Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ1979 Guðjón F. Teitsson: Fyrri hluti Sexæringarnir Almenningi er kunnugt, að í des. 1977 lagði núverandi forstjóri Skipaútgerðar ríkisins tillögur fyrir alþingi um að selja strand- ferðaskipin Esju og Heklu, en láta smíða í staðinn 3 skip samkvæmt norskri fyrirmynd í 6 systurskip- um í smíðum fyrir félagið Coaster í Bergen. Kostir Coaster-skipanna skyldu fyrst og fremst þeir að aka mætti vörum um borð og frá borði um skutdyr eða nota hliðardyr með burðargeta 1080 tonn. — Fylgir hér með endurreiknað dæmi um rekstur þessara skipa, A og B, við að flytja 2160 tonn sements frá Faxaflóa til Akureyrar meðað við breytt farmgjald og verð olíu.. Sé reiknað með 1600 hestafla aðalvélum í A og B, eins og í Heklu og Esju, og gefi þessi vélaorka með fullu álagi sama ganghraða ca. 13 sjóm., þá má með verðlagi gasolíu frá 12/5 79, kr. 103 á lítra, reikna með olíueyðslu kr. 33,281,36 á klst. Meiri olíu- eyðsla A við að flytja 2160 tonn Guðjón F. Teitsson afgreiðsluna. — Ökulyftarar eru yfirleitt belglágir og erfitt að nota þá í verulegum snjó, eins og reikna þarf með víða á höfnum yfir veturinn, einmitt þegar sjóflutn- ingaþörfin er brýnust. „Golar Borg“ — sjóslysið Hinn 31. okt 1978 fórst norska frysti- og kæliskipið „Golar Borg“ 7595 dw. tonna með 12.000 hest- afla aðalvél, smíðað 1969. Skipið var á leið frá Póllandi til nefnd lánsfjárheimild í sér algert einsdæmi hér á landi, en er að öðru leyti táknræn fyrir þá þrýstihópavinnu, sem viðgengist hefir um alllangt skeið sem snar þáttur í upplausnarástandi efna- hagslífs þjóðarinnar. Er hér átt við það, að í fyrsta lagi mun ekkert endanlega ákveðið hvort ríkið bæti við sig nokkru strandferðaskipi á næst- unni, því að vel kemur til greina, og er raunar tímabært, að skipa- félög, sem annast millilandasigl- ingar, auki á ný reglubundna og Mismunandi skip og rekstur vörulyftum. Skip þessi höfðu ekki rúm fyrir einn einasta farþega og aðeins fyrir 6 skipverja, og hlutu því í gamni nafnið „sexæringarn- ir“ meðal farmanna á hinum íslenzku strandferðaskipum. Ekkert frystirúm var í skipum þessum og aðeins einn bómustert- ur til lyftinga. Aðalvél var 1125 hestafla við 1200 sn. á m., sem virtist lítið traustvekjandi til strandferða kringum ísland. í kjölfar nefndra tillagna var mikill áróður hafinn, en fljótt sló allmjög í bakseglin, því að hin fyrstu Coaster-skip voru ekki fyrr komin á flot, í byrjun árs 1978, en þau reyndust gölluð í stöðugleika og óhagkvæm í rekstri vegna allt of lítillar burðarhæfni, að eigend- ur sömdu þegar um endurbætur áskipunum og 17-metra lengingu hvers þeirra til aukinnar burðar- hæfni um 100% í lestarými, en 60% í þunga. Hafa þessar endur- bætur þegar verið gerðar á öllum 6 skipunum, vitanlega með ærnum tilkostnaði, en samt munu skipin halda áfram að vera stórgölluð vegna ófullnægjandi véla o.fl. o.fl. Utkoman á Coaster-skipunum varð auðvitað mikið áfall fyrir forstjóra Skipaútgerðarinnar, en þá leiddi óttinn við áframhald sams konar vandræða þennan reynslulitla mann til annarra öfga, sem nánar verður vikið að síðar í þessari grein. I grein minni í Morgunblaðinu 10/8 78 benti ég á, að tala skip- verja á kaupskipum í Noregi virtist að litlu eða engu leyti háð því, hvort skip hefðu svipaðan búnað og