Morgunblaðið - 18.07.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.07.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JULI1979 23 Magnús Blöndal frá Grjóteyri — Minning Magnús Blöndal frá Grjóteyri andaðist í Borgarspítalanum í Reykjavík 5. júlí s.l. áttræður að aldri og er útför hans gerð frá Fossvogskirkju í dag. Foreldrar Magnúsar voru Sigríður Magnúsdóttir, föður- systir mín, og Jón Blöndal, síðar læknir í Stafholtsey, en Magnús var fæddur að Sandfelli í Öræfum, þar sem móðir hans dvaldi þá í skjóli séra Ólafs bróður síns. Magnús ólst upp með móður sinni, en hún giftist árið 1901 öðlings- manninum Jóni Magnússyni frá Svínafelli og bjuggu þau á þeim fornfræga stað á árabilinu 1902—1905. Engin sveit á landinu mun á þessum tíma hafa verið viðlíka einangruð og Öræfin, umgirt háskalegum vötnum, hafn- lausri strönd og konungi íslenskra jökla. Það var því naumast von að Sigríður, sem komin var úr marg- menninu í Reykjavík, festi yndi á þessum stað til langframa. Mun henni hafa þótt betra að vera í kallfæri við skyldulið sitt, sem allt var nú búsett á suðvesturhorni landsins eftir að séra Ólafur bróðir hennar varð prestur að Arnarbæli í Ölfusi árið 1903. Varð það úr, að Jón Magnússon bóndi hennar keypti jörðina Grjóteyri í Kjós og fluttu þau þangað með Magnús 6 ára gamlan árið 1905. Ekki er ég viss um, að Jón Magnússon hafi verið óðfús að yfirgefa fagrar æskustöðvar sínar, en hann var konu sinni eftirlátur með þetta sem annað. Ferðalagið úr Öræfum í Kjósina er mér sagt að hafi tekið 11 daga og var þá að vísu staldrað við í sólarhring í Arnarbæli. Hefur þetta síst verið minna fyrirtæki en hnattreisa nú á dögum. Líklega hefur Grjóteyri ekki verið talin til kostajarða á þeim tíma, enda bendir nafnið ekki til þess. Þó búnaðist þeim hjónum vel á þessum stað og hygg ég, að hagur þeirra hafi alltaf verið heldur góður eftir því sem þá gerðist. Magnús fór líka snemma að hjálpa til við bústörfin, en hann var bráðger og kappsfullur og lá ekki á liði sínu. Þegar Magnús var 18 ára gekk hann í bændaskólann á Hvanneyri og útskrifaðist þaðan búfræðingur með ágætum vitnisburði eftir tveggja vetra nám. Um þessar mundir mun hafa þótt í mikið ráðist að leggja fyrir sig búfræði- nám og liklega nokkuð útbreidd skoðun í sveitum, að óþarft væri að setjast á skólabekk til þess að læra að verða bóndi. En Magnús skildi, að breyttir tímar voru á næsta leiti, enda var hann upptendraður af hugsjónum ung- mennafélaganna og staðráðinn í að gera sitt til þess að gjalda skuldina við landið. Síðar heyrði Fædd 16. júlí, 1969. Dáin 10. júlí 1979. Hún Helga litla frænka mín er dáin. Það er erfitt að trúa því að hún, sem ég heimsótti á Barna- spitala Hringsins íyrir hálfum mánuði og s;^ alkiædd uppi í rúmi sínu nýkomin af föndurstofunni, hress og kát að sjá, sé dáin. Hún sýndi mér þá hlutina sína, sem hún hafði föndrað við og fengið síðustu dagana. Þá hvarflaði ekki að mér að hún ætti aðeins fáeina daga eftir ólifaða. Þegar ég kom svo viku seinna sá ég að ekki var langt eftir og vissi þó ekki þá að aðeins væru eftir fáeinir klukkutímar. Hún kvaddi mig af veikum mætti og reyndi að brosa til mín og hún brosti til litlu systur minnar, sem heimsótti hana skömmu fyrir andlátið. Við á Fálkagötunni eigum margar góðar minningar frá heimsóknum á Framnesveginn, ég hann oft tala um, hvað þessi skólaganga hafði verið honum mikils virði og hann minntist