Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ1979 7 r Nýju olíufötin keisarans Stundum er nauðsyn- legt aö taka einföld, óraunhæf dæmi til að skýra flóknar, innpakkað- ar staðreyndir. Segjum að prjú fyrirtnki á íslandi flyttu inn bíla, Ford, Volvo og VW. íslenzka ríkið skipti sér ekki af pessum fyrirtækjum, heldur væri samkeppni Þeirra hörð og ákveðin og hagsmunir peirra að selja sem flesta bíla á sem lægstu verði. En svo allt í einu gerði ríkiö viðskiptasamning, sem heföi bað í för með sér, að ekki mætti flytja inn aðra bíla en rússneskar Lödur. Ekkert íslenzkt fyrirtæki hefði umboð fyrir Lödurnar og pví væri sætzt á, að pær væru seldar undir firmamerkj- unum Ford, Volvo og VW. Þannig heföi ríkið ekki aöeins heft alla sam- keppni í bílaínnflutníngi og komið í veg fyrir, að bílainnflytjendur pyrftu að sjá um sig sjálfir, Þ.á.m. gera hagstæð og góö ínnkaup, heldur hefði Það í raun og veru sam- einað prjú voldug fyrir- tæki í eitt, sem væri að vísu ekki pjóðnýtt með peim hætti, að gróðinn rynni í ríkiskassann, heldur væru pau samein- uð í nokkurn veginn sama fyrirtækið, pó aö gróðinn rynni { prjá vasa. Óll fyrirtækin héldu áfram aö veifa gamla nafninu með leyfi erlendu auðhringanna, en pó yrði eitt fyrirtækjanna, segj- um Volvo, að leggja niður erlenda firmanafnið og sígla undir nýju nafni, t.d. Bifreiöaverzlun íslands. Hin héldu gamla nafninu í von um að purfa ekki að selja lödur um aldur og ævi, heldur forda og fólksvagna. En pannig seldu nú pessi prjú hálfpjóönýttu fyrirtæki rússneskar löd- ur fyrir sama verö, pær væru allar eins og gæðin hin sömu, verðið væri ákveðið í viðskiptasamn- ingum og miðað við Rolls Roys, sem eins konar Rotterdamviðmiöun á al- pjóðabílamarkaði — og allir yndu glaðir við sitt, ekki sízt peir framverðir frjáls markaðsbúskapar — eða eigum við bara að segja frjálsrar verzlunar — sem gert væri að hlíta pessum afarkostum hins hálfsósíalistíska, ís- lenzka ríkis. Lengri er nú pessi saga ekki. Dæmið ætti að nægja hverjum venjuleg- um manni sem hrollvekja í viðskiptum. Þetta gæti ekki gerzt, ekki einu sinni á íslandil Sá, sem skrifar pessa vitlausu grein, væri talinn geng- inn af göflunum, ekki sízt af forstjóra Esso. En ef við snerum dæminu við og settum Shell, Esso og Olís (áður undir stjórn Héðins Valdimarssonar) í stað Ford, VW, og Volvo — hver væri pá genginn af göflunum? Hver væri Þá í nýju oiíufötum keis- arans? P.S. Eitt vantar pó í petta litla dæmi: að pað mætti selja varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli ford- bíla, svo að par væri a.m.k. eitthvað sem minnti á frjálsa verslun á jslandi(l) HIRBFOCO Til sjós og lands Hiab-Foco kraninn hefur valdiö straumhvörfum i sjávarplássum nágranna- þjóöanna. Einföld stjórnun, þægileg vinnuaöstaöa, ótrúleg lyftigeta og ótakmarkaóir möguleikar viö staðsetningu, einfalda alla erfiöleika viö út- og uppskipun - hvort sem Hiab-Foco stendur á bryggju eða i báti. HRAUN KERAMIK íslenskur listiðnaður JMJ GLIT HÖFÐABAKKA 9 REYKJAVIK SIMI 85411 ÞAÐ SEM KOMA SKAL. I stað þess að múra húsið að utan, bera á það þéttiefni og mála það siðan 2-3 sinnum, getur húsbyggjandi unnið sjálfur, eða fengið aðra til að kústa, sprauta eða rúlla THOROSEAL á veggina, utan sem innan, ofan jarðar sem neðan. Og er hann þá í senn, búinn að vatnsþétta, múrhúða og lita. THOROSEAL endist eins lengi og steinminn, sem það er sett á, það flagnar ekki, er áferðarfallegt og ,,andar“ án þess að hleypa vatni í gegn, sem sagt varanlegt efni. Og það sem er ekki minna um vert, það stórlækkar byggingakostnaö. Leitið nánari upplýsirtga. I| steinprýði DUGGUVOGI 2 SIMI 83340 I! <> Barnaklossar Stærdir nr. 26—34 Stærðir nr. 26—34 Stærðir nr. 24—27 Glæsilegt úrval af barnaklossum Póstsendum. GEísíP” EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.