Coaster-skipin til lestun- ar og losunar eða ekki. Einnig benti ég á það, að skip með slíkum búnaði yrði ávallt að gera út sem opið hlífðarþilfarskip, en lokað hlífðarþilfarskip sömu bolstærðar gæti haft ca. 50% meira farm- burðarþol í þunga. Rekstrardæmi Ég nefndi dæmi um tvö skip litlu bolstærri en núverandi strandferðaskip, og var annað, skip A, opið hlífðarþilfarskip með skut- og hliðarfarmdyrum, farm- burðargeta 720 tonn, en hitt (B) lokað hlífðarþilfarskip, farm- sements frá Faxaflóa til Akureyr- ar og afla farmgjalda samkvæmt ofangreindu reiknast því fyrir siglingu 48 klst. á kr. 33,281,36 samtals kr. 1,597,505. Það sýnist því fræðilega svo að reikna megi skipi B fyllilega 3 millj. kr. betri útkomu en skipi A á aðeins 7 dögum í nefndum flutningum. Slíkur ávinningur fæst þó auðvitað ekki í flutningi léttavarnings, sem t.d. að meðal- tali kann að samsvara 100 rúmfet- um á móti 1000 kg., eins og algengt er fyrir strandferðaflutning, og þar sem Hekla og Esja sem opin hlífðarþilfarskip nýtast yfirleitt vel og apara auðvitað í hafna- gjöldum, en það atriði í innan- landssiglingum er þó í eðli sínu ekki eins mikilvægt vegna þess að hinum innlendu höfnum er yfir- leitt fjár vant, og þarf því ríkið að styrkja þær með fjárframlögum í einni eða annarri mynd. Að öðru leyti vísað til marg- þættra fyrirvara í áðurnefndri Morgunblaðsgrein minni, en þeir fyrirvarar eiga að mestu jafnt við skip A og B. Hvaða búnaður hentar? Lögð skal áherzla á það í sam- bandi við hönnun nýrra skipa til lengri ferða í tíma en t.d. 1—4 klst., að síhækkandi olíuverð vinn- ur sterklega með rekstrarhæfni skips, sem hefir 50% meiri farm- burðarhæfni en annað skip með jafnstóran bol og jafna orku aðal- vélar. Skip A verður mun dýrara í smíðum og búnaði en skip B og krefst auk þess aðeinhverju leyti kostnaðarsamra hafnamann- virkja, sem yfirleitt eru ekki fyrir hendi á ennlendum höfnum eða hægt að láta þau í té næstu 10—20 árin. Bent akal á, að meðalflutnings- magn til og frá viðkomuhöfnum Heklu og Esju 1975 var sem næst 20 tonnum á höfn, og þar af hefðu 33—50% skilyrðislaust fallið und- ir kranavinnu, þótt búnaður A-skips hefði verið fyrir hendi. Undir aksturs út/inn-aðferðina hefðu því að meðaltali ekki fallið nema 10—13 tonn á höfn, og ef það var t.d. pölluð kornvara, sykur eða álíka vara með 1500—1800 kg. á palli, þá myndi um að ræða 6—9 híf með krana, sem tæka myndi álíka margar mínútur að ljúka við að afgreiða, samhliða eða í beinu framhaldi af hinni sjálfsögðu eða óhjákvæmilegu kranavinnu. Er því fullkomlega ólíklegt, að það borgi sig yfirleitt fyrir slíkar smælkisafgreiðslur að grípa til hins dýra búnaðar til aksturs út og inn eða afgreiðslu um hliðardyr lesta, þótt slíkur búnaður væri fyrir hendi um borð og aðstaða í landi. Nefndur búnaður virðist einnig neikvæður í sambandi við einhliða flutning þungavarnings, samanber framangreint dæmi um flutning sements frá Faxaflóa til Akureyrar. — En viðbótarskip til þjónustu með Heklu og Esju myndi einmitt að nokkru leyti verða beint meira en hinum síðar- nefndu að flutningi einhliða þungavöru. Reynslan hefir sýnt, að þrátt fyrir öfluga hlífðarlista á síðum strandferðaskipa hér við land, er sem ekkert standist fiinar þungu ákomur, sem skipin verða stund- um fyrir við bryggjur og bólvirki. Ef