Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ1979 27 Vegna sérstakra atvika hefur birting þessar- ar greinar dregist. K.F. Þrímenningaklíkan, ekkja Maós og Jóhannes Nordal Síðustu árin hefur það verið mikið til siðs í því mikla landi Kína, að kenna svonefndri fjór- menningaklíku um margt sem mið- ur fór í stjórn landsins — og haft fyrir satt af mörgum, að þessi klíka hafi verið í forystu fyrir óstjórn og upplausnarástnadi af ýmsu tagi þar í landi. Hér skal nú ekki lagður dómur á þessa kínversku klíku, en minnið um hana aðeins notað til að beina að því athygli, að við hér á íslandi höfum nú eignast okkar klíku, sem að vísu er aðeins þrímenninga- klíka, en þó þarf samsvörun við hina kínversku klíku ekki að líða fyrir vöntun á samsvörun af þeim sökum að „ekkju Maós“ vanti í myndina, því í hennar stað gæti hæglega komið hvort heldur sem væri af fyrrverandi sjávarútvegs- ráðherrum, þ.e.a.s. Matthías Bjarnason eða Lúvík Jósepsson. Morgunblaðsgrein, undirrituð af þremur frá 8. maí Þetta er merkileg grein — og í rauninni söguleg — því þarna gera þrir ágætismenn — já, úrvalsmenn — sig bera að því að vera málssvar- ar þeirra mestu ranginda og afturhaldsstefnu, sem nú er til í þjóðfélagi okkar. Þetta eru þeir Tómas Þorvaldsson, Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson og Kristján Ragnars- son. Mest undrunarefni er afstaða Tómasar, því ekki sýnist hann muni vera háður hylli misfram- sýnna útvegsmanna. Vanhæfni hinna tveggja til hlutlausrar álits- gerðar er skiljanleg vegna starfa þeirra fyrir samtök þrýstihóps, sem vill halda í sérréttindi. Þessir menn gerast málsvarar þeirra ranginda, að þjóðin fái ekki að njóta sigursins í sínu mesta hagsmunamáli um langan aldur, þ.e. í landhelgismálinu. Þeir gerast forystumenn fyrir því liði, sem vill, vegna skammsýni og stundar- hagsmuna og staðbundinna hags- muna — koma í veg fyrir að þjóðin vinni sitt eigið landhelgisstríð. Og jafnvel er hótað að stöðva fiskiflot- ann og krefjast aðstoðar, — en hvaðan? Eg rengi ekki þær tölur, sem birtust í Morgunblaðinu 7. júní, um að hallinn á rekstri fiskveiðiflotans sé um 14 milljarðar — og mun sá halli aukast enn við hækkun olíu- verðs — miðað við óbreytta flota- stærð. í grein þremenninganna frá 8. maí segir þannig orðrétt: „Benda má á að sjávarútvegur okkar helstu samkeppnislanda nýtur stórfelldra opinberra styrkja" ... Lesendur veiti athygli á hvað er verið að benda. Greint er frá því í kvörtunartón „að sífellt stærri hluti útgjalda greinarinnar (þ.e. sjávarútvegins) breytist í hlutfalli við gengi hvers tíma og einnig hefur þáttur verð- bindinga í fjárskuldbindingum aukist mjög á sl. árurn"! Þetta er rétt, en sýnir einmitt að uppbygging hins allt oí stóra veiðiflota naut að verulegum hluta til styrkja í því formi að hvorki stofnfé netrekstrarfé var að fullu verðtryggt — einmitt meðan á hröðustu uppbygging- unni stóð. 33* 32' 31* 30* 29* 28" 27* 26* 25* 24- 23’ 22’ 21* 20’ 19” 18” 17" 16” 15” 14" 13’ 12" 11* 10” 9* 8* 7* 6* 5' ■ ______l_____I_____I------1-----1-----1------■ ■ ■ ■ ■■_____l-----1-----1-----1------1-----1-----'------1-----1'---->------1------1-----1 1 — 68” DREIFING SÓKNAR MINNI SKUTTOGARA 1975 OG 1976. ALLIR TOGARAR ALLT TÍMABILIO. Deplarnir syna titkynningar togara þridja hvern dag á timabiiinu. Hver depill táknar eina tilkynningu. 