Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ1979 Bugðu skammt neðan við Meðal- fellsvatn, en áin á upptök sín í Eilífsdal. Tvær smáár falla í Meðalfellsvatn, Sandá og Flekku- dalsá, en fyrrnefnda áin kemur úr Eyjadal, en hin úr samnefndum dal. Auk Bugðu og Svínadalsár, er kemur úr samnefndum dal og fellur í Laxá hjá Möðruvöllum, komá í Laxá ýmsar smærri ár og lækir, sem eiga upptök sín í fjöllum beggja megin árinnar, svo sem Kili-, Reynivallahálsi, Meðal- felli, Möðruvallahálsi og Skála- fellshálsi. Aðrennslissvæði Laxár í Laxvogi er 211 km2 (Vatnamæl- ingarj og þar af Bugðu 64 km2. Stífluvatn er um 1.5 km2 að flatarmáli og er í 178 m hæð yfir sjó. Meðalfellsvatn er hins vegar Einar Hannesson: Laxfoss í Laxá í Kjós. Til vinstri á myndinni sést á neðra op laxastigans og ofan við fossbrúnina á varnargarð vegna inntaks f stigann. 30ára veiðimálastarf í Kjósinni Kjósin er norðan við Esjuna, fjallið, sem blasir við sjónum okkar reykvíkinga síbreytilegt eft- ir veðurfari og árstíðum, og oft speglast það í sjónum á sundunum við Reykjavík. Esjan er því öðrum fjöllum fremur fjall okkar höfuð- borgarbúa. Það er önnur saga en ætlunin er að greina frá að þessu sinni. Það er fallegt í Kjósinni og eiga árnar Laxá og Bugða ásamt Með- alfellsvatni sinn góða þátt í að skapa fjölbreytni og fegurð þessa búskaparlegu og hlýlegu sveit. Fjölbreytt svæði Laxá sjálf á upptök sín í Stíflu- vatni eða Stíflisdalsvatni í Þing- vallasveit, sem er í 25 km kjarlægð frá ósi Laxár í sjó í Laxvogi í Hvalfirði. Bugða á hins vegar upptök sín í Meðalfellsvatni og fellur hún í Laxá í 1 km fjarðlægð frá ósi Laxár í Laxvogi. Bugða er 3 km að lengd. Þá kemur Dælisá í um 2.0 km2 að stærð it46 m hæð yfir sjó. Laxinn kemst lengst upp Laxá að Þórufossi, sem er í 1.5 km fjarlægð frá Stífluvatni, og í Meðalfellsvatn og í fyrrnefndar ár, sem eiga ós í vatninu. Stofnun veiðifélags Á þessu ári eru liðin 30 ár frá því að veiðieigendur í Kjós mynd- uðu félagsskap um vatnakerfi Laxár í Kjós, er þeir nefndu Veiðifélag Kjósarhrepps, enda eru rúmlega 2/3 allra jarða í hreppn- um innan vébanda félagsins. Fyrsti formaður veiðifélagsins var Ólafur Andrésson, bóndi í Sogni, einn bræðranna frá Neðra-Hálsi. Ólafur lést fyrr á þessu ári. Það eru 24 jarðir, sem eiga aðild að félaginu og eru sumar tvíbýlis- jarðir. Veiðifélag Kjósarhrepps var stofnað 12. apríl 1949. Sérstök nefnd hafði unnið að undirbúningi félagsins og var Eggert Kristjáns- son, stórkaupmaður, formaður nefndarinnar. Verkefni félagsins er að auka fiskgengd á félags- svæðinu með þeim ráðum, sem hentar á hverjum tíma, innan ramma laxveiðilaga, að vinna að viðhaldi góðrar fiskgengdar á vatnasvæðinu og leigja veiðisvæð- ið til stnagaveiði, eins og segir í samþykkt félagsins. Að vísu hafði Laxá verið friðuð fyrir netum allt frá aldamótunum seinustu. Grundvöllur félagsins var á- kvæði í lögum um lax- og silungs- veiði, er gerði ráð fyrir að veiðieig- endur gætu stofnað með sér félag um veiði og ræktun og þurftu 2/3 aðila að vera því samþykkir til þess að það næði fram að ganga. Síðar, 1970, var það gert að lagaskyldu að slíkt félag starfi við allar ár og vötn í landinu. Eru nú starfandi um 130 veiðifélög og má ætla að það þurfi að stofna um 50 félög til viðbótar til þess að fyrrgreindu ákvæði laga um