Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ1979 Stefna vinstri stjórnar í vegamálum: Benzínokur ogniðurskiirð- ur nýframkvæmda vega Lárus Jónsson Alþ.m Vegaáætlun fyrir árin 1969 til 1982 var afgreidd frá Al- þingi skömmu fyrir þinglausn- ir. Með þeirri afgreiðsiu var frá hálfu stjórnarflokkanna ákveð- ið að skera niður nýfram- kvæmdir vega á yfirstandandi ári um 12 til 15% að magni til. lækka framlög rfkissjóðs til vegamála um 1 milljarð frá fyrra ári, en stórhækka jafn- framt skattaálögur í ríkissjóð á benzín. Misnotkun ríkisfjöl- miðla Frá þinglokum hefur sam- gönguráðherra a.m.k. tvívegis komið fram í útvarpi og sjón- varpi til þess að ræða vegaáætl- unina. Hann hefur vandlega gætt þess í öll þessi skipti að þegja um þessa staðreynd. í stað þess hefur hann hamrað á því að á næsta ári og árunum 1981 og 82 sé stefnt að verulegri magn- aukningu nýframkvæmda vega, einkum lagningu bundins slit- lags á þjóðvegakerfið. í þessum viðtölum er þess að engu getið að í vegaáætluninni er ekki gert ráð fyrir því að hverfa af þeirri braut að skattleggja umferðina til almennra þarfa ríkissjóðs í vaxandi mæli, eins og gert er á þessu ári. Því var heldur ekki á loft haldið að þessar auknu framkvæmdir á allar að fjár- magna með auknum lántökum, sem ekki er gerð tilraun til að skýra hvar eigi að fá — hvort um innlend eða erlend lán sé að ræða eða hvernig það samrýmist þörf lánsfjáröflunar til annarra framkvæmda í landinu. Áður- greindir ríkisfjölmiðlar hafa ekki séð ástæðu til þess að fá álit stjórnarandstöðunnar á þessum málflutningi ráðherra. Með mis- notkun ríkisfjölmiðlanna hefur hann því komið því til leiðar að almenningur í landinu hefur alranga mynd af meginstað- reyndum í skattlagningu ríkis- stjórnarinnar á umferðina og stefnu hennar í vegamálum. Lárus Jónsson. Benzínhækk unin færir ríkis- sjóði 3000 millj. króna Með ákvörðunum um söluverð á benzíni síðan um áramót hefur ríkisstjórnin ákveðið að nota sér verðhækkanir á benzíni erlendis og leggja á þjóðina 3000 milljón- ir króna á árinu í auka skatt, þ.e.a.s. innkaupsverðið hækkar svo mjög að söluskattur og tollur af hækkuninni einni frá áramót- um mun gefa ríkissjóði þessa upphæð fram yfir áætlaðar tekj- ur af benzíni í fjárlögum. Tölur þessar eru byggðar á upplýsing- um frá Þjóðhagsstofnun, sem ég hef undir höndum og óbreyttu benzínverði til áramóta. Engin króna af þessari gífurlegu skattahækkun fer til vegamála. Sú 12 krónu hækkun vegagjalds á benzínlítra sem innifalin er í síðustu hækkun, er utan við þetta og er einvörðungu ákveðin til þess að standa við niður- skornar framkvæmdir í gildandi vegaáætlun. Eftir sem áður verða nýframkvæmdir skornar niður um 12—15% frá fyrra ári. Til fróðleiks má geta þess að skv. þessu fær ríkissjóður í tekjur af benzíni á þessu niðurskurðarári vegaframkvæmda hvorki meiri né minni upphæð en nálægt 10 til 11 milljörðum króna, sem ekki renna til vegamála, heldur almennra þarfa ríkissjóðs. Uppgjöf vinstri stjórnar í vegamálum Við sjálfstæðismenn höfum þráfaldlega á það bent að við Islendingar erum komnir í dýra sjálfheldu í vegamálum. Kostn- aður við viðhald vega og bifreiða er orðinn hrikalegur vegna þess hversu ástand veganna er slæmt og umferð fer vaxandi með ári hverju. Út úr þessari sjálfheldu verðum við að brjótast sem fyrst. Það er einfaldlega fjár- hagslega hagkvæmt og bætir lífskjör okkar sem þjóðar fyrir utan félagslegan og menningar- legan ávinning sem gott sam- göngukerfi hefur í för með sér. Þegar þessi meginstaðreynd er höfð í huga og jafnframt hvernig núverandi ríkisstjórn hefur haldið á þessum málum, er það næsta furðulegt