52"- K.F. hefur bætt inn á kortið brotnum línum til að tákna f'riðunarhólF. rRAMKVÆMOASTOFNUN RlKISINS ---1-- -69 -68 -66° -65" -63° t-----1------1-----1-----1-----1-----1------1-----1-----1-----1-----1-----í i----------1-----1 i----------1 i i i t "i i r t 34” 33” 32” 31* 30* 29” 28” 27” 26’ 25” 24’ 23” 22” 21” 20” 19” 18” 17’ 16” 15’ 14” 13” 12” 11” 10” 9” 8* 7* 6” 5' Kristján Friðriksson:_Fyrri grein Orð í belg á örlagastund Örlagastund, sem ætti að hagnýta í þágu framtíðarinnar Hinn allt of stóri og afkastamikli veiðifloti hefur rányrkt fiskimiðin, hvað mest á undanförnum árum. Friðunaraðgerðir svonefndar hafa verið gagnslítið kák — þar til helst nú í tíð núverandi sjávarútvegs- ráðherra — og er þó fjarri lagi að nokkur trygging sé fyrir að þær komi að því gagni, sem þörf er á og til er ætlast. Nei, nú ætti að nota tækifærið og koma á þeirri skipulagsbreytingu við hagnýtingu fiskimiðanna, sem ein getur fljótt og örugglega bætt lífskjör þjóðarinnar — og leyst fjárhagsvanda útgerðar. Nú ætti að minnka veiðiflotann og koma á markvissri friðun I stað þess að styrkja ofveiðina, eins og víða er gert í útlöndum — þá á að skattleggja. Selja veiði- leyfi. Skipta veiðileyfum niður á fiskverkunarstaðina sbr. uppá- stungur mínar um þá tilhögun. Ef sama fiskmagn og það sem óhætt er að veiða — dreifist á einum fjórða færri skip eða jafnvel Va færri skip, þá getur sá hluti flotans, sem eftir er, hæglega borið olíuverðshækkunina, og enn betur gæti hann borið hana strax og fiskimagn vex — en fiskmagns- aukning mundi fara að segja til sín strax eftir eitt ár, ef allt norðaust- uruppeldishólfið yrði friðað, eins og ég hef gert tillögur um — en sú aðgerð er örugg til að skila ár- angri. Auðlindaskatturinn — eða fisk- uppeldisgjaldið yrði svo lítið til að byrja með, að það vegur ekkert teljandi í útgerðarkostnaði. Hitt viktar miklu þyngra, að aflinn dreifist á færri skip — um 33% aflaaukning pr. sóknareiningu — ef flotinn yrði minnkaður um 20%, — um 50% ef flotinn yrði minnkaður um 33%. Sparnaður í útgerðarkostnaði yrði stórkostlegur — og er sá sparnaður enn meiri knýjandi en fyrr, vegna hækkunar olíuverðsins. Það fé, sem inn kæmi fyrir seld veiðileyfi mætti m.a. nota til að greiða fyrir sölu skipa þeirra út- gerðarmanna sem hættu útgerð. En víða í heiminum eru iila nýtt fiskimið og því líklegt að markaður sé fyrir svona skip. Jafnvægisgengi Sennilega væri einfaldast að hætta því vonlitla striti að vera að ákveða fiskverðið í opinberum nefndum. Hví ekki að sjá til hvaða verð fiskverkunarstöðvarnar teldu sig geta greitt? Og hví ekki að leyfa útgerðarstöðvunum að taka það verð fyrir gjaldeyrinn, sem fáan- legt væri hér innanlands. Koma á jafnvægisgengi. Ég tel að gengisskráningin hafi aldrei verið viðráðanlegt verkefni fyrir þá sem með hafa farið. Ég held að gengið mundi festast við aukið frjálsræði á því sviði. Seðla- bankinn gæti stjórnað genginu — betur með"óbeinum hætti, en með þeim hætti sem nú tíðkast. Ég bið rétta aðila að athuga þetta gaum- gæfilega. Of stór floti Eg spyr: Hver getur neitað því að flotinn sé of stór, fyrst þarf að stöðva hann langtímum saman? Halda menn að það kosti ekki neitt að gera út miklu fleiri