lærifeðra sinna jafnan með mikilli virðingu og hélt ævilangt sam- bandi við suma skólafélaga sína. Eftir skólavistina á Hvanneyri vann Magnús móður sinni og stjúpföður á búi þeirra í nokkur ár, en þau voru farin að reskjast, er hér var komið sögu. Þeim til styrktar var nú einnig Svava Magnúsdóttir fósturdóttir þeirra, sem ólst upp á Grjóteyri frá 6 ára aldri, en þau Jón og Sigríður áttu ekki börn saman. Svava var ættuð úr Reykjavík, fædd 1911, og var fósturforeldrum sínum alla tíð mikil stoð og stytta. Hún giftist síðar Sigurði Ingvarssyni, járn- smið í Reykjavík og er hún nú látin fyrir allmörgum árum. Var alltaf kært með þeim uppeldis- systkinum Svövu og Magnúsi. Arið 1929 gekk Magnús að eiga Ólafíu Guðrúnu, dóttur merkis- hjónanna Ólafar Gestsdóttur og Andrésar Ólafssonar, bónda og hreppstjóra að Neðra Hálsi í Kjós. Var hún Magnúsi tryggur lífsföru- nautur frá þeirri stundu, en þau hjónin áttu gullbrúðkaup 1. júní s.l. Þau Magnús hófu fyrst búskap á Grjóteyri í sambýli við Jón og Sigríði, en tóku við fullum búsfor- ráðum fáum árum síðar, þegar eldri hjónin brugðu búi og fluttu til Reykjavíkur. Magnús reisti stórt og vandað íbúðarhús úr steinsteypu á jörðinni og vann mest við þá byggingu sjálfur. Var þetta mikið átak á kreppuárunum upp úr 1930. Þá hófst hann þegar handa um ræktunarframkvæmdir og kom honum nú að góðu haldi menntun sú, er hann hafði hlotið í búnaðarskólanum. Það bar til, að vélaöldin var að ganga í garð í sama mund og Magnús byrjaði búskap og var hann fljótur að tileinka sér hvers konar nýjungar í búvélatækni. Má víst segja, að þegar þau hjónin fluttu frá Grjót- eyri 1963, hafi hver ræktanlegur blettur á jörðinni verið orðinn að túni. Sveitungar Magnúsar fólu hon- um ýmis trúnaðarstörf. Hann sat lengi í hreppsnefnd og var oddviti hennar frá 1946—1962. Sinnti hann öllum stjórnsýslustörfum á því sviði af kostgæfni, enda var hann reikningsglöggur í besta lagi og hafði góða rithönd. Hann var vel hagmæltur og hafði gaman af að kasta fram stöku þegar svo bar undir. Skákmaður var hann góður og iðinn við að tefla, þegar frístundir gáfust. Ekki kann ég tölu á fjölda þeirra barna og unglinga, er dvöldu á Grjóteyri hjá þeim Magnúsi og Ólafíu um lengri eða skemmri tíma á búskaparárum þeirra. Á sumrin var þar jafnan þar sem hún átti heima; ferðalög- um og skíðaferðum, sem við fórum með henni og fjölskyldu henn?r. Alltaf lét hún fara lítið fyrir sér, hversu erfitt sem hún átti, og alltaf sama blíða ljósið þrátt fyrir sjúkleika allt frá fæðingu. Ég veit að búið var að gera allt sem í mannlegu valdi stendur til að hjálpa henni og átti þar starfsfólk Barnaspitala Hringsins einn stærstan þátt. Má þar helzt nefna Ólaf Stephensen, lækni, sem ann- aðist hana öll árin. Auk foreldra Helgu, er sátu hjá henni öllum stundum, kom til hennar norskur kunningi Ólafs læknis, Jan B. Moe að nafni, og gerði ótalmargt til að létta undir með henni og foreldrum hennar hin síðari ár, þótt búsettur væri hann í öðru landi. Við á Fálkagötunni vottum for- eldrum Helgu, Láru Jóhannes- dóttur og Guðmundi A. Jóhanns- fullt hús af börnum. Voru sum í tengslum við þau hjón vegna skyldleika, en önnur vandalaus. Er ég þess fullviss, að öll minnast þau dvalar sinnar á Grjóteyri með þakklæti. Sjálfur átti ég samastað hjá þeim hjónum um samfellt fjögurra ára skeið á ungum aldri og varð mér sú dvöi ómetanlegur skóli. Magnús var frændrækinn og þótti betra að