Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 163. tbl. 66. árg. FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Formanni Kongress- flokksins falin stjórn- armyndun Nýju-Dclhi. 18. jólí. AP. LEIÐTOGA stjórnarandstöð- unnar í Indlandi. Yeshwantrao Chavan. íyrrum utanríkisráð- herra, var í dag falið að reyna stjórnarmyndun. Chavan. sem er 66 ára að aldri, varð formað- ur Kongressflokksins í síðustu viku, eftir að liðsmenn Indiru Gandhi, fyrrverandi forsætis- ráðherra. yfirgáfu þann arm hins kiofna Kongressflokks, sem hún hefur tögl og hagldir í, og gengu í lið með Chavan. Skip hvalverndarmanna, Sea Shepherd, liggur enn í höfn í Leixoes í Portúgal, og er beðið ákvörðunar portúgalskra stjórnvalda um hvort ásiglingarmálið verði tekið fyrir í Portúgal eða Bretlandi, að því er brezki ræðismaðurinn í Oporto skýrði frá í dag. Heimahöfn Sea Shepherd er í Hull, en bandarísk umhverfisverndarsamtök hafa það á leigu. Hvalveiðiskipið Sierra, sem er frá Kýpur, er svo laskað eftir ítrekaðer ásiglingar Sea Shepherd úti af Oporto á sunnudaginn var, að það kemst ekki á hvalveiðar á næstunni, og umhverfisverndarmennirnir segja, að tveir til þrír mánuðir muni líða þar til það verði sjófært. Myndirnar voru teknar í Leixoes, sem er í nánd við Oporto, í gær. Til vinstri er Sea Shepherd, en neðst til vinstri á myndinni af Sierra má greina skemmdirnar. (AP símamyndir) Chavan fékk fjóra daga til stjórnarmyndunartilrauna, en hann lýsti því yfir í dag, að hann væri vongóður um að safna nægilegu liði á þeim tíma. Í þingflokki Chavans eru aðeins 76 fulltrúar af 539, sem sæti eiga í neðri deild þingsins, og þykir ýmsum stjórnmálaskýr- endum yfirlýsing hans nokkur kokhreysti. Ákvörðun Reddys forseta um að fela Chavan stjórnarmyndun kom á óvart, en búizt var við því að Jagjivan Ram, varaforsætisráðherra og flokksbróðir Desais, fengi þetta verkefni. Sú afstaða Desais að neita að láta af formennsku Janataflokksins, þrátt fyrir fall stjórnarinnar um helgina, er staðfesting á því að hinn aldni stjórnmálaleiðtogi ætli ekki að láta undan síga, heldur stefnir að því að mynda nýja ríkis- stjórn. Nicaragua: Þjóðvarðliðar flýja land - valda- taka sandinista á næsta leiti Managua, 18. júli. AP. Reuter. FREGNIR frá Managua herma að þjóðvarðliðar Somozas hafi lagt niður vopn og gefizt upp fyrir sandinistum, sem nú séu í þann veginn að ná höfuðborginni á sitt vald. Bandaríkjastjórn segir að Urquyo bráðabirgðafor- seti hafi svikið samkomulag um að hann sæti einungis á forseta stóli þar til sandinistar gætu tekið við stjórnartaumunum, án þess að frekari blóðsúthellingar Ný OECD-spá: Versnandi efnahagur, auk- in verðbólga og atvinnu- leysi í kjölfar olíuhækkana Parfe - 18. júlí - AP í NÝRRI efnahagsspá OECD, sem birt var í París í dag, kemur fram, að olíuhækkanirnar að undanförnu muni hafa þau áhrif á næstu 12 mánuðum, að efnahagsástandið í helztu vestrænum iðnríkjum verði lakara en það hefur nokkru sinni verið á síðari árum, auk þess sem atvinnuleysi verði alvarlegra en það hefur áður verið eftir síðari heimsstyrjöldina. Spáð er 2% samdrætti hagvaxtar að meðaltali og aukinni verðbólgu, en hagstjóri stofnunar- innar, sem 24 ríki eiga aðild að, John Fay, telur enga von til þess að hægt sé að snúa þróuninni við nema OECD-ríkin verði óháðari innfluttri orku en verið hefur. í spánni kemur meðal annars fram að hvorki í Bandaríkjun- um né Bretlandi verði um hag- vöxt að ræða á næstu 12 mánuð- um, en áður en olíuhækkanirn- ar dundu yfir hafði verið búizt við að á síðara misseri þessa árs yrði hann um 2.5 af hundraði. OECD telur horfur á því að um miðjan næsta áratug verði yfir 6% vinnufærra manna í aðildarríkjunum atvinnulaus, en hlutfallið á fyrra misseri yfirstandani árs var 5.2%. Fay benti á að þessi dökka efna- hagsspá væri við það miðuð, að um frekari verðhækkanir á olíu yrði ekki að ræða fram að áramótum. Hann lagði áherzlu á, að iðnríkin yrðu að gera róttækar ráðstafanir til að spara orku og verða óháðari innflutningi á olíu, ella væri ný verðbólguskriða