, sem væru þess eðlis er nyrðri biskupsstóllinn mundi taka ópólitískan þátt í, geta orðið áhrifameiri en lögboðið kerfi. Hvað eina sem bætir „integration" milli þjóðarparta eykur um leið þörf fólks til samgangna, sem skrifast þá ekki á kostnaðarreikn- ing Hólastóls. Leiðir til að kynnast guðdómin- um eru, sem leikir menn vita, fleiri en ein eða tvær. Ágsborgar- játning fortekur varla heldur að vel kynni að rýmka um þá leit ef vér hefðum hér biskupsstólana báða. Ekki eru þessi orð trúfræði heldur þáttur í baráttu venju- legra íslendinga við að þekkja sig eða æðra sjálf sitt í skapara sínum og verki hans. Upphaf fyrri greinar minnar sagði eitthvað í þá átt. Frekari ályktun: Biskupsmál þetta er ekki fyrst og fremst sérmál safnaðarfulltrúa heldur væntanleg aðgerð, sem stuðli að því að gera alla þjóðina heil- steyptari og trúarlega opna. Fjöldi prófastsdæma lúti Hólabiskupi Áðan kom lauslega fram að ég tilheyri þeim hlutum þjóðar sem illa líst á að reyna (norska) fylkjaskipting í fámenni voru og að spyrna með þeim hætti móti höfuðstaðarsvæðinu, sem er 2 kjördæmi af 8 alls. Fyrr gat ég komandi þingsætatilfærslu til brýnnar kosningaréttarjöfnunar og hins að eins konar bætur þarf kjördæmi í móti þegar það missir einn þingmanninn sinn. En það sýnist mér einmitt Norðurlands- kjördæmi vestra munu gera og vildi feginn að tafl þess landshluta hlyti ekki miklu lakari stöðu í framtíð þótt mannakaup gerðust, sakir ytri orsaka sem ég hef tjáð, og skipt yrði á hrók og biskupi, sem báðir yrðu áfram á lífi. Oftrú á að ríkið og hvert eitt þingsætið sé það sem haldi kjördæmi og landshluta á floti mætti víst þoka dálítið fyrir nýrra trausti til áhrifanna, sem bæði frjáls samtök og stofnanir eins og biskupsstóll geta haft. Á hversdagslegra starfsþrepi biskupsvinnunnar standa próf- astsdæmin, sem honum verður ætluð umsjón með og hann vitjar reglubundið í vísitasíuferðum. Göngum út frá mestri vídd, þrem landsfjórðungum. Prófastsdæmafjöldinn hefur mestan part 20. aldar verið sami og sýslnafjöldinn, nema hvað ógert var látið að kljúfa prófasts- dæmi Húnvetninga og Barð- strendinga þegar þeir klufu sýslur sínar í eystri og vestri hluta. I stað prófasta ætla ég að telja sýslur; það er hlutlaust. Sameining á þeim sumum í stærri prófasts- dæmi er hafin og fyrst hún er það er hún varla enduð né mörk hvers um sig föst, sbr. niðurlagsorð mín í fyrri grein. Þá eru í Austurlands- kjördæmi 3 sýslur, á Norðurlandi 6 (forðum fjórar), í Vestfirðinga- fjórðungi 9, samtals 18 sýslur. En á Suðurlandi heilu (3 kjördæmi og tveir þriðjungar þjóðar) eru Kjal- arnesprófastsdæmið forna og sýsl- urnar 3, sem mynda ásamt Vest- mannaeyjum Suðurlandskjör- dæmið. Víst er þetta takmarkað raun- gildi, sem felst í hlutfallamunin- um milli 18 sýslna nyrðra stiftis og aðeins 4 eða 5 prófastsdæma í hugsuðu „Skálholtsbiskupsdæmi"; hið síðarnefnda er viðameira í reynd. Átján sýslna andlegt veldi býður fjölþætta möguleika og krefst ótökulegra persónukynna. Hafi einhver óttast Parkinsonlög- málaþróun í 16%-biskupsdæminu, þarf engum að koma hún í hug vegna tillagna, sem hér eru reifað- ar. Óröskuð stæði meginhugmynd tillagna og túlkun mín á henni þó Vesturlandskjördæmi, 4 sýslur, fengist eigi til annars en fylgja syðra biskupsdæminu. Meiri smækkun á þriðjungskröfu til Hólastóls kalla ég ekki góðs vita, betra sé að fresta afgreiðslu uns hún gangi fram að mestu. Enda er vissa að öllum er það léttbærast að una góðum þjóðkirkjufriði svo lengi sem núverandi biskup er yfir íslandi. „ , Kvöldi fynr uppstign i ngardag 1979. - B.S. „Aðstaða sportbátaeigenda súsama og fyrir 1100 árum” TVEIR sportbátar slitnuðu upp í bátalegunni í Elliðavogi um hádegisbiiið í gær. Fyrir hádeg- ið hafði hvesst nokkuð og f hádeginu var kominn norð-vest- an strekkingsvindur. Létu