að samgöngu- ráðherra fái óátalið að segja það einn í ríkisfjölmiðlum að hann hafi snúið við stefnu fyrri ríkis- stjórnar í vegamálum til hags- bóta fyrir allan almenning! í þeim „fréttaflutningi" er skatta- okrinu á benzínið sleppt, niður- skurði á framlögum ríkissjóðs og þar með nýbyggingum vega á þessu ári einnig sleppt og síðast en ekki síst að fyrirhugaðar auknar framkvæmdir næstu ára eru byggðar á sandi stóraukinn- ar lántöku, sem engin skýring er gefin á hvernig komið verður heim og saman. Ráðherrann hefði því átt að játa raunveru- lega uppgjöf ríkisstjórnarinnar í vegamálum í stað þessa furðu- lega málflutnings. Mikil f iskigengd á miðum Vestfirðinga í síðustu grein minni um mælt mál gerði ég grein fyrir nauðsyn þess að samræma framburð móðurmálsins, svo hægt sé að kenna framburðinn samkvæmt einhverjum regl- um. Það er beinlínis forsenda þess að hægt sé að kenna talað mál, framburð og framsögn, eins og þingsályktunartillagan frá 5. maí í fyrra gerir ráð fyrir. Það er því ekki nema um tvennt að ræða fyrir þá sem þessari þingsályktun er beint til. Annað hvort að hundsa hana, eins og hún hafi aldrei verið samþykkt eða gera gang- skör að samræmingu íslensks framburðar. Þótt ég þykist ekki hafa fundið neina allsherjarlausn á framburðarmálum íslenskrar tungu með því að styðja til- lögur drs. Björns heitins Guðfinnssonar, þá er ég jafn- framt með þessum greinum að reyna að benda á það, að eitthvað verður að gera í þessum efnum. Það er ekki hægt að afgreiða mælt mál íslenskrar tungu með enda- lausri þögn. En eins og öllum sem eitthvað hafa fylgst með þessum málum er kunnugt hefur þessi einmana rödd mín verið rödd hrópandans í eyði- mörkinni. Ég er engan veginn að fara þess á leit við neinn að hann sé mér sammála, en ég hlýt að endurtaka, að afskiptaleysi lærðra manna í íslensku af mæltu máli er alveg óskiljanlegt og að mín- um dómi óafsakanlegt. Og læt ég nú þetta nægja í bili um hina dularfullu þögn um þetta mál. Kunna íslendingar ekki að lesa upphátt? Þá er enn ónefndur sá þáttur mælts máls sem kemur fram í því, þegar maður les upphátt. Sé miðað við þann þátt lestrar kemur fram sú ömurlega staðreynd, að fæstir íslendingar eru læsir. Og það stafar auðvitað af því að lestrarkennsla í skólum er snarvitlaus! Við skulum íhuga þetta svolítið nánar. Ég vil taka það fram þegar í upphafi, að þegar ég tala dum lestur í framhaldi af þessu á ég við lestur upphátt. Hvað á sér stað, þegar tveir menn tala saman? Flutningur hugsunar. Og hvað er lestur? Flutningur hugsunar. Ef mælt mál er flutningur hugsunar og lestur einnig, hvers vegna hljómar lestur þá langflestum íslendingum allt öðruvísi en talað mál? Er þetta ekki sama tungumálið? Venjulegu'r íslendingur sem les upphátt þylur orð í stað þess að flytja hugsanir. Hann les orð sem hefur verið raðað saman í setningar, og áherslur eru annað hvort engar eða meira og minna brenglaðar. Eðlileg hrynjandi tungunnar hverfur með öllu og orðin koma eins og útúr vél en ekki hugsandi veru. ímyndaðu þér að þú heyrir einhvern vin þinn halda ræðu uppúr sér. Mann sem veit, eða a.m.k. þykist vita, hvað hann er að tala um, og allar áherslur hans og öll hrynjandi er fyllilega eðlileg. Láttu sama mann skrifa niður þessa ræðu og lesa hana upp og þú þekkir hana ekki lengur. Biddu einhvern að lesa fyrir þig upphátt, vin þinn eða einhvern á heimilinu. Hvernig líst þá á? Er þetta fólk ekki læst? Jú, vissulega. En hvern- ig stendur þá á því að það les allt öðruvísi en það talar? Okkur virðist hafa verið kennt, að lestur felist í því að bera fram orð, í stað þess að flytja hugsanir jafneðlilega og við