Morgunblaðið - 19.07.1979, Page 46

Morgunblaðið - 19.07.1979, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1979 Fram sigraði baráttuglaða Breióabliksmenn FRAM er komið í fjögurra liða úrslit í bikarkeppni KSÍ, bar sigurorð af Breiðablik í átta liða úrslitum á Laugardalsveiiinum í gærkvöldi með þremur mörkum gegn einu. Leikurinn var allan tímann mjög líflegur, þrátt fyrir að mikil rigning væri meðan á leiknum stóð og völlurinn gerði leikmönnum Iffið leitt, þvf hann var afar háll. Það var því mesta furða hversu leikmönnum beggja liða tókst að sýna góða knatt- spyrnu. Þrátt fyrir að lið Fram næði þirggja marka forystu í leiknum gáfust leikmenn Breiða- bliks aldrei upp og börðust af miklum dugnaði og áttu svo sannarlega skilið að skora fleiri mörk í leiknum, en tvö stórgóð marktækifæri þeirra runnu út í sandinn. Fyrsta mark leiksins kom á 12. mínútu. Hafþór Sveinjónsson gaf laglega sendingu inn í vítateig Blikanna og á höfuð Guðmundar Steinsson sem nikkaði boltanum snyrtilega í fallegum boga í mark- hornið fjær, yfir markvörð Breiða- bliks. Var vel að marki þessu staðið. Síðara markið í fyrri hálfleik kom á 25. mínútu, eftir horn- spyrnu. Varð nokkur þvaga inni í markteig UBK og þar náði Gunn- ar Bjarnason að skalla boltann út á Guðmund Steinsson sem skoraði sitt annað mark með skalla af stuttu færi framhjá varnarmanni og markverði UBK, sem var svo sannarlega illa á verði. Besta tækifæri Blikanna kom rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, er Trausti gat bjargað föstu skoti Hákonar af frekar stuttu færi svo til á marklínu. I síðari hálfleiknum komu Blik- arnir mjög ákveðnir til leiks og voru sýnilega staðráðnir í að gefa ekkert eftir. En þrátt fyrir það voru það Frammarar sem urðu fyrri til að sýna kiærnar. Á 54. mínútu leiksins sækja þeir upp hægri kantinn og þaðan sendir Guðmundur Steinsson góðan bolta út á miðjuna til Baldvins Elías- sonar sem kom á fullri ferð og skaut föstu skoti sem hafnaði í netinu án þess að Sveinn mark- vörður gerði minnstu tilraun til þess að verja. Virtist hann alveg frosinn. Átti hann góða möguleika á að ná til boltans hefði hann reynt. Staðan 3—0, og nú virtist Fram- liðið slaka á, en Breiðabliksmenn létu ekki mótlætið brjóta sig niður heldur héldu ótrauðir áfram og uppskáru eins og þeir sáðu. Á 60. mínútu skorar Sigurður Grétars- son, eftir að Gunnar Bjarnason hafði gert þau mistök að senda lausan bolta á Guðmund mark- vörð. Sveinn markvörður Breiðabliks verður Steinssonar sem ekki sést á myndinni. að sjá á eftir boltanum í netið eftir fastan skalla Guðmunar L)Ó8m. Mbl. Kristján. Fram — UBK 3:1 Sigurður Halldórsson komst inn í sendinguna, brunaði upp og renndi síðan á nafna sinn Grétars- son sem gat fyrirhafnarlítið kom- ið boltanum í netið. Á 66. mínútu fá Blikarnir gullið tækifæri til að minnka muninn í eitt mark, er Heiðar Breiðfjörð brýst