armdyr á hliðum skut eða stafni verða lekar eða skekkjast, krefst það yfirleitt viðgerðar tafarlaust með tilheyrandi sigl- ingaúrföllum, en á skipum án nefnds , búnaðar má oft fresta viðgerðum skemmda til þægilegri tækifæra. Aksturs út/inn-aðferðin og afgreiðsla um hliðarfarmdyr krefst mjög nokkurs konar keðjunotkunar ökulyftara um borð í skipunum og á landi. Ökulyftarar eru mjög dýr tæki og þurfa því helzt verulega og stöðuga notkun til að renta sig, en hæpið er að slík skilyrði verði á mörgum hinna dreifðu hafna. Reynslan hefir orðið sú, að ökulyftarar bila mjög oft og viðgerðir þeirra eru oft mjög kostnaðarsamar. Góðir lyftikran- ar bila hins vegar tiltölulega sjaldan og viðhaldskostnaður þeirra er yfirleitt lítill. Lyfting varnings með krana mun oftast veita betri meðferð vöru en þegar ökulyftarar eru meira notaðir við Norður-Ameríku með rúmlega 4000 tonn af kartöflum í sekkjum. 22 skipverjar björguðust í einum gúmbát, en 4 fórust. Vindur var talinn 8—9 stig og sjór 8 stig. Kl. 10.20 fékk skipið slagsíðu, sem fór vaxandi og var orðinn 55 gráður kl. 16.40, þegar skipstjóri ákvað að áhöfnin skyldi yfirgefa skipið. Mikil réttarhöld voru út af sjóslysi þessu m.a. til að fá upplýst hvað olli því að þetta stóra og öfluga skip, samkv. almennu áliti, skyldi fara á hliðina og farast á þann hátt og við þau skilyrði, sem greind hafa verið. En engin niðurstaða hefir svo vitað sé fengizt í málinu. Gaumgæfilega var athugað hvort farmurinn kynni að hafa kastast til í lestum skipsins, en upplýsingar um hleðsluna þóttu á engan hátt benda til að þetta hefði getað valdið slysinu. En ástæðan til þess að skýrt er frá nefndu sjóslysi hér er sú, að í réttarhöldunum kom fram, að „Golar Borg“ hafði hliðarfarmdyr á lestum, en þær höfðu ekki verið notaðar eða opnaðar frá byrjun des. 1977 eða í nærri 11 mánuði. Vitanlega var leidd hugsun að því hvort umræddar hliðarfarmdyr á skipinu kynnu að hafa opnast eða orðið lekar, en það mál verður líklega aldrei upplýst og heldur áfram að vera umhugsunarefni, eins og sú ótvíræða staðfesting, sem þarna fékkst á því, að ekki er fjárfesting í nefndum búnaði skipa alltaf vel hagnýtt. Göslað með almannafé Þrátt fyrir ógætilegar tillögur til alþingis í des. 1977, virðist forstjóri Skipaútgerðarinnar enn halda fast við það að fá verði ný strandferðaskip með aksturs út/inn-búnaði og hliðarfarmdyr- um, og hefir þetta m.a. komið ótvírætt fram í þrem greinum, sem Jónas Guðmundsson rithöf- undur og blaðamaður hefir birt í Tímanum. Er svo að sjá sem áróður for- stjórans og á hans vegum hafi borið töluverðan árangur, þar sem honum með aðstoð hjálparmanna tókst að fá inn á fjárlög 1979 lánsheimild fyrir ríkisstjórnina upp á 50 millj. kr. til þess að greiða undirbúningskostnað við smíði strandferðaskipa. Hins vegar er í þessu sambandi ekki lengur minnst á það atriði, sem verið hefir að meira eða minna leyti á dagskrá í áratugi — og með lánsfjárheimild til ríkisstjórnar- innar á fjárlögum í mörg undan- farin ár — að reisa hentugt og velstaðsett húsnæði ( fyrst og fremst vöruhús) fyrir Skipaút- gerðina í Reykjavík. Hefir þó nýr, stór hafnarbakki þegar verið gerður í Rvíkurhöfn beinlínis vegna þessa, og velþekktir arkitektar og verkfræðingar áður gert áætlanir og teikningar af byggingu á staðnum. Hvað fjárhæð snertir felur skipulega þjónustu sína við ýmsar hafnir utan Reykjavíkur, þó ekki sé nema við hinar stærri hafnir, og í öðru lagi verður að vænta þess, að enn eigi ríkisstjórn og alþingi eftir að fjalla um málið og meta hvers konar skip sé viðráðanlegast og hyggilegast að fá með tilliti til fjárfestinga og rekstrarskilyrða. Deilt um strand- ferðaskip í Noregi Er í þessu sambandi fróðlegt að athuga ýmislegt, sem komið hefir fram í Noregi í miklum opinberum umræðum um endurnýjun strand- ferðaskipa, svo nefndra hraðrútu- skipa, sameiginlega til farþega- og vöruflutninga þar við land. Hefir rekstur slíkra skipa um langt árabil notið verulegra styrkja frá ríkinu, en a.m.k. á síðari árum verið í höndum fjögurra hluta- félaga með innbyrðis félagsskap undir heitinu Hurtigrute- selskapene. Á síðast liðnu ári gerði Norsk Skipsforskningsinstitutt tvær teikningar af framtíðarskipum (talað um 9 skip alls) fyrir umrædda strandferðaþjónustu, og var önnur teikningin af 4200 br. tonna skipi samkvæmt tillögu hraðrútufélaganna, en hin teikningin af 2700 br. tonna skipi samkvæmt tillögu samgönguráðu- neytisins. Skyldu í hinu stærra skipi vera 203 svefnrúm og 31 hvílustóll fyrir farþega. Hleðsluþol (dw.) fyrir farm, olíuforða, ferskvatn og vistir fyrir farþega og áhöfn var furðulítið, talið aðeins 600 tonn, og þó eytt í skutop og skutbrú fyrir farm, hliðardyr og lyftur á báðum síðum ásamt venjulegu þilfarsopi og krana að framan. Teikning samgönguráðuneytis- ins gerði ráð fyrir aðeins 85 svefnrúmum fyrir farþega, en farþega rýmið samt sagt álíka stórt og í hinum gömlu skipum með 237 farþegasvefnrýmum. Þessi gerð skips hafði ekki skut- dyr á lest, en hliðarfarmdyr með lyftu eða lyftum og krana aðeins bakborðsmegin á afturskipinu. í grein Noregs Handels og Sjö- fartsidende 22/3 s.l. er skýrt nokkuð frá efni svarbréfs sam- gönguráðuneytis Noregs til sam- göngunefndar Stórþingsins varð- andi hinar tvær nefndu tillögur um ný strandferðaskip. Er þar m.a. sagt, að sá aksturs út/inn-búnaðar (RO/RO-búnaður) sem hraðrútufélögin vilji hafa, sé lítið notaður af öðrum norskum skipafélögum, enda hafi ýmis skipafélög að fenginni reynslu talið nefndan búnað óhagstæðan og valið aðrar aðferðir í lestun og losun. Bent er á eftir greind dæmi. A/S Möreruten á RO/RO-skipið Mörejarl en RO/RO-búnaðurinn er svo að segja ekkert notaður. Det Stavangerske á RO/RO-skip, sem sigldi um hafnir í Vestur-Noregi, Gautaborg og Eystrasaltshafnir, en að fenginni Skip A 720 farmburðartonna 3 ferðir Faxaflói—Akureyri 648 sjóm. samt. 1944 sjóm. með ca. 13 sjóm. ganghraða á klst. 150 klst. Lestun/ losun 240 tonn á klst., 9x2 18 klst. 168 klst. Skip B 1080 farmburðartonna 7 sólarhr. 2 ferðir Faxaflói—Akureyri 648 sjóm. samt. 1296 sjóm. með 13 sjóm. ganghraða 100 klst. Viðbót vegna meiri djúpristu, en aðeins á norðurleið 2 klst. Lestun/ losun með 2 krönum, 2000 kg híf með hvorum á mín., samt. 240 tonn á klst. eða 9x2 18 klst. 120 klst 5 sólarhr. Farmgjald í marz 1979 kr. 4530x2160 tonn kr. 9,784,800 Skip B hefir því tekjur á dag í nefndum flutningum kr. 1,956,960 Skip A hefir því tekjur á dag í nefndum flutningum kr. 1,397,829 Skip B hefir því tekjur á dag í nefndum flutningum urnfram A kr. 559,131

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.