hafa skyldmenni og venslafólk í nánd við sig, ef kostur var. Þessa nutu móðir mín og systkin, er hann lét þeim í té landspildur við Meðalfellsvatn úr landi Grjóteyrar fyrir sumar- bústaði. Þarna dvöldu systkina- börn mín sumar eftir sumar með foreldrum sínum og ömmu og síðar naut ég og fjölskylda mín þar einnig góðs af. Var þá mörg ferðin farin að Grjóteyri og gestum alltaf tekið með virktum, hvort sem í hlut áttu fullorðnir eða þeir, sem lægri voru í loftinu. Þegar þau Magnús og Ólafía hættu búskap árið 1963, fluttu þau í Kópavog og bjuggu þar síðan að Ásbraut 5. Fór Magnús fljótlega eftir komuna þangað að starfa á skattstofu Reykjanesumdæmis og vann hann þar svo lengi sem hann mátti aldurs vegna. Veit ég að hann leysti þar störf sín af hendi með þeirri alúð og samvizkusemi sem honum var í blóð borin. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en kjördóttir þeirra er Unnur Inga Pálsdóttir, f. 22. september 1932, og var mikið ástríki milli hennar og kjörfor- eldranna. Sonur Magnúsar og Helgu Sigurðardóttur er Sigurður, f. 26. mars 1928. Hann ólst upp með móður sinni og er nú búsettur hér í Reykjavík. Kona hans er Sólveig Guðjónsdóttir og eiga þau þrjú börn. Að leiðarlokum þakka ég nú Magnúsi frænda mínum fyrir upp- fóstrið og allan velgjörning við mig og mitt fólk og bið honum blessunar guðs. Ólafíu og öðrum ástvinum hans sendum við hug- heilar samúðarkveðjur. Guðm. Vignir Jósefsson. Kveðja frá Kjósverjum. Þann 4. júlí síðastliðinn andað- ist í Borgarspítalanum Magnús Blöndal, fyrrverandi bóndi og oddviti að Grjóteyri í Kjós. Útför hans fer fram frá Fossvogskrikju í dag. Magnús fæddist að Sandfelli í Öræfum 9. apríl 1899, og varð því áttræður á siðastliðnu vori. For- eldrar Magnúsar voru Sigríður Magnúsdóttir, Árnasonar frá Enni á Höfðaströnd. Bróðir Sigríðar var Ólafur Magnússon prestur á Sandfelli í Öræfum og síðar í Arnarbæli í Ölfusi. Faðir Magnúsar var Jón Blöndal læknir í Stafholtsey í Borgarfirði. Ungur að árum, eða sex ára gamall, fluttist Magnús með móður sinni og stjúpa, Jóni Magnússyni frá Svínafelli í Öræfum, að Grjóteyri í syni, svo og systkinum; afa hennar Jóhannesi Guðmundssyni og ömmu okkar, Helgu Jónsdóttur, samúð okkar. Það er erfitt að sjá á bak Helgu og mikil eftirsjá. Ég hugga mig við að ég veit að henni líður nú vel. Guðrún Helga Gylfadóttir. Kjós. Þar óx hann upp og tók við búi af stjúpa sínum árið 1929. Á uppvaxtarárum sínum tók Magnús virkan þátt í starfi U.M.F. Drengur í Kjós, var formaður félagsins og tók þátt í íþróttamót- um á þess vegum, en á þessum árum var blómaskeið ungmenna- félaganna í landinu. Ungur fór Magnús á Búnaðarskólann á Hvanneyri og lauk þaðan prófi. Árið 1929 kvæntist Magnús eftirlifandi konu sinni, Ólafíu Andrésdóttur, hreppsstjóra Ólafs- sonar frá Neðra-Hálsi, mikilli myndar- og ágætiskonu. Munu margir Kjósverjar minnast ánægjustunda á heimili þeirra hjóna, þar sem gestrisni og greiðasemi sat ætíð í fyrirrúmi. Á Grjóteyri bjuggu þau Ólafía og Magnús í 34 ár myndarbúi, þar sem snyrtimennsku húsbændanna bar hvarvetna fyrir auga. Á fyrstu búskaparárunum byggðu þau upp öll jarðarhús á Grjóteyri, og stækkuðu tún. Kom sér þá vel að Magnús var vel verki farinn og ágætur smiður. Þeim Ólafíu og Magnúsi varð ekki barna auðið, en ólu upp fósturdóttur, Unni Pálsdóttur, sem hefur verið stoð fósturfor- eldranna til þessa dags. Mörg fleiri börn og unglingar voru á Grjóteyri, sum