bát- arnir illa á legunni og bátaeig- endur voru uggandi um öryggi þeirra. Fyrir snarræði tókst að forða þeim bátum sem slitnað höfðu upp frá þvf að brotna í stórgrýttri fjörunni, en margir þessara báta eru milljóna virði og því mikið áfall fyrir eigend- urna að missa þá bótalaust. Er Mbl. menn bar að garði voru margir sportbátaeigendur að fylgjast með framvindu mála og reyndu eftir megni að forða bátunum frá skemmdum. Þar var m.a. Hörður H. Guðmunds- son varaformaður Snarfara, fé- lags sportbátaeigenda, og var hann inntur eftir, hvernig ástandið væri. „Þetta veður byrjaði rétt fyrir hádegið og slitnuðu þá tveir upp af legunni,“ sagði Hörður. „Menn í Steypustöðinni létu okkur þá strax vita hvernig ástandið var og kunnum við þeim, lögreglunni og öðrum, sem með bátunum fylgjast, mikla þökk fyrir. Þegar ég kom hingað var búið að bjarga öðrum bátnum, en hinn var hér uppi í fjörunni. Sá bátur Hörður H. Guðmundsson, vara- formaður Snarfara. Ljósm. Mbl. Kristján. er 6—7 milljóna króna virði, sé allt talið, vélar, tæki og annar aukabúnaður. Fyrir snarræði tókst að forða honum frá því að brotna hér í grjótinu og var honum siglt upp að flotbryggj- unni hér fyrir framan og verður þessi bátur líklega notaður til að draga aðra báta, sem upp kunna að slitna, burt af hættusvæð- inu,“ sagði Hörður. — Hvernig er aðstaða sport- bátaeigenda hér í Reykjavík? „Aðstaðan er nákvæmlega engin. Hins vegar er búið að skipuleggja smábátahöfn hér við Elliðavoginn og var það skipulag samþykkt í tíð síðustu borgar- stjórnar, en síðan hefur ekkert gerst í þessu máli. Á síðasta ári vorum við inni við Keili en urðum að færa okkur þaðan þegar Sambandið keypti það svæði. Þá fluttum við hingað en hér er engin aðstaða, eins og sjá má, en hér er samt betra en ekki. Þetta svæði er eina svæðið sem völ er á hér í Reykjavík og gæti orðið hér prýðileg aðstaða ef smábátahöfnin fyrirhugaða risi. Við erum ekki að fara fram á einhverja dýra höfn fyrst um sinn, aðeins að við fáum leyfi til að vera hér og að vogurinn verði dýpkaður. Hins vegar höfum við frétt að laxveiðimenn séu mjög á móti hafnarbyggingu á þessu svæði, því þeir telja að slíkt geti drepið og fælt laxinn sem gengur upp í Elliðaárnar. Við höfum aftur á móti kannað hvort smá- Oft var erfitt að fóta sig á flotbryggjunni, eins og sjá má, en sportbátaeigendur létu það ekki á sig fá. bátahöfn við ósa laxveiðiár hafi einhver áhrif á laxagengd. Fyrir nokkrum árum var byggð höfn fyrir smábáta við á í Skotlandi, en tilkoma hennar hafði engin áhrif á laxagengd í þeirri á,“ sagði Hörður. — Hafa sportbátaeigendur orðið fyrir einhverju tjóni að undanförnu? „Við höfum orðið fyrir miklum áföllum á undanförnum árum. Bátarnir eru auk þess allir ó- tryggðir, því ekkert tryggingar- félag vill tryggja hluti sem liggja undir skemmdum, ef eitt- hvað er að veðri, en það skeður oft hér á landi eins og kunnugt er. í hittiðfyrra kom t.d. vont veður og slitnuðu þá tólf bátar upp, en einn rak á land og gjöreyðilagðist hann. Menn óðu upp undir hendur í köldum sjón- um til að reyna að bjarga þeim bátum sem losnað höfðu. Það er ljóst að bráðnauðsynlegt er að hafa hér sportbátahöfn. Slíkar hafnir eru út um allan heim og og þykja sjálfsagðar. Einnig eru hafnir í nágrannasveitarfélög- unum og hafa þau boðið okkur afnot af þeirri aðstöðu. Hins vegar þykir okkur hart að þurfa að flýja höfuðborgina vegna aðstöðuleysis og þversköllumst því við. Við viljum heldur bíða lengur og fá höfn sem er viðun- andi, en að fara og fá aðstöðu á óhentugum stað, því höfnin kem- ur fyrr eða síðar. Aðstaðan hér fyrir minni skip er engin eins og áður sagði og virðist vera sú sama og var þegar Ingólfur Arnarson kom hér fyrir rúmum ellefuhundruð árum,“ sagði Hörður Guðmundsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.