skip en þörf er á? Reynslan, sem fyrir liggur þarna er svo glöggur rökstuðningur að ekki er þörf á öðrum betri. Með þessari grein fylgir kort, sem Framkvæmdastofnun hefur gert. Það sýnir mjög glöggt hið taumlausa dráp á fiski í uppeldi. Þetta er rányrkjan sem heldur niðri lífskjörum þjóðarinnar og sömuleiðis það sem veldur fjár- hagsvanda fiskveiðanna. Og það er þetta, sem „þrímenn- ingarnir — og „ekkjur Maós“ hafa gert sig að málsvörum fyrir. Halli og Laddi mega fara að vara sig í grein þremenninganna er ein klausa, sem ég tilfæri hér til skemmtunar. Þar segir svo: „Fullyrða má, að frekari tak- mörkun á frjálsræði því, sem hefur verið undirstaðan í hinni miklu framleiðni sjávarútvegsins, mun þegar til lengri tíma lítur, hafa neikvæð áhrif á efnahagsþróunina og þar af leiðandi rekstrarskilyrði annarra atvinnugreina, ekki síður en sjávarútvegs." Eg spyr: Hvaða frelsi er verið að biðja um? Meiri fiskiskipakaup? Meira frelsi til að drepa niður fiskaeign landsmanna meðan fisk- urinn er í hvað örustum vexti, eins og nú er gert? Mér finnst klausan grátbrosleg. Ólæsi hið nýja Víða um heim er ólæsi mikið vandamál. Nú virðist vera komið til sögunn- ar ný tegund af ólæsi. Vissir menn virðast ekki vera „læsir“ á þau fræði, sem þó helst snerta þeirra eigin viðfangsefni. í grein sinni frá 8. maí, vitna þremenningarnir í ræðu Jóhannes- ar Nordals seðlabankastjóra þann- ig: „Síðara atriðið, sem bankastjór- inn nefnir sem hugsanlega leið til að leysa skipulagsvandamál fisk- veiðanna, er sala veiðileyfa. Hann talar um sölu veiðileyfa til útgerð- arinnar, rétt eins og um sölu veiðileyfa í laxveiðiám landsins, en málið er ekki svo einfalt. Hann fullyrðir að fræðilega hafi verið sýnt fram á, að skynsamlegt sé að leggja auðlindaskatt á útgerðina með sölu veiðileyfa, en þau fræði eru okkur ókunn.“ (Leturbreyting K.F.) Og ég spyr: Hvað hafa mennirnir verið að lesa? Er fjölmiðlamengun- in komin á það stig, að forystu- menn helstu greinar atvinnulífsins lesi ekki megin atriði, er snerta atvinnugrein þá, sem þeir eru forystumenn fyrir? Er hér á ferð- inni ný tegund af „ólæsi“? Og þrímenningarnir halda áfram: „... Við höfum velt fyrir okkur, hvernig slíkt kerfi yrði í framkvæmd, en án niðurstöðu." Og þeir halda enn áfram: „Hvernig samrýmist byggðastefn- an sölu veiðileyfa?" Og nú spyr ég: Á að halda sífellt áfram drápi á uppeldisfiski og skjóta sér nú á bak við stefnu þá, sem að hluta til er ranglega uppbyggð? Þ.e. byggðastefnu, sem að hluta er mislukkuð. Á að drepa allan fiskinn okkar, þegar hann er 1,2—2,5 kg. eins og meiri hluti hans hefur verið drep- inn (miðað við tölu fiska) á undan- förnum árum? Ef því „frelsi“ verður haldið, sem lengst af hefur ríkt — og miðað við núverandi flotastærð og sóknar- tækni, þá gæti svo farið að lítið yrði um fisk fyrir suðurlandi (t.d. við Grindavík) svo og vesturlandi sunnan verðu — sbr. aftur með- fylgjandi kort — og þá hygg ég að útgerðin og þjóðin mundu seint losna út úr efnahagskreppunni. Með „friðunaraðgerðum" eins og þeim sem Lúðvík og Matthías beittu, tel ég að afrakstur miðanna mundi haldast lítt breyttur næstu áratugi. Ég mun í næstu grein víkja ofurlítið nánar að Jóhannesar Nordals-þætti í þessu máli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.