óhjákvæmileg, en hún mundi síðan leiða af sér kreppu. yeðu í Nicaragua. Liður í sam- komulaginu hafi verið að veita Somoza, hinum útskúfaða forseta landsins, hæli í Bandaríkjunum, og kæmi nú til greina að vísa honum úr landi. í kvöld staðfesti Bandaríkja- stjórn fregnir um að þjóðvarðliðar hefðu náð að minnsta kosti fimm flugvélum á sitt vald og flogið þeim til Costa Rica og Bandaríkj- anna, en fregnir af þessum flótta eru mjög óljósar. Bandaríkja- stjórn segir, að samningaviðræður hefjist senn í Managua um frið- samlega valdatöku sandinista, en forráðamenn hreyfingarinnar, sem þegar ræður lögum og lofum í Leon, næststærstu borg Nicar- agua, segja að þeir séu búnir að mynda stjórn þar og ætli að lýsa Leon höfuðborg landsins til bráða- birgða. Bandaríkin kölluðu í dag heim sendiherra sinn og flesta sendi- ráðsstarfsmenn í Managua í mót- mælaskyni við þá yfirlýsingu Ur- quyos að hann ætlaði að sitja í forsetaembætti þar til yfirstand- andi kjörtímabili lyki árið 1981. í Washington fékkst ekki s^aðfest sú fregn, að þjóðvarðliðar hefðu gefizt upp fyrir sandinistum,- en margir óttast að skyndileg upp- gjöf og flótti liðsins muni valda öngþveiti í landinu, þar sem her- skáir skæruliðar muni þá engri andstöðu mæta, heldur vaða uppi stjórnlaust. Samkomulag um sjálfstjórn Baska Madrid, 18. jólí. Reuter. SAMKOMULAG hefur tekizt milli stjórnar Spánar og leiðtoga Baska um heimastjórn f Baskalandi og eru líkur á að löggjöf þar um verði samþykkt á næstunni og taki gildi fyrir áramót. Samkomulagið er árangur tvcggja vikna sleitulausra samningaviðræðna Suarezar, for- sætisráðherra Spánar. og Carlos Garaicoechea, sem er eindreginn aðskilnaðarsinni og nýtur almcnns trausts meðal Baska, en hann þykir sanngjarn og hófsamur í skoðun- um. Drög að stjórnarskrárlöggjöf voru í dag samþykkt í þingnefnd í Madrid í dag og er talið fullvíst að þingið muni staðfesta þá niðurstöðu lítið breytta eða ekki. Samkvæmt drög- unum fá Baskar verulegt sjálfstæði í efnahags-, félags- og menningarmál- um, en öryggismál og löggæzla munu áfram verða í höndum alríkisstjórn- arinnar í Madrid. Samkomulaginu hefur verið vel tekið, ekki sízt í Baskalandi, og eru miklar vonir bundnar við að það bindi enda á hryðjuverkastarfsemi öfgasinnaðra Baska, sem að undan- förnu hefur kostað 40 manns lífið og haft alvarleg áhrif á flestum sviðum þjóðlífsins. Carter skipar Jordan starfs- mannastjóra í Hvíta húsinu Washinirton. 18. jóll. AP. CARTER forseti hefur skipað Hamilton Jordan formlega í embætti starfsmannastjóra Hvíta hússins, og þannig falið honum sýnu meiri völd og ábyrgð en hann hefur haft með höndum hingað til. Eftirieiðis ber Jordan einn ábyrgð á skipulagningu þeirrar starfsemi, sem fram fer á forsetasetrinu, en valddreifing þar innanstokks var Carter hugleikin f kosningabaráttunni á sínum tíma. Engar fregnir eru um frekari fyrirætlanir forsetans um breyt- ingar í æðstu embættum innan stjórnarinnar, en flestir telja að meðal þeirra, sem hverfi úr stjórn- inni, séu James Schlesinger orku- málaráðherra, Michael Blumenthal fjármálaráðherra og Joseph Cali- fano heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra. Mikil óvissa ríkir í Washington vegna ástandsins inn- an stjórnar Carters, en forsetinn hefur setið á látlausum fundum með fjölmörgum ráðgjöfum sínum. Búizt er við því að hann skýri frá breytingum á stjórninni á föstu- daginn. Á blaðamannafundi í Washing- ton í dag skýrði Jody Powell blaðafulltrúi frá því að forsetinn hefði gefið starfsliði Hvíta hússins fyrirmæli um að hlíta í einu og öllu ákvörðunum Jordans. Sagði Powell að með skipun starfsmannastjór- ans stefndi forsetinn að meiri samræmingu á störfum ráðuneyta og starfsliðs Hvíta hússins. Þegar Carter tók við forsetaembættinu setti hann níu menn jafnt yfir starfsemina í Hvíta húsinu, og var Hamilton Jordan einn þeirra. Með því var talið að Carter vildi undir- strika að í stjórnartíð hans mund., of mikil völd ekki safnast á hendur fárra manna, eins og í tíð Nixons.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.