ár eftir ár, undu prýðilega hjá þessum^ ágætu hús- bændum. Son átti Magnús áður en hann giftist, Sigurð Blöndal. Störf Magnúsar voru mÍKÍl og margþætt. Hann átti sæti í hreppsnefnd eftir aukakosningu 1939—1943 og aftur 1946-1963 og var jafnframt oddviti 1946—1962, en þá tók hann ekki við endurkjöri sem oddviti. Á þessum árum var mikið framfaratímabil í sveitinni: lagðir vegir, byggðar brýr, sími og rafmagn lagt um sveitina. Barna- skólinn Ásgarður og Félagsgarð- ur, sem er eign U.M.F. Drengur voru byggð á fyrstu árum Magnúsar sem oddvita. Því var við brugðið á þessum árum, þegar oddvitinn þurfti að sinna erindum hjá opinberum aðilum, að þótt hann fengi neitun sinna málaleitana einu sinni, gekk hann jafn ótrauður á fund sömu aðila fljótlega aftur og hafði að jafnaði sitt mál fram. Magnús var virkur félagi í Bræðrafélagi Kjósarhrepps, sem var stofnað árið 1892, og var undanfari ungmennafélagsins. Hann átti um árabil sæti í stjórn Búnaðarfélags Kjósarhrepps. Hann gekkst fyrir stofnun Sjúkra- samlags Kjósarhrepps og var í stjórn þess um áraraðir. Þá var hann' einn af stofnendum Veiði- félags Kjósarhrepps og var í stjórn þess. Þá beitti Magnús sér fyrir stofnun taflfélags, sem starf- aði í sveitinni um nokkurn tíma, enda var hann ágætur skákmaður og dró oft fram taflið þegar gesti bar að garði. Þá var Magnús einn af hvatamönnum að stofnun Skógræktarfélags Kjósarhrepps, enda voru þau hjónin mjög áhuga- söm um slíka ræktun, og höfðu þau komið sér upp einkar falleg- um trjágarði á Grjóteyri. Einnig létu þau Skógræktarfélagið hafa spildu úr landi Grjóteyrar. Magnús var í fjölda ára endur- skoðandi Mjólkurfélags Reykja- víkur. Magnús var eindreginn sjálfstæðismaður og gengdi ýms- um trúnaðarstörfum fyrir flokk- inn. Árið 1963 seldu þau Ólafía og Magnús jörð sína Grjóteyri og fluttust að Ásbraut 5 í Kópavogi, þar sem þau hafa átt heimili síðan. Magnús gerðist þá starfs- maður Skattstofu Reykjaness og vann þar næstu árin. Á síðastliðnu sumri kenndi Magnús sjúkdóms og gekkst undir uppskurð. Á þessu vori tóku þessi veikindi sig upp, og þótti sýnt að hverju stefndi. Ég vil með þessum orðum þakka þeim hjónum gott nágrenni, ekki einungis fyrir mig, heldur fyrir mitt fólk, sem var þeim meira samtíða, en þar veit ég að bar aldrei skugga á. Að leiðarlokum vil ég þakka Magnúsi Blöndal fyrir trausta forystu við hin fjölþættu störf að félagsmálum Kjósverja. Ólafíu og öðrum aðstandendum sendum við hjónin og Kjósverjar dýpstu samúðarkveðjur. Magnús Sæmundsson t SIGURBJÖRG JÓNÍNA EINARSDÓTTIR, frá Endagerði á Miönesi, til heimilis eö Stigehliö 20, sem lézt 8. júlí, veröur jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 19. júlí, kl. 13.30. Sigríður Síguröardóttir, Hanna Þórarinsdóttir, Þórarinn Alexandersson. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför INGIBJARGAR V. SIGURDARDÓTTUR, Sundlaugaveg 28. Elín Siguröardóttir, Samúel Friöleifsson, Erna Hákonardóttir og börn. t Alúöarþakkir færum viö öllum þeim, sem á margvíslegan hátt sýndu okkur samúö, hlýhug og vináttu viö missi sonar okkar, bróöur, mágs og dóttursonar. GYLFA KRISTINS GUOLAUGSSONAR, Skaftahlíð 20, Reykjavík. Kristín Kristinsdóttir, Guölaugur Þorvaldsson, Margrót Óskarsdóttir, steinar Þór Guólaugsson, Styrmir Guölaugsson, Þorvaldur Guólaugsson, Júlíana Kristjánsdóttir. Helga Guðmundsdótt- ir—Minningarorð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.