fé- lagsskap veiðieigenda við allar ár og vötn í landinu sé sómasamlega fullnægt. Atkvæðisréttur í veiðifélagi er jafn, þ.e. eitt atkvæði hefur hver ábúandi eða eigandi lögbýlis. Hins vegar skiptist eignarhlutur veiði eftir arðskrá, en grundvöllur hennar er landlengdin, hrygning- ar- og uppeldisskilyrði og aðstaða til veiði; netaveiði og stangaveiði fyrir landi jarðar eða jarðarhluta. Arðskrá er jafnframt gjaldskrá, ef um gjöld er að ræða í félagi, ella Frá Meðalfellsvatni í Kjós. Mörg sumarhús eru við vatnið og sjást nokkur þeirra á myndinni. Pétur Pétursson þulur: Fimmtudagsklúbb- ur og hrunadans „Þú ert eins og Kristján Al- bertsson (ekki leiðum að líkjast). Hann sat hér og las prófarkir af greinum sínum. Undir þeim stóð: Skrifað í Nefjork. Svo sat hann hér og las prófarkir. Eins ert þú með þessa Hveragerðispistla þína.“ Þannig mælti einn af starfsmönnum Morgunblaðsins er ég sat á bekk í anddyri blaðsins og beið eftir próförk. Að vísu var sannleikskorn í þessum ummæl- um. En þó með þeim fyrirvara, að stofn greinanna og uppistaða var frá Hveragerðisdvöl, en síðar unn- ið úr efninu eftir heimkomu, og enn óbirt sumt. í framhaldi af þessum athuga- semdum tökum við upp Iétt hjal og ber margt á góma. Ég hef lengi átt góðkunningja og fjandvini á Mogganum. Við geymum ekki rýt- inga í ermum. Kjósum sverð Spartverjans. Göngum feti fram- ar. Því kann ég vel. Er alæta á efni blaðsins. Allt frá ritstjórnargreinum og Reykja- víkurbréfum til Grana göslara, Cosper og Högna hrekkvísa. Já og Velvakanda. Vel á minnst, Velvakandi. Mér finnst hann ekki nærri eins hug- myndaríkur og fyrirrennari hans, Víkverji. Hann komst oft einstak- lega skemmtilega að orði. T.d. er hann hugleiddi hátíðisdaga Þjóð- kirkjunnar. Uppstigningardag og skírdag. Þá átti hann til að segja: Uppstigningardag ber að þessu sinni upp á fimmtudag. Það var nú ekki ónýtt að fá slíkar upplýsingar í gráma hversdagsleikans þegar heil vika var á milli sunnudaga og manni fannst tíminn aldrei ætla að líða. Síðan ég las þessar hugleiðingar Víkverja hefi ég allt- af haft mikinn áhuga fyrir kirkju- árinu og beðið þess spenntur hvort uppstigningardagur væri enn á fimmtudegi. Á borði við gestabekk í vistar- veru símastúlkna er blaðastafli. Hér getur að líta Þjóðviljann og Tímann. Fáein eintök af hvoru. Það sem athygli vekur er þver- handarþykkur bunki af Alþýðu- blaðinu er rís upp úr lágsléttunni og gnæfir yfir önnur blöð á borðinp. Þó er það aðeins tæpur helmingur að síðufjölda sé borið saman við hin blöðin. í forvitn- isskyni kasta ég tölu á eintaka fjöldann. Það reynast vera 60 blöð. Ég segi við símastúlkuna: Hvernig stendur á þessum fjölda eintaka af Alþýðublaðinu? Ég veit það ekki, svarar stúlkan. Það les þetta enginn. En þeir halda alltaf áfram að senda svona mörg. Ég veit ekki ástæðuna. Seinna, sama dag, á ég erindi í opinbera stofnun. í spjalli við forstjóranna segi ég frá heimsókn minni á Morgunblaðið. Forstjór- inn verður hugsi dálitla stund. Það vottar fyrir glettnisglampa í augum hans og það koma bros- viprur um munnvik. Siðan segir hann: Mig skal ekki furða þó sorp- hreinsunin í Reykjavíkurborg sé orðin kostnaðarsöm. Svona er þá komið þessu gamla málgagni mínu og okkar bræðr- anna. Baráttumálgagni Ólafs Friðrikssonar. Brautryðjenda- blaði Finnboga Rúts í