Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ1979 11 Gert klárt fyrir veiðiferð út á ísinn. mikið, en þeir nýta vel það hráefni sem þeir hafa til matar. Það var skemmtilegt að sjá þegar veiðimennirnir drifu sig út á ísinn til veiða. Það var svo mikið að gera þá stundina að það var eins og allt togaði í alla. Hundarn- ir toguðu í festarnar, veiðimenn toguðu sleðana og konurnar far- angurinn út á sleðana. Þegar allt var klárt var ankeristaug hund- anna sleppt og þeir þutu af stað með hrópandi veiðimenn á hælun- um og slatta af strákum sem höfðu espast af spenningi. Þá var ekki síður tilþrifamikið að sjá þegar veiðimennirnir voru að koma heim eftir jafnvel margra vikna útivist. Vinir og vandamenn komu að vörmu spori niður að strönd og það var merkilegt að það var oft eins og menn vissu nokk- urn veginn hvenær von var á hverjum, tíðindi höfðu borist utan af ísnum með öðrum veiðimönnum sem vissu að þessi ætlaði að koma heim ef veðrið yrði svona eða hinsegin í einhvern tíma og þann- ig var velt vöngum á ýmsa vegu. Svo gátu menn spáð í það með nokkrum fyrirvara hvaða sleðar væru að koma, því frá því að sleðarnir sjást frá þorpinu tekur sleðaferðin um 1—2 tíma og það brást ekki að þegar veiðimennirn- ir voru að koma heim að strönd- inni þá góluðu þeir og hóuðu af lífs og sálar kröftum og létu hundana spreyta sig eins og þeir lifandi gátu. Það var sem sagt rennt í hlað með miklum stíl. Þá var að koma veiðinni til húss og mörgum bitanum var laumað til vina og vandamanna og þó sérstaklega til eldra fólks sem hafði sungið sitt síðasta í hinni hörðu baráttu á slóðum norðurs- ins. Þegar veiðimaðurinn hafði bundið hunda sína með aðstoð móttökuliðsins þá var að koma sér til húss. Pottur var þá ávallt á kabyssuni og maturinn kraumaði, en móttökuliðið settist niður í þröngu en hlýlegu húsnæði og hlustaði á veiðimanninn segja undan og ofan af veiðiferðinni. Þannig fengu heimamenn tæki- færi til þess að lifa sig inn í lífið úti á ísnum, lífið 9em þeir voru svo virkir þátttakendur í, en höfðu það hlutskipti að vera heima. Þetta fólk hefði ekki skilið tölvu- reikninga hins opinbera, en það skildi hvernig náunganum leið og reyndi að gera gott úr öllu. Tvær stöllur á brúnni góðu sem tengir saman byggðina og er greiðfærasta leiðin þegar mikið snjóar. Ung Qanaqstúlka að leik. Kepptu í motocross á vélhjólum Vélhjólaklúbburinn gekkst fyrir motocross keppni síðast liðin sunnudag að Sandfelli við Þrengslaveg. Var þetta önnur keppnin á sumrinu en þær verða alls þrjár og gefur hver keppni stig í íslandsmeistaratitil. Keppt var í tveim flokkum. Á stórum vélhjólum sigraði Kári Tryggvason, Suzuki RM 125, í öðru sæti varð Lárus Guðmundsson, Suzuki RM 370, og í þriðja sæti varð Þorvarður Björgúlfsson. Suzuki RM 400. Á skellinöðrum sigraði Björgvin Bjarnason, Yamaha MR 50, í öðru sæti varð Oddur Vífiisson, Yamaha MR 50, og í þriðja sæti varð Grétar Bárðarson, Honda S 50. Keppnin fór í alla staði vel fram og varð ekki betur séð en áhorfendur færu ánægðir heim, að því er segir í frétt frá Vélhjólaklúbbnum. Rirtner tFuxur TískLtvörur fraDance Centre ...oglífiö brosirvió þér LAUGAVEGI27 / SÍMI1 44 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.