laglega í gegnum vörn Fram og er á auðum sjó. Guðmundur markvörður kemur út á móti en Heiðari brást illilega bogalistin er hann skaut framhjá af stuttu færi. Frömmurum tókst svo að bjarga á síðustu stundu er Sigurður Halldórsson fékk góðan stungu- bolta upp miðjuna, komst einn í gegn og brunaði í átt að marki Fram en Trausti Haraldsson sá þann kost vænstan að bregða honum rétt utan vítateigs. Fékk Trausti gult spjald fyrir brotið en bægði hættunni frá fyrir vikið. Ekki tókst Breiðabliksmönnum að nýta sér aukaspyrnuna, fast skotið fór í varnarvegg Fram og hrökk út á völlinn. Síðustu mínútur hálfleiksins voru Frammarar öllu sprækari og sóttu meira án þess þó að bæta við fleiri mörkum. Lið Fram var jafnt og mun sterkari liðsheild, léku þeir oft mjög yfirvegað og vel saman. Bestu menn í framlínunni voru Guðmundur Steinsson og Pétur Ormslev, vörnir er afar traust með Gunnar Bjarnason og Mar- teinn Geirsson, þá átti Ásgeir Elíasson góðan leik. Lið Breiðabliks á hrós skilið fyrir mikinn dugnað í leiknum og baráttuvilja. Liðið gafst aldrei upp og með örlítilli heppni hefðu þeir getað skorað fleiri mörk. Bestu menn liðsins voru Sigurður Grétarsson og Helgi Helgason. -þr. Matthías skoraði rétt fyrir leikslok ÞEGAR 10 minútur voru eftir af leik ÍA og ÍBK, kom hin leik- reyndi Matthías Hallgrimsson inn á fyrir Kristin Björnsson, og eftir aðeins þriggja mínútna leik hafði hann skorað mark. sem tryggði liði ÍA sæti í fjögurra liða úrslitum bikarkeppninnar. Það var Árni Sveinsson sem átti upphafið að góðri sókn ÍA. Hann gaf góðan bolta til Guðjóns Þórðarsonar sem sendi boltann viðstöðulaust inn á miðjuna til Matthíasar sem tók við honum á vítateig, Matthías fór sér að engu óðslega, lék yfirvegað á þrjá varnarmenn ÍBK-liðsins og skoraði sfðan með föstu innan- fótarskoti framhjá markverðin- um frá markteig. Var þetta eina markið í mjög jöfnum leik, sem bar þess öll merki að vera bikar- leikur þar sem bæði liðin ætluðu sér að komast áfram og léku því stífan varnarleik og tóku enga áhættu. IA — ÍBK 1:0 Bikarkeppni KSI KR Val ur i kvöld í KVÖLD kl. 20.00 mætast í Laugardalnum KR og Valur í bikarkeppni KSÍ og má búast við hörkuviðureign, því að bæði liðin eru þekkt fyrir allt annað en að gefa eftir sinn hlut. KR-ingar eru nú efstir í 1. deildinni, og er óhætt að fullyrða að frammistaða nýliðanna í deildinni er mjög góð. En knattspyrnuunnendur ættu að fá eitthvað fyrir sinn snúð í kvöld er úr því fæst skorið hvort liðið kemst áfram. - þr. ÍA lék undan vindi í fyrri hálfleik, en þrátt fyrir að þeir ættu öllu meira í leiknum, sem fór fram í leiðindaveðri, rigningu og roki, tókst þeim ekki að skapa sér nein umtalsverð marktækifæri. Allar sóknir brotnuðu á sterkri vörn ÍBK, með Sigurbjörn Gústafsson sem besta mann. Síðari hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri. Keflvíkingar voru þó nokkru sprækari en áður