blaða- mennsku 20. aldar. Menningarriti Magnúsar Ásgeirssonar og Karls ísfelds. Sunnudagsblaði íslenskra listamanna á borð við Jón Engil- berts, Snorra Arinbjarnar og Gunnlaug Scheving, er skreyttu forsíðu blaðsins með línóleumrist- um sínum. Blaði Vilmundar land- læknis og Þórbergs Þórðarsonar og annarra er birtu úrvalsgreinar eða þýddu heimsbókmenntir og rituðu þætti og frásagnir úr lífi alþýðunnar. Næfurþunnur snepill í tvennum skilningi. Borinn uppi af opinber- um auglýsingum og valdastreitu örfárra stangaveiðimanna í blekk- ingarhyljum Blöndu í íslenskri pólitík. Búið að missa hugsjóna- glæpinn. Kastað vinnuklæðum al- þýðunnar. Skrýðst röndóttum buxum og citydress borgaranna, en samt án siðgæðis þeirra. Morgunblaðsmenn hafa aldrei dregið dul á þá fyrirætlan sína að vilja viðhalda stéttaskiptingu. Og þótt hyldýpi skilji hugmyndaheim minn og þeirra, ræðum við mál af hreinskilni og þeir Ijá mér rúm í blaði sínu. Það leiðir hugann að ritstjórum fyrri ára. íslensk dagblöð hafa átt því láni að fagna að eiga í ritstjórasæti ýmsa í hópi blaðamanna er sett hafa svip á samtíð sína. Umdeilda menn er stormar og sviptingar stóðu um á starfsævi þeirra í orrahríð og vopnabraki. Óvægna við andstæð- inga. Yfirgangssama og hlut- dræga á stundum, en oft var það af tryggð við málstað og vopna- bræður. Mikil breyting hefir orðið á Morgunblaðinu frá ritstjórnar- tíð Valtýs Stefánssonar og Jóns Kjartanssonar ekki hvað síst með tilkomu þeirra Styrmis Gunnars- sonar og Matthíasar Johannessen. Þótt blaðið sé við sama hey- garðshorn í viðhorfi til stéttabar- áttu ljær það rúm margskonar efni er túlkar andstæð sjónarmið. Með þeim hætti verður umræða öll opnari og fjötrum fækkar. Þótt undarlegt megi virðast eru hug- myndatengsl við Alþýðublað fyrri ár óhjákvæmileg þegar greinar- höfundur situr andspænis Styrmi Gunnarssyni ritstjóra Morgun- blaðsins. Stutt spjall við hann í ritstjórnarskrifstofu beinir hug- anum áratugi aftur í tímann, til unglingsára er ég eyddi óteljandi stundum á ritstjórn Alþýðublaðs- ins og hlýddi á mál Finnboga Rúts, Magnúsar Ásgeirssonar, VSV — Hannesar á horninu, Stefáns Pjeturssonar og þeirra félaga er Rútur kallaði til starfa þá er hann hóf Alþýðublaðið til vegs og virðingar í íslenskum blaðaheimi. Mér er nær að halda, að annað málgagn hafi ekki átt á að skipa ritfærari sveit en mönn- um þeim er völdust til samstarfs við Finnboga Rút á þeim árum. Ég efast um að það hafi verið dansað jafn mikið í þágu nokkurs annars blaðs, en Alþýðublaðsins og Alþýðuflokksins. Það var mikil gróska í dansklúbbum á vegum flokksmanna. Fimmtudagsklúbburinn í Al- þýðuhúskjallaranum var einn þeirra. Svo störfuðu aðrir í Iðnó, um helgar. Fimmtudagurinn var ekki valinn út í bláinn. Það var nefnilega fleira sem bar upp á fimmtudag en uppstigningardag og skírdag. Vinnukonur, er svo voru nefndar, starfsstúlkur á heimilum betri borgara voru all- fjölmenn starfstétt. Þeim var út- rýmt af Nilfiskryksugum, Electro- luxþvottavélum og Kenwood- hrærivélum velferðaráranna. Vinnukonur voru á yndislegum aldri, hæfilega hrasgjarnar, eins og ljóðin bera vott um og áttu nóttina sjálfar. Auk þess áttu þær fimmtudaginn. Hann var þeirra frí- og frelsisdagur. Og frjálsa vinnukonu á fimmtudagskvöldi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.