Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ1979 31 Guðmundur Jóhannsson fær afhent veifu frá ungum vinum sínum. „Ágætt í góðu veðri, en leiðinlegt í vondu veðri“ Ingibjörg, Herdís, Birna og Guð- laug voru önnum kafnar við að reita arfa, slá, klippa kanta og síðast en ekki síst að hlusta á tónlist í útvarpinu, sem stillt var á fullt, er við litum til þeirra þar sem þær voru að vinna í garði einum í Melgerðinu. Flokkstjórinn þeirra, Lilja Magnúsdóttir, hafði þð gætur á þeim og fylgdist með að allt væri gert eftir kúnstarinnar reelum Sögðu stelpurnar að þær kynnu ágætlega við þessa vinnu í góðu veðri, en þetta væri hundleiðinlegt í vondu veðri, sérstaklega í rigningu, „því þá verður allt svo blautt". Aðspurðar sögðu þær, að það væri svo sem ekkert öðruvísi að vinna í einkagörðum en almenningsgörðum, því arfinn væri alls staðar eins. „Við hittum þó stundum fólkið sem býr í húsunum og það kemur og færir okkur kaffi og pönnukökur út í garð. Það finnst okkur auðvitað mjög notalegt," sögðu þær stöllur hlæjandi og við hröðuðum okkur í burtu til þess að tefja þær nú ekki um of við vinnuna. „Stundum kemur fólkið og býður okkur kaffi“ í garði við Kársnesbrautina voru fjórar hressar stelpur, þær Sigrún, Anna Steinunn og Jóhanna, önnum kafnar við að slá blettinn og laga stórt og mikið trjábeð. Það vakti furðu okkar að þær voru allar með hettuna upp fyrir haus, þrátt fyrir brakandi þurrk og spurðum hverju það sætti. „Það er svo mikið af pöddum og ormum í trjánum, sem fer í hárið á okkur," sögðu þær og brostu við. „Það er líka búið að vera svo vont veður að undanförnu að við erum eiginlega ekki ennþá búnar að átta okkur á því að sólin skín.“ Sögðu stelpurnar að það væri mjög misjafnt hvort þeim þætti skemmtilegt eða leiðinlegt í vinn- unni, það færi allt eftir veðri og eins skipti miklu máli hvernig garðarnir væru. „Stundum eru garðarnir mjög illa hirtir og mikill arfi og alls kyns drasl í beðunum, en í öðrum tilfell- um eru garðarnir vel hirtir og það eina sem við þurfum að gera er að halda þeim við. Okkur er í rauninni alveg sama hvort við vinnum í almennings- görðum eða einkagörðum. Það hefur þó ýmsa kosti í för með sér að vinna í einkagörðunum, því stundum kem- ur fólkið sem býr í húsunum og býður okkur kaffi og með það erum við auðvitað mjög ánægðar,“ sögðu stelpurnar og grúfðu sig síðan yfir beðið, sem þær voru að vinna við, því þar var af nógu að taka. „Ég var mjög veðurheppinn þegar þau komu“ Jónas Bjarnason er á níræðisaldri og býr á Þinghólsbrautinni. Umhverfis húsið hans er stór garður með blómabeðum og trjágróðri og þarf örugglega mikla vinnu til að halda honum við. Sagði Jónas að hann hefði tví- vegis fengið unga fólkið til að hjálpa sér í garðinum, því hann væri nú orðinn svo gamall að hann gæti ekki séð um það sjálfur með góðu móti. „Þau stóðu sig alveg ljómandi vel og var ég mjög veðurheppinn þegar þau komu, þannig að verkið gekk vel í bæði skiptin. Þetta voru stilltir og prúðir krakkar, sem til mín komu og gengu þeir alveg prýðilega um, svo það er nú allt annað að sjá garðinn minn. Ég vona bara að þeir komi aftur einhvern tímann seinna í sumar. Ég tel þetta ákaflega þarfa þjón- ustu við okkur gamla fólkið, því það þarf svo mikla vinnu við að halda svona görðum við og ef við fáum ekki hjálp, þá drabbast þetta allt niður hjá okkur," sagði Jónas og horfði með ánægjusvip yfir nýhreinsað blómabeð við húsvegg- inn. Jónas Bjarnason var ánægður með garðinn sinn eftir að hann hafði fengið aðstoð við að hirða hann. „Spjöllum um daginn og veginn“ Eins og áður segir er einn liðurinn í starfsemi Vinnuskóla Kápavogs sá, að unga fólkið fer og heimsækir íbúana í Fannborg, en það« er bústaður aldraðra í Kópavogi. Er við litum þar við hittum við fyrir hóp af krökkum, sem ætluðu að heimsækja aldraða vini sína, er þar búa. Meðferðis höfðu þeir veifur með merki Kópavogskaupstaðar, en það er venja að gefa gamla fólkinu slíkar veifur til minningar um heimsóknirnar. „Fólkið tekur okkur alltaf sér- staklega vel og er mjög vingjarnlegt við okkur," sögðu krakkarnir, er við tókum þá tali. „Við stöldrum yfirleitt við hjá því í svona klukkutíma og spjöllum um daginn og veginn. Fólkið hefur oft mjög gaman af því að segja okkur hvað á daga þess hefur drifið um ævina og oft er okkur boðið upp á súkkulaðimola eða brjóstsykur. Að okkar mati er vissulega þörf fyrir að efla slíkt samband milli ungra og aldraðra, því það er ein leiðin til að brúa hið margumtalaða kynslóðabil," sögðu krakkarnir um leið og þeir hrúguðust inn í lyftuna sem stóð opin og beið eftir þeim. Þeir voru á leið upp á níundu hæð til Guðmundar Jóhannssonar, sem þar býr. Þeir ætluðu að heilsa upp á hann og færa honum veifu. „Þeir mættu gjarnan koma aftur“ Guðmundur Jóhannsson virtist ákaflega glaður að sjá hina ungu vini sína aftur. Sagði hann að hann kynni mjög vel við unga fólkið. Það hefði komið saman í hóp og heim- sótt hann og verið mjög stillt og prútt. „Ég gat ekki séð að þau væru neitt spillt eða illa upp alin, eins og margir tala um að unga fólkið sé í dag. Þau voru ekkert nema kurteisin og komu ákaflega vel fram. Þau mætti gjarnan koma aftur einhvern tímann seinna, því að mínu mati eru slíkar heimsóknir skemmtileg til- breyting og mjög jákvætt skref til þess að koma á gagnkvæmri kynn- ingu milli ungra og gamalla og um leið er þetta tilraun til að brúa hið margumtalaða kynslóðabil," sagði Guðmundur að lokum. A. K.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.