tölum. Þetta er auðvitað hverjum einasta manni ljóst sem gefur því minnstu gætur. Enda fór svo að einhver snjall maður fann upp nýtt orð til þess að skýra þennan heimskulega mun á lestri og mæltu máli. Hann kallaði þetta „lestrar- tón“. Og þar með var málið útrætt. Enginn minntist orði á það framar, fremur en hér væri um að ræða eitthvert óviðráðanlegt náttúruafl, sem allir yrðu að sætta sig við. En auðvitað er engin ástæða til þess. Nemendur mínir á þrjátíu ára ferli hafa verið á öllum aldri. Allt frá sextán ára til sjötugs. Ég hef orðið að byrja á því í öllum tilvikum að kenna þeim að lesa að nýju, því ég geri þær kröfur, að enginn munur sé á mæltu máli og lesnu. Ef þú heyrir mann lesa sem þú sérð ekki, eins og þegar þú hlustar á útvarp, þá áttu alls ekki að geta heyrt hvort maðurinn er að tala eða lesa. Hvort tveggja er flutn- ingur hugsunar, og þetta er þó sama tungumálið. Þegar ég hóf að kenna varð ég auðvitað þegar í stað var við þann gífurlega mun sem er á lestri fólks og venjulegu töluðu máli. Hvað olli þvi, að maður sem í samtali beitir fyllilega eðlilegum og skyn- samlegum áherslum og hrynj- andi, verður eins og hugsunar- laus bjálfi á að hlýða, þegar hann' les upphátt? Þetta rannsakaði ég, og mun ég í næstu grein gera grein fyrir þeirri rannsókn og til hvaða niðurstöðu hún leiddi. íwafirði 17. júlf MJÖG góður afli er nú hjá ísfirska veiðiflotanum. í gær og í dag er verið að landa um 700 lestum af fiski úr fjórum togur- um og fyrir helgina lönduðu tveir linubátar 180 lestum af grálúðu. Aflahæstir togaranna er Júlíus Geirmundsson með 220 lestir af þorski, en hann landaði f síðustu viku 208 lestum. Guðbjörg landar í dag 180 lestum af ufsa, en hún er í þorskveiðibanni. Guðbjartur kom inn fyrir helgi og var landað úr honum f gær 150 lestum af þorski. Þá var landað úr Páli Pálssyni 140 lestum af ufsa og grálúðu eftir viku veiðiferð, en Páll er í þorskveiðibanni. Um kaffileytið í dag var ekki byrjað að landa úr b.v. Júlíusi Geirmundssyni, og var útlit fyrir löndunarstopp hjá Ishúsfélagi Is- Bók með teikningum ÚT ER komin bók eftir Helga Þorgils Friðjónsson. Nokkrar teikningar — Some drawings, með teikningum og sögum, sem höf- undur vann að á námsferli sínum í Hollandi á árunum 1977—1979. Bókin er prentuð á Jan Van Eyck Academíunni i Maastricht, Hollandi — en u.þ.b. helmingur upplagsins er gefinn út hér á landi. firðinga, en það frystihús vinnur aflann af Júlíusi og Guðbjörgu. Hans Haraldsson skrifstofustjóri hjá Hraðfrystihúsinu Norður- tanga h.f. sagði, að vel hefðist undan að vinna hjá þeim, en þeir vinna aflann úr togaranum Guð- bjarti og grálúðubátunum Orra og Víkingi III, en vegna mikillar sölutregðu á grálúðu safnaðist mikið fyrir af henni á lager. Hann sagðist þó ekki örvænta um sölu á grálúðunni þótt nokkuð bærist að. Þá væru þeir einnig vanir nokk- urri áhættu í þessari atvinnu- grein. Sveinn Guðbjartsson hjá Hrað- frystihúsinu h.f. sagði, að þá vantaði eitthvað af kvenfólki í vinnu, en vegna góðs samstarfs við skipstjórann á skuttogaranum Páli Pálssyni hefði tekist að hafa aflasamsetningu þannig, að pass- aði afkastagetu frystihússins. Mjög mikil fiskigengd er nú á miðum Vestfirðinga, eins og að framan greinir. Þá var til dæmis mokafli hjá grásleppukörlum fram á síðasta dag vertíðar þeirra nú um miðjan mánuðinn. Djúp- rækjuveiðin gengur einnig mjög vel. Þá er það ef til vill dæmigert, að þorskurinn hefur gefið sig vel til á línu hjá smábátum hér í djúpinu, en þar hefur verið ör- deyða um mörg undanfarin ár. - Úlfar. iASIMINN KR: 22480 kji1 P«rijiml>bibib

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.