og sóttu meira en í fyrri hálfleiknum. Ekki áttu þeir þó nein góð tækifæri. Allt virtist stefna í framlengingu er Matthías tók af skarið eins og fyrr segir og skoraði. Bestu menn ÍA í leiknum voru þeir Sigurður Halldórsson og Jón Alfreðsson. í liði ÍBK ártu Sigurður Björgvinsson og Sigur- björn Gústafsson bestan leik, en Steinar Jóhannsson sem nú lék með var mjög frískur í framlín- unni. Stórleikur í útimótinu strax fyrsta kvöldið ÍSLANDSMÓTIÐ í handknattleik utanhúss hefst í Hafnarfirði í kvöld kl. 18.45. Áður en mótið hefst flytur Júlíus Hafstein formaður SHÍ stutt ávarp. Að því loknu leika FH og Þróttur í mfl. kvenna, og síðan sömu félög í mfl. karla. Síðasti leikur kvöldsins er sfðan á milli íslandsmeistaranna 1978, Hauka og meistaranna frá 1977, Vals. Handknattleiksunnendur ættu því að sjá spennandi leiki strax fyrsta leikkvöldið. Mótinu verður sfðan fram haldið næstu kvöld og leikið er við Lækjarskólann í Hafnarfirði. Þau félög sem oftast hafa sigrað í hinum ýmsu flokk- um í útimótinu í handknattleik: Mfl. karla Þátttakendur 10 lið: F.H., Valur, Víkingur, Fram, Haukar, K.R., I.R., Þróttur, Ármanri, Stjarnan. Fyrst var leikið 1948 og er þetta því 32. mótið. Þau lið sem sigrað hafa eru: F.H. 17 sinnum, Valur 6 sinnum, Ármann 3 sinnum, Fram 2 sinn- um, Haukar, Víkingur, K.R. 1 sinni hvert. Mfl. kvenna Þátttakendur eru alls 9 lið: F.H., Valur, Fram, Víkingur, Haukar, K.R., Þróttur, Í.R., UMFN. Fyrst var leikið 1941 og er því leikið í 39. sinn. Þau lið sem sigrað hafa eru: Valur 10 sinnum. Fram 7 sinnum, K.R. 6 sinnum, F.H. 4 sinnum, Ármann 5 sinnum, ÍBÍ 3 sinnum, ÍBA, Haukar, Týr, 1 sinni hvert lið. II. fl. kvenna Þátttakendur eru alls 6 lið: F.H., Yalur, Víkingur, Fram, Haukar, Ármann. Fyrst var leikið í 2. flokki kvenna árið 1960 og er þetta því 20. mótið. Þau lið sem sigrað hafa eru: Valur 5 sinnum, Ármann 4 sinn- um, Fram 4 sinnum, Völsungar 3 sinnum, ÍBK, Haukar, UBK, 1 sinni hvert. 1 flokkunum þremur hafa eftirtalin félög sigrað: F.H. Valur Fram Ármann K.R. Völsungur Haukar ÍBÍ ÍBA ÍBK Týr UBK Víkingur Mfl. k. 17 6 2 3 1 0 1 0 0 0 0 0 1 Mfl. kv. 4 10 7 5 6 0 1 3 1 0 1 0 0 II. fl. kv. 0 5 4 4 0 3 1 0 0 1 0 1 0 Samt. 21 21 13 12 7 3 3 3 1 1 1 1 1 Knattspyrnuúrsllt TVEIR LEIKIR fóru fram í 3. deild íslandsmótsins í knattspyrnu í íyrrakvöld. í D-riðli sigruðu Höfðstrendingar Leiftur, ólafsfirði, 2—1. Það var Þröstur Sveinsson sem skoraði bæði mörk Höfðstrend- inga með góðum skotum. Mark Leifturs skoraði Guðmundur Garðarsson. Þá sigruðu Grindvíkingar Stjörnuna í Garðabæ 2—0. Á Akureyri fór fram leikur KA og Þórs í Akureyrarmótinu í knattspyrnu og sigruðu KA-menn með 5 mörkum gegn 3. Gunnar Blöndal skoraði þrjú af mörkum KA í leiknum og Elmar Geirsson tvö. Mörk Þórs skoruðu Karl ólafsson, Óskar Gunnarsson og Jón Lárusson. —gs/ þr. — sor/þr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.