Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ1979 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI hugsar ekki út í þaö hvað þaö er að gera og hendir rusli hugsunar- laust á báða bóga. Þetta mætti kalla sinnulausa hópinn. Hinn er sá hópur sem ekki nennir að bera ruslið spölkorn að næstu rusla- tunnu. Það fólk mætti kalla lata hópinn. Eg álít að með miklum og kröftugum áróðri í fjölmiðlum megi beina sinnulausa hópnum inn á happadrýgri brautir þannig að í hvert skipti sem fólk ætlaði að henda rusli á jörðina tæki undir- meðvitundin til starfa og gripi í taumana. Lata hópnum má einnig hjálpa. Ekki með því að bera ruslið fyrir það að næstu rusla- tunnu heldur færa ruslaílátin til fólksins. Það má gera með því að fjölga ruslakörfunum og gera fólki annaö iilmögulegt en að missa ruslið ofan í þær. Læt ég hér með lokið spjalli mínu um rusl í borgum og vona að flestir þeir sem málið varðar taki það til umhugsunar. íslendingar, höldum landi okkar hreinu með því að skilja við það í dag eins og við vildum taka við því á morgun. -Hálfdán polutrellos. • Beygjan í akstursleið SVK síðan 1974 Karl Arnason forstöðumaður SVK vildi koma að athugasemd og leiðréttingu vegna skrifa um vinstri beygju almenningsvagna af Laugavegi og inn á Hlemm. Hann sagði SVK hafa ekið þarna samkvæmt áætlun síðan árið 1974. Hann segir að SVK hafi leyfi viðkomandi umferðaryfirvalda til að aka þarna og raunar færu vagnar þeirra þessa leið 76 ferðir á degi hverjum yfir vetrartímann. Hann sagði að SVK hefði vakið á því athygli við umferðaryfirvöld að merking sem segir „Vinstri beygja bönnuð nema fyrir SVR“ ætti ekki rétt á sér þar sem fleiri aðilar hefðu heimild til að aka þarna. Enn hefðu viðkomandi yfirvöld ekki orðið við þeirra óskum um að þarna yrði ráðin bót á, en vonandi yrðu þessi skrif til þess að réttar merkingar yrðu settar upp á þessum stað og öðrum stöðum þar sem þess gerist þörf. HJÓLASKÓFLA I m Til sölu Mitchígan 75 B, hjóla- skófla 2,5 rúmm. árgerð 1972. Sameign kemur til greina. Upplýsingar í síma 19711. Kvöldsími 74156. Guðmundur Karlsson Austurstræti 17, 5. h. Dósageróin h.fM Lokaö vegna sumarfría frá og meö 24. júlí til 20. ágúst n.k. Þessir hringdu . . . • Ættir tennisleikara Kona úti í bæ hringdi og vildi leita svara við því hvort Björn Borg væri af íslenskum ættum. Því miður er Velvakandi ekki svo vel að sér í ættfræði drengsins að geta svarað þessu svo óyggjandi sé. En spurningunni hvort Björn Borg tennisleikari sé af íslenskum ættum eður ei er hér með komið á framfæri með von um að þeir sem vita betur en Velvakandi í þessu máli láti frá sér heyra. • Tökum börnunum vel Gömul kona hringdi og sagðist vilja vekja athygli á þeirri góðu iðju sem börn víða um land hafa tekið sér fyrir hendur, að safna fé til ýmissa góðgerðamála með tom- bólum og hlutaveltum ýmiss kon- ar. Hún vildi hvetja fólk til þess að SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson í sovézku sveitakeppninni í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Pisarevs, sem hafði hvítt og átti leik, og Soboljs. 26. c7! (26. Dd6 og 26. Df4 gerðu svipað gagn) H\g3 27. d8=D — Hd3, 28. Hxd3 - cxd3, 29. Dxf8+ - Kxf8, 30. c8=D+ - Ke7, 31. Dc4 — 0e5, 32. Hdl og svartur gafst upp. taka börnunum vel þegar þau koma og biðja um muni á þessar tombólur. Hér væru um að ræða virðingarvert framtak þessara barna sem oft á tíðum mætti vera fullorðnu fólki til fyrirmyndar oe eftirbreytni. Oft sýndi fólk ýmsum þjóðþrifamálum ekki nægan skiln- ing. Og með þessum söfnunum gæfu börnin vissulega fyrirheit um það að meiri skilnings væri að vænta hjá komandi kynslóðum. HÖGNI HREKKVÍSI , WD&e mcó '/ mu&ahum!" Ný bók eftir Halldór Laxness ssVettvangur dagsins 40 ritgerðir um ýmis efni er varða mannlífið. Meðal þess bezta sem skáldið hefur skrifað. Gerið sumarfríið að heillandi ævintýraferð, sem aldrei líður úr minni. „Vettvangur dagsins11 hefur ekki verið til hjá bóksölum í tæp 20 ár. Lesið bókina í sumarfríinu. HELGAFELL Box 263 HAGTRYGGING HF MANNI OG KONNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.