Morgunblaðið - 18.07.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.07.1979, Blaðsíða 32
EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁ ER ÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU \l SIM. \ SIMINN Kl(: 22480 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ1979 EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU \l I.IA slM. \ SlMINN I'.lí: 22480 Bílslys í Ólafs- víkurenni BIFREIÐ fór útaf vegin- um í ólafsvíkurenni í gær, og slasaðist farþegi í bif- reiðinni alvarlega, og var hann fluttur í sjúkraflug- vél frá Hellissandi til Reykjavíkur á slysadeild. Ökumaður bifreiðarinnar slapp lítið meiddur. Slysið varð fyrir miðju Ólafsvíkurenni, og er talið að ökumaður hafi misst stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún valt og rann á þakinu niður skriðu neðan vegarins. Bif- reiðin var fólksbifreið af Moskwitsgerð frá Hellis- sandi, og voru í henni tveir bræður báðir frá Hellis- sandi. Lögreglan sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að það hefði verið lán í óláni að slysið varð á þessum stað, því viðast annar sstaðar í Enninu eru þverhníptir klettar fram af veginum, en ekki skriður eins og á slys- staðnum. „Hví ekki stóriðjur?” OLÍUNEFND boðaði tii blaða- mannafundar í gær, þar sem hún kynnti áfangaskýrslu. er hún hefur skilað tiJ ríkisstjórnarinnar. I niðurstöðum skýrslunnar kom m.a. fram sú skoðun nefndarinnar, að koma þyrfti upp nýjum atvinnuvegum og efla þá atvinnuvegi innanlands, sem framleiða og flytja út vörur, sem mikla innlenda orku þarf til að framleiða. Blaða- maður Þjóðviljans spurði for- mann nefndarinnar, Inga R. Helgason, hvort ekki mætti túlka þetta sem hvatningu til stóriðjuframkvæmda. „Hví ekki það?“ var svar Inga og útskýrði hann síðan það sjónarmið sitt, .ð hann sæi ekkert athugavert við að við byggðum upp stóriðju á íslandi. Nánar er sagt frá blaðamannafundinum á bls. 14. Vindhviða feykti lítilli flugvél á hvolf í gær, þar sem hún stóð á Reykjavíkurflugvelli. Engin meiðsli urðu á fóiki, en flugvélin skemmdist nokkuð. Vélinni, sem er af gerðinni Piper Colt, var komið á réttan kjöl með handafli, en hún er dúkklædd og því létt. Vélin er í einstakiingseigu og óvátryggð. Að sögn Slökkviliðsins á Reykjavíkurflugvelli er það alltof algengt að eigendur lítilla flugvéia láti undir höfuð leggjast að binda vélar sínar niður, og getur því illa farið ef hreyfir vind. Ljósm. Guðm. Hiimarss. Kári velti flugvél Tillögur Kjartans Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra: Olíugjald af óskiptu fiskverði hækki í 11-13% og 6-7% gengissig — Alþýðuflokkurinn tekur jákvætt í tillögur fjármálaráðherra um skattahækkun KJARTAN Jóhannsson varaformaður Alþýðuflokksins kynnti þing- flokknum í gærkvöldi þær hugmyndir, sem nú eru efst á baugi innan ríkisstjórnarinnar í sambandi við olfuverðsvandann. Kjartan vill að gefin verði út bráðabirgðalög um hækkun olíugjalds af óskiptu fiskverði úr 7 í 11 — 13% og á móti komi 6—7% gengisfelling, sem framkvæmd verði með „hröðu gengissigi“. Framsóknarmenn vilja ieysa upp núverandi fiskverðsákvörðun með bráðabirgðalögum og fela samningsaðilum að semja um nýtt fiskverð í ljósi breyttra aðstæðna. Alþýðubandalagið hefur horfið frá tillögum sínum um innflutningstoll. Það er á móti hugmyndum sjávarútvegsráðherra og vill að því verði beint til sjómanna og útvegsmanna að þeir taki fiskverðsmálið til athugunar. Stjórnarflokkarnir eru sammála um að láta aðeins hluta olíuverðs- hækkunarinnar koma til fram- kvæmda strax og hefur í því sam- bandi verið rætt um hækkanir úr 103 krónum í 130—145 krónur lítrann. Þá eru stjórnarflokkarnir ennfremur sammála um að brúa bilið til haustsins með lántöku, sem gæti orðið á bilinu 2—3 milljarðar króna eftir því, hversu mikil hækk- un yrði látin koma fram strax. Tómas Árnason fjármálaráð- herra hefur haldið fast fram þeirri skoðun að jafnhliða aðgerðum vegna olíuverðsvandans eigi ríkis- stjórnin að koma fram skatta- hækkunum til að mæta fjárhags- vanda ríkissjóðs og hefur hann lagt til 2% hækkun söluskatts og breyt- ingar á vörugjaldi í því skyni. Alþýðubandalagið hefur snúizt al- gjörlega á móti þessum tillögum Tómasar, en þingflokkur Alþýðu- flokksins samþykkti í gær að taka vel í beiðni fjármálaráðherra um að vandi ríkissjóðs yrði leystur með einhverri skattahækkun. Það yrði hins vegar ekki gert nú strax, heldur yrðu þær aðgerðir endan- lega ákveðnar síðar og þá út frá forsendum um rekstur ríkissjóðs á næsta ári. Þingflokkur Framsóknarflokks- ins kemur saman til fundar klukk- an 16 í dag og einnig er ráðgerður fundur þingflokks Alþýðubanda- lagsins. Banaslys í Oddsskarði BANASLYS var í gærmorgun, er bifreið fór út af veginum við Oddskarðsgöng og vait niður bratta og stórgrýtta urð. í bfln- um voru fullorðin hjón á leið frá Neskaupsstað, og lést konan. en eiginmaður hennar siapp tiltölu- lega lftið meiddur. Sjávarútvegsráðherra bannar lántökur vegna skipakaupa erlendis: Slysið varð um klukkan hálf níu í gærmorgun í fyrstu beygjunni eftir að komið er út úr göngunum Eskifjarðarmegin. Beygja þessi á veginum er kröpp og fram af er snarbrött og stórgrýtt urð. Engin merki eru þarna á veginum, en þoka var þegar slysið varð í gær. Hjónin voru ekki búsett á Nes- kaupstað en höfðu dvalið þar á heimili skyldfólks síns. Stöðvast kaup tveggja togara sem viðskiptaráðherra leyfði? KJARTAN Jóhannsson sjávarút- vegsráðherra gaf í gær út breyt- ingu á reglugerð fyrir Fiskveiða- sjóð íslands sem bannar lánveit- ingar til skipakaupa erlendis. Svavar Gestsson viðskiptaráð- herra hafði heimiiað kaup á tveimur togurum erlendis frá, og átti að halda þar um stjórnar- fund í Fiskveiðasjóði í gær en honum var frestað þar til í dag. Sjávarútvegsráðherra sagði í samtali við Mbl. í gærkvöldi, að þessi reglugerðarbreyting væri til þess „að tryggja f sessi þá stefnu, sem hefur ríkt í reynd síðustu mánuði, það er að leyfa ekki lántökur til að smfða eða kaupa fiskiskip erlendis frá.“ Svavar Gestsson viðskiptaráð- herra lýsti undrun sinni á „þess- um vinnubrögðum sjávarútvegs- ráðhera“ og kvaðst fyrst hafa heyrt um reglugerðarbreyting- una í útvarpsfréttum. Þingflokkur Alþýðuflokksins samþykkti í gærkvöldi að standa fast við bakið á sjávarútvegsráð- herra í þessu máli og styðja allar hans gerðir til að brjóta á bak aftur það sem Alþýðuflokksmenn kalla helmingaskiptatilraunir hinna stjórnarflokkanna til að ganga á markaða stefnu ríkis- stjórnarinnar. Eftir því sem Mbl. kemst næst mun sjávarútvegsráð- herra ekki hafa vitað af leyfisveit- ingum viðskiptaráðherra, fyrr en hann komst að þeim fyrir tilviljun í gær og þá strax ákveðið að grípa harkalega í taumana. Leyfisveitingar Svavars ná ann- ars vegar ti skips, sem Haraldur Böðvarsson & Co. og Síldar- og fiskmjölsverksmiðjan á Akranesi hafa náð samningi um smíði á og eiga tvö skip a ganga út á móti, og hins vegar um kaup Síldarvinnsl- unnar í Neskaupstað á fjögurra ára gömlu skipi, en skuttogarinn Barði á að ganga upp í kaupverðið. Jóhann K. Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir í samtali við Mbl. að fyrir liggi samþykki fimm ráðherra fyrir kaupunum; Ólafs Jóhannes- sonar, Tómasar Árnasonar, Hjör- Ieifs Guttormssonar, Ragnars Arnalds og Svavars Gestssonar. Sjá bls. 2 og 3. Bifreiðin er hjónin óku var lítil fólksbifreið, Fiat af pólskri gerð. Er bifreiðin mjög mikið skemmd, ef ekki ónýt. Talið er að konan hafi látist samstundis, en eign- maður hennar er á sjúkrahúsinu á Neskaupstað. Ekki er unnt að skýra frá nafni hinnar látnu að svo stöddu. 175hvalir 175 HVALIR höfðu veiðst, þeg- ar Mbl. hafði samband við Hallgrím Jónasson hjá Hvali hf. í gær, og sagði Hallgrímur að hvalveiðarnar hefðu gengið afbragðsvel það sem af væri sumri. í gær höfðu veiðst 165 lang- reyðar, 5 búrhvalir og 5 sand- reyðar en þær hafa allar veiðst á síðustu dögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.