Morgunblaðið - 18.07.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.07.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JULI1979 Bikarinn í kvöld TVEIR LEIKIR fara fram í kvöld í átta liða úrslitum í bikarkeppni KSÍ. Á efri vellinum í Laugardal leika Fram og Breiðablik og verður það án efa spennandi viðureign. Breiðablik hefur sýnt góða leiki í 2. deildinni í sumar og oft bitið hressilega frá sér. A Akranesi mæta heimamenn liði Keflavíkur og þar verður án efa ekkert gefið eftir ef að líkum lætur. Leikur Vals og KR hefur verið færður fram á fimmtudagskvöld. Það er orðið mikið fjárhagslegt atríði fyrir knattspyrnudeildirnar að vel gangi í bikarnum því að úrslitaleikur- inn gefur ávallt dágóðan skilding í aðra hönd. — þr. Leikurinn við dauðann, er kappaksturinn oft kallaður. Skálaöi í ananas í staö kampavíns Heimsmeistarakeppnin í kapp- akstri, formúlu 1, er vel á veg komin. Um síðastliðna hegli fór fram Grand Prix-kappaksturinn á Silverstone-brautinni í Bretl- andi og sigraði Svisslendingur- inn Clay Regazzoni en hann ók vegalengdina, sem var 320,89 km, á 1:26:11:7 eða með 223,37 km meðalhraða á klukkustund. Reg- azzoni, sem ekur á Saudia Will- iams-bíl, slapp að mestu við óhöpp í keppninni en það sama var ekki uppi á t engingum hjá mörgum öðrum frægum ökum- önnum sem urðu að hætta vegna vélabilana og ýmisa annarra er- fiðleika. Annar í keppninni varð Rene Arnoux, Frakklandi, á 1:26:35:45 en hann ekur á Renault. Þriðji varð Pierre Jarier á Tyrrell á 1:26:25:34. Eftir keppnina fagnaði Regazz- oni sigrinum með því að drekka ananassafa í stað kampavíns eins og venjan er, þar sem hann vildi ekki móðga konungsfjölskyldu Saudi Arabíu sem fjármagnar kappakstursbifreið hans og út- gjöld. Staðan í heimsmeistarakeppn- inni í kappakstri er nú þessi: Jody Scheckter, Suður-Afríku 32 stig, Gilles Villeneuve, Kanada 26 stig, Jacques Laffite, Fra- kklandi 24 stig, Patrik Depallier, Frakklandi og Carlos Reutemann, Argentínu 20 stig, Clay Reggazz- oni, Sviss 16 stig, Mario Andretti, Bandaríkjunum og Jean Pierre Jarier, Frakklandi 12 stig, John Watsson, Bretlandi 11 stig. Maier að hressast KNATTSPYRNUKAPPINN Sepp Maier er nú óðum að hressast eftir slys það sem hann varð fyrir í fyrri viku. Er hann orðin hrókur alls fagnaðar á sjúkrahúsinu þar sem hann ligg- ur, og að sögn lækna ætti hann að geta haf ið knattspyrnuiðkanir að nýju eftir